Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SAMSTAÐA OG EINHUGUR
Það er gott að það er samstaðaog einhugur með ríkisstjórnog aðilum vinnumarkaðar um
að ná stöðugleika á ný í efnahags-
málum. Hins vegar á eftir að koma í
ljós, hvort það næst samstaða um
aðgerðir til þess að ná því markmiði.
Hver er grundvallarástæðan fyrir
þeim vanda, sem við stöndum
frammi fyrir? Það eru alls konar
vandamál á ferðinni. Þar er endur-
fjármögnunarvandi bankanna efst á
blaði. Það eru vandamál með krón-
una, sem hafa leitt til mikilla um-
ræðna um upptöku evru og aðildar
að ESB.
Þetta eru hins vegar ekki grunn-
vandamálin. Þau eru í raun og veru
mjög einföld: við Íslendingar, sem
þjóð, eyðum of miklu og spörum of
lítið. Það eru ekki bara bankarnir,
sem hafa farið glannalega í lántökur
og viðskiptajöfrar, sem hafa teflt á
tæpasta vað í fjárfestingum með þá
peninga, sem bankarnir hafa tekið
að láni og endurlánað þeim. Það eru
líka einstaklingarnir, fjölskyldurnar,
sem hafa farið frjálslega með þá
peninga, sem hér hafa verið í um-
ferð.
Viðskiptahallinn er til marks um,
að við höfum eytt of miklu. Við þurf-
um að jafna hann. Það er hægt með
tvennu móti; að draga úr eyðslu og
auka útflutning.
Af hverju hafa hugmyndir Björg-
ólfs Guðmundssonar, formanns
bankaráðs Landsbankans, um þjóð-
arsjóð fengið svo góðar viðtökur úr
öllum áttum? Ástæðan er sú, að þar
kemur fram tillaga um aðgerðir,
sem munu auka á stöðugleika í sam-
félaginu.
Umheimurinn sér að ríkissjóður
er skuldlaus og að við búum við eitt
öflugasta lífeyriskerfi í okkar heims-
hluta, þar sem mikil söfnun sparifjár
hefur átt sér stað.
Ef til viðbótar kæmi uppbygging á
myndarlegum þjóðarsjóði mundu
bankar, spákaupmenn og vogunar-
sjóðir úti í heimi sjá, að fjárhagur
Íslendinga væri svo sterkur, að þeir
mundu ekki reyna að hagnast á
veikleikum okkar, eins og þeir hafa
gert nú.
Ef grundvöllur efnahagslífs okkar
væri svo sterkur mundu engin
vandamál vera uppi í sambandi við
krónuna. Það er ekki gjaldmiðillinn
sjálfur, sem er vandamálið heldur
bakhjarl hans, þjóðarbúið, sem er
margfalt sterkara en það var en
samt ekki nógu sterkt fjárhagslega.
Einhuga aðgerðir ríkisstjórnar og
aðila vinnumarkaðarins þurfa að
byggjast á þessu. Um leið og gripið
er til aðgerða, sem tryggja þetta
tvennt hverfa önnur vandamál á
skömmum tíma.
Ríkisstjórnin þarf að finna leiðir,
sem hvetja almenning og fyrirtæki
til þess að eyða minnu og spara
meira. Það þarf ekki að vera sárs-
aukafullt. Það kallar einfaldlega á
svolítið breytt hugarfar.
Ef ríkisstjórn og aðilar vinnu-
markaðar taka höndum saman um
að hvetja til þess verður eftirleik-
urinn auðveldur.
VIÐVARANDI OLÍUKREPPA
Horfur á að olíuverð muni lækka áný eru ekki miklar. Olíuverð hef-
ur hækkað jafnt og þétt undanfarið og
í samtali við Baldur Arnarson í Morg-
unblaðinu í gær segir Mamdouh G.
Salameh, sérfræðingur í olíuvinnslu
hjá Alþjóðabankanum, að gera megi
ráð fyrir að þriðja olíukreppan verði
til frambúðar. Ennfremur að gera
megi ráð fyrir að á næstu tveimur til
þremur árum muni verð á hráolíu
hækka í um 150 Bandaríkjadollara
tunnan og allt að 250 dollurum komi til
átaka milli Írana og Bandaríkja-
manna, þótt hækkun af þeim völdum
yrði væntanlega tímabundin.
Salameh dregur ályktanir sínar af
því að bilið milli vinnslu og eftirspurn-
ar á jörðinni fari breikkandi. Sam-
kvæmt kenningum hans var tindinum
í olíuframleiðslu náð árið 2004. Olíu-
vinnsla hafi því þegar náð hámarki og
muni fara minnkandi. Hann telur að
umfang olíubirgða í jörðu sé verulega
ofmetið og miðað við óbreytta notkun
muni heimsforðinn af olíu aðeins end-
ast í nokkra áratugi.
Rétt er að taka fram að ekki eru all-
ir sammála um spá Salamehs, en orð
þessa sérfræðings hljóta að vekja til
umhugsunar. Í fyrsta lagi hlýtur al-
menningur að velta fyrir sér nýjum
kostum í samgöngum. Eins og fram
kemur í fréttaskýringu Ómars Frið-
rikssonar í Morgunblaðinu í dag munu
áhrif olíukreppunnar væntanlega
verða þung fyrir íslenskt efnahagslíf,
en viðráðanleg og hækkandi verð á
orku gæti opnað ýmsa möguleika fyrir
Íslendinga. Á hinn bóginn fer olíu-
notkun vaxandi hér á landi, en ekki
minnkandi. En eldsneytishækkanirn-
ar hafa veruleg áhrif á útgjöld heim-
ilanna. Hlutur eldsneytis í heimilisút-
gjöldunum hefur alltaf verið drjúgur
hér á landi og nú tekur steininn úr.
Bifreiðaeigendur hafa haft hátt um
álögur á bensín og dísilolíu, en gríð-
arleg sala á bifreiðum, sem brenna
miklu eldsneyti, ber ekki beinlínis
vitni vilja til sparneytni. Ekki verður
bæði sleppt og haldið.
Í Bandaríkjunum hefur þegar orðið
vart við aukna eftirspurn eftir spar-
neytnum bílum á kostnað stærri bíla.
Á Íslandi hefur sala á bílum dregist
saman, en munu íslenskir ökumenn
muni skipta yfir í sparneytnu bílana
eða jafnvel kaupa visthæfa bíla?
Stjórnvöld hafa lítið hvatt almenn-
ing til að kaupa sparneytna eða vist-
hæfa bíla. Það mætti gera með því að
lækka álögur á visthæfar bifreiðar og
leggja áherslu á að opinber ökutæki
verði knúin með visthæfum hætti. Það
myndi auka eftirspurn eftir visthæfu
eldsneyti og leiða til bættrar þjón-
ustu, sem gæti gert kaup á slíkum
ökutækjum að fýsilegri kosti fyrir al-
menning. Verð á olíu mun væntanlega
fremur hækka en lækka í bráð og
lengd og því fyrr sem almenningur og
yfirvöld fara að hegða sér í samræmi
við það, því betra.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Sérfræðingur hjá Alþjóða-bankanum hélt því fram íviðtali við Morgunblaðið ígær að þriðja olíukreppan
væri þegar hafin. Ljóst er að ofur-
hátt eldsneytisverð veldur mörgum
búsifjum, skerðir lífskjörin og hefur
víðtæk áhrif í efnahagslífinu en
ástæðulaust er þó að ætla að olíu-
verðshækkun ein og sér muni hafa í
för með sér alvarlegan samdrátt
hér á landi.
Gylfi Magnússon, dósent í hag-
fræði við viðskipta- og hagfræði-
deild Háskóla Íslands, segir að
áhrifin yrðu vissulega mikil ef þessi
þróun gengur eftir. Reikningurinn
yfir innflutning olíuvara myndi
hækka en á móti kemur að sögn
hans að olían er reiknuð í dollar,
sem hefur átt fremur erfitt upp-
dráttar. Ef hækkunin er t.d. mæld í
evrum er hún miklu minni, bendir
Gylfi á.
Flest Vesturlönd eru að öllu leyti
háð innflutningi á olíu þannig að
hugsanleg olíukreppa sem kæmi illa
við nágrannalönd okkar gæti haft
slæm áhrif á útflutningsgreinar
okkar. „En á móti kemur að ein af
helstu stoðunum í útflutningi okkar
er orka. Almennt séð þarf því hátt
orkuverð í heiminum ekki endilega
að koma Íslendingum mjög illa. Það
myndi gera okkar raforku verð-
mætari en ella,“ segir Gylfi og bætir
við að það sé ekki alveg einhlítt
hversu slæm þessi þróun er fyrir
þjóðarbúið. „Hún er vissulega slæm
fyrir bifreiðaeigendur, útgerðina og
flugið, sem brennir mikilli olíu en
þessi þróun þarf ekki að vera svo
slæm fyrir orkufreka iðnaðinn,“
segir Gylfi.
Hann bendir á að hafa beri í huga
að við orkusölu til stóriðju hafa Ís-
lendingar veðjað á álframleiðslu og
það sé álitamál hver áhrifin af
hækkandi olíuverði verða á eftir-
spurn eftir áli á heimsmarkaði.
Ljóst sé að almennur efnahagssam-
dráttur er slæmur fyrir áliðnaðinn.
Að mati hans munu áframhald-
andi hækkanir á olíu ekki einar og
sér leiða af sér kreppu hér á landi
þótt hækkanirnar séu vissulega
óþægilegar. „En þetta vegur ekkert
óskaplega þungt í þjóðhagsreikn-
ingunum þannig að þetta eitt og sér
kemur okkur ekki í vandræði.“
Eldsneytishækkanir íþyngja út-
gerð fiskiskipaflotans en Gylfi
bendir á að fleira spilar inn í afkomu
greinarinnar, s.s. fiskverð, gengi og
hversu mikið er leyft að veiða.
„Sennilega er aflasamdrátturinn
verri fyrir sjávarútveginn núna
heldur en hækkun á olíuverði,“ seg-
ir Gylfi og bendir auk þess á að
lækkun á gengi krónunnar komi
sjávarútveginum vel, „ég reikna
með að gengisfallið skipti meira
máli heldur en olíuverðið, alla vega
til skamms tíma litið,“ segir hann.
Eldsneytisverð hefur hækkað ört
að undanförnu. Þannig var t.d. olíu-
verð 58 dalir á tunnuna í ársbyrjun
2007 og fór yfir 100 dali í byrjun
þessa árs. Notkun olíu í heiminum
hefur vaxið úr um 77 milljón tunna á
dag árið 2000 í 86 milljónir á sl. ári.
Í nýrri spá Orkuupplýsingastofn-
unarinnar (EIA) er 110 dala meðal-
verð á tunnuna lagt til grundvallar
spánni á þessu ári samanborið við
72 dali á tunnu á seinasta ári. Á
næsta ári spáir EIA að verð á tunnu
af hráolíu verði 103 dalir
altali yfir árið. Þetta er m
spá en stofnunin hefur áðu
engu að síður mikið lægri
ar aðrar spár sem birst haf
anförnu eins og fyrr segir
sumir sérfræðingar halda
að búast megi við því að ol
gæti farið í 150 til 200 dali o
hátt um alla framtíð.
Í þjóðhagsspá fjármálar
isins í seinasta mánuði kom
innflutningur bifreiða hef
mjög mikill árin 2005-2007
nærri að 70 þúsund bílar h
fluttir inn samanlagt þess
hluti bifreiðaverðs er í be
falli við gengi erlendra gj
Því sé þess að vænta á næ
bílainnflutningur dragist
tvennum sökum: minnka
kaupmáttar og ekki síst ve
ingar á gengi krónunnar.
En þrátt fyrir hækka
neytisverð fer eldsneytis
vaxandi. Orkuspárnefnd v
þessar mundir að nýrri or
hefur aflað nýrra gagna um
eldsneytis. Ef litið er á nýju
lýsingar um heildarnotk
neytis hér innanlands þá
ljós töluverð aukning á sei
þrátt fyrir hækkandi ol
seinustu misserum. Notku
626 þúsund tonnum árið 2
þúsund tonn á árinu 2007
því um nálægt 35 þúsun
árinu.
Jón Vilhjálmsson, sem
eldsneytishópi Orkuspár
segir að notkun bifreiða og
eldsneyti hafi farið jafnt
vaxandi. „Sú notkun jóks
um 10 þúsund tonn en á ári
an jókst hún um tæp 30
Olíukreppa yrð
byrði en viðráða
Spáð er áframhaldandi
verulegum hækkunum á
hráolíuverði í heiminum
og jafnvel að verðið geti
haldist hátt um alla
framtíð. Áhrifin yrðu
mörgum erfið hér á landi
en myndu þó ekki leiða
af sér alvarlegan efna-
hagssamdrátt að mati
hagfræðings. Eldsneyt-
isnotkun fer vaxandi.
Orkunotkun Mikil aukning varð á notkun gasolíu á bíla í fyrra en
!" !
#" #
$"
$
% &
' # (#!
()*+ '
-
.
'
/ $,
0-
-
1, 023 Í HNOTSKURN
»Lætur nærri að 70 þúsundbílar hafa verið fluttir inn á
árunum 2005–2007.
»Eldsneytisnotkun lands-manna jókst úr 626 þúsund
tonnum árið 2006 í 661 þúsund
tonn í fyrra.
»Árið 2002 var notkun flug-vélaflotans um 98 þúsund
tonn en í fyrra var hún komin
upp í 162 þúsund tonn.
»Árleg olíunotkun far-artækja hér á landi hefur
verið um 200 þúsund tonn eða
um 650 kg á hvern íbúa.
»Olíuverð var 58 dalir á tunn-una í ársbyrjun 2007 og fór
yfir 100 dali í byrjun þessa árs. Í
gær var verðið 122 dalir.
»Sífellt fleiri sérfræðingarsegja að búast megi við að
verð á tunnu af hráolíu geti
hækkað í 150 til 200 dali á
næstu misserum.