Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 28
✝ Garðar Sölvasonfæddist í Reykjavík 16. maí 1934. Hann lést á Landspítala – Há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi, deild 6a, 26. apríl sl. Foreldrar hans voru Sölvi Elíasson, f. í Þórðarbúð í Eyr- arsveit, Snæfells- nesi, f. 22.6. 1904, d. 21.6. 1988, og Guð- björg María Guð- mundsdóttir, f. á Vatnsgarðshóli í V-Skaftafells- sýslu 3.3. 1908, d. 19.2. 1993. Bróðir Garðars er Hafsteinn, f. 17.10. 1932, maki hans er Kolbrún Haraldsdóttir, f. 6.7. 1934. Garðar giftist 1.11. 1955 Eddu Hrönn Hannesdóttur, f. 4.5. 1937. Foreldrar hennar voru: Hannes Hafstein Agnarsson, f. að Fremstagili í Langadal, A-Hún. 1.11. 1910, d. 9.1. 1989, og Gróa Dagmar Gunnarsdóttir, f. í Reykjavík 22.2. 1912, d. 28.2. 1985. Börn Garðars og Eddu: 1) Hannes Hafstein Garðarsson, f. 29.7. 1956, d. 5.3. 2003. Börn hans eru a)Gunnar Örn, f. 21.11. 1974, 1991. Stjúpbörn Elínar og börn Brynjars eru Daníel f. 13.11. 1992 og Díana f. 23.11. 1994. 5) Ríkey Garðarsdóttir f. 5.6. 1969, maki Margrét Sigurðardóttir f. 6.5. 1966. Barn þeirra er Kristófer f. 11.12. 1990. Garðar lauk námi við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og Versl- unarskóla Íslands. Hann vann hjá Wyatt C. Hederich og verk- fræðideild Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli, m.a. sem túlk- ur, 1952-53, lærði bílasmíði hjá Bílasmiðjunni hf. og Iðnskólanum í Reykjavík 1954-58 og lauk sveinsprófi, meistarabréf í iðn- greininni 1961, setti á stofn og rak Bílaverkstæði Garðars Sölvasonar í Súðarvoginum 1959-66, sölu- og verslunarstjóri hjá véladeild SÍS 1966-69, sölu- og lagermaður hjá Pharmaco hf. 1969-72, verkstjóri hjá Bílaverkstæði Garðars Sig- mundssonar 1972-73, starfsmaður aðalféhirðis Landsbanka Íslands 1973, rak eigin bifreiðasölu: Bíla- sölu Garðars 1973-74, Bílaverk- stæði Garðars Sölvasonar í Síðu- múla 25 frá 1974-99, í trúnaðarráði Málfundafélagsins Óðins 1982, í fulltrúaráði Sjáf- stæðisflokksins í Reykjavík 1983, í stjórn Farstöðvaeiganda 1986-88. Útförin fer fram frá Árbæj- arkirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl 15. unnusta hans er Harpa Edwalds- dóttir, f. 22.5. 1974, b) Garðar Sveinn, f. 5.3. 1979, c) Edda Hrönn, f. 30.3. 1981. 2) Guðbjörg María Garðarsdóttir, f. 19.5. 1958, maki Theodór Stefán Friðgeirsson, f. 11.7. 1953. Börn þeirra eru a) Ísabella, f. 24.10. 1978, maki Sigurgeir Gíslason, f. 24.4. 1974. Barn Ísabellu og Þorleifs Hreiðarssonar er Brynjar Freyr, f. 27.8. 1999. Barn Ísabellu og Sigurgeirs er Theodór Gísli, f. 12.6. 2007, b) Hafþór f. 6.3. 1981, unnusta hans er Margrét Jóhannsdóttir f. 9.11. 1982, barn þeirra er Viktor Blær f. 30.8. 2002, c) Eyþór f. 6.3. 1981. 3) Garðar Trausti f. 3.8. 1960 d. 7.10. 1997. 4) Elín Inga f. 7.4. 1962, maki Brynjar H. Jóhann- esson f. 18.3. 1966. Börn Elínar og Karls Þorvaldssonar eru a) Þor- valdur Karlsson f. 3.2. 1982, unn- usta Branddís J. Garðarsdóttir f. 18.12. 1983, b) Valgerður Rós f. 5.2. 1986. Barn hennar Óskírður f. 7.4. 2008, c) Rakel María f. 12.3. Til þín elsku ástin mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín elskandi eiginkona, Edda Hrönn Hannesdóttir. Elsku pabbi minn, nú er komið að kveðjustund. Ég trúi því að nú líði þér vel og að bræður mínir hafi tek- ið vel á móti þér. Á stundu sem þessari leitar hugurinn víða og upp koma margar minningar. Það sem er mér efst í huga nú er hvað þú og mamma voruð frábær í uppeldinu á okkur systkinum, en að ala upp 5 börn og gera það eins vel og þið gerðuð er mikil vinna. Ég man t.d. bara eftir einu skipti sem þú skammaðir mig og það er alveg ótrúlegt vegna þess að ég held að ég hafi verið mesti villingurinn af okk- ur systkinum. Í þetta eina skipti sem ég man eftir var ég 9 ára og hafði Hannes bróðir læst mig úti, ég varð svo reið að ég braut gluggann í útidyrahurðinni til að komast inn. Þegar þú komst heim þá leiddir þú mig inn í herbergi og sagðir að ég skyldi dúsa þar og skammast mín, en um leið og þú skelltir hurðinni á eftir þér datt húnninn af og þá brá þér svo mikið að þú byrjaðir að kalla „Maja mín er ekki allt í lagi, ekki vera hrædd, pabbi þarf að ná í verk- færi til að opna hurðina“ og ég man að það hlakkaði svolítið í mér yfir þessu. Ykkar leið var að setjast nið- ur með okkur ef við höfðum gert eitthvað af okkur og málin voru rædd. Ógleymanlegar eru þær útilegur sem farið var í þegar við vorum börn og hreint alveg ótrúlegt hvað þið voruð dugleg með allan skarann nánast um hverja helgi á sumrin í hvíta tjaldinu með reimunum og lausa botninum og mamma þurfti að þvo bleyjurnar í ísköldum lækjar- sprænum. En þið voruð alltaf svo dugleg að ferðast og eftir að við Teddi minn kynntumst þá fórum við í margar útilegur saman og það var ótrúlega gaman að ferðast með ykk- ur. Sem betur fer höfum við alltaf verið í mjög góðu og nánu sambandi og á ég margar góðar minningar um þær dýrmætu stundir sem ég mun geyma í hjarta mínu. Elsku pabbi. Sorgin hefur heldur betur bankað á dyrnar hjá ykkur mömmu og það er alveg ótrúlegt hvað á ykkur hefur verið lagt og engum finnst sanngjarnt að for- eldrar þurfi að grafa börnin sín. Fyrsta barnið ykkar misstuð þið og síðan hafið þið þurft að kveðja tvo syni í viðbót, elsku Gæja okkar að- eins 37 ára og síðan elsku Hannes okkar 46 ára og núna missir mamma þig, en þið hafið verið bestu vinir í 54 ár og áttuð alveg ótrúlega vel saman, bæði létt og skemmtileg og þú þessi brandarakall og sögumað- ur. Alltaf var jafn gaman að hlusta á sögurnar þínar þótt maður væri ekki að heyra þær í fyrsta skipti. Elsku pabbi minn, ég vil þakka fyrir að hafa haft þig í lífi mínu í tæp 50 ár og láta þig vita að við systur mun- um passa elsku mömmu vel. Elsku mamma, Ella, Ríkey og aðrir sem eiga um sárt að binda, megi góður Guð gefa okkur öllum styrk til að takast á við sorgina. F.h. fjölskyldunnar þakka ég starfsfólki á Landspítala – Háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi, deild A6, fyrir góða umönnun. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn Garðar Sölvason 28 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi Garðar, takk fyrir sam- fylgdina, þú varst yndislegur afi. Ó, blíði Jesús, blessa þú það barn, er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér. (Valdimar Briem) Kær kveðja, Þorvaldur Óskar Karlsson, Valgerður Rós Karlsdóttir, Rakel María Karlsdóttir. HINSTA KVEÐJA ✝ Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, AGNESAR ÁRNADÓTTUR, Kópavogsbraut 1b. Árni Þórhallsson, Amalía Þórhallsdóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Kristín S. Þórhallsdóttir, Herdís Þórhallsdóttir, Þorsteinn N. Ingvarsson, Þórarinn Þórhallsson, María R. Ólafsdóttir, Lárus Þ. Þórhallsson, Hildur E. J. Kolbeins, Þórhildur Þórhallsdóttir, Reynir Sturluson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Grænatúni 18, Kópavogi, fyrrverandi prestsfrú, Reynivöllum Kjós, sem lést föstudaginn 2. maí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. maí kl. 13.00. Áslaug Kristjánsdóttir, Jai Ramdin, Bjarni Kristjánsson, Karl Magnús Kristjánsson, Helga Einarsdóttir, Halldór Kristjánsson, Guðrún Kristinsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Axel Snorrason, Valdimar Kristjánsson, Brenda Phelan, Guðmundur Kristjánsson, Jónína B. Olsen, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, GUÐLAUGS JÓNSSONAR frá Skarði. Jón Guðlaugsson, Alda Særós Þórðardóttir, Jóhannes Kristján Guðlaugsson, Hildur Steinþórsdóttir, Kristbjörg Helga Guðlaugsdóttir, Valdimar Guðlaugsson, Ólína Guðlaugsdóttir, Sigurður Rafn Borgþórsson, Kristín Jóhanna Valdimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR FRÍMANNSDÓTTIR (Alla), Hjallabraut 33, sem lést miðvikudaginn 30. apríl á St. Jósefsspítala Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að styrkja langveik börn. Ármann Guðjónsson, Jórunn Ólafsdóttir, Lilja Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Lárus Guðjónsson, Guðrún Magnúsdóttir, Ólafur Valgeir Guðjónsson, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Ingi Hafliði Guðjónsson, Æsa Hrólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartanlegar þakkir fyrir samúð við fráfall og útför ÓLAFAR PÉTURSDÓTTUR dómstjóra og virðingu vottaða minningu hennar. Friðrik Pálsson, Marta María Friðriksdóttir, Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ólafur Hannibalsson, Ásdís Ólafsdóttir, Marta Ólafsdóttir, Ragnhildur Paus, Trine Paus, Petter Paus. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vinsemd, virðingu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, síðast til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, áður Hæðargarði 35, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu, Reykjavík. Leifur Þorsteinsson, Sigríður S. Friðgeirsdóttir, Sturla Þorsteinsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Áshildur Þorsteinsdóttir, Lúðvík Friðriksson og barnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona, AUÐUR EGGERTSDÓTTIR, Flúðaseli 18, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans 3. maí. Útförin fer fram fimmtudaginn 15. maí kl. 13.00 frá Seljakirkju. Gunnar Jóhannsson, Jóhann Gunnarsson, Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Kári Gunnarsson, Oddur Ævar Gunnarsson, Eggert Oddur Össurarson, Guðrún Sigurðardóttir, Sólveig Gunnarsdóttir, systkini og aðrir vandamenn.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu: 28
https://timarit.is/page/4189492

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: