Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 129. DAGUR ÁRSINS 2008
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Óttast að 100.000 manns
hafi farist í Búrma
Sendifulltrúi Bandaríkjanna í
Búrma sagði í gær að fellibylurinn
um helgina kynni að hafa orðið um
100.000 manns að aldurtila. Tals-
maður Barnaheilla sagði að milljónir
manna hefðu misst heimili sín.
» Forsíða, 14
Deilt um aukagreiðslur
Ríkisendurskoðun telur að hjúkr-
unarheimilið Sóltún hafi ekki fylgt
leiðbeiningum um mælingu umönn-
unar sem lögð er til grundvallar
aukagreiðslum. Forsvarsmenn Sól-
túns mótmæla aðferðafræðinni sem
stofnunin beitti. » Forsíða, 11
Eining um Sundagöng
Full samstaða er um það í borgar-
stjórn að velja Sundagöng þótt þau
séu dýrari en sú Sundabrautarleið
sem Vegagerðin hefur mælt með. » 2
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ánægjuvogin og störf…
Forystugreinar: Einhugur og sam-
staða | Viðvarandi olíukreppa
Ljósvaki: Ný Evrópa skoðuð af Palin
UMRÆÐAN»
Áfram með álver á Bakka!
Eitt lögreglulið
Nýtum orkuna á svæðinu
Kópavogsdeild Rauða krossins í 50 ár
Skýjakljúfar í kröppum dansi
Innherji: Betri upplýsingar
Bernanke hvetur til aðgerða
Sænska skútan rétt af með hörku
VIÐSKIPTI »
4
4 4 4 4 4 4
5$6 '
/" ,"
7"! ""! % $
4
4 4
4
4
4
&4 4
.
8*2 '
4
4
4 4 4 4
4 &4 4
9:;;<=>
'?@=;>A7'BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA'8 8=EA<
A:='8 8=EA<
'FA'8 8=EA<
'3>''A% G=<A8>
H<B<A'8? H@A
'9=
@3=<
7@A7>'3,'>?<;<
Heitast 13°C | Kaldast 3°C
Austan- og norð-
austan 3-10 m/s og
skýjað með köflum, en
dálítil súld fyrir norð-
an. » 10
Verður fólk ónæmt
fyrir ofbeldi ef það
fremur glæpi í leik?
Helgi Snær Sigurðs-
son veltir fyrir sér
tölvuleikjum. » 39
TÖLVULEIKIR»
Fordómar
og ofbeldi
HEIMSÓKN»
Prins og prinsessa gengu
um Stykkishólm. » 40
Ef svo fer sem horfir
verður árið 2008 eitt
mesta útrásarárið í
sögu íslenskrar
dægurtónlistar frá
upphafi. » 36
TÓNLIST»
Poppað í
Bretlandi
TÓNLIST»
Ójafnt? BRIT-verðlaunin
afhent í kvöld. » 36
FÉLAGSLÍF»
Hið konunglega fjelag
verður lagt niður. » 37
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Myndir birtar af bankaræningja
2. Lohan varð sér til minnkunar
3. Yfirlýsing frá Kompási
4. Yfirlýsing frá Heklu
Íslenska krónan styrktist um 0,9%
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
FÖÐUR ungs manns á sambýli fyrir
fatlaða í Reykjavík hefur verið til-
kynnt að kostnaður vegna kaupa á
uppþvottavél eigi að skiptast á heim-
ilisfólkið, sex einstaklinga. Jón Heið-
ar Ríkharðsson, framkvæmdastjóri
Svæðisskrifstofu um málefni fatl-
aðra í Reykjavík, segir að vegna
fyrstu kaupa á húsbúnaði sé hægt að
sækja um styrki til Framkvæmda-
sjóðs fatlaðra, en annars sé gengið
út frá því að íbúar taki þátt í kostn-
aði eins og við almennt heimilishald.
Kristín Sigurjónsdóttir, trúnaðar-
maður fatlaðra hjá Þroskahjálp, seg-
ir að samkvæmt þessu sitji fatlaðir
ekki við sama borð og almennir
leigjendur, sem taki ekki þátt í end-
urnýjun tækja í sameign heldur eig-
endur hússins.
Hörður Jónasson segist hafa
fengið þær upplýsingar að frá ára-
mótum eigi íbúar að taka þátt í
kostnaði vegna endurnýjunar á hús-
munum í sameiginlegu rými, þ.e. í
borðstofu, eldhúsi og þvottahúsi. Ef
þurfi að kaupa t.d. þvottavél, þurrk-
ara, uppþvottavél, ísskáp, ryksugu
eða borðstofuhúsgögn verði íbúarnir
að borga.
Að sögn Harðar er sonur hans,
Óskar, með um 120 þús. kr. í ör-
orkubætur á mánuði. Bæturnar fari
í að borga mat, húsaleigu, ferðaþjón-
ustu fatlaðra, lyf, föt og fleira og þá
sé ekki mikið eftir.
Kostnaður vegna heimilistækja og
húsgagna hefur hingað til ekki verið
greiddur af heimilisfólki á sambýl-
um, að sögn Harðar.
Jón Heiðar Ríkharðsson segir
fjölbýli og sambýli ekki sambærileg,
því um miklu meiri sameiginlegan
heimilisrekstur sé að ræða á sam-
býli. Hann bendir á að samkvæmt
reglugerð frá árinu 2002 eigi heim-
ilissjóður að standa undir eðlilegu
viðhaldi húsbúnaðar. Reglugerðin
hafi verið túlkuð nokkuð rýmilega
hvað varðar þennan þátt en hún sé í
raun það sem beri að fara eftir. Hins
vegar sé verið að skoða þessa kostn-
aðarskiptingu og reglugerðin sé í
endurskoðun.
Fötluðum á sambýli gert
að borga heimilistækin
Heimilissjóður á að standa undir eðlilegu viðhaldi húsbúnaðar
Ekki hefð fyrir því að leigjendur á almennum markaði taki þátt í tækjakaupum
Morgunblaðið/Golli
„HVAÐ verður næst?“ spyr Hörður Jónasson, faðir Ósk-
ars sem býr á sambýli fatlaðra að Barðastöðum í Reykja-
vík. Hörður segir að með því að krefja heimilisfólk um
greiðslu fyrir húsgögn og heimilistæki sé verið að klípa
af þeim sem geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Ör-
orkubætur þeirra séu mjög lágar og auk þess séu sumir
íbúanna munaðarlausir.
„Hver ákveður þetta, hver leyfir þetta?“ spyr Hörður.
„Hver leyfir þetta?“
ÁHRIF gengisfalls krónunnar á
fyrsta fjórðungi ársins á rekstrar-
reikninga viðskiptabankanna þriggja,
hreinn gjaldeyrismunur, nema sam-
anlagt um 53 milljörðum króna. Sam-
anlagður hagnaður bankanna á tíma-
bilinu er 42 milljarðar. Mest eru
áhrifin á afkomu Landsbankans.
Einnig hefur gengisfallið áhrif á efna-
hagsreikninga Kaupþings og Glitnis
þar sem eignir þeirra erlendis hafa
orðið verðmætari í íslenskum krónum
reiknað. | Viðskipti
53 milljarða
króna áhrif
SVÍINN Joakim Palme, sonur Olofs Palme, sem var
myrtur í Stokkhólmi árið 1986, kveðst vera sannfærður
um að síbrotamaðurinn Christer Pettersson hafi verið
sekur um morðið.
„Mér finnst ekki vera nein ástæða til að efast,“ segir
Joakim Palme, 49 ára félagsfræðingur. „Hann var
dæmdur sekur í undirrétti en friðdómarar úrskurðuðu
að hann væri saklaus. Dómararnir töldu að ekki væri
hægt að dæma hann sekan vegna þess að örlítill og rök-
studdur efi væri fyrir hendi. Ég get ekki í sjálfu sér
gagnrýnt þá niðurstöðu en ég er af-
ar gagnrýninn á röksemdirnar.“
Palme segir að hjá dómurunum
hafi komið fram margvíslegur mis-
skilningur. „Það hefur verið gerð
ein raunveruleg tilraun til að fá
hæstarétt til að taka málið upp en
því var hafnað þótt saksóknarar
hefðu safnað saman ýmsum nýjum
gögnum. Þar kom m.a. fram að Pett-
ersson hafði aðgang að vopnum, líka
hans eigin yfirlýsingar um að hann væri sekur o.fl. Mér
fannst rök hæstaréttar fyrir því að hafna málinu vera
veik og er ekki sáttur við þá niðurstöðu.“ | 23
Sonur Olofs Palme ósáttur
við niðurstöðu dómaranna
Joakim Palme
Telur Pettersson sekan