Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Við hvora útgáfuna viljið þér tala, herra, orginalinn eða Spaugstofu-eftirlíkinguna?
VEÐUR
Skjótt skipast veður í lofti, einsog nýjasti þjóðarpúls Gallups
um ánægju með störf ráðherra rík-
isstjórnarinnar sýnir. Minni
ánægja er með störf allra ráð-
herranna nú en var í september í
fyrra. Það þarf í sjálfu sér ekki að
koma á óvart, því hveitibrauðs-
dagar ríkisstjórnarinnar eru af-
staðnir og hún stendur frammi fyr-
ir efnahagsvanda, sem ekki er
útséð um með hvaða hætti verður
leystur.
Það hlýt-ur að
vera for-
mönnum
stjórn-
arflokk-
anna áhyggjuefni, hversu ánægja
þeirra eigin flokksmanna með
störf þeirra hefur skroppið saman,
sérstaklega meðal samfylking-
arfólks.
Einungis 64% samfylkingarfólkseru ánægð með Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur nú, samborið við
78,9% í haust. Þetta er ekki mikill
stuðningur við flokksformann
meðal eigin flokksmanna, raunar
svo takmarkaður, að það hlýtur að
vekja upp spurningar um stöðu
formannsins.
78,8% sjálfstæðismanna eruánægð með störf Geirs H.
Haarde nú, miðað við 90,7% sl.
haust. Þótt formaður Sjálfstæð-
isflokksins missi stuðning meðal
eigin flokksmanna er tæplega 80%
stuðningur þó alveg viðunandi fyr-
ir hann.
Þá vekur athygli að fleiri sjálf-stæðismenn eru ánægðir með
störf Kristjáns L. Möller en sam-
fylkingarfólk, þótt ekki muni
miklu og aðeins 38% samfylking-
arfólks eru ánægð með störf Öss-
urar Skarphéðinssonar.
Hvernig á Kristján að skiljaþessa niðurstöðu?!
STAKSTEINAR
Ánægjuvogin og störf ráðherra
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!""
!""
"# $
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
%
&% % %
&% % %&
&% &% &%
&%
%&
*$BC
!"#
$
%
!
*!
$$B *!
'()
$
(
$
#*$ +*
<2
<! <2
<! <2
'#$)"! ,"- .!*"/
*
D B
"2
&
$$'
!($!
/
%
) *'
"+
* <7
'
%
$
)
!"
* $ 01!! *22
"!*$ 3
* * ,"
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Ólína Þorvarðardóttir | 7. maí
Gott var nú að fá
þetta á hreint
Ríkissjóður mun ekki
greiða kostnað við um-
hverfismat vegna mögu-
legrar olíuhreinsistöðv-
ar á Vestfjörðum segir
Össur Skarphéðinsson.
Gott var nú að fá þetta á
hreint. Nauðsynlegt. En hvað með
lagaumhverfið að öðru leyti? Mun ein-
hver ráðherra á ögurstundu sitja dap-
ur frammi fyrir fréttamönnum og segja
að málið sé ekki í hans höndum, ekki
í hans valdi, ekki á hans forræði? ...
Meira: olinathorv.blog.is
Anna Ólafsdóttir Björnsson | 7. maí
Það er ekki útilokað
að Hillary verði
næsti forseti
Bandaríkjanna …
… en líkurnar eru ekk-
ert yfirþyrmandi miklar.
Baráttan í nótt var æsi-
spennandi og þar sem
ég er aftur komin í minn
rétta vinnufasa og var
að vinna til klukkan
rúmlega fjögur, kíkti ég á CNN á milli,
en þau þorðu samt ekki að lýsa hana
sigurvegara þegar 91% atkvæða …
Meira: annabjo.blog.is
Birgitta Jónsdóttir | 7. maí
Þar sem ljóðið
lifir enn
Ég er svo lánsöm að fá
boð í það minnsta ár
hvert á einhverjar
skringilegar og
skemmtilegar skálda-
hátíðir víðsvegar um
heim. Eftir að hafa
mætt á nokkrar miður skemmtilegar í
Austur-Evrópu ákvað ég að fara aldrei
aftur á slíkar samkomur. En þegar
mér var boðið til Níkaragva í fyrra
stóðst ég ekki freistinguna, því Suður-
og Mið-Ameríka eiga enn í afar …
Meira: birgitta.blog.is
Ágúst Ólafur Ágústsson | 7. maí
Hvað hefur
ríkisstjórnin gert
í velferðarmálum?
Mér finnst fólk ekki vera
sanngjarnt þegar það
segir að ný ríkisstjórn
Samfylkingar og Sjálf-
stæðisflokks hafi ekki
gert sitt í velferð-
armálum á þessu tæpa
ári síðan ríkisstjórnin tók við völdum.
Auðvitað veit ég að margt er enn ógert
en ef við lítum yfir nokkra mikilvæga
áfanga sem hafa verið teknir í velferð-
armálum þá sést áþreifanlegur árang-
ur.
1. Lífeyrisgreiðslur almannatrygg-
inga hafa hækkað um 7,4% á þessu
ári eða um 9.400 krónur til þeirra
sem aðeins fá óskertar greiðslur úr al-
mannatryggingum. Þessu til viðbótar
verður öllum öldruðum, sem ekki
njóta a.m.k. 25.000 króna greiðslu úr
lífeyrissjóði nú þegar, tryggð sérstök
kjarabót sem jafngildir 25.000 króna
greiðslu úr lífeyrissjóði á mánuði.
Þessi greiðsla kemur sérstaklega vel
þeim sem í dag njóta einungis slíkra
bóta. Þegar tekið hefur verið tillit til
þess að fjárhæðin skerðir aðrar bæt-
ur jafngildir þessi fjárhæð ríflega
15.000 krónum fyrir skatta sem kem-
ur til viðbótar þeim 9.400 krónum
sem 7,4% hækkun lífeyrisgreiðslna
skilar til þessa hóps sem býr við verst
kjörin, samtals ríflega 24.400 krónur
fyrir skatta á mánuði.
2. Skerðing bóta vegna tekna maka
var að fullu afnumin 1. apríl. Sem
dæmi má nefna ellilífeyrisþega sem
hefur 1.000.000 króna í lífeyrissjóðs-
tekjur og maki hans hefur 6.000.000
króna í atvinnutekjur. Bætur ellilífeyr-
isþegans munu í júlí verða um 54.000
krónum hærri á mánuði en þær voru í
desember. Alls munu um 5.800 lífeyr-
isþegar uppskera hærri bætur við
þessa breytingu, þ.e. um 3.900 ör-
yrkjar og um 1.900 ellilífeyrisþegar.
3. Búið er að setja 90.000 króna
frítekjumark á fjármagnstekjur á ári til
að draga úr of- og vangreiðslum tekju-
tengdra bóta. Um 90% ellilífeyrisþega
og um 95% örorkulífeyrisþega hafa
fjármagnstekjur undir þessum mörk-
um. Ef horft er til reynslu undanfar-
inna ára má reikna með að 7-8.000
lífeyrisþegar komist hjá skerðingum
vegna þessara aðgerða.
4. Vasapeningar til tekjulausra vist-
manna hafa hækkað um …
Meira: agustolafur.blog.is
BLOG.IS
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi yfirlýsing frá Kompási:
„Starfsmaður almannatengslafyr-
irtækisins Kynning og markaður
(KOM) hafði samband við Kompás í
gær og sendi í kjölfarið frá sér yfirlýs-
ingu sem sögð er í nafni Haraldar Jo-
hannessen, ríkislögreglustjóra og
Valtýs Sigurðssonar, ríkissaksókn-
ara. Þar er því hafnað að embætti rík-
islögreglustjórans hafi, gegn betri vit-
und, tjáð embætti ríkissaksóknara að
engin gögn fyndust í Þjóðskjalasafni
sem lúta að rannsókn á láti tveggja
manna árið 1985. Fullyrðing um að
gögn finnist ekki er sett fram í bréfi
til saksóknarans 22. ágúst sl. Í yfirlýs-
ingunni segir að Þjóðskjalasafn hafi í
svari við fyrirspurn „… upplýst að
gögn málsins hefðu ekki fundist við
fyrstu athugun“. Svar Þjóðskjala-
safns er sagt dagsett 25. maí 2007.
Þetta rímar illa við svar þjóðskjala-
varðar við fyrirspurn Kompáss þar
sem segir að það hafi verið brugðist
við eftirgrennslan ríkislögreglustjór-
ans frá 11. maí í fyrra með því að stað-
setja rannsóknargögn málsins. Síðan
segir: „Í kjölfarið var fulltrúi embætt-
is ríkislögreglustjórans látinn vita að
umrædd málskjöl væru tilbúin til af-
greiðslu á skrifstofu Þjóðskjalasafns.
Þegar málskjalanna hafði ekki verið
vitjað þann 6. júní sl., skv. bókun
Þjóðskjalasafns, voru skjölin sett aft-
ur á sinn stað í skjalasafni RLR.“
Það gefur augaleið að þetta mis-
ræmi kallar á skýringar. Það liggur
fyrir að ríkislögreglustjórinn lætur
ríkissaksóknara ekki í hendur þau
gögn sem eru í vörslu Þjóðskjala-
safns. Ríkissaksóknari hafði þá til úr-
lausnar að leggja mat á synjun rík-
islögreglustjórans um aðgang
ættingja hinna látnu að þessum gögn-
um. Það hlýtur því að teljast afar mik-
ilvægt að ríkissaksóknari fái í hendur
öll gögn málsins.
Í yfirlýsingunni í gær frá KOM,
sem sögð er frá embættunum tveim-
ur, kemur fram að ríkislögreglustjóri
hafi leitað eftir þessum gögnum ann-
ars staðar eða hjá Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi en þar voru krufn-
ingsskýrslur og gögn frá RLR. Þessi
skjöl hafi síðan verið send til ríkissak-
sóknara. Segir svo í yfirlýsingunni:
„Þannig lágu gögn málsins fyrir hjá
ríkissaksóknara þegar hann tók
ákvörðun um að hafna aðgangi að um-
ræddum gögnum“.
Það hefur ekki verið upplýst hvort
gögnin á Landspítalanum og skjölin á
Þjóðskjalasafni séu alfarið þau sömu.
Ekki verður séð að ríkislögreglustjóri
og ríkissaksóknari hafi enn í dag
kannað hvort í vörslu Þjóðskjalasafns
séu að einhverju leyti önnur gögn en
þau sem fundust á Landspítala.
Benda má á að í gögnum Landspítala
er ekki að finna skýrslu sem sá lög-
reglumaður sem fyrstur kom á vett-
vang segist, í samtali við Kompás,
hafa ritað og hlýtur að teljast mik-
ilvægt skjal fyrir ættingja hinna
látnu. Ef það hefur enn ekki verið far-
ið í gegnum skjöl Þjóðskjalasafns er
sérstakt að ríkissaksóknari skuli
kvitta upp á yfirlýsingu gærdagsins
um að gögn málsins hafi legið fyrir
þegar hann lagði mat á erindi ættingj-
anna. Voru það öll gögn málsins?“
Yfirlýsing frá Kompási