Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 11 STUTT ALLS sóttu 25 um embætti for- stjóra nýrrar Varnamálastofnunar, sem tekur til starfa 1. júní nk. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu að reynt verði að hraða skipunarferlinu eftir föng- um. Eftirtaldir sóttu um embættið: Axel Kristinsson sagnfræðingur, Birna Þórarinsdóttir stjórnmála- fræðingur, Bjarni Vestmann sendi- fulltrúi, Björn Þórir Sigurðsson að- stoðaforstjóri, Eiríkur Kinchin fjarskiptafræðingur, Ellisif Tinna Víðisdóttir aðstoðalögreglustjóri, Erlingur Bjarnason framkvæmda- stjóri, Friðrik Jónsson sendiráðu- nautur, Guðmundur Bogason fram- kvæmdastjóri, Guðmundur Hall- grímsson þjónustufulltrúi, Guð- mundur R. Björnsson tæknifræð- ingur, Guðrún Erlingsdóttir for- stjóri, Hákon Einarsson innkaupa- stjóri, Hildur Björk Pálsdóttir vaktstjóri, Hreiðar Eiríksson lög- fræðingur, Jens Jóhannsson sölu- maður, Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn, Kjartan Örn Sigurðsson framkvæmdastjóri, Matthías G. Pálsson sendiráðunaut- ur, Sigurður Sigurðsson tækni- fræðingur, Sigurjón Valdimarsson lektor, Silja Bára Ómarsdóttir for- stöðumaður, Snorri Ingimarsson verkfræðingur, Stefán Pálsson sagnfræðingur og Ögmundur Snorrason verkfræðingur. 25 sóttu um forstjórann FRÉTTIR iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Ný sending af yfirhöfnum frá AÐ ÞÚ GETUR SKIPT GLITNISPUNKTUNUM ÞÍNUM YFIR Í VILDARPUNKTA? VISSIR ÞÚ … Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 19 81 0 5 /0 8 WW W.VI LDARKLUBBUR.IS HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ hefur neitað að greiða Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 22,7 milljóna kr. viðbótargreiðslu vegna umönnunar 2006. Heimilið hafði áður fengið við- bótargreiðslu, samtals 108 milljónir kr., vegna áranna 2003-2005. Ráðu- neytið greiddi upphæðina án þess að viðurkenna réttmæti kröfunnar. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið gerði samning í apríl 2000 við Öldung hf. um rekstur hjúkrunarheimilis að Sóltúni 2 í Reykjavík. Í samningnum kemur fram að svonefnt RAI-mælitæki skuli notað til að ákveða greiðslur til heimilisins. Mælitækið er notað til að meta hjúkrunarþarfir og heilsu- far íbúa á öldrunarstofnunum. Sam- kvæmt samningnum á rekstrargjald Sóltúns að miðast við RAI-þyngd- arstuðul á bilinu 1,05 – 1,20. Fari stuðullinn yfir 1,20 komi leiðrétting til hækkunar og fari hann undir 1,05 lækki gjaldið. Yfir markinu frá 2003 RAI-þyngdarstuðull Sóltúns hef- ur farið yfir 1,20 allt frá árinu 2003. Gerði Sóltún kröfu um aukagreiðslu þegar umönnunarþyngdin fór yfir mörkin. Ráðuneytið féllst ekki á kröfu Sóltúns og var skipuð sátta- nefnd til að leysa úr ágreiningnum. Hún skilaði niðurstöðu í janúar 2007 og sagði að heimilið ætti rétt á við- bótargreiðslum fyrir árin 2003-2005, samtals 108.021.318 kr. Árið 2006 mældist RAI-þyngdar- stuðull Sóltúns hafa verið 1,26 og óskaði hjúkrunarheimilið eftir við- bótargreiðslu upp á 22.712.963 kr. Ráðuneytið neitaði að borga og taldi ástæðu til að skoða gögn heimilisins til að sannreyna hvort reglum um RAI-matið hafi verið fylgt. Um mitt árið 2007 gerði heil- brigðisráðuneytið Ríkisendurskoð- un grein fyrir samanburði sínum á hjúkrunarheimilum. Þar kom í ljós að Sóltún skar sig úr öðrum hjúkr- unarheimilum því þar röðuðust mun fleiri í þyngri umönnunarflokka en á sambærilegum heimilum. Ríkisend- urskoðun ákvað, í samráði við ráðu- neytið, að sannreyna útreikning Sól- túns á þyngdarstuðlum. Réð Ríkisendurskoðun lækni og sjúkra- þjálfara til að bera saman RAI- skráningar vegna átta einstaklinga við færslur í sjúkraskrár íbúa á Sól- túni árið 2006. Segir Ríkisendur- skoðun athugunina hafa sýnt að talsvert hafi skort á að leiðbeining- um um RAI-mat frá 1997 væri fylgt. Í framhaldi af þessu fékk Ríkis- endurskoðun lækni og sjúkraþjálf- ara til að skoða alls 251 mat sem út- reikningur þyngdarstuðuls Sóltúns 2006 byggðist á. Segir Ríkisendur- skoðun að niðurstöður síðari athug- unarinnar hafi staðfest að leiðbein- ingum um RAI-skráningu hafi ekki verið fylgt sem skyldi. Ríkisendur- skoðun reiknaðist til að þyngdar- stuðull Sóltúns árið 2006 væri 1,07 en ekki 1,26. Heilbrigðisráðuneytið taldi niðurstöður Ríkisendurskoðun- ar gefa ástæðu til sambærilegrar at- hugunar á framkvæmd RAI-mats áranna 2003-2005 á Sóltúni. Hefur Ríkisendurskoðun ákveðið að verða við beiðni ráðuneytisins um athugun vegna þessara ára. Vísa aðdróttunum á bug Öldungur hf., sem rekur Sóltún, sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna úrtakskönnunar Ríkisendur- skoðunar. Þar vísa forráðamenn og starfsfólk Sóltúns á bug aðdróttun- um sem felast í greinargerð Ríkis- endurskoðunar og telja hana vega alvarlega að starfsheiðri sínum. Þá átelja forráðamenn Sóltúns vinnu- brögð Ríkisendurskoðunar harðlega og segja niðurstöður hennar benda til þess að innsend gögn Sóltúns hafi ekki verið notuð í úrtakskönn- uninni. Aðferðafræðinni sem leiddi til niðurstöðu skýrslunnar er alfarið hafnað, enda gefi hún kolranga mynd af þjónustu sem veitt er í Sól- túni. „Ef áreiðanleikamæla á RAI-mat ber Landlæknisembættinu að senda heilbrigðisstarfsmann sem hefur verið þjálfaður í að nota matstækið til að endurtaka matið og bera síðan saman og fara yfir frávik ef einhver eru,“ segir m.a. í yfirlýsingunni. Rifjað er upp að 1999 hafi ríkið ákveðið að koma á fót hjúkrunar- heimili sem gæti tekið á móti sjúk- lingum með mikla hjúkrunarþyngd af sjúkrahúsum. Sóltún hafi tekið að sér hluta þess með samningi við heilbrigðisráðuneytið að undan- gengnu útboði. Ríkið velji vistmenn sem flestir komi af Landspítala og þurfi mikla umönnun. „Af þessu leiðir að hjúkrunarþyngd á Sóltúni er meiri en á öðrum hjúkrunarheim- ilum og þjónustustigið hátt.“ Þá er bent á að í samningi Sól- túns við heilbrigðisráðuneytið frá árinu 2000 sé mælt fyrir um skyldu Sóltúns til að veita vistmönnum iðju- og sjúkraþjálfun. Ríkisendur- skoðun hafi kynnt sér skráningu á þjálfuninni í sjúkraskrám frá 2006 og komist að þeirri niðurstöðu að ekki skuli greitt fyrir þessa þjálfun þótt þjónustan hafi verið veitt á grundvelli skriflegs samnings. „Ástæðan er sú að Ríkisendurskoð- un telur að ekki hafi verið rétt stað- ið að skráningu umræddrar þjón- ustu.“ Sóltún kveðst hafa fylgt sömu vinnubrögðum við skráningu frá upphafi og telur aðferðina í sam- ræmi við samning aðila og reglur um RAI-mat. Samkvæmt ákvæðum þjónustu- samnings Öldungs við ríkið mun ágreiningur um greiðslur vegna árs- ins 2006 fara fyrir sáttanefnd. Í henni munu sitja fulltrúi Öldungs, fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins og oddamaður. RAI-mat Sóltúns allt frá árinu 2003 verður skoðað Sóltún segir Landlæknisembættið réttan aðila til að endurmeta RAI-mat Morgunblaðið/Golli Umönnun Sóltún og heilbrigðisráðuneytið greinir á um aukagreiðslur. Í HNOTSKURN »Samningur heilbrigðisráðu-neytisins árið 2000 við Öld- ung hf. um rekstur hjúkrunar- heimilisins Sóltúns var sá fyrsti af því tagi við einkaaðila hér á landi. »Svonefnt RAI-mælitæki ernotað til að mæla hjúkr- unarþörf og heilsufar íbúa á öldrunarstofnunum. »RAI hefur stundum veriðþýtt: Raunverulegur aðbún- aður íbúa. JAKOB Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri miðborgar- mála og heyrir starfið beint und- ir borgarstjóra. Starf fram- kvæmdastjóra miðborgarmála er liður í aðgerð- aráætlun borgarstjóra til eflingar miðborginni og er ráðningin til eins árs, samkvæmt tilkynningu. Er honum ætlað að starfa að mið- borgarmálum og hafa yfirsýn yfir skipulagsmál, framkvæmdir og fjár- festingar í miðborginni með eflingu hennar og uppbyggingu að leiðar- ljósi. Svandís Svavarsdóttir, borgar- fulltrúi Vinstri grænna, gagnrýnir ráðninguna og segir að þar sem staðan heyri beint undir borgar- stjóra ætti málið að koma til af- greiðslu borgarráðs. Þá segir Svan- dís að auglýsa eigi stöðuna ef borgastjóri vænti þess að Jakob starfi út kjörtímabilið. Þá séu laun Jakobs umtalsvert hærri en gengur og gerist meðal verkefnastjóra hjá borginni. „Þegar allt þetta er talið, þá erum við komin með of mörg at- riði sem eru ámælisverð,“ segir Svandís. Ráðinn fram- kvæmdastjóri VG: Ámælisvert Jakob Frímann Magnússon HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem gæsluvarðhaldsúrskurður yfir einum karlmanni í tengslum við grófa líkamsárás í Keilufelli í mars- mánuði var framlengdur. Er mann- inum gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til 2. júní nk. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá árásardeginum 22. mars sl. en þá réðst hópur manna inn í hús þar sem fyrir voru 10 menn og hlutu sjö þeirra mikla áverka. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn sem er í gæslu- varðhaldi hafi gengið fram af sér- staklega mikilli hörku og hafi m.a. notað lífshættulegt barefli og slegið mann í höfuðið þar sem hann lá sof- andi í rúmi sínu, þannig að hending ein réð því að ekki fór enn verr. Áfram í gæslu- varðhaldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: