Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 39
eeeee
-S.M.E., Mannlíf
eeee
- S.S. , X-ið FM 9.77
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
LANG VINSÆLASTA MYND ÁRSINS!
55.000 MANNS!
ÞAÐ ÞARF ALVÖRU KARLMANN TIL AÐ VERA BRÚÐARMEYJA
eee
,,Hugljúf
og skemmtileg"
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
SÝND Í SMÁRABÍÓI, REGNBOGANUM, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í REGNBOGANUM OG HÁSKÓLABÍÓI
www.laugarasbio.is
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 5:30, 8 og 10:30
eeee
“Ein besta
gamanmynd ársins”
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
-S.V., MBL
eeee
- 24 stundir
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
SÝND Í SMÁRABÍÓI
- H.J., MBL
eeee
Sýnd kl. 6
„ATH SÉRSTAKT LEYNIATRIÐI ER AÐ MYND LOKINNI
(EFTIR LEIKARA/CREDIT LISTANUM)“
Sýnd kl. 8 og 10:20
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
eeee
- V.J.V.,
Topp5.is/FBL
eee
ROLLING STONE
Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:10
CAMERON DIAZ
OG ASHTON KUTCHER
Í FRÁBÆRRI GAMANMYND!
eee
„Þrælskemmtileg mynd
um baráttu kynjanna.
Húmorinn missir sjaldan marks.”
T.V. - Kvikmyndir.is
BÚÐU ÞIG UNDIR...
STRÍÐ!
BARÁTTA
KYNJANNA
ER HAFIN! „IRON MAN ER SPENNANDI,FYNDINN OG SKEMMTILEG, ÞARF MAÐUR NOKKUÐ MEIRA
TIL AÐ GETA ÁTT GÓÐA KVÖLDSTUND Í BÍÓ?“
- Viggó-24stundir
„TÆKIN ERU HREINT ÚT SAGT
HEILLANDI, SPENNUATRIÐIN ERU
MÖGNUÐ OG HÚMORINN ER FRÁBÆR...“
- Wall street Journal
Joe Morgenstern
What happens in Vegas kl. 6 - 8:20 - 10:30
Made of Honour kl. 5:45 - 8 - 10:15
Street Kings kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
21 kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Brúðguminn íslenskur texti kl. 6 B.i. 7 ára
SÝND Í REGNBOGANUMSÝND Í SMÁRABÍÓI
Stærsta kvikmyndahús landsins
Tölvuleikurinn Grand TheftAuto IV (GTA 4) hefur selsteins og heitar lummur frá því
hann kom út 29. apríl sl. Á fyrsta
söludegi seldust 3,6 milljónir ein-
taka. Umræða um ofbeldi í tölvu-
leikjum fylgir ávallt nýjum leikjum í
þessari syrpu, leikirnir hafa verið
umdeildir allt frá upphafi. Nýjasti
leikurinn fer fram í borg sem ber
nafnið Liberty City, Frelsisborg,
sem líkist að flestu leyti New York.
Sá sem spilar bregður sér í hlutverk
Serbans Niko Bellic sem leitar
bandaríska draumsins í Frelsisborg
en þarf að hjálpa frænda sínum að
plaffa niður bófa og vonda karla
með tilheyrandi ofbeldi og subbu-
skap.
Þrátt fyrir að tugir kvikmynda og
tölvuleikja hafi verið framleiddir á
seinustu áratugum um stjórnlausa
ofbeldisseggi sem höggva mann og
annan og virðast siðleysið uppmálað
þá eru alltaf sömu lætin út af GTA-
leikjunum. Menn hafa áhyggjur af
því að krakkar spili leikinn, þ.e. þeir
sem eru undir 18 ára aldri. Það er
alveg klárt að krakkar stelast í leik-
inn, krakkar hafa stolist í bannvöru
eins lengi og elstu menn muna. Ég
man t.d. eftir því þegar ég stalst til
að horfa á hryllingsmyndirnar Carr-
ie og Poltergeist áður en ég gat tal-
ist unglingur og gat varla sofið í
margar nætur á eftir. Ofbeldisleikir
voru jafnspennandi, ég skaut menn í
spað í margar vikur í leiknum
Commando en það er að vísu svo
langt síðan að hinn tryllti hermaður
og fórnarlömbin voru eins og lego-
karlar en í dag eru ofbeldisleikir af-
skaplega raunverulegir.
Hið forboðna er og verður spenn-andi í augum þess unga og
óreynda, mönnum tekst aldrei að
breyta því. Það er því hjákátlegt að
menn skuli velja sér einn tölvuleik til
að einblína á og gagnrýna fyrir of-
beldi, í ljósi þess að það er allt vað-
andi í ofbeldisafþreyingu í heim-
inum, ekki síst tölvuleikjum. Ef
menn opna augun aðeins betur sjá
þeir að ofbeldið er alls staðar. Hvað
eru t.d. ofurhetjuteiknimyndasögur
annað en ofbeldi og kvikmyndir upp
úr þeim sögum? X-mennirnir,
Köngulóarmaðurinn, Leðurblöku-
maðurinn, þetta er allt í grunninn
ofbeldisefni þó svo að sögurnar
byggi allar á baráttu góðs og ills.
Annað hvert tónlistarmyndband er
uppfullt af kynjamisrétti, full-
klæddir menn syngja um mellur og
uppáferðir og hvern þeir ætli að
skjóta næst á meðan konur í nær-
fötum nudda sér upp við þá.
Hvar á að byrja í gagnrýni á of-
beldi og siðleysi í afþreyingarefni?
Það hljóta allir að taka undir það að
ofbeldi er aldrei réttlætanlegt frek-
ar en fordómar. En viðtökur við
slíku efni hljóta að segja manni að
fólk sækir í það og virðist oft sólgið í
það. Í GTA eru fordómar í garð sam-
kynhneigðra og þeldökkra, kvenfyr-
irlitning, gegndarlaust ofbeldi og
glæpir. Menn geta skotið einhvern í
hausinn og séð hvernig blóðið spýt-
ist o.s.frv.
Hátt í 2.000 eintök af GTA 4 seld-ust á Íslandi á fyrsta sólar-
hring sölu. Hvað segir það manni um
kaupendur? Eru þeir siðlausir og
fordómafullir ofbeldisseggir? Já,
þeir eru það þegar þeir bregða sér í
hlutverk ofbeldismannsins í leikn-
um. Sá er munurinn á tölvuleik og
bíómynd. Í leiknum er maður ger-
andi en áhorfandi í bíó. Í báðum til-
vikum hefur maður val um að taka
þátt. Maður borgar fyrir ofbeldið og
siðleysið og hvetur með því til frek-
ari framleiðslu á slíku efni.
Í leik kýs maður að fremja glæpi
og drepa fólk. Verða menn ónæmir
fyrir ofbeldi fyrir vikið, eða voru
þeir það fyrir? Hefur svona efni yfir-
leitt einhver áhrif á þá sem neyta
þess? GTA 4 er aðeins dropi í haf of-
beldis- og siðleysisafþreyingar.
Fordómar, ofbeldi og kvenfyrirlitning
AF LISTUM
Helgi Snær Sigurðsson
»… syngja um mellurog uppáferðir og
hvern þeir ætli að skjóta
næst á meðan konur í
nærfötum nudda sér
upp við þá.
Úr GTA 4 Hvenær skýtur maður mann og hvenær skýtur maður ekki mann?
helgisnaer@mbl.is