Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 18
|fimmtudagur|8. 5. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Margt kræsilegt er aðfinna í Varsjá, eins ogblaðamaður komast aðþegar hann flaug
þangað með Iceland Express á
dögunum. Hún nálgast til dæmis
alsælu unaðstilfinningin sem fylgir
því að drekka hnausþykkt súkku-
laði með bragðtegund að eigin vali.
Slíkir drykkir eru reiddir fram á
súkkulaðikaffihúsum sem kennd
eru við E. Wedel og eru höf-
uðstöðvar þess fyrirtækis í Varsjá,
þó útibú E. Wedel sé einnig að
finna víða um heim). Hægt er að
gæða sér á þessum unaðsdrykk til
að mynda með chillíbragði, ama-
retto, kanil, berja- eða romm-
bragði, svo fátt eitt sé nefnt. E.
Wedel hefur framleitt eðal-
súkkulaði síðan 1851. Og þó að
nokkra E. Wedel-staði sé að finna í
verslunarmiðstöðum Varsjár er
það alls ekki sama stemning og í
aðalstaðnum við Szpitalna götu.
Þar inni er hátt til lofts, innrétt-
ingar vandaðar og einhver forn
virðing liggur í loftinu. Óhætt er
að mæla með því að bregða sér þar
inn, bragða á einum súkku-
laðidrykk og kaupa kannski á leið-
inni handunna súkkulaðimola sem
bráðna í munni.
Tandorí höllin dásamlega
Þeir sem hafa áhuga á að fara út
að borða í Varsjá geta eflaust
fengið nettan valkvíða því úrval
veitingastaða er mikið.
Það er alltaf viss sjarmi yfir því
að freista gæfunnar á pínulitlum
veitingastöðum, sem kannski fram-
reiða jafn framandi og ópólska
fæðu og egypskan skyndibita. Ind-
verskir staðir hafa þá ekki síður
gert innreið sína í Pólland og hefur
Tandoor Palace, eða Tandorí höll-
ina við Marszalkowska-götu það
orð á sér meðal heimamanna að
vera einn af bestu indversku veit-
ingastöðum Evrópu. Þar hittist
enda vikulega hópur fólks í Varsjá
sem nefnir sig Karrí klúbbinn.
Sagt er að Tikka masal-kjúkling-
urinn í Tandorí höllinni eigi sér
sinn sérstaka aðdáendahóp.
„Rétta“ andrúmsloftið er sett með
indverskri tónlist og ekki skemmir
fyrir að þar má oft sjá við-
skiptavini úr hópum sikka með
túrbanvafin höfuð. Veitingastað-
urinn India Curry hefur þá ekki
síður gott orð á sér en verðlagið er
aðeins hærra en í höllinni.
Magadans eða mötuneyti
Í Varsjá má finna veitingastaði
frá öllum heimshornum. Líbanski
staðurinn Le Cedre og fondú stað-
urinn Rabarbar eru góð dæmi um
þetta. Marrakesh er ekki síðri
fulltrúi hins alþjóðlega andrúms-
lofts, en þar er framreiddur matur
frá austurlöndum, vatnspípur
boðnar viðskiptavinum sem síðan
geta notið þess að fylgjast með
magadansi meðan á borðhaldi
stendur. Sushi staðir eru sömuleið-
is margir og er vert að benda á
austurlenska staðinn Papaya við
Folksal-götu, en þessi staður sem
er eins konar blanda af japönskum,
kínverskum og taílenskum stað
hlaut í fyrra sérstök verðlaun sem
„besti staðurinn fyrir tvo“.
Svo má að sjálfsögðu ekki sleppa
því að prófa hefðbundinn pólskan
mat, því fjölda pólskra veit-
ingastaða er að sjálfsögðu að finna
í borginni. Sérstaklega er hægt að
mæla með Literacka við Konungs-
torgið í gamla bænum. Þar var
rekið mötuneyti fyrir rithöfunda á
tímum kommúnismans, en nú er
staðurinn opinn öllum og þar fæst
hefðbundinn pólskur heimilismatur
á sérstaklega hagstæðu verði.
Bjór í mörgum litum
Fyrir bjóráhugafólk er tilvalið
að skella sér á Browarma-
veitingastaðinn við Krolewska-götu
í nágrenni háskólans. Þar er bjór-
inn bruggaður á staðnum og á
margar ólíkar tegundir í boði.
Dökki bjórinn þar er mjög sér-
stakur og góður fyrir heilsuna
segja sumir, en við gerð hans er
notaður sérstakur gersveppur.
Browarma býður líka upp á svo-
nefnda „konubjórar“ – þ.e. bjór í
öllum regnbogans litum, og það
verður að viðurkennast að það get-
ur verið nokkur tilbreyting í því að
drekka grænan eða rauðan bjór
með ávaxtabragði.
Kaffihúsin í Varsjá eru óteljandi
rétt eins og matsölustaðirnir, en
vert er að nefna Cafe Vogue í
hjarta Varsjár sem og tehúsið
Herba Thea. Mannlífið og kaffi-
húsin í Úazienki garðinum klikka
ekki heldur. Cafe „pod witrazem“ í
gamla bænum er þá heimsókn-
arinnar virði, en þar ræður hún
Barbara ríkjum. Staðnum er lík-
lega best lýst sem bleikum og
kvenlegum og er andrúmsloftið
einkar heimilislegt.
Kanilbar eða Listaspíruhverfi?
Þegar fara á út að kveldi er ekki
úr vegi að skreppa á Panorama
klúbbinn sem er á fertugustu hæð
Marriott-hótelsins í einum af
skýjakljúfum miðbæjarins. Pano-
rama-klúbburinn er frábær staður
til virða borgina fyrir sér, þó að
drykkirnir séu í dýrari kantinum.
Cinnamon, eða Kanilbarinn er
þá vinsæll meðal unga, ríka og fal-
lega fólksins en þeir sem kjósa
meiri notalegheit ættu frekar að
gera sér ferð til Praga sem var
gyðingahverfi Varsjár fyrir heims-
styrjöldina síðari. Praga er í mik-
illi uppsveiflu og þar að finna
gnægð af skemmtilegum börum,
klúbbum og kaffihúsum enda býr
fjöldi listamanna í hverfinu.
khk@mbl.is
Súkkulaðisæla og matarmunaður
Konustaður Kaffihúsið hennar Bar-
böru í gamla bænum er notalegt.
Í kjallaranum Á Browarmia er margskonar humall notaður í bjórgerðina.Alvöru súkkulaði Þjónustustúlka á E.Wedel við sætindarekka.
Nestisferð Gott er að setjast niður á grænum bökkum árinnar Vistula,
virða fyrir sér Varsjá úr fjarska og gæða sér á nesti og köldum drykk.
Þegar komið er til
nýrra áfangastaða úti í
heimi er alltaf gaman
að kynna sér matar-
menninguna. Kristín
Heiða Kristinsdóttir
elti bragðlaukana um
Varsjá og smakkaði á
bæði föstum og fljót-
andi veitingum.
E. Wedel
ul. Szpitalna 8
www.wedelpijalnie.pl
Tandoor Palace,
Ul. Marszalkowska 21/25
www.tandoor.com.pl
www.browarmia.pl
www.cafekredensvogue.com.pl
www.marrakeshclub.pl
Papayagötuna Folksal númer 16
www.papaya.waw.pl
Literacka
Ulica Krakowskie
Przedmiescie 87/89
Cinnamon
pl. Pilsudskiego 1
BERLÍNARBÚAR í Þýskalandi
voru svo ákveðnir í því að fjar-
lægja hinn hataða Berlínarmúr ár-
ið 1989 að þeir steingleymdu að
gera ráð fyrir að ferðamenn fram-
tíðarinnar vildu fá að berja fyr-
irbærið augum. 70% ferðamanna í
Berlín eru nefnilega sögð heim-
sækja borgina í þeim tilgangi
helstum að rifja upp sögu Berl-
ínarmúrsins og eru heldur skúffuð
þegar þau uppgötva að einungis
er til að dreifa nokkur hundruð
metrum til minningar um kalda
stríðið. Berlingske tidende sagði
nýlega frá því að yfirvöld í Berlín
hefðu nú í hyggju að bjóða ferða-
mönnum upp á að fylgja slóð
múrsins með hjálp rafrænnar
ferðahandbókar sem leiðir fólk
áfram eftir GPS-staðsetning-
arpunktum.
GPS-ferðamennska
leysir vandann
Tæplega 45 km langur Berlínar-
múrinn var reistur árið 1961 á
mörkum hernámssvæða vest-
urveldanna annars vegar og Sov-
étríkjanna hins vegar til að stöðva
vaxandi fólksflótta frá Austur-
Þýskalandi til Vestur-Berlínar.
Margir leggja leið sína til Berl-
ínar um þessar mundir enda borg-
in „í tísku“. Tilkoma svonefndrar
GPS-ferðamennsku gerir mönnum
nú kleift að rifja upp dimman
kafla heimssögunnar, m.a. með
myndbandsupptökum og söguskýr-
ingum.
Berlínarmúrinn
eftir GPS-punktum
Associated Press
Saga Lítið stendur eftir af um 45
km löngum múrnum sem stóð í
Berlín í 28 ár. Ferðamenn finna hins
vegar hjá sér þörf til að vita hvar
hann stóð.