Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 27 Steinsmiðja • Viðarhöfða 1 • 110 Reykjavík •  566 7878 • Netfang: rein@rein.is • Vönduð vinna REIN Legsteinar í miklu úrvali SENDUM MYNDALISTA ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Kjarnholtum, Biskupstungum, lést á sjúkrahúsinu á Selfossi laugardaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR RUNÓLFSSON mjólkurfræðingur, Hátúni 31, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 13. maí kl. 13.00. Runólfur Sigurðsson, Þórunn Sóley Skaptadóttir, Þórdís Marie Sigurðardóttir, Halldór Hjaltason, afabörn og langafabörn. ✝ Móðir mín, GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR, Hrefnugötu 6, Reykjavík, sem lést laugardaginn 3. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Málfríður L´Orange. ✝ Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okk- ur kærleik og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BOGA PÉTURSSONAR, Víðimýri 16, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hlíð og starfsfólki Sjúkra- húss Akureyrar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, vina og vandamanna, Margrét Magnúsdóttir, Arthur Bogason, Dagný Elsa Einarsdóttir og barnabarn. ✝ Ástkær föðurbróðir minn, ÓLAFUR SIGURJÓNSSON, Hólagötu 45, Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánu- daginn 5. maí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Óskar Einarsson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, FRIÐGEIR JÓHANN ÞORKELSSON frá Hellissandi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 6. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bjarnheiður Gísladóttir, Auðbjörg Friðgeirsdóttir, Úlfar Ragnarsson, Þórarinn M. Friðgeirsson, Ásdís H. Júlíusdóttir, Arnar Þ. Friðgeirsson, Bylgja M. Gunnarsdóttir, afabörn og langafabarn. þvottur með nuddi var algjör un- aður. Mamma heitin fór fljótlega að sækja til Vilborgar þegar hún sá hvað við dætur hennar litum alltaf vel út um höfuðið. Jafnvel þegar alz- heimerinn fór að herja á mömmu, þá var fastur liður, meðan hún gat, að fá ondúleringu hjá Vilborgu einu sinni í mánuði. Þótt nafnið væri týnt og gleymt, þá þekkti hún alltaf and- litið og brosið hennar Vilborgar. Það gleymdist aldrei. Fyrir allt þetta er- um við eilíflega þakklátar og minn- umst góðar konu og frábærs hár- greiðslumeistara með miklum söknuði og eftirsjá. Fyrir hönd okkar systra sendi ég eiginmanni Vilborgar, börnum og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Borghildur Stephensen. Morguninn 29. apríl sl. var ég vak- in með þeim hræðilegu fréttum að Vilborg, vinkona mín ástkær, væri látin. Lífið er meira en lítið hverfult. Daginn áður hafði Vilborg hringt í mig um sexleytið. Við spjölluðum lengi saman og það var alls ekki inni í myndinni hjá okkur að þetta yrði okkar síðasta samtal. Hún hafði glímt við erfiðan sjúkdóm en það var frek- ar að skilja á henni að hann væri á undanhaldi. Ég kynntist Vilborgu 1991 í júní þegar ég hóf störf á hárgreiðslustof- unni Salon Ritz á Laugavegi. Hún heillaði mig strax sem manneskja, alltaf létt í lund, sanngjörn, hrein og bein og góður vinnufélagi. Vilborg var hreint út sagt frábær í alla staði. Við smullum saman og vorum góðar vinkonur alla tíð. Við fórum saman í hárgreiðsluferð- ir til Amsterdam og London og voru það ógleymanleg ferðalög. Vilborg var einstaklega skemmtilegur ferða- félagi. Hún var alltaf til í allt, ekki með neitt vesen og algjör stuðdís. Vilborg fékk illvígt krabbamein sem lagði hana að velli langt fyrir aldur fram. Hún var ótrúlega sterk manneskja og sannaðist það best á henni hvað hún þráaðist við að vinna svona fárveik. Hún var einstaklega eljusöm kona. Ég vil þakka Guði fyrir öll góðu ár- in sem ég fékk að njóta með vinkonu minni en þau voru alltof fá. Elsku Vil- borg mín, megir þú hvíla í friði. Þín verður sárt saknað í brúðkaupinu mínu í sumar því þú varst hár- greiðsludaman mín. Ég bið Guð að styðja og styrkja fjölskyldu hennar sem syrgir hana. Hjartans kveðja. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ragnhildur Elín Garðarsdóttir. Elskuleg vinkona kvaddi þennan heim svo óvænt að ekki gafst tími til að faðmast og þakka fyrir sig. Við áttum saman dagstund fyrir rúmum mánuði og þá sagði hún mér frá veik- indum sínum sem höfðu þá nýlega greinst. Þau voru sannarlega ógn- vænleg, en Vilborg ætlaði ekki að gefast upp þó að útlitið væri svart. Hún var byrjuð í lyfjameðferð og var bæði bjartsýn og kjarkmikil og ákveðin í að starfa að sinni grein þá daga sem lyfjameðferðin gæfi henni grið. En nú er hún fallin frá og blessuð sé minning hennar. Minning um list- ræna konu sem hafði mjög næmt auga fyrir línum og litum þegar hún var að prýða hár viðskiptavina sinna. Hún var listamaður í sínu fagi, enda var hún mjög vinsæll hár- greiðslumeistari og umsetinn. Ég var svo heppin að njóta þess í sautján ár að vera vinkona hennar og viðskiptavinur. Það var svo ótrú- lega notalegt að koma til hennar í hlýjuna og kyrrðina. Spjalla um okkur sjálfar, hvað við höfðum séð og upplifað skemmtilegt síðan síðast og hver væru okkar framtíðarplön. Við komumst oft á flug og stund- irnar í stólnum hjá Vilborgu gátu verið allt í senn skemmtilegar, af- slappandi og huggandi ef á þurfti að halda. Ég held að góðir hárgreiðslu- meistarar séu búnir til á himnum og Vilborg var einn af þeim. Hún var hugsjónakona og fór t.d. í fangelsin til að hjálpa þeim óláns- konum sem þar voru lokaðar inni. Það tók á hana, bæði líkamlega og andlega að hitta konurnar og sjald- an voru þær ferðir til fjár, en hún vildi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að taka þátt í því að auka virðingu þessara kvenna fyrir sjálfum sér. Að leiðarlokum þakka ég Vil- borgu allar dýrmætu stundirnar sem ég átti með henni. Ég þakka líka fyrir þá hugulsemi sem hún sýndi þegar hún kom eftir vinnu heim til móður minnar, sem var orð- in of lasburða til að fara á hár- greiðslustofu. Ég veit að aðstæðurn- ar voru erfiðar, en hún kvartaði ekki og lét mömmu finna að þetta væri sjálfsögð þjónusta. Þannig var Vil- borg. Ég sendi Finnboga, eiginmanni Vilborgar, Kristni einkasyni hennar, móður hennar og systkinum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þeirra sorg hlýtur að vera mikil og sár og ég bið þeim blessunar og styrks til að takast á við erfiða tíma. Edda Þórarinsdóttir. Við lútum höfði í djúpri þögn, þegar við erum enn og aftur minnt á hve stutt bilið er á milli lífs og dauða. Vilborg er farin í ferðina löngu langt fyrir aldur fram. Við erum stór hópur sem kynnt- umst á Saloon Ritz, þar sem við störfuðum saman og höldum við enn sambandi og hittumst ævinlega einu sinni á ári á súpukvöldi. Vilborg var fagmaður fram í fing- urgóma. Hún var mjög vinnusöm með stóran hóp viðskiptavina sem fylgdu henni árum saman. Ég man eitt skiptið, þá var heild- sala sem við áttum viðskipti við með keppni um hver gæti selt flestar vörur og átti sá aðili að fá utanlands- ferð fyrir. Vilborg ákvað strax að það yrði hún og auðvitað gekk það eftir. Þetta lýsir henni svo vel, kraft- ur, dugnaður og ekki síst glaðværð- in sem einkenndi hana. Vilborg var sterkur karakter. Það var sama hvort væri fjölskyldan, vinna eða vinirnir, alls staðar var hún driffjöðrin í öllu. Það eru margir sem eiga um sárt að binda þessa dagana, Finnbogi, Kiddi, Pálína, systkini, systkina- börn, öll voru þau hennar nánasta fjölskylda. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Elsku Vilborg, við kveðjum þig í þeirri vissu að þú verðir með okkur í anda á næsta súpukvöldi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Svanhvít, Nína, Auður, Gríma, Hildur og Finnur. Það er komið að kveðjustund. Kær vinkona er fallin frá. Kynni okkar Vilborgar hófust í Iðnskólan- um þar sem ég tók strax eftir henni. Hún skar sig úr hópnum, var ein- staklega lagleg, vel klædd, með þykkt fallegt hár og hlýtt viðmót. Kynni okkar urðu strax mikil og góð. Við ferðuðumst saman á þess- um árum og ætluðum að halda því áfram því tíminn virtist nægur, en því miður reyndist ekki svo. Vilborg greindist með erfiðan sjúkdóm fyrir skömmu og barðist svo sannarlega hetjulega. Fyrir stuttu áttum við saman góð- an dag. Þá grunaði mig ekki að kveðjustundin væri svona nærri. Ég kveð elskulega vinkonu og þakka allar þær stundir sem við áttum saman. Hvíl í friði. Ég man þú sagðir að myrkrið félli á mig og þig eftir sólskinsvor að tíminn breyttist í hljóðan helli sem hvelfdist um okkar gengnu spor. (Hannes Pétursson) Þín vinkona, Erla.  Fleiri minningargreinar um Vil- borgu Ósk Ársælsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: