Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI MATÍS á Ísafirði hefur keypt bún- að til neðansjávarmyndatöku í sam- vinnu við Hafrannsóknastofnunina og þorskeldisfyrirtækið Álftafell. Tæknin gerir Matís kleift að fylgj- ast nákvæmlega með atferli fiska og umhverfi í fiskeldistilraunum stofn- unarinnar í Álftafirði. Þorleifur Ágústsson, verkefnis- stjóri hjá Matís á Ísafirði, segir að myndavélarnar verði meðal annars notaðar til að fylgjast með atferli þorsks í kvíunum í Álftafirði. Mikil- vægt sé að átta sig sem best á hegð- un fisksins til að hægt sé að skilja tengsl hennar við umhverfisþætti og meðferð. Nefnir hann sem dæmi að þorskurinn sé lagskiptur í djúp- um nótum og hafi mismunandi að- gengi að fóðri. Þá falli fóður út úr nótunum og safnist upp á sjávar- botninum. „Eldismenn geta svo brugðist við þessum upplýsingum. Það eru allir að leita leiða til að fiskinum líði vel og gera hlutina rétt,“ segir Þorleif- ur. Matís er þátttakandi í þremur stórum rannsóknum í þorskeldinu í Álftafirði, einni evrópskri og tveim- ur íslenskum. Þorleifur nefnir að hér á landi, þar sem eldið er skammt á veg komið, séu einstakir möguleikar til að fylgjast með áhrif- um eldisins á umhverfið. Þjóðir sem lengra eru komnar og hafi orðið fyr- ir barðinu á áhrifum of þétts eldis á umhverfið, til dæmis Norðmenn og Skotar, séu spenntar að fylgjast með. Myndavélabúnaðurinn skapi betri möguleika til að fylgjast með áhrifum eldisins á umhverfið. Börnin fylgjast með Myndavélarnar verða settar út í þorskeldið þar sem þær senda myndir þráðlaust allan sólarhring- inn til tölvu í Grunnskólanum í Súðavík og þaðan aftur til útibús Matís á Ísafirði þar sem úrvinnslan fer fram. Einnig stendur til að koma upp skjá í grunnskólanum í Súðavík svo nemendur geti fylgst með þorskinum og notað við verkefni sín. Komið hefur verið upp góðri mælibauju við fiskeldi í Álftafirði sem mælir nákvæmlega hitastig sjávar, seltu, strauma og fleiri breytingar í umhverfinu. Þær fara inn á sama tölvukerfi og nýtast með myndunum. Hafrannsóknastofnunin mun nota búnaðinn við veiðarfæratilraunir og er einkum litið til tilrauna með gildruveiðar í Ísafjarðardjúpi. Þá mun Álftafell nota hann við eldi sitt í Álftafirði. Eftirlit allan sólarhringinn Eftirlit Þorleifur Ágústsson, verkefnastjóri hjá Matís, með neðansjávar- myndavélina sem notuð verður í tilraunaeldinu í Álftafirði. Neðansjávar- myndavélar not- aðar við fiskeldis- tilraunir HAFIN er árleg vöktun eiturþör- unga í tengslum við tínslu, veiðar og ræktun skelfisks. Vöktunin fer fram á vegum Fiskistofu, Haf- rannsóknarstofnuninnar, Veiði- málastofnun, Umhverfisstofnun, skelfiskveiðimenn og skelfisk- ræktendur. Eins og undanfarin ár verður vöktun í Breiðafirði, Eyjafirði og Hvalfirði með hefðbundnu sniði, þ.e.a.s. svifþörungasýni verða tekin á 7 til 10 daga fresti til greininga og talninga á eiturþör- ungum. Einnig er ætlunin að safna þörungasvifi úr Króksfirði og við Purkey í Breiðafirði og í Þistilfirði. Ekki verður þó um reglubundna sýnatöku að ræða á þessum svæðum að svo komnu máli. Niðurstöður greininga og taln- inga eiturþörunga verða settar jafnóðum inn á heimasíðu vökt- unarinnar, sem finna má á www.hafro.is, og þar má fylgjast með því hvort eiturþörungar finnist á þessum svæðum. Fari fjöldi eiturþörunga yfir hættumörk verður varað við neyslu skelfisks á svæðinu. Hafin vöktun eiturþörunga í skelfiski ÚR VERINU ÞETTA HELST ... Samkomulag svikið Samkomulag ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks við aldraða og öryrkja frá árinu 2006 hefur verið svikið, sagði Guðni Ágústsson, Fram- sókn, í utan- dagskrár- umræðum um almannatrygg- ingabætur á Al- þingi í gær. Guðni sagði að um n.k. kjarasamning hefði verið að ræða og að miðað hefði verið við dagvinnutryggingu launafólks, fremur en lægstu taxta. Stjórnvöld hefðu hins vegar nú breytt því og miðuðu fremur við lægsta taxta. Guðni misskilur Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði Guðna hins vegar misskilja málið. Þá hefði, líkt og nú, verið stuðst við sömu aðferð og hefði ver- ið notuð árum saman að hækka al- mannatryggingabætur með sama hætti og almenn laun hækka að meðaltali. Árið 2006 hefði einnig verið samið um að steypa saman nokkrum bótaflokkum þannig að úr varð 15 þúsund króna hækkun eins og í kjarasamningum. „En það átti bara við í þetta eina sinn og hafði ekkert fordæmisgildi,“ sagði Geir. Geti valið Það er óásætt- anlegt að enn hafi ekki verið sett reglugerð um erfðabreytt mat- væli, sagði Kol- brún Halldórs- dóttir, VG, á Alþingi í gær. „Hversu langt er í það að íslenskir neytendur geti, líkt og neytendur annars staðar í Evrópulöndum, valið á milli þess að kaupa erfðabreytt fæði ofan í börnin sín og sjálfa sig eða að gera það ekki?“ spurði Kolbrún. Einar K. Guð- finnsson, landbúnaðarráðherra, við- urkenndi að málið hefði ekki verið sett í forgang en hét því að hraða vinnu við það enda mikilvægt að svona upplýsingar lægju fyrir. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag með óundirbúnum fyrirspurnartíma. Guðni Ágústsson Kolbrún Halldórsdóttir Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞAÐ þýðir ekki að ætla að moka þessu máli í gegn á örfáum dögum,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, á Alþingi í gær en stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við hversu skammur tími er ætlaður til að afgreiða nýtt sjúkra- tryggingafrumvarp heilbrigðisráð- herra. Frumvarpið var lagt fram í gær og tilgangurinn með því er að styrkja hlutverk ríkisins sem kaup- anda heilbrigðisþjónustu. Komið verður á fót sérstakri Sjúkratrygg- ingarstofnun en embætti forstjóra hennar hefur þegar verið auglýst og gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. september nk. Einkavæðing eða ekki? Stjórnarandstæðingar vilja meiri tíma fyrir þetta viðamikla mál og hafa áhyggjur af að um einkavæð- ingu sé að ræða en stjórnarliðar blása á það. Frestur til að skila inn frumvörpum rann út 1. apríl sl. og Siv gagnrýndi í gær að til stæði að beita afbrigðum til að koma málinu á dagskrá en ef of skammur tími er liðinn frá því að frumvarpi er dreift þurfa 2/3 hlutar þingmanna að sam- þykkja að það sé tekið fyrir. Þar sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er stór duga atkvæði þingmanna þeirra flokka til þess. Ásta Möller, formaður heilbrigð- isnefndar þingsins, sagði hins vegar lengi hafa verið vitað að þetta frum- varp kæmi fram og að nefndin væri jafnframt búin undir að taka málið til umfjöllunar á nefndardögum sem hefjast í lok næstu viku. „Það er ekki eins og þetta mál sé fólki ókunnugt,“ sagði Ásta og bætti við að grundvallaratriðin hefðu verið rædd í haust þegar frumvarp um verkaskiptingu milli ráðuneyta var lagt fram. Sjúkratryggingum mokað gegnum þingið Morgunblaðið/Golli Engan asa Siv Friðleifsdóttir er ósátt við að til standi að afgreiða sjúkra- tryggingarfrumvarp hratt en fáir þingfundadagar eru eftir. Málið engum ókunnugt, segir Ásta Möller FRAMKVÆMDIR við að koma upp færanlegri sjúkrastöð í Palestínu, kostaðri af íslenskum stjórnvöldum, ættu að hefjast í haust. Þetta kom fram í svari Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra við fyrirspurn Þuríð- ar Backman, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Þuríður vakti athygli á þings- ályktunartillögu sem var sam- þykkt í fyrra um að ríkisstjórnin hefði milligöngu um að íslensk stjórnvöld réðust í kaup á slíkri sjúkrastöð og sinntu jafnframt rekstri hennar og vildi vita hvað áformunum liði. Ingibjörg sagði utanríkisráðu- neytið, í samstarfi við frjálsu félaga- samtökin Union of Palestinian Medi- cal Relief Committees, hafa unnið að ýtarlegri framkvæmda- og fjárhags- áætlun um þetta verkefni. „Samtök- in hafa lagt mat á hvar sjúkrastöðin verður út frá mannúðarsjónarmiðum og því hvar þörfin er mest,“ sagði Ingibjörg og bætti við að þegar hefði verið gert ráð fyrir fjárveitingu til verkefnisins. Færanleg sjúkrastöð í Palestínu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir SAMSKIPTI Seðlabankans og ríkis- stjórnarinnar eru, og hafa undanfarið verið, með eðlileg- um og hefðbundn- um hætti, að því er fram kom í svari Geirs H. Haarde forsætis- ráðherra við fyrir- spurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi í gær. Steingrímur vildi vita hvernig samskiptum ráðherra við Seðlabankann hefði verið háttað og hvort það væri rétt að ríkisstjórnin hefði fyrir nokkrum mánuðum hafn- að beiðni frá Seðlabankanum um að auka gjaldeyrisvaraforðann. Geir þótti fyrirspurn Steingríms byggjast á kjaftasögum. Samskiptin væru í föstum skorðum með reglu- bundnum fundum. „En vegna þeirra aðstæðna sem hafa verið hér að und- anförnu, eins og allir þekkja, í hinum alþjóðlega fjármálaheimi, með þeim áhrifum sem það ástand hefur haft hér á landi þá hefur þetta samstarf verið enn meira og enn þéttara en oft áður,“ sagði Geir og bætti við að því fylgdu líka fleiri óformlegir fundir. Fín samskipti við Seðlabankann Geir H. Haarde SAMEININGU heilbrigðisstofnana er ætlað efla og styrkja heilbrigð- isþjónustu, sagði Guðlaugur Þ. Þórðarson, heilbrigðisráðherra, á Alþingi í gær en Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði hann út í samein- ingaráform í Norðvesturkjör- dæmi. Í svari Guðlaugs kom fram að til stæði að sameina heilsu- gæslustöðvar á Ólafsvík, Borgar- nesi, Búðardal, Reykhólum og Heilbrigðisstofnunina í Stykkis- hólmi. Einnig er gert ráð fyrir að sameina heilbrigðisstofnanir á Ísa- firði og í Bolungarvík sem og á Blönduósi og Sauðárkróki. Þá verða heilsugæslustöðvarnar á Dalvík og Ólafsfirði og Heil- brigðisstofnunin á Siglufirði sam- einaðar í eina. Kristinn hafði áhyggjur af því að skortur væri á samráði, bæði við starfsfólk og við Alþingi en Guðlaugur sagði ljóst að svona mál væri ekki hægt að vinna öðruvísi en í samstarfi við alla sem að þeim koma. „Reynslan er hins vegar sú að stærri stofnanir hafa meira bol- magn til ýmissa verka, svo sem að fá til sín sérhæfða heilbrigðisþjón- ustu,“ sagði Guðlaugur. Heilbrigðisstofnanir sameinaðar um landið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: