Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 36
■ Í kvöld kl. 19.30
PPP áttræður
Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í
þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan
með þessum tónleikum þar sem einn athyglisverðasti ungi sellisti
heims leikur dásamlegan sellókonsert Schumanns. Þá er á efnis-
skránni hin magnaða fimmta sinfónía Mahlers auk verks eftir afmælis-
barnið. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Danjulo Ishizaka
Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á
Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir.
■ Fim. 15. maí kl. 19.30
Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti
sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt
sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af.
■ Lau. 17. maí kl. 14.
Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda
bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri
endurflutt. Tryggið ykkur miða!Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Það eru margir Íslend-
ingar leiðir yfir því að
heyra ekki undir konungs-
veldið Danmörku … 37
»
reykjavíkreykjavík
ÍSLENSKIR popptónlistarmenn
verða á faraldsfæti í sumar og ef fer
sem horfir verður árið 2008 líklega
eitt mesta útrásarár íslenskrar tón-
listar frá upphafi.
Í Bretlandi verður ekki þverfótað
fyrir íslenskum tónlistarmönnum í
maí og má þar nefna hljómsveitirnar
Bloodgroup, Sometime og Valgeir
Sigurðsson sem koma fram á tónlist-
arhátíðinni Great Escape í Brighton
sem hefst í dag og lýkur á laugar-
daginn. Glysrokkararnir í Sign hófu
svo tónleikaferð sína um Bretlands-
eyjar í gær en á ferðinni sem tekur
yfir borgir á borð við Wolverhamp-
ton, Norwich, Leicester, Leed, Shef-
field, Glasgow og London, hita þeir
upp fyrir hljómsveitina Wednesday
13. Einnig ber að nefna Mugison
sem er staddur á hljómleikaferða-
lagi um Kanada með Queens of the
Stone Age en plata hans Moogi-
boogie kemur út í Bretlandi hinn 22.
maí og mun hann halda sérstaka út-
gáfutónleika í Corsica Studios í
London sama kvöld.
Þá mun bandaríski tónlistarmað-
urinn Sam Amidon slást í för með
Valgeiri Sigurðssyni og valta yfir
England áður en þeir halda til Belg-
íu, Hollands, Danmörku og Svíþjóð-
ar á sérstökum kynningartúr Bed-
room Community.
Íslenskt popp í Bretlandi
Blóð og sviti Bloodgroup kemur fram á Great Escape í Brighton um
helgina ásamt Sometime og Valgeiri Sigurðssyni.
Svo virðist sem
sumarafleys-
ingamenn séu
komnir til starfa
hjá tæknideild
Sjónvarpsins, að
minnsta kosti ef
mið er tekið af fréttum og Kastljósi
á þriðjudagskvöldið. Fyrst fór allt í
steik undir lok fréttatímans þegar
tæknin stríddi þeim Adolf Inga Er-
lingssyni og Páli Magnússyni og
ekki tók betra við þegar skipt var
yfir í Kastljós, en þar máttu sjón-
varpsáhorfendur leggja sig alla
fram við varalesturinn þegar Sig-
mar Guðmundsson kynnti Kast-
ljósþátt kvöldsins. Þetta sló Brynju
Þorgeirsdóttur að sjálfsögðu út af
laginu og þegar hljóðið komst loks
á var hún búin að gleyma föður-
nafni viðmælanda síns og neyddist
til að spyrja hann að því í beinni út-
sendingu. Nú bíður maður bara
spenntur eftir fyrsta sumarafleys-
ingaþætti Frétta Stöðvar 2.
Kjánahrollur í Kastljósi
Senn líður að komu tónlistar-
goðsins Bobs Dylan til landsins.
Tónleikarnir verða án efa einir þeir
merkilegustu hér á landi í mörg ár
enda deginum ljósara að tónlist
Dylans og textar munu skipa sér-
stakan sess í menningarsögu Vest-
urlanda um ókomna framtíð. Litlu
munaði þó að álíka rokk-risar og
Dylan kæmu til landsins fyrir
tveimur árum, ef marka má kjafta-
söguna, því samningar voru víst í
höfn um að Rolling Stones spiluðu
á Reykjavíkurflugvelli sumarið
2006. En þá kom babb í bátinn.
Babb sem öll heimsbyggðin frétti
af. Keith Richards datt niður úr
kókóstré og meiddi sig í höfðinu.
Varð okkur að falli
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞAÐ er rosalega erfitt að spá. Garðar er eigin-
lega eini útlendingurinn í hópnum, auk þess sem
þessi kosning hefur að hluta til tekið mið af kosn-
ingu sem var opin öllum á netinu,“ segir Einar
Bárðarson, umboðsmaður Garðars Thórs Cortes,
þegar hann er spurður um möguleika Garðars á
að hljóta verðlaun á Classical BRIT Awards-tón-
listarverðlaununum sem verða afhent í London í
kvöld. Garðar er tilnefndur í einum flokki, fyrir
bestu plötuna, en níu aðrar plötur eru tilnefndar.
Að sögn Einars er fyrirkomulag verðlaunanna
í meira lagi undarlegt. „Sem fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra íslensku tónlistarverðlaunanna
kom það mér mjög á óvart að stjórn verðlaun-
anna er skipuð þremur einstaklingum, og einn
þeirra er forstjóri Universal og annar forstjóri
EMI. Þeir eru þeir einu sem eiga plötur tilnefnd-
ar í þessum flokki fyrir utan okkur,“ segir Einar,
en stjórnin mun hafa áhrif á hvaða plata ber sig-
ur úr býtum, þótt hún taki eitthvað mið af net-
kosningu. „Frá mínum bæjardyrum séð liggur
mesti sigurinn annars í því að vera tilnefndur
yfirleitt. Hann á samt skilið að vinna, en það
kemur bara í ljós hvað kemur upp úr kassanum.“
Verðlaunaafhendingin fer fram við hátíðlega
athöfn í Royal Albert Hall í kvöld og verða þeir
Garðar og Einar að sjálfsögðu viðstaddir ásamt
fríðu föruneyti sínu.
Í Íslensku óperunni?
Næst á dagskrá hjá Garðari er svo ný plata
hans, When You Say You Love Me, sem kemur út
í Bretlandi í byrjun júní. Einar segir nóg að gera
við að undirbúa kynningu á plötunni. „Þetta er
mikil útgerð núna. Loðnan er við fjöruborðið og
það er bara verið að toga,“ segir umboðsmaður-
inn, en platan er væntanleg í verslanir hér á
landi í lok júní.
„Svo langar Garðar að snúa aftur í óperuna,
og við erum að skoða nokkrar hugmyndir sem
eru í gangi hvað það varðar. Hann er orðinn svo
óperuþyrstur að hann er til í að syngja hvar sem
er. Hann væri til dæmis alveg til í að koma heim
og syngja í óperunni þar,“ segir Einar.
Ójafn leikur í London?
Garðar Thór Cortes tilnefndur í sígildum hluta BRIT-verðlaunanna sem
afhent verða í kvöld Einar Bárðarson telur hann eiga litla möguleika
Garðar Thór Er tilnefndur fyrir bestu sígildu plötuna, sem heitir einfaldlega Cortes.