Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BORIS Johnson, hinn nýi borgar- stjóri í Lundúnum, bannaði í gær alla meðferð áfengis í lestum og strætisvögnum borgarinnar. Er það liður í baráttu hans gegn glæpum og andfélagslegri hegðun. Johnson, sem bar sigurorð af Ken Livingstone í borgarstjórnar- kosningunum í síðustu viku, sagði, að áfengisbannið myndi gera lífið léttara öllum Lundúnabúum enda til þess fallið að auka öryggi og draga úr glæpum. Bannið var eitt af helstu kosn- ingaloforðum Johnsons en sumir hafa samt dálitlar áhyggjur af framkvæmdinni og óttast, að ráðist verði á starfsfólk reyni það að stugga við drukknum farþegum. Er Johnson sakaður um að hafa skellt banninu á án þess, að nokkuð hafi verið hugað að framkvæmd- inni og starfs- fólkið alls ekki búið undir hana. Johnson þykir ákaflega litríkur maður en líka mjög óútreiknan- legur. Hefur hann brallað margt í gegnum tíðina og sumir segja, að verði honum mikið á í messunni sem borgarstjóri, muni það geta haft slæmar afleiðingar fyrir Íhaldsflokkinn, sem nýtur nú mikils fylgis í skoðanakönnunum. Boris bannar meðferð áfengis í lestum og strætisvögnum Boris Johnson KONU með börn vegnar best í Sví- þjóð en verst er ástandið hjá kyn- systrum hennar í Afríkuríkinu Níger. Kemur þetta fram hjá samtökunum Barnaheillum, Save the Children. Er þá miðað við barnadauða, launajafn- rétti og líkur á, að börn gangi í skóla. Næst á eftir Svíþjóð er Noregur, síðan Ísland, Nýja-Sjáland og Dan- mörk. Verst er hlutskipti kvenna og barna þeirra í Níger, Chad, Jemen, Sierra Leone og Angóla. Þar nær eitt barn af hverjum sex ekki að lifa fyrsta árið og margar kvennanna deyja við barnsburð. Þar eru hungur og vannæring útbreidd. Svíþjóð er barnvænst, þá Noregur og Ísland Framtíðin er ekki öllum jafnbjört og þessum íslenska hvítvoðungi. Morgunblaðið/Ásdís Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is JOSEF Fritzl, austurríski kynferð- isglæpamaðurinn sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í 24 ár, var í gær yfirheyrður af saksóknara í fyrsta sinn. Samkvæmt upplýsingum á vef austurríska ríkisútvarpsins ORF var Fritzl samvinnuþýður en yfirheyrslan, sem tók á aðra klukku- stund, snerist fyrst og fremst um hagi hans sjálfs og lífsferil. Að sögn austurrískra fjölmiðla bað Fritzl verjanda sinn að koma því á framfæri að honum þætti fjölmiðla- umfjöllun undanfarinna daga ein- hliða og að heldur hallaði á hans hlut. Fritzl mun jafnframt hafa sagt verj- anda sínum að hann „væri ekki skrímsli“ því hann hefði „hæglega getað drepið þau öll“ og þar með hefði aldrei komist upp um hann. Hertar aðgerðir yfirvalda Í gær var tilkynnt um auknar að- gerðir austurrískra stjórnvalda í baráttunni gegn kynferðisglæpum. Alfred Gusenbauer, kanslari Austur- ríkis, tilkynnti tillögur um að saka- skrám kynferðisglæpamanna verði haldið til haga mun lengur en nú er gert. Samkvæmt núverandi lögum eru afbrotin afmáð af sakaskrám þeirra eftir 5–15 ár, nýju lögin munu hins vegar gera ráð fyrir að 30 ár þurfi að líða. Samkvæmt tillögunum verður kynferðisglæpamönnum óheimilt að sinna vissum störfum í samfélaginu og að ættleiða börn. Verði lögin sam- þykkt í þinginu ganga þau í gildi í janúar á næsta ári. Tilkynnt er um aðgerðirnar aðeins 11 dögum eftir að upp komst um glæpi Josef Fritzl gegn dóttur hans. Komið hefur í ljós að Josef hafði gerst brotlegur fyrir kynferðisglæpi á sjöunda áratugnum, nokkuð sem síðar var þurrkað út af sakaskrá hans. Þegar Fritzl tilkynnti svo um hvarf dóttur sinnar og sagði hana hafa hlaupist á brott til að ganga í sértrúarsöfnuð, var sakaskrá hans hrein og hugsanleg aðild hans að málinu því ekki skoðuð. Ráðherra játar handvömm Dómsmálaráðherra Austurríkis, Maria Berger, sagði í viðtali við austurríska dagblaðið Der Standard í gær að yfirvöld hafi gert mistök í máli Fritzl-fjölskyldunnar. „Af því sem nú er vitað var gleypt of auð- veldlega við útskýringum Josefs á hvarfi dóttur hans, sérstaklega hvað sértrúarsöfnuðinn varðar,“ sagði Berger. Yfirvöld höfðu hingað til borið af sér alla ábyrgð í málinu. Mál Fritzls hefur vakið mikla reiði í Austurríki og almenningur hefur kallað eftir þyngri refsingum vegna nauðgana og kynferðisofbeldis. Herða viðurlög vegna kynferðisafbrota Fritzl segist ekki vera skrímsli eins og fjölmiðlar gefi í skyn AP Aðgerðir Kanslarinn Gusenbauer tilkynnir fjölmiðlum tillöguna. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is EMBÆTTISMENN Sameinuðu þjóðanna lögðu í gær fast að herfor- ingjastjórninni í Búrma að hleypa fleiri starfsmönnum hjálparstofnana inn í landið og greiða fyrir flutningi hjálpargagna til fólks sem lifði af fellibylinn ógurlega um helgina. Ríkisfjölmiðlar Búrma sögðu í gær að tala látinna væri komin í tæp 23.000 og yfir 42.000 væri enn sakn- að. Shari Villarosa, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Yangon, stærstu borg Búrma, sagði hins vegar að 100.000 manns kynnu að hafa látið lífið í óveðrinu við ósa Irrawaddy- fljótsins þar sem tjónið var mest. Starfsmenn samtakanna Lækna án landamæra sögðu að 80% íbúða svæðanna, sem urðu verst úti, hefðu eyðilagst í fellibylnum og allt að sex metra hárri flóðbylgju sem fylgdi honum. „Ljóst er að milljónir manna misstu heimili sín. En hversu marg- ar þær eru vitum við ekki,“ sagði Andrew Kirkwood, talsmaður Barnaheilla, einna af fáum hjálpar- samtökum sem hafa fengið að starfa í Búrma. Samtökin áætla að 40% þeirra sem hafa látið lífið eða er saknað séu börn. Áður höfðu embættismenn Sam- einuðu þjóðanna sagt að talið væri að milljón manna hefði orðið heimilis- laus í náttúruhamförunum. John Holmes, sem samhæfir hjálparstarf Sameinuðu þjóðanna, sagði að ljóst væri að „miklar hörm- ungar“ hefðu gengið yfir Búrma og hjálpargögn væru að berast til landsins. Alls hefðu 24 ríki lofað neyðaraðstoð, andvirði samtals 30 milljóna dollara, sem nemur 2,3 milljörðum króna. Holmes sagði að mjög erfitt væri fyrir hjálparstofnanir að meta ástandið á hamfarasvæðunum vegna þess að sérfræðingar biðu enn eftir því að fá vegabréfsáritanir til að geta farið til Búrma. Hann kvaðst þó vera andvígur tillögu Bernards Kouch- ners, utanríkisráðherra Frakklands, um að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti ályktun um að heim- ila flutninga á hjálpargögnum og björgunarmönnum til Búrma með hervaldi ef herforingjastjórnin hindraði flutningana. Talsmaður Bandaríkjaforseta sagði að herforingjastjórnin hefði ekki svarað tilboði hans um að senda bandarísk herskip til að aðstoða við björgunarstarfið og neyðaraðstoð- ina. Flugvél á vegum Matvælaáætlun- ar Sameinuðu þjóðanna er væntan- leg til Yangon í dag með 25 tonn af hjálpargögnum og nokkra starfs- menn stofnunarinnar. Hjálpargögn hafa einnig borist til landsins frá Taí- landi, Indlandi og Kína. Embættis- menn Sameinuðu þjóðanna sögðu að flutningabílar með 22 tonn af hjálp- argögnum hefðu verið stöðvaðir við landamærin að Taílandi og biðu eftir heimild herforingjastjórnarinnar til að fara inn í landið. Líkur á óeirðum Herforingjastjórnin hafði neitað að hleypa sérfræðingum hjálpar- stofnana inn í landið þegar í stað og án þess að þeir þyrftu að bíða eftir vegabréfsáritunum. Herforingja- stjórnin virtist þó í gær vera að láta undan eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir að torvelda hjálparstarfið. „Við erum að færast í rétta átt, okkur hef- ur orðið ágengt,“ sagði Holmes um samskiptin við herforingjastjórnina. „Hershöfðingjarnir þurfa að velja á milli þess að hjálpa búrmísku þjóð- inni – sem þarf á tafarlausri aðstoð að halda – og þess að bægja í raun frá alþjóðlegri aðstoð af ótta við að herforingjastjórnin missi völdin,“ sagði Walter Lohman, bandarískur sérfræðingur í málefnum Suðaustur- Asíu. Sérfræðingar telja að seinleg við- brögð herforingjastjórnarinnar við hamförunum geti leitt til óeirða í landinu. „Fólkið sem ég hef rætt við er reitt,“ sagði Ruth Bradley-Jones, starfsmaður breska sendiráðsins í Yangon. „Það ríkir almenn reiði yfir því að yfirvöldin hefðu getað gert meira til að afstýra svo miklu tjóni í Yangon og aðstoðað við að hreinsa til í borginni eftir óveðrið.“ „Fólk er bálreitt út í stjórnina.“ hafði AFP eftir leigubílstjóra í Yan- gon. „Búrmamenn vilja mótmæla en óttast að herinn skjóti þá.“ Sean Turnell, ástralskur sérfræð- ingur í efnahagsmálum Búrma, sagði að búast mætti við mótmælum líkt og í september síðastliðnum þegar allt að 100.000 manns tóku þátt í götumótmælum undir forystu búddamunka. Embættismenn Sam- einuðu þjóðanna segja að a.m.k. 30 manns hafi beðið bana þegar her landsins braut mótmælin á bak aftur með harðri hendi. Mótmælin hófust vegna hækkunar á eldsneytisverði og herforingjastjórnin greip til þess ráðs í janúar að frysta verðið á bens- íni, en takmarka framboðið. Verð á eldsneyti og lífsnauðsynjum hefur nú snarhækkað vegna hamfaranna. Horfur á langvinnum matvælaskorti Búrma er eitt af fátækustu og ein- angruðustu löndum heims og efna- hag landsins hefur hnignað mjög á 46 ára valdatíma herforingjastjórn- arinnar. Hrísgrjónaútflutningur Búrma hefur til að mynda minnkað úr nærri fjórum milljónum tonna í aðeins 40.000 tonn á síðasta ári. Um 65% hrísgrjónaframleiðslu landsins koma frá þeim fimm hér- uðum sem urðu verst úti í náttúru- hamförunum, auk 50% kjúklinga- framleiðslunnar og 40% svínakjöts- framleiðslunnar. Líklegt er því að mikill skortur verði á matvælum í landinu næstu tvö árin. „Milljónir manna misstu heimili sín“ Reuters Neyðaraðstoð Hermenn bera hjálpargögn úr flugvél frá Indlandi á flugvellinum í Yangon, stærstu borg Búrma. Fast lagt að herforingjastjórninni í Búrma að greiða fyrir hjálparstarfi AP Neyð Fólk í bænum Labutta við rústir húss sem eyðilagðist í fellibylnum í Búrma um helgina. Mikill skortur er á matvælum og hreinu vatni í bænum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: