Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KANNAÐIR verða kostir þess að setja á stofn nýja stofnun vel- ferðar- og vinnumála með því að samþætta starfsemi Trygginga- stofnunar ríkisins og Vinnumála- stofnunar. Þetta kom fram í setningarávarpi Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra á fjölþjóðlegri ráðstefnu um lífeyr- iskerfi framtíðarinnar í gærdag. Ráðherra hefur sett á laggirnar vinnuhóp sem skoða á möguleika á uppbyggingu slíkrar nýrrar velferðarstofnunar „þar sem horft verður til framtíðar og meðal annars litið til þess sem best hefur verið gert í öðrum löndum á þessu sviði eins og til dæmis í Noregi“. Jóhann sagði það mat sitt að grundvallarumræða um al- mannatryggingar og uppbygg- ingu lífeyriskerfisins og velferð- arkerfisins í heild hefði ver- ið allt of lítil hér á landi undanfarna áratugi. Til- raunir til þess að einfalda kerfið hefðu runnið út í sandinn. „Ég lít svo á að ábyrgð okkar stjórnmála- mannanna og þeirra sem stýra lífeyrissjóðum og hagsmunasam- tökum lífeyrisþega sé mikil og að framtíðarverkefni okkar sé um- fangsmikið. Við blasir að öldr- uðum mun fjölga verulega á næstu áratugum hér á landi sem og annars staðar og við því verð- ur að bregðast. Við verðum að ræða opinskátt um samspil okkar öfluga lífeyriskerfis og almanna- tryggingakerfisins,“ sagði Jó- hanna. Hún sagði að markmiðum rík- isstjórnar um styrkingu stöðu aldraðra og öryrkja og einföldun almannatryggingakerfisins hefði þegar verið hrint í framkvæmd að hluta. „En umtalsverð og afar mikilvæg vinna er fram undan við einföldun kerfisins og lít ég þar mjög til samspils við lífeyr- issjóðakerfið, sem getur ráðið úr- slitum um bætt kjör lífeyrisþega til lengri og skemmri tíma litið.“ Óviðunandi væri að þessi kerfi spiluðu hvort gegn öðru. „Það sér hver maður, og þær endur- kröfur sem lífeyrisþegar hafa fengið eru fullkomlega óásætt- anlegar, þjóðfélaginu til skamm- ar og hafa skapað óöryggi meðal þeirra sem eru lakast settir. Það gengur auðvitað ekki að kjarabót sem stjórnvöld færa lífeyrisþeg- um sé umsvifalaust tekin aftur með skerðingu á lífeyri úr lífeyr- issjóðum og að sama skapi að líf- eyrisgreiðslur úr lífeyrissjóðum skerði svo harkalega lífeyri al- mannatrygginga. Við höfum dæmi um það nýverið hve harka- lega þetta hefur bitnað til dæmis á fátækustu öryrkjunum. Það er skilyrðislaus skylda stjórnvalda og forsvarsmanna lífeyrissjóða að breyta þessu.“ Ný stofnun í uppsiglingu?  Kanna á kosti þess að koma á laggirnar stofnun velferðar- og vinnumála  Nefnd skoðar möguleikana á að samþætta starf TR og VMST Jóhanna Sigurðardóttir Í HNOTSKURN »Jóhanna sagði að meðstofnuninni yrði hægt að koma fyrir á einum og sama stað allri þeirri velferðarþjón- ustu sem er á sviði vinnumála og tryggingamála. HVÍTASUNNUHELGIN er á næsta leiti og leggja þá margir í ferðalag innanlands. Eflaust munu margir halda á vit sum- arbústaðanna en gangi spár Veð- urstofu Íslands eftir er hyggilegt að taka með sér regnhlífar og góðan hlífðarfatnað. Spáð er rigningu og hvassviðri víða um land á morgun og á laug- ardag og má gera ráð fyrir slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Á sunnudag og mánudag er spáð mildu veðri en víða vætu. Eins og ætla má um vinsæla ferðahelgi sem þessa mun lög- regla víða um land auka viðbúnað sinn. Á Selfossi og í Borgarnesi verður t.d. meiri löggæsla líkt og áður þrátt fyrir að hvítasunnu- helgin sé ekki jafnmikil ferða- mannahelgi og hún var. Þeir Vöggur Jensson og Sveinn Sigurbjörnsson á Eskifirði taka því eflaust fagnandi að fá þriggja daga helgi en þeir brostu sínu blíðasta þegar ljósmyndari lagði leið sína framhjá þeim. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Víða spáð rigningu og hvassviðri Hvítasunnuhelgin gengur senn í garð með tilheyrandi ferðalögum MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Valdimar Harðarsyni arkitekt: „Morgunblaðið hefur birt leiðréttingu og beð- ist afsökunar á því að hafa í ógáti birt ljósmynd af mér með grein, sem al- nafni minn og að auki eins og ég úr hópi arki- tekta, skrifaði. Það er því auðvelt að skilja mistök Morgunblaðsins en því miður hefur það komið berlega í ljós, og væntanlega ekki í fyrsta sinn þegar slík mistök eiga sér stað, að öllu erfiðara er að leiðrétta þau svo vel sé. Það virðist sem sagt mega betur ef duga skuli, til þess að þeim lesendum Morgunblaðsins sem til mín þekkja, og e.t.v. öðrum sem lesa Morgun- blaðið vandlega, verði það öllum ljóst að ég kom hvergi nærri grein undir fyrirsögninni „Ó,Ó óperuhús“ sem birtist í Morgun- blaðinu sl. mánudag, nema með því að verða fórnarlamb mistaka í vinnslu blaðsins. Þau mistök voru reyndar sérlega óheppileg þar sem ég er ásamt félögum mínum hjá ASK arkitektum tengdur samkeppni sem efnt var til um hönnun óperuhússins í Kópavogi. Þess vegna vil ég með þessum línum árétta að Valdimar Harðarson landslagsarkitekt er annar maður en Valdimar Harðarson arkitekt.“ Betur má ef duga skal Valdimar Harðarson 24,5 MILLJÓNUM króna hefur verið út- hlutað úr hinum nýstofnaða Bókmennta- sjóði, en hlutverk hans er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Veitir sjóð- urinn styrki til útgáfu bókmennta og bók- menntaþýðinga, auk þes að veita íslensk- um höfundum ferðastyrki og standa að kynningu á íslenskum bókmenntum er- lendis. Alls bárust 104 umsóknir um útgáfu- styrki frá 59 aðilum. Samþykkt var að veita 32 styrki til útgáfu, að upphæð 13 milljónir kr. Þá bárust 68 umsóknir um þýðingar- styrki frá 23 aðilum. Samþykkt var að veita 30 styrki til þýðinga, að upphæð 8.150.000 kr. Tólf umsóknir um ferðastyrki bárust og hlutu tíu styrk, alls upp á 580.000 kr. Þá var úthlutað styrk vegna tíu þýðing- arverkefna af íslenskri tungu, samtals 2.770.000 kr. Lista yfir styrkþega má sjá á vef bókmenntastofnunar, www.bok.is. Úthlutað úr Bókmenntasjóði Á hverju ári er miklum fjár- munum varið til uppbygg- ingar samgöngukerfisins í landinu. Í fjárlögum fyrir árið 2008 er yfir 30 millj- örðum króna ráðstafað til þessa mála- flokks og hefur fé til hans aukist jafnt og þétt. Það verður þó aldrei hægt að gera svo öllum líki þegar horft er til þessara verka og án efa hafa allir lands- menn skoðun á því hvar og hvenær rétt sé að framkvæma. Það dylst engum hversu mikilvægar samgöngur eru í samfélagi okkar og mikilvægi þeirra fer síst þverrandi. Það var lengi unnið að þeim áfanga að klára hringveginn um landið. Um leið og hon- um lauk blöstu ný verkefni við, að mal- bika þjóðveginn, stytta leiðir milli áfangastaða með þverun fjarða, bæta brúarsmíð og bora jarðgöng svo fátt eitt sé nefnt. Sama á við í gerð hafn- armannvirkja, með dýpkun hafna og bættum skilyrðum í hafnargerð; og með bættum aðbúnaði við flugsamgöngur, svo ekki sé minnst á fjarskiptin. Allir þessir þættir hafa tekið stórstígum framförum þótt enn sé margt ógert. Það þarf að losna við einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins. Við hönnun nýrra vega þarf að færa vegi úr mikilli hæð á láglendi þar sem skilyrði eru betri. Það þarf að stækka atvinnusvæði með því að efla byggðarkjarna víða um land. Það þarf að bæta samgöngur í þéttbýli og það verður að taka á vaxandi vanda í höfuðborginni og nágrenni hennar. Á síðasta þingi var lögð fram tillaga um langtímaáætlun í samgöngum sem náði reyndar ekki fram að ganga. Þar var reynt að skipuleggja fjármuni til samgöngumála til lengri tíma og slík áætlanagerð er mjög af hinu góða. Það er þó þannig, þegar eldri samgöngu- áætlanir eru skoðaðar, að sömu verk- efnin koma þar fram aftur og aftur. Margar ástæður kunna að vera fyrir því að af verkefnum hefur ekki orðið sem er ekki ástæða til að tíunda hér. Þar er þó athyglisvert að í sumum tilvikum hafa framkvæmdir beinlínis orðið óþarfar, þegar önnur og hentugri verk- efni hafa komið í staðinn. Það hefur líka gerst, að ráðist hafi verið í verkefni hratt, t.d. vegna slysahættu eða byggð- arsjónarmiða af ýmsum toga. Í þessu eins og svo mörgu öðru skipt- ir máli að setja fram skýra sýn til fram- tíðar, móta stefnu og reyna að fram- fylgja henni eins og kostur er. Þótt alltaf verði að gera ráð fyrir einhverjum ófyrirsjáanlegum breytingum verða að vera skýrar línur um það hvert beri að stefna. Í því efni verður að líta til hags- muna allra landsmanna eins og kostur er. Það má ekki stilla íbúum í landinu upp sem andstæðum pólum eftir því hvar þeir búa. Ég er viss um að allir landsmenn styðja byggingu Sunda- brautar og brýnar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Sú framkvæmd hefur beðið afar lengi og það er ófært annað en að ráðist verði í hana sem allra fyrst. En það eru fleiri flösku- hálsar í kringum höfuðborgina. Hvern- ig á að takast á við vaxandi byggð allt í kringum Reykjavík, hvernig á að takast á við uppbyggingu Landspítalans niðri í bæ, á sama stað og Háskólinn í Reykja- vík er að byggjast upp, þar sem Háskóli Íslands er og þar sem jafnvel er von á nýju íbúðahverfi? Íbúar úthverfa Reykjavíkur þurfa að komast á spít- alann. Íbúar nágrannasveitarfélaganna þurfa að komast þangað fyrir utan að það verður að vera hægt að koma sjúk- um utan að landi greiðlega á spítalann. Þar skipta greiðar flugsamgöngur verulegu máli. Þessi uppbygging kallar á brýn úr- lausnarefni í samgöngumálum höf- uðborgarinnar. Þar verða samgöngu- yfirvöld allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að vinna saman og náið með samgönguyfirvöldum í land- inu. Sama á við víðar á landinu. Fram- undan eru fjárfestingar í jarðgöngum á austurlandi, Vaðlaheiðargöng eru fram- undan auk mikilla fjárfestinga á Suður- landi. Hvernig viljum við sjá samgöngu- kerfi þjóðarinnar þróast á næstu 50 árum? Hvernig vilja menn að borgin líti út eftir 50 ár? Hvernig sjáum við þróun byggðar á þeim tíma? Við verðum að horfa fram langt fram í tímann. Samgöngukerfið á að fylgja þörfum okkar. Við verðum að gæta þess að það dragist ekki aftur úr. Núna og næst »Ég er viss um að allirlandsmenn styðja byggingu Sundabrautar og brýnar samgöngu- bætur á höfuðborgar- svæðinu. PISTILL Ólöf Nordal Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Ólöf Nordal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: