Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, AÐALSTEINN JÓNSSON, Bakkastíg 2, Eskifirði, er andaðist miðvikudaginn 30. apríl, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugardaginn 10. maí kl. 14.00. Um leið og við þökkum innilega fyrir samúðarkveðjur og hlýhug viljum við færa starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins á Neskaupsstað og dvalar- heimilanna að Hulduhlíð og Uppsölum sérstakar þakkir fyrir góða umhyggju. Guðlaug Kr. Stefánsdóttir, Björk Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Kristjánsson, Kristinn Aðalsteinsson, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, Elfar Aðalsteinsson, Anna María Pitt, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir, mágkona og amma, AGNES BJARNADÓTTIR, Stövnæs alle 19, Kaupmannahöfn, varð bráðkvödd á heimili sínu miðvikudaginn 30. apríl. Útförin fer fram í Kaupmannahöfn laugardaginn 10. maí. Andreas Bjarni Rasmussen, Vibeke Mörch-Hansen, Olaf Jon Rasmussen, Charlotte Kornum Olsen, Olga Axelsdóttir, Halldór Bjarnason, Guðbjörg Þorsteinsdóttir, Bjarni Friðrik Bjarnason, Ágúst Bjarnason, Auður Ottadóttir og barnabörn. ✝ Vilborg Ósk Ár-sælsdóttir hár- greiðslumeistari fæddist í Reykjavík 18. september 1954. Hún andaðist á heimili sínu 29. apr- íl síðastliðinn. Foreldrar Vil- borgar eru Pálína Kristín Pálsdóttir, f. 23.1. 1935 í Bol- ungarvík, og Ársæll Guðsteinsson, f. 27.12. 1929 í Reykjavík, d. 9.1. 2007. Alsystkini Vilborgar eru: 1) Páll Hafsteinn, f. 26.8. 1956. Hans börn eru Pálína Kristín, f. 7.4. 1988, og Gunnar Kristófer, f. 1.9. 1989. 2) Guðrún Hólmfríður, f. 3.2. 1965. Hennar börn eru Ársæll fríður Ásmundsdóttir, f. 4.4. 1923, og Kristinn Finnbogason, f. 13.6. 1917. Vilborg lærði hárgreiðslu við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveinsprófi árið 1974 og hlaut meistararéttindi árið 1985. Að loknu sveinsprófi starfaði hún um nokkurra ára skeið við sölu- mennsku, m.a. í verslun foreldra sinna, raftækjaversluninni Lýs- ingu. Árið 1981 fluttu Vilborg og Finnbogi ásamt syni sínum til Bol- ungarvíkur og þar stofnaði Vil- borg hárgreiðslustofuna Ósk sem hún rak í þau fimm ár sem þau voru búsett þar. Árið 1987 flutti fjölskyldan aftur til Reykjavíkur og hóf Vilborg þá störf á hár- greiðslustofunni Salon Ritz þar sem hún starfaði til ársins 1996 er hún stofnaði hárgreiðslustofuna Babúsku á Klapparstíg sem hún rak til ársins 2002. Eftir að hún hætti eigin rekstri starfaði hún lengst af á hárgreiðslustofunni Papillu. Útför Vilborgar fer fram frá Háteigskirkju í dag kl. 13. Páll Kjartansson, f. 19.6. 1988, og Gunn- ar Páll Kjartansson, f. 17.11. 1993. Hálf- bróðir Vilborgar er Sigurður, f. 5.12. 1950. Kona hans er Anna Dóra Guð- mundsdóttir f. 5.12. 1952. Þeirra börn eru Aldís Björk, f. 17.8. 1973, og Brynj- ar, f. 2.6. 1978. Dótt- ir Sigurðar er Hlín, f. 27.12. 1974. Hinn 11.1. 1975 giftist Vilborg eftirlifandi eig- inmanni sínum, Finnboga Grétari Kristinssyni rennismið, f. 5.1. 1951 í Reykjavík. Þau eignuðust einn son, Kristin, f. 19.7. 1976. Foreldrar Finnboga eru Hall- Elsku hjartans Vilborg mín. Hvernig getur móðir kvatt barnið sitt? Hvaða orðum er hægt að koma að því þakklæti sem ég ber í brjósti í gegnum sorgina yfir að hafa misst þig? Ég reyni að rifja upp árin þín frá barnæsku til kveðjustundar og það stendur upp úr hversu ljúf þú varst alla tíð. Ég minnist áranna á Lauga- veginum, fyrst í risinu þar sem við pabbi þinn bjuggum með Villu og Óskari og börnum þeirra. Þetta var eins og ein stór fjölskylda, þú og þið systkinin eins og þeirra börn og þeirra börn eins og okkar enda var vinskapurinn á milli fjölskyldnanna sterkur og er enn. Þú óxt úr grasi gullfalleg stúlka og alltaf sama ljúfan og samband okkar styrktist og efldist frá degi til dags. Ég minnist með þakklæti vikuferðar okkar tveggja til London á seinasta ári. Við áttum yndislegan tíma sam- an vinkonurnar, móðir og dóttir. Nánd þín var svo mikil og þú svo mikilvægur punktur í minni tilveru. Hvern einasta dag hringdir þú til að athuga með mig og spyrja frétta af fjölskyldunni. Palli bróðir þinn gerði grín að þessu, brosti og sagði: ,,Til- kynningaskyldan“ en öllum þótti okkur svo vænt um þennan sið þinn. Þetta sýnir hve annt þér var um alla fjölskylduna enda varstu sælust þeg- ar við vorum öll saman komin. Þú varst stoð mín og stytta í gegn- um veikindi pabba þíns og það varst þú sem stappaðir stálinu í okkur hin í gegnum þín eigin stuttu en hörðu veikindi. Þú sem sussaðir á okkur þegar við kvörtuðum undan óréttlæti örlaganna. Ég skil ekki hvar þú fékkst þennan ofurstyrk. Þú unnir garðinum þínum og blómunum og hlakkaðir til vorsins og sumarsins framundan. Þegar þú varst of veik til að fara út í garð baðstu mig að fara og athuga með laukana sem þú settir niður í haust enda áttum við óteljandi ánægju- stundir þar. Vonin var ekki mikil í upphafi veikinda þinna, samt gerðist það 23. mars að læknirinn sagði að nú væri ástæða til að fagna, æxlið minnkað! Og við fögnuðum með veislu daginn eftir. Þú varst svo hress og glöð, svo falleg og ljúf. Þú varst full vonar og reisnar en örfáum dögum seinna varstu öll. Kvaddir þennan heim í fanginu á Finnboga sem þurfti að ganga í gegnum þá skelfilegu reynslu. Ég bið góðan Guð að gefa honum og Kidda mínum styrk til að komast í gegnum tímann framundan svo og okkur öllum sem syrgjum Vil- borgu. Ég þakka Sigga og Önnu Dóru þeirra óeigingjörnu návist nóttina sem Vilborg dó, án þeirra hefðum við varla komist í gegn til næsta dags. Elsku Vilborg mín, yndislega dótt- ir og vinkona. Þakka þér fyrir hvern einasta dag þíns allt of stutta lífs. Guð geymi þig við hjarta sitt ljúfan mín. Þín mamma. Það hryggir mig meir en orð fá lýst að þurfa að fylgja tengdadóttur minni til grafar aðeins 53 ára gam- alli. Ég hef alltaf gert ráð fyrir að ég færi á undan. En enginn veit víst ævina fyrr en öll er. Ég man hvað Vilborg og Finnbogi voru glæsileg og ánægð á brúð- kaupsdaginn. Nokkrum árum seinna fæddist augasteinninn þeirra og minn, hann Kiddi, sem alltaf hef- ur reynst mér svo vel. Yndislegur drengur. Elsku Vilborg mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þér svo lengi sem ég lifi. Sjáumst Vilborg mín, kannski bráðum. Þá lagar þú mig til. Elsku Finnbogi, Kiddi og aðrir aðstandendur. Guð gefi okkur öllum styrk og gæfu að takast á við sorg- ina. Guð faðir sé vörður og verndari þinn, svo veröld ei megi þér granda, hvert fet þig hann leiði við föðurarm sinn og feli þig sér milli handa. Guðs sonur sé fræðari og frelsari þinn, ei frá þér hans skírnarnáð víki, hann opni þér blessaðan ástarfaðm sinn og innleiði þig í sitt ríki. Guðs andi sé hjálpari og huggari þinn, í heimi þín vegferðar-stjarna, hann hjálpi þér síðan í himininn inn, að hljótir þú frelsi Guðs barna. (Vald. Briem) Þín elskandi tengdamamma, Hallfríður Ásmundsdóttir. Elsku systir mín. Söknuðurinn er þvílíkur, ég upp- full af sorg og veit ekki hvernig ég á að koma í orð broti af þakklæti mínu til þín. Í gegnum árin hefur þú stöðugt stappað í mig stálinu og ég hef hald- ið áfram fyrir trú þína á mig. Þú sást alltaf hvernig mér leið, jafnvel löngu áður en ég gerði mér grein fyrir því sjálf. Þú vissir upp á hár hvort ég væri tilbúin til að gera þetta eða hitt, margfalt betur en ég sjálf – og alltaf hafðir þú rétt fyrir þér. Hafðir alltaf vit fyrir mér þegar ég þurfti mest á því að halda. Hvernig verður framtíðin nú? Hvar væri ég í dag hefði ég ekki haft þig mér við hlið? Það var venjan hjá okkur að tala saman á morgnana og oft byrjað á símaskilaboðum með einu orði: „Vöknuð?“ og í framhaldi hringdi viðtakandinn í hina. Ef það brást og dagur leið, þá hringdir þú og spurð- ir: „Er ekki allt í lagi? Sagði ég eitt- hvað? Gerði ég eitthvað?“ Sem auð- vitað var ekki því við vorum það nánar að hvorug hefði getað sært hina. Ég hafði bara verið upptekin af sjálfri mér. En þvílík var um- hyggja þín elsku Vilborg og alltaf varstu til staðar, reiðubúin til að hjálpa, leiðbeina og hvetja áfram, sama hvert tilefnið var. Það var ekki bara ég sem naut góðs af elskusemi þinni og naut þess að hafa þig sem stoð og styttu í mínu lífi, heldur strákarnir mínir báðir engu minna. Slíkt var sam- bandið á milli okkar systra að ég bað þig að vera viðstadda þegar Gunnar Páll fæddist. Í þeirra aug- um varstu önnur mamma. Mamman sem var oft betra að tala við og mamman sem oft gaf betri ráð. Þeir hafa misst mikið og söknuður þeirra er sár. Það verður erfitt að reyna að feta í fótspor þín en ég lofaði þér að ég skyldi reyna. Þú átt ekkert minna skilið af mér. Fyrir ári dó pabbi og núna ert þú farin sömu braut. Þið tvö voruð máttarstólparnir í fjölskyldu okkar. Alltaf miðlaðir þú málum og hafðir lag á að sjá hlið beggja ef við vorum ekki sammála, þannig hélst þú fjöl- skyldunni saman í gegnum þykkt og þunnt. Það er svo erfitt að finna dagana líða án samtalanna og návistanna við þig, svo erfitt að sjá strákana takast á við tómarúmið sem þú skilur eftir, en hvert annars vegna verðum við að reyna og reyna um leið að taka þig okkur til fyrirmyndar. Ég fæ seint fullþakkað þau for- réttindi að hafa átt þig sem systur. Þín Guðrún systir og aukasynir þínir Ársæll Páll og Gunnar Páll. Elsku Vilborg Ósk. Ég man þegar ég smástelpa velti fyrir mér nafninu þínu og uppgötv- aði að þú hétir nöfnum mömmu og pabba. Mér fannst það frábært og gera þig enn merkilegri, mömmu og pabba líka. Í mínum augum varstu að sjálfsögðu stóra systir á meðan fjölskyldurnar bjuggu saman í ris- íbúðinni á Laugaveginum og ég man hvað mér fannst erfitt að sætta mig við að það var ekki svo í alvörunni. Þú varst svo falleg með ljósu lokk- ana þína og fallegu bláu augun. Og alltaf svo kát og glöð. Ég man líka þegar við lékum okkur með Barbie- og Sindy-dúkkurnar okkar og var viss um það að þú yrðir ekki minna flott en Barbie þegar þú yrðir stór, sem varð raunin. Ég og fleiri frænk- ur þínar vorum eins og litlu ljótu andarungarnir í kringum þig og dáðumst að þér leynt og ljóst. Ég gæti best trúað því að þá strax hafir þú verið ákveðin í að verða hár- greiðslukona þegar þú yrðir stór því áhugi þinn á hári og útliti var aug- ljós og ófáar stundirnar sem leik- urinn fólst í því að hanna, sauma, prjóna og hekla föt á dúkkurnar og þú ótrúlega flink að gera hárið á þeim flott. Á uppvaxtarárunum deildum við öllum okkar leyndarmálum og mér fannst ég svo rík að eiga þig að. Það var ekki leiðinlegt að eiga systur ári eldri sem alltaf var skrefi á undan og gat kennt manni á hina ýmsu hnúta t.d. í skólanum og á ýmsum sviðum fetaði ég í fótspor þín. En þú varst alltaf óragari og ófeimnari en ég og oft öfundaði ég þig af kjarki þínum. Ég man líka margar skemmtilegar stundir á unglingsár- unum með þér úti í snyrtivörubúð hjá Sveinu og Auði, í sjoppunni hjá Eyva frænda þegar önnur hvor okk- ar var að vinna, eða við skúringar í búðinni hjá afa. Það var eins gott að launin voru fyrirfram ákveðin fyrir hvern dag þar því ef við hefðum ver- ið á tímamælingu hefðum við verið á bankastjóralaunum, þvílíkt gátum við malað. Fyrir allar þessar stundir og margar fleiri er ég ævinlega þakklát og þó svo að leiðir okkar hafi dregist í sundur þá hefur þú og systkini þín ásamt foreldrum alltaf átt sérstakan stað í hjarta mínu. Minn skilningur á orðunum að þeir deyi ungir sem guðirnir elski er sá að ég trúi því að við fæðumst í þessa jarðvist m.a. til að læra ákveðna hluti í mannlegum þroska og visku og að við ljúkum jarðvist- inni þegar því námi er lokið. Þá kall- ar skaparinn okkur til sín aftur. Þú ert búin að ná þessum þroska og þessari visku sem sést á þeim stóra hópi fólks sem á góðar minningar um þig. Guð geymi þig elsku Vilborg mín og ég vona að við hittumst síðar. Þá eins og áður kennir þú mér vonandi á hnútana hinum megin. Ég bið Guð að styrkja Finnboga og Kidda, Pöllu mömmu þína, systk- ini þín og börn þeirra svo og alla þá sem um sárt eiga að binda vegna fráfalls þíns. Hvíl þú í friði, Ásta frænka. Nýbúið að loka búðinni, Verslun Guðsteins Eyjólfssonar á Lauga- vegi. Guðsteinn gamli klæðskerinn og kaupmaðurinn, afi Vilborgar, stendur við peningakassann. Hann er í vestispeysunni sinni, málbandið hangir um háls hans, gleraugun á nefinu og vindillinn í munnvikinu. Hann er að gera upp daginn, en horfir af og til sposkur yfir gler- augun til okkar unglinganna sem mösum og flissum þegar við mynd- umst við að skúra gólfið. Þetta er ein af ótalmörgum góð- um minningum sem fær mig til að brosa í gegnum tárin nú, þegar kær vinkona Vilborg Ósk Ársælsdóttir er kvödd allt of ung. Við vorum jafnöldrur, kynntumst þegar við vorum 11 ára. Vilborg bjó á Laugaveginum í bakhúsi aftan við hús afa síns. Ég bjó tveimur götum neðar, á Lindargötunni. Við gengum í Miðbæjarskólann og urðum góðar vinkonur þar. Sú vinátta hélst óslitið alla tíð. Veröld okkar var miðbærinn, að- allega Laugavegur. Líflegur Lauga- vegur þess tíma. Beint á móti Guð- steini var Sveina í snyrtivörubúðinni, þar var oft komið við til skrafs og ráðagerða. Við átt- um erindi í Gull og silfur, Faco, Sandholt, Tískuskemmuna, Ander- sen og Lauth og svo mætti lengi telja upp og niður Laugaveginn. Í öllum þessum búðum voru menn og konur sem tóku Vilborgu fagnandi, því þau þekktu hana og ég naut góðs af því. Í þessu umhverfi hélt Vilborg áfram að búa, læra og starfa. Hún fór í Iðnskólann og lærði hár- greiðslu. Kynntist Finnboga sínum, þau byrjuðu að búa í bakhúsinu sem Vilborg bjó í áður með foreldrum sínum og þar fæddist Kristinn sonur þeirra. Vilborg var flink í sínu fagi, hár- greiðslunni. Hún var vinsæl og gekk oft nærri sér í vinnu til að þurfa ekki að neita sínum viðskiptavinum. Þannig var hún að upplagi. Við vinnu sína var hún oft meira en klipparinn, hún var sálusorgari, góð- ur hlustandi og hafði góða nærveru. Hún var hjálpsöm, glaðvær, hlátur- mild, hlý og góð og umfram allt traustur vinur. Ég þakka minni kæru vinkonu Vilborgu samfylgdina og sakna hennar sárt. Elsku Finnbogi, Kiddi, Pálína, Guðrún, Palli og aðrir ástvinir. Við Lilja og Berglind vottum ykkur innilega samúð. Megi minningin um Vilborgu okkar vera ykkur ljós og styrkur í sorginni. Margrét Birgis. Mér var mikið brugðið þegar ég frétti af andláti Vilborgar. Ég vissi að hún var búin að eiga við veikindi að stríða, en að þetta gerðist svona fljótt óraði mig ekki fyrir. Ég var kúnni hjá Vilborgu í 10 ár, fyrst á Babúsku við Klapparstíg og síðar á Papillu við Laugaveg. Gyða systir mín benti mér á Vilborgu en hún var þá hjá henni og var ánægð. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Vil- borg þekki alla mína óþekku liði og sveipi og vissi hvernig ætti að með- höndla þá. Það var alltaf gaman að koma til Vilborgar. Við spjölluðum saman um daginn og veginn, spáð- um í heimsmálin og nýjasta slúðrið hverju sinni meðan hún klippti, skóf og litaði mitt þykka hár. Já og hár- Vilborg Ósk Ársælsdóttir MINNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: