Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 8
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
KOSNINGU Landverndar um legu
Gjábakkavegar er lokið og hlaut til-
laga um að núverandi vegur yrði
bættur flest at-
kvæði. Aðrar til-
lögur, þar með
talin fyrirhuguð
hugmynd Vega-
gerðarinnar um
nýjan veg sunn-
an við þann
gamla, hlutu
töluvert minna
fylgi.
Kosningin var
samvinnuverkefni Landverndar,
Lýðræðissetursins, Morgunblaðsins
og Mbl.is og hafði staðið yfir frá 28.
apríl sl.
Skýr niðurstaða
Bergur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, segir
niðurstöður kosningarinnar skýrar
og áreiðanlegar. „Við lögðum okkur
fram við að hafa góða framkvæmd á
kosningunni og voru kjósendur
beðnir að staðfesta atkvæði sitt
gegnum gilt tölvupóstfang auk þess
að IP-tölur voru skráðar,“ segir
hann. „Þannig vonumst við til að
hafa komið í veg fyrir að einstakir
aðilar gætu skekkt niðurstöðurnar,
en alls voru gild atkvæði ein-
staklinga 1.351 og 15 atkvæði reynd-
ust ógild.“
Viðhorf þeirra sem
málið varðar
Aðspurður hvort honum þyki
fjöldi kjósenda nægilegur segist
Bergur ætla að flestir hafi kosið sem
málið varðar, en kosningin var öllum
opin. „Kjósendur hafa þurft að setja
sig allvel inn í þá valkosti sem settir
voru fram áður en þeir greiddu at-
kvæði sitt og held ég að flestir þeir
sem hafi skoðanir á og hagsmuni af
legu vegarins hafi vitað af kosning-
unni.“
Bergur segir að niðurstöður kosn-
ingarinnar verði kynntar samgöngu-
ráðherra og þingmönnum suður-
kjördæmis. Þeim hefur þegar verið
send greinargerð Landverndar um
valkosti í vegagerð á svæðinu, en
Landvernd hefur bent á að fjölmarg-
ir aðilar hafa áhyggjur af að fyr-
irhugaður vegur eftir hönnun Vega-
gerðarinnar muni m.a. hafa slæm
áhrif á Þingvallavatn, þjóðgarðinn
sjálfan og stöðu svæðisins á heims-
minjaskrá UNESCO.
Flestir hlynntir
óbreyttri legu vegarins
Niðurstöður komnar í netkosningu um legu Gjábakkavegar
!""
"
#"#
Í HNOTSKURN
» Kosið var í netkosningu og greiddu 1352 einstaklingar atkvæði.Fimmtán atkvæði reyndust ógild.
»Hver kjósandi gaf hverjum valkosti stig frá besta til versta og hverkjósandi hafði 10 stig til að deila.
»Valið stóð milli fimm möguleika og hlaut mestan stuðning sú leið aðbæta núverandi veg, t.d. með hækkunum á stöku stað og aðgrein-
ingu akstursleiða á blindhæðum.
»Framkvæmdastjóri Landverndar segir niðurstöðurnar gefa skýraniðurstöðu og bendir á að leitað hafi verið leiða til að koma í veg
fyrir svindl í kosninguni.
»Niðurstöður kosningarinnar verði kynntar samgönguráðherra ogþingmönnum suðurkjördæmis.
Bergur Sigurðsson
8 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
nefndarinnar hafi ekki verið í sam-
ræmi við 10. gr. stjórnsýslulaga. Er
þeim tilmælum beint til nefndarinn-
ar að hún taki málið fyrir að nýju,
óski lánþeginn eftir því.
Við skoðun kvörtunar vegna úr-
skurðar málskotsnefndar LÍN vakti
athygli umboðsmanns sérstakt
ákvæði um áætlun tekna lánþega í
úthlutunarreglum lánasjóðsins fyrir
árið 2006-2007. Þar sagði að ákvarð-
aður tekjustofn skyldi samsvara tvö-
földum eftirstöðvum heildarskuldar
lánþega og aldrei lægri fjárhæð en 8
milljónum króna. Tók umboðsmaður
þetta mál til athugunar að eigin
frumkvæði.
Í umsögn LÍN til menntamálaráð-
herra vegna málsins sem ráðuneytið
tók undir í skýringum til umboðs-
manns kom fram að „megintilgangur
áætlunarinnar [sé] að fá upplýsingar
um raunverulegar eða sennilegar
tekjur greiðenda námslána“. Um-
boðsmaður segir að hann fái ekki séð
að þetta sjónarmið sé byggt á mál-
efnalegum grunni. Afar varhugavert
sé að setja almennt viðmið um að
tekjur lánþega skuli ekki áætlaðar
lægri en samsvarar 8 millj. króna.
LÁNASJÓÐUR íslenskra náms-
manna fór á skjön við stjórnsýslulög
þegar hann krafði lánþega um yfirlit
yfir tekjur sem hann kynni að hafa
haft í Bandaríkjunum á tilteknu ári.
Hið sama gildir um ákvæði í úthlut-
unarreglum LÍN um að aldrei skuli
miðað við lægri árstekjur en 8 millj-
ónir króna, áætli sjóðurinn tekjur
fólks sem er að greiða af lánum sín-
um hjá sjóðnum. Þetta kemur fram í
tveimur nýlegum álitum umboðs-
manns Alþingis. Umboðsmaður tel-
ur að nefndin þurfi almennt að huga
betur að starfsháttum sínum.
Forsaga málsins er sú að stjórn
LÍN fór fram á að lánþeginn, sem
var með lögheimili á Íslandi og skatt-
skyldur hér á landi, sendi upplýsing-
ar um tekjur sem hann kynni að hafa
haft í Bandaríkjunum, en þar dvald-
ist hann ásamt maka sínum sem var
við nám í landinu. Vísað var í 10.
grein laga um LÍN, en þar segir að
sé lánþegi á endurgreiðslutímanum
ekki skattskyldur á Íslandi af öllum
tekjum sínum og eignum skuli hon-
um gefinn kostur á að senda sjóðn-
um staðfestar upplýsingar um tekjur
sínar og skuli árleg viðbótargreiðsla
til sjóðsins miðast við þessar upplýs-
ingar. LÍN fór fram á það við lán-
þegann að hefði hann ekki atvinnu-
leyfi í Bandaríkjunum sendi hann
upplýsingar úr vegabréfi sínu þessu
til staðfestingar.
Lánþeginn sætti sig ekki við þetta
og kvartaði til málskotsnefndar enda
taldi hann að lánasjóðnum hefði ver-
ið hvort tveggja óheimilt. Nefndin
staðfesti ákvörðun stjórnarinnar og í
kjölfarið áætlaði sjóðurinn tekjur á
viðkomandi.
Í áliti umboðsmanns segir að það
sé niðurstaða hans að málskotsnefnd
LÍN hafi ekki kannað efnislega
hvort skilyrði fyrir beitingu 10.
greinar laga um LÍN voru uppfyllt
áður en hún staðfesti ákvörðun
stjórnar lánasjóðsins. Úrskurður
Úrskurðir LÍN
á skjön við
stjórnsýslulög
Áætlaði 8 milljónir í árstekjur hjá þeim sem
ekki skila upplýsingum um árstekjur
Morgunblaðið/Þorkell
ÁTAKIÐ Hjólaðu í vinnuna hófst í gærmorg-
un og stendur til 23. maí. Vinnustaðir keppa
sín á milli um hverjir hjóla samanlagt flesta
kílómetra eða flesta daga.
„Fyrirtæki skrá sig til þátttöku og raðast í
keppnisflokka eftir fjölda starfsmanna,“
segtir Jóna Hildur Bjarnadóttir hjá ÍSÍ sem
skipuleggur átakið. „Árangurinn er reikn-
aður út hlutfallslega m.v. heildarfjölda
starfsmanna á hverjum stað og veitt við-
urkenning fyrir þrjú efstu sætin í hverjum
flokki.“
Átakið Hjólaðu í vinnuna er nú haldið í 6.
sinn, og eykst þátttaka ár frá ári. „Þegar
verkefnið fór fyrst af stað tóku 533 þátt, en á
síðasta ári voru þátttakendur 7.333 talsins.
Þá hjóluðu keppendur á síðasta ári um
417.106 km, sem jafngildir 311 hringjum um-
hverfis landið eða 10,4 hringjum umhverfis
jörðina.“
Halda sína eigin keppni í mótmælaskyni
Hópur starfsmanna hjá DeCode mun halda
sína eigin keppni í ár. Er það gert til að mót-
mæla því að aðalstyrktaraðili átaks ÍSÍ er Rio
Tinto Alcan. „Við höfum verið mjög öflugur
hópur í keppninni og yfirleitt lent í efstu sæt-
um í okkar flokki. Við erum mjög hlynnt
markmiðum átaksins, ekki síst á þeirri for-
sendu að það að hjóla í vinnuna er bæði um-
hverfis- og heilsumál,“ segir Páll Gestsson
sem skipuleggur hliðarkeppnina. „Okkur
fannst því hræsni að Rio Tinto skyldi vera að-
alstyrktaraðili átaksins og áberandi í auglýs-
ingum. Það skýtur skökku við í ljósi þess að
fyrirtækið er þekkt fyrir brot á mannrétt-
indum og verkalýðsréttindum,“ útskýrir Páll
og ítrekar að gagnrýnin beinist ekki að starf-
semi Alcan á Íslandi: „Alcan hefur gert margt
gott, en Rio Tinto er allt annar handleggur.“
Alcan hefur styrkt átakið undanfarin ár en
breytti um nafn í apríl á síðasta ári þegar Rio
Tinto keypti Alcan Inc, móðurfélag Alcan á
Íslandi.
Heimasíða Hjólaðu í vinnuna er á hjolad.-
isisport.is. Skráning í hina keppnina er póst-
fanginu pall.gestsson@gmail.com.
Árlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hvetur fólk til að hjóla í vinnuna
Nú skal
hjólað
Morgunblaðið/G.Rúnar
Af stað Keppnin var sett í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Þau mættu á hjólunum sínum, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólafur E. Rafnsson,
Rannveig Rist, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Kristján Möller og Ólafur F. Magnússon.