Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 29
og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Guð geymi þig, elsku pabbi minn. Þín dóttir, María. Elsku besti pabbi minn. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért dá- inn. Minningarnar streyma fram og erfitt er að halda aftur af tárunum. Mér finnst það mikil forréttindi að hafa átt svona yndislegan pabba, en þú varst einstakur maður, með stórt og fallegt hjarta. Alla tíð gat maður leitað til þín og elsku mömmu með það sem manni lá á hjarta. Þið voruð einstaklega góðir foreldrar og uppal- endur. Ég man sem smástelpa eftir öllum sundferðunum okkar um helg- ar og þegar við komum heim beið mamma alltaf með nýbakaðar pönnukökur handa okkur. Þetta voru dýrmætar stundir sem ég átti með þér því þú vannst myrkranna á milli flesta daga vikunnar. Við fórum í ótal ferðir um landið í tjaldútilegur og skemmtilegast þótti okkur að vera nálægt vatni þar sem hægt væri að renna fyrir fisk. Þegar þú og mamma fóruð til útlanda komu ætíð póstkort frá þér, eftirminnileg kort, eins og t.d. „Hæ elskan okkar, mamma verslar og verslar, bæ pabbi“ eða „Það er heitt núna, sjáumst, love you, pabbi“. Alltaf stutt í grínið. Þú varst mikill húm- oristi og voru þær ófáar stundirnar sem við grenjuðum úr hlátri yfir sög- unum þínum eða bröndurunum þín- um „tveimur“. Þú varst mikill snill- ingur í vísnagerð og voru þær óteljandi vísurnar sem þú samdir og auðvitað allar mjög glettnar. Þú sendir mér oft fyrripart af vísu í sms sem ég átti að botna og svo öfugt og þá var nú mikið hlegið, stundum svo mikið að þegar við hringdum okkur saman eftir vísnagerðina þá gátum við varla talað, bara hlegið saman. Það var yndislegt ár og frábærar samverustundir sem við áttum sam- an í Danmörku og er ég svo þakklát fyrir það að hafa fengið að hafa ykk- ur saman hjá mér í þann tíma. Þú varst Kristófer ekki bara besti afi í heimi heldur líka frábær vinur og þú kallaðir ykkur þrjú AKA tríóið (afi, kristó, amma) og þegar við Magga bættumst við fundum við út að við yrðum bara að heita KAMAR og mikið gátum við hlegið að þessum fíflagangi. Þú sagðir oft að mamma væri fal- legasta kona á jarðríki og þegar þú hefðir séð hana í fyrsta skipti hefðir þú ákveðið að hún skyldi verða þín. Þú sagðist hafa þurft að hafa pínu fyrir því að ná í hana, en sem betur fer sá hún loksins „hvað þú varst fal- legur“ sagðir þú og glottir. Þú og mamma voruð ótrúlega samstíga alla tíð eða í 54 ár. Þið hafið staðið saman af ykkur mikla storma og stór áföll en að missa þrjá syni á lífsleiðinni er meira en margur gæti þolað og nú stendur elsku mamma eftir ber- skjölduð gegn enn einu stóru áfalli lífs síns, að sjá á eftir sínum besta vini og ævifélaga. Ég lofa því að við munum halda vel utan um elsku mömmu og passa hana, hún var sem klettur við hlið þér alla tíð og í veikindum þínum hlúði hún að þér og kveinkaði sér aldrei. Elsku besta mamma mín, Maja, Ella og aðrir ástvinir, ég bið góðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni um ókomna tíð. Elsku besti pabbi minn, ég veit að elsku bræður mínir hafa tekið vel á móti þér og að endurfundirnir hafa verið góðir. Ég kveð þig með miklum söknuði. Hvíl í friði pabbi minn. Sjáumst seinna. Þín dóttir, Ríkey. Elsku pabbi minn er dáinn, ég trúi því ekki. Ég kom til þín kvöldinu áð- ur en kallið kom og við sátum heil- lengi og spjölluðum saman um allt og ekkert, þú varst mikið veikur elskan mín. Daginn eftir kom ég aftur og þá hafði þér versnað. Ég stóð við rúmið og hélt í höndina á þér þegar þú skildir við. Ég fann að þú reyndir að kreista hönd mína til að láta mig vita að þú vissir af mér þarna hjá þér. Það er margs að minnast og þú varst yndislega góður pabbi. Ég hef alltaf verið mikil pabbastelpa og ég gat alltaf leitað til þín og fengið ráð ef á þurfti að halda og svo gat ég líka komið og pústað og þú varst góður hlustandi. Ég átti yndislega æsku og mér er minnisstætt þegar við bjuggum á Lambhól og þú vannst dag og nótt en þegar þú varst heima gafstu okkur systk- inunum alltaf tíma. Þegar ég var fimm ára langaði mig svo í silfurlit- aða skó og morguninn eftir þegar ég vaknaði þá voru gömlu skórnir mínir orðnir silfurlitaðir og alveg eins og nýir, sama gerðir þú þegar mig langaði í gulllitaða skó og þegar þú breyttir texta í lagi og söngst fyrir mig „grænu augun þín“ því ég er með grænu augun frá þér. Þú varst mikill bílaáhugamaður og naut ég þess að fara í bíltúr með þér þegar þú komst heim á nýjum bílum. Ennfremur er mjög minn- isstæður sá tími sem við fórum í all- ar útilegurnar og veiðitúrana, það var svo gaman að ferðast með þér. Elsku pabbi minn, ég veit að þér líður betur núna og nú verðið þið feðgarnir saman og passið hvor ann- an. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Ég sakna þín sárt. Þín Elín Inga. Elsku besti tengdapabbi. Ekki hefði ég trúað því að kall þitt kæmi strax. Mikið er sárt að missa þig og ég sakna þín mjög mikið. Það var svo gaman að hlusta á þig segja sög- ur af ykkur mömmu og ýmsu öðru, en ég kallaði ykkur alltaf mömmu og pabba. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman í Dan- mörku, en þið voruð hjá okkur í eitt ár eftir að þú hættir að vinna. Þú varst algjör brandarakall og það var alltaf svo stutt í stríðnina hjá þér og var oft mikið um hlátur og gleði í nærveru ykkar, elskurnar. Ég vil þakka fyrir að hafa kynnst þér, elsku pabbi en með ykkur mömmu átti ég margar yndislegar stundir sem ég mun varðveita að eilífu í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo hjartahlýr og hjálpsamur maður. Ég gæti ekki hafa eignast betri tengda- pabba og vin. Ég veit að elsku Hannes og Gæi hafa tekið vel á móti þér, pabbi minn. Elsku besta tengdamamma, Rík- ey mín, Kristófer minn, Maja mín, Ella mín og aðrir ástvinir, megi góð- ur Guð gefa okkur styrk á þessari erfiðu stundu. Ég kveð þig með miklum söknuði, elsku tengdapabbi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir, Margrét (Magga.) Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Nú er komið að kveðjustund, kæri afi, og er það okkur mikil sorg að kveðja þá gleði sem þú hefur veitt mér og mínum í gegnum tíðina. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn, fá brauð með spæjó og kavíar, hlusta á sögurnar þínar. Allt- af gastu líkað lumað á góðum brönd- urum sem urðu bara betri eftir því sem maður heyrði þá oftar. Ég á aldrei eftir að gleyma hversu mikilli hlýju þú bjóst yfir, hjartalag ykkar ömmu er stærra en lífið. Öll þau skipti sem við fjölskyldan fórum í heimsókn í bústaðinn ykkar á Þing- völlum verða mér ógleymanleg að ei- lífu. Þú varst alltaf tilbúinn að gefa af þér skyrtuna öðrum til hjálpar. Eitt sinn ritaði ég orð um Hannes frænda minn, orð sem eiga jafnvel við ykkur ömmu eins og þau áttu við hann „Til eru þeir sem eiga lítið og gefa það allt. Þetta eru þeir sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei tómur“. Þú og amma hafið verið mér svo góðar fyr- irmyndir um hvernig eigi að koma fram við aðra og taka á lífinu og öllu því sem það kastar að manni. Þetta er nokkuð sem ég kem til með að búa að til eilífðar og nýta mér og öðrum til góðs. Elsku afi, nú veit ég að þér líður vel og að frændur mínir hafi tekið vel á móti þér. Þeir hafa sjálf- sagt beðið á honum Trölla þínum með stangirnar aftan í og tilbúnir í veiði. Ég kveð þig með miklum sökn- uði en þakka fyrir í leiðinni allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman. Guð geymi þig. Minning mín um afa varir að eilífu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Þinn, Eyþór. Elsku besti afi minn. Ég á svo ótrúlega margar góðar minningar um þig og þá sérstaklega frá því að ég var barn og fékk að gista hjá ykkur ömmu, fara með ykk- ur upp í bústað um helgar og í góða sunnudagsbíltúra. Það sem við gát- um brallað saman; sungið í bílnum, hlaupið framhjá namminu í Mikla- garði og spilað uppi í bústað, allt ómetanlegar stundir sem ég átti með þér. Alltaf varstu til staðar fyrir mig, alltaf áttirðu 500 krónur í bíó þegar mig vantaði og alltaf varstu með húmorinn 100% alveg fram á síðasta dag. Já, þú varst alltaf mikill húm- oristi og það einkenndi þig alla tíð. Nokkrum dögum áður en þú fórst sagðirðu okkur systkinunum sögur og brandara og við hlógum mikið. Það var alltaf gleði í kringum þig og það er mikil gleði sem einkennir minningar mínar um þig elsku besti afi minn. Svo varstu líka alveg fjall- myndarlegur. Ég er ótrúlega lánsöm að hafa erft fallegu genin þín og komið þeim áfram til strákanna minna. Já, strákarnir mínir elskuðu þig líka mjög mikið. Brynjar Freyr og Theodór Gísli njóta þeirra forrétt- inda að hafa kynnst langafa og lang- ömmu og átt yndislegt samband við ykkur. Sigurgeir átti líka margar góðar og fróðlegar samræður við þig um allt milli himins og jarðar. Það var alveg ótrúlegt hvað þú varst fróður og alltaf áttirðu skemmtilegar sögur. Takk fyrir að vera svona yndisleg og góð sál, þú ert ljós í lífi okkar. Guð geymi þig og varðveiti. Ísabella og strákarnir. Elsku afi minn er dáinn. Ég á svo erfitt með að trúa því að hann sé ekki lengur með elsku ömmu og okk- ur. Og við sem ætluðum að fara að veiða saman í sumar. Margar af mínum æskuminn- ingum á ég elsku afa mínum og elsku ömmu minni að þakka. Oft var farið upp í bústað þegar veður leyfði og vart leið sú helgi þar sem ég fór ekki til þeirra í heimsókn. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á með afa mín- um, við fórum saman út í fótbolta, horfðum á hasar- og slagsmálamynd- ir (helst með Steven Seagal) og ásamt ömmu var svo spilað mikið, hvort sem við spiluðum Monopoly, Yatsi eða einfaldlega á spil. Svo má ekki gleyma sögunum en hann afi gat verið ómetanlega fyndinn og ein- stakur sögumaður. Hann sagði aldrei sömu söguna tvisvar, sennilega vegna þess að þær voru allar samdar á staðnum og erfiðar að muna, en það var líka það sem gerði þær svo skemmtilegar. Afi var ótrúlega fróð- ur og kannski eru eftirminnilegustu stundir mínar með honum þau skipti er við tveir sátum saman í eldhúsinu og ræddum allt frá stjórnmálum yfir í gamla bíla og hvað væri að gerast í enska boltanum. Ég leit alla mína ævi upp til afa og var hann mín fyrirmynd hvort sem um var að ræða tónlistar- og kvik- myndasmekk, skoðanir í pólitík og annað í lífinu, svo mikil áhrif hafði hann á mig. Afi sagði oft að ég væri besti vinur hans og það fyllti mig ávallt stolti, rétt eins og ég var stolt- ur af afa fyrir þá löngu og erfiðu bar- áttu sem hann átti við veikindi sín, því sama hversu erfiðar stundirnir gerðust þá var hann alltaf tilbúinn til að lífga upp á dag annarra og segja brandara. Elsku besti afi. Ég veit að þú ert nú hjá Hannesi og Gæa, örugglega spyrjandi hvort þeir hafi heyrt um þann sem fór í háskólann. Þótt þú sért ekki meðal okkar lengur þá mun ég aldrei gleyma þér, þú varst ein- stakur maður og þú hafðir gríðarleg áhrif á mitt líf og ég væri ekki sá maður sem ég er í dag ef ekki væri fyrir þig. Megir þú loks hvíla í friði, elsku afi, og þakka þér innilega fyrir allar þær dásamlegu stundir sem við áttum saman. Elsku amma, mamma, Maja, Ella og aðrir aðstandendur, megi góður Guð fylgja okkur og veita styrk á þessari erfiðu stundu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Þinn besti vinur og afastrákur, Kristófer. Núna ertu farinn, afi minn. Ein- stakur sem þú varst og fallegur. Ég sakna þín svo mikið. Við áttum margar góðar stundir saman. Í Hraunbænum, Einholtinu og nú síð- ast í Þórðarsveignum. Ég hafði allt- af svo gaman af því að hlusta á sög- urnar þínar. Margar þeirra hafði ég heyrt nokkrum sinnum, en alltaf hafði ég jafn gaman af þeim og að- eins þremur dögum áður en þú kvaddir þennan heim þá sátum við ég, Margrét, Bella og Eyþór hjá þér uppi á spítala og þú fárveikur, en þú rifjaðir upp sögur frá 1940 og uppúr. Við flissuðum að þeim saman og þessi stund var mér svo kær og ég mun geyma hana í hjarta mínu að ei- lífu. Ein af uppáhaldssögunum mínum var þegar þú sagðir mér frá því þeg- ar þú varst ráðinn sem túlkur hjá ameríska hernum. Þú varst svo stoltur af því. „Þetta voru bara að- mírálar og officerar og ég var ráðinn á staðnum,“ sagðir þú. Svo má ekki gleyma Trölla, jeppanum sem þú varst svo stoltur af, en hann mun alltaf eiga sérstakan stað hjá okkur öllum. Það var aldrei langt í húm- orinn hjá þér, meira segja í veik- indum þínum sagðir þú brandara og stríddir ömmu. Ég gleymi ekki þeim símtölum sem við áttum saman. Við áttum það til að stríða ömmu að því að hún studdi ekki „rétta liðið“ liðið okkar. Þar stóðum við „Nallarnir“ saman í gegnum súrt og sætt. Oft var líka rætt hvað betur mætti fara, enda miklir spekingar við tveir. Litli langafastrákurinn þinn á eftir að sakna þín svo mikið. Það var alltaf svo mikil eftirvænting að heimsækja afa Langa því alltaf lumaðir þú á súkkulaði. Þú varst í algjöru uppá- haldi og það hefur alltaf verið tak- markið hans Viktors að verða jafn stór og Langi. Þú sagðir alltaf þegar þú sást Viktor Blæ að þið væruð al- veg eins, jafnfallegir. Þú varst svo skemmtilegur, fallegur og stríðinn. Þú varst sko afi minn. Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. (Og allt með glöðu geði er gjarna sett að veði). Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið. (Steinn Steinarr.) Þinn, Hafþór. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 29 Í dag kveðjum við fjölskyldan góðan mann. Því það var hann Haffi gamli svo sannarlega. Haffi gamli kölluðum við hann því hann var orð- inn roskinn þegar okkar kynni hóf- ust. Hann var ekki alveg tilbúinn að hætta að vinna en vantaði eitthvað til að sýsla við eftir að Mummi í Venus var búinn að byggja mótelið sitt og því varð úr að hann kom til okkar í Skipanes til að dytta að úti- húsunum og vinna á verkstæðinu. Hann vildi samt ekki vinna fullan vinnudag og þurfti einstaka sinnum að bregða sér frá en hann fékk að hafa sína hentisemi og það hentaði honum og einnig okkur. Við vorum þakklát fyrir þann tíma sem Haffi var hjá okkur, hann gerði svo margt Hafsteinn Erlendarson ✝ Hafsteinn Er-lendarson fædd- ist 16. desember 1930 í Reykjavík. Hann lést 30. apríl sl. Foreldrar hans voru Erlendur Þ. Magnússon, f. 28.9. 1890 í Reykjavík, og Magnhildur Ólafs- dóttir, f. 23.1. 1898 á Akranesi. Látin systkini Hafsteins eru Gústaf, Guðrún Elsa, dó barn að aldri, Guðríður Margrét, Þor- varður Ellert, Gunnar Ársæll, Birgir og Guðrún Elsa. Eftirlif- andi systkini eru Þorvarður Ell- ert og Birgir. Dóttir Hafsteins er Kristín, f. 8.7. 1953, gift og býr í Edinborg í Skotlandi. Sonur hennar er Ross. Útför Hafsteins fer fram frá Akraneskirkju í dag, 8. maí, kl. 14. sem önnum kafnir bændur höfðu ekki tíma til að gera en munaði svo sannar- lega um til fegrunar bæjarins. Á verkstæð- inu átti hann sinn sess með köllunum sem á þessum tíma voru ekki svo margir og milli þeirra ríkti virð- ing og vinátta. Vopn- aður eyrnahlífum með útvarpi í dundaði hann sér kannski einn en í matar- og kaffi- tímum flugu gullkornin, kannski ekki langar ræður en hnitmiðaðar og hittu í mark. Eftir að hann hætti að vinna kom hann stundum í kaffi uppeftir en hlédrægni hans jókst eftir því sem fleiri nýir menn bætt- ust í hópinn á verkstæðinu og þegar honum fannst hann ekki þekkja neinn lengur hætti hann að koma við. Haffi var dulur maður og ekki margra orða en rúnum rist andlit hans og blikið í djúpt liggjandi aug- um hans gáfu til kynna að lífið hafði ekki alltaf farið mjúkum höndum um hann. Hann var nokkurs konar farandverkamaður framan af ævi, dvaldi á bæjum og gerði viðvik og vann við múrverk, það hentaði hon- um ekki endilega að vinna fasta vinnu. Hann átti þó góða fjölskyldu og þegar árin fóru að færast yfir hélt hann heimili með Birgi bróður sínum og saman sinntu þeir Elsu systur sinni þar til yfir lauk. Við minnumst Haffa með hlýju, við þökkum fyrir það sem hann var okkur og börnum okkar og vottum Birgi bróður hans og fjölskyldu samúð okkar. Fjölskyldan Skipanesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: