Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 4
Í HNOTSKURN
»Að sögn Haraldar Bjarnason-ar, sérfræðings í fjár-
málaráðuneytinu, má gera ráð
fyrir að rafræn skilríki með de-
betkortum, öðru nafni „vegabréf
á netinu“, byrji að ná útbreiðslu á
næsta ári. Þau má nota til að af-
greiða fjölbreytta hluti á netinu.
» Ísland er í 21. sæti á evrópsk-um lista yfir rafræna þjón-
ustu á vegum stjórnvalda.
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„FRAMTÍÐARSÝNIN er sú að
Íslendingar verði fremstir þjóða í
rafrænni þjónustu og nýtingu upp-
lýsingatækni. Til mikils er að
vinna fyrir fólk og fyrirtæki sem
með bættri þjónustu geta sparað
bæði tíma og fjármuni,“ sagði Geir
H. Haarde forsætisráðherra við
setningu ráðstefnunnar Netríkið
Ísland í gær.
Ráðstefnan var hluti af hinum
árlega degi upplýsingatækni, þar
sem kynntur var vegvísir hins op-
inbera að þróun rafrænnar stjórn-
sýslu og nýtingu upplýsingatækni
á árunum 2008-2012.
Stefnan er sett á að Íslendingar
verði fremstir þjóða í rafrænni
þjónustu og nýtingu upplýsinga-
tækni og settu framsögumenn leið-
ina að því markmiði í samhengi við
þróunarverkefni í upplýsingatækni
á vegum hins opinbera.
Staðan núna er ekki talin nógu
góð og skipar Ísland 21. sæti á
evrópskum lista yfir rafræna þjón-
ustu á vegum stjórnvalda.
Jafnframt er ætlunin að taka
upp rafrænar kosningar á kjörstað
eða á netinu og segir Geir Ragn-
arsson, sérfræðingur í samgöngu-
ráðuneytinu, standa til að gera til-
raun með rafræna kosningu í
tveimur sveitarfélögum árið 2010.
Enn eigi eftir að ákveða hver þau
verði.
Um tilraun er að ræða og kveðst
Geir telja líkur á að ef hún takist
vel verði stefnt í þessa átt. Allt
bendi þó til að þetta muni ekki
koma í stað hefðbundinna kosn-
inga til að byrja með, þótt Íslend-
ingar séu fljótir að tileinka sér raf-
ræna þjónustu.
Telur Geir að þessi valkostur
kunni að auka kjörsókn, enda geri
hann mörgum hægara um vik að
kjósa, svo sem Íslendingum sem
séu búsettir erlendis.
Leiði til hagræðingar
í heilbrigðiskerfinu
Þess er einnig vænst að netvæð-
ing heilbrigðisþjónustu muni leiða
til umtalsverðrar hagræðingar og
sagði Gunnar Alexander Ólafsson,
sérfræðingur í heilbrigðisráðu-
neytinu, standa til að opna upplýs-
ingamiðstöð heilbrigðismála í árs-
lok 2009, þar sem hægt verði að
bóka tíma hjá heilsugæslulækni, á
göngudeild og hjá sérfræðingum,
ásamt því að senda beiðni um end-
urnýjun lyfseðils með tölvupósti.
Reynslan af upplýsingamiðstöð-
inni í Glæsibæ sýni til dæmis að
hægt sé að afgreiða 60% fyrir-
spurna í gegnum síma. Einnig sé
ætlunin að bjóða upp á aðgang að
persónulegu heilsufarsyfirliti þar
sem fram komi upplýsingar um
lyfjanotkun, ónæmisupplýsingar,
yfirlit yfir komur á heilsugæslu-
stöðvar og aðrar heilbrigðisstofn-
anir sem og útgjöld vegna heil-
brigðiskostnaðar.
Rafræn auðkenni séu forsenda
fyrir slíku yfirliti á netinu, en
Gunnar Alexander tekur fram að
fyllsta öryggis verða gætt.
Þá stendur til að vefurinn trygg-
ur.is verði hluti þeirrar viðleitni
Tryggingastofnunar að beina af-
greiðslunni á netið og nota þann
tíma sem sparast í að sinna betur
þeim erindum sem mest kalla á úr-
lausn.
Stefnt að aukinni netvæðingu
stjórnsýslunnar á næstu árum
Tilraunir með rafrænar kosningar 2010 Persónulegt heilsufarsyfirlit á netið
4 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
ÁTAKIÐ Gengið gegn slysum fer fram í dag
og hefst gangan kl. 16.30 við Landspítala, Ei-
ríksgötumegin. Gangan er samstarfsverkefni
viðbragðsaðila, m.a. hjúkrunarfræðinga,
lækna, lögreglu og slökkviliðs, og er ætlað að
minna ökumenn á hættur umferðarinnar.
Fara þarf varlega um helgina
Margeir Sveinsson, lögreglufulltrúi hjá
rannsóknardeild umferðardeildar LRH, er
einn af aðstandendum göngunnar í dag. Hann
bendir á að með hækkandi sól hætti ökumönn-
um til að auka hraðann, sem síðan eykur
hættuna á alvarlegum slysum. „Nú er fram-
undan mikil ferðahelgi og má búast við mikilli
umferð á þjóðvegum,“ segir Margeir og legg-
ur áherslu á að ekið sé í samræmi við að-
stæður og minnir á að lögreglan verður með
aukið eftirlit á vegum landsins um helgina.
Hann leggur einnig áherslu á þá miklu hættu
sem hlýst af vímuefnaakstri. „Fyrstu fjóra
mánuði síðasta árs kom upp 41 tilfelli þar sem
ökumaður ók undir áhrifum vímuefna, en það
sem af er þessu ári eru tilfellin orðin 108.
Aukningin er því gríðarlega mikil, en það má
hugsanlega rekja að einhverju leyti til þess að
eftirlit er mikið og lögreglumenn farnir að
veita því betri athygli við eftirlitsstörf hvort
ökumaður sem stöðvaður er sé mögulega und-
ir áhrifum vímuefna.“
Af sérhverju slysi hljótast erfiðleikar
Þótt banaslysin séu alltof mörg eru þau
margfalt fleiri slysin sem skilja fólk eftir al-
varlega slasað og örkumla. „Hvert slys heldur
áfram að hafa áhrif á alla þolendur, hvort sem
það eru þeir sem slasast eða fjölskylda þeirra
og aðstandendur. Slys skapa nýja sögu og
reynslu hjá hverri fjölskyldu, og af hverju
slysi geta hlotist erfiðleikar, þjáning og bar-
átta sem verða aldrei mældir í tölfræði og
munu aldrei sjást í fjölmiðlum,“ segir Vigfús
Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur á end-
urhæfingarsviði.
Vigfús segir fólk ekki gera sér grein dags-
daglega fyrir hættum umferðarinnar. „Það
leggur enginn af stað út á þjóðveginn með
hugann við það að eitthvað geti farið úrskeið-
is. Og þegar maður er ungur og glaður er það
eins fjarri manni og hægt er að lífið sé við-
kvæm og verðmæt gjöf. En bilið á milli lífs og
dauða er afar stutt,“ segir hann.
Allir geta tekið þátt í göngunni
Öllum er velkomið að slást í för með göngu-
hópnum í dag. Farið verður frá Landspítala
við Hringbraut niður í Björgunarmiðstöðina í
Skógarhlíð, framhjá Fossvogskirkjugarði og
áleiðis út að Fossvogsspítala.
Þetta er í annað skiptið sem gangan fer
fram, en á síðasta ári tóku um 5.000 manns
þátt í henni.
Þeim sem eiga erfitt með gang eða eru
bundnir í hjólastól er ráðlagt að slást í för með
gönguhópnum við hús Veðurstofunnar, en þá
eru að baki þeir hlutar leiðarinnar þar sem
brekkur og þrep geta verið farartálmi.
Haldin verða stutt erindi í upphafi og við
lok göngunnar og boðið upp á léttar veitingar.
Þá verður blöðrum sleppt með táknrænum
hætti í göngulok til að minnast slasaðra og lát-
inna.
Gengið gegn slysum í dag Alvarleg umferðarslys hafa áhrif á alla fjölskylduna Sjúkrahúsprest-
ur segir þjáninguna að baki hverju slysi hvorki koma fram í tölfræði né sjást í umfjöllun fjölmiðla
Erfiðleikar og þjáning sem ekki sjást
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Harmleikur Slys getur á einu augabragði
breytt til frambúðar lífi fjölda fólks.
INNT eftir því hversu margir hefðu tekið þátt í
stefnumótunarvinnu ríkisstjórnarinnar sagði Guð-
björg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsæt-
isráðuneytinu, að tugir manna, aðilar innan stjórn-
sýslunnar jafnt sem fulltrúar hagsmunaðila, hefðu
lagt hönd á plóginn, auk þess sem almenningi
hefði gefist kostur á að leggja fram ábendingar á
vefnum island.is.
Viðbrögð almennings hefðu ekki verið mikil,
enda talið taka nokkurn tíma að venja fólk á að
eiga í lýðræðislegri umræðu á netinu, hvort sem
um ræðir undirbúning nýrrar stefnu eða ákvarð-
anatöku.
Hún sagði kostnaðinn við undirbúninginn hafa
verið óverulegan og taldi aðspurð óhætt að áætla
að sú aukna skilvirkni sem netvæðingin myndi
hafa í för með sér í stjórnkerfinu myndi spara
mikla fjármuni þegar fram í sækti.
Hið opinbera g;ti náð hagræðingu með upplýs-
ingatækni, rétt eins og bankar og flugfélög. Á
næstunni mundi liggja fyrir hversu miklu fé yrði
varið til framkvæmdar stefnunnar.
Sparar mikið fé
HVORKI Iceland Express né Ice-
landair munu bregðast við tilboðs-
verðum þýska lágfargjaldaflug-
félagsins Germanwings, sem í sumar
mun selja flugferðir frá Keflavík til
Kölnar á sérstöku tilboðsverði.
Líkt og fram kom í fjölmiðlum í
gær mun Germanwings bjóða 10-
15% sæta á 2.200 kr. með sköttum,
aðra leið. Samkvæmt vefsvæði fé-
lagsins, germanwings.com, mun fé-
lagið hefja flug til og frá Keflavík í
júní og fram í september.
Matthías Imsland, forstjóri Ice-
land Express, sagðist í samtali við
Morgunblaðið fagna allri samkeppni,
en þessi tilboð gæfu ekki tilefni til
viðbragða. Hann sagði jafnframt fyr-
irtækið ekki hræðast erlenda sam-
keppni.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Icelandair, tók í svipaðan
streng og fagnaði samkeppninni.
Tók hann jafnframt fram að Ice-
landair byði upp á frábær tilboð.
Hræðast
ekki erlenda
samkeppni
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Nýir tímar Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnti stefnu stjórnvalda í upplýsingatækni.
MAÐUR sem framdi vopnað rán í
útibúi Landsbankans við Bæjarhraun
í gærmorgun var enn ófundinn um
miðnætti í gær. Ungur hettuklæddur
maður ruddist inn og huldi andlit sitt
með klút. Hann ógnaði starfsfólki
með tveimur stórum hnífum og fékk
afhentar um 250 þúsund krónur, áður
en hann hljópst á brott. Að sögn lög-
reglu er maðurinn talinn vera á aldr-
inum 17-25 ára. Starfsfólk bankans
varð mjög óttaslegið sem og þeir við-
skiptavinir sem í bankanum voru.
Bankaræn-
ingja leitað