Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN NÚ ER til umfjöllunar auglýsing frá bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölf- uss, (skammst. BSÖ), um breytingu á aðalskipulagi á svæði sem nær austan frá Öl- kelduhálsi og til vest- urs og suður um Bitru. Auglýst breyting felur í sér að útivistarsvæði verði breytt í iðnaðar- svæði og tilgangurinn sá að heimila Orku- veitu Reykjavíkur, (skammst. OR), að reisa þar gufuafls- virkjun til raf- orkuframleiðslu. Þess- ar breytingar ásamt greinargerð má sjá á heimasíðunni „landmotun.is“ og athugasemdum verður að skila til BSÖ í síðasta lagi 13. maí nk. Lesendum er bent á heimasíðuna „hengill.nu“ ef þeir vilja fá upplýsingar um hvert á að skila mótmælum o.fl. Í Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, og 24 Stundum birt- ist 25., 27., og 29. apríl grein þeirra Eiríks Hjálmarssonar og Jakobs Sigurðar Friðrikssonar starfsmanna OR. Þessi grein er að mestu leyti svör við hinni miklu gagnrýni sem fram kom á frummatsskýrslu OR í nóvember á liðnu ári (sjá heimasíð- una or.is/). Í grein þeirra félaga, sem ber nafnið „Ný kynslóð jarð- gufuvirkjana“, er reynt að telja les- endum trú um að unnt verði að bregða huliðshjálmi yfir hin áform- uðu mannvirki, ekki aðeins sjónrænt heldur einnig hvað lykt og aðra mengun varðar. Jafnframt er reynt að sannfæra lesandann um að fögur fyrirheit OR jafngildi orðnum veru- leika. Breyting útivistarsvæðis Hér á eftir verður svæðið skoðað frá sjónarhóli göngu- og leiðsögu- mannsins. Lagt er af stað frá Nesja- vallavirkjun og farin skemmtileg leið austan undir Hengli, um Ölkelduháls og til Hveragerðis. Búast má við að hvæsandi hola með gufumekki valdi truflun á fyrsta áfanga leiðar. Stórt affallslón neðan virkjunarinnar, nær Þingvallavatni, vekur ugg um hugs- anleg áhrif á vatnið. Á fyrsta áning- arstað neðan Köldulaugagils er at- hafnasvæði virkjunar utan sjónmáls og tilfinning göngumannsins gjör- breytt. Næstu mannvirki á leiðinni eru tilraunaborholur OR, B1 og B3 á austurjaðri Kýrgils- hnúka og B2 á Ölkeldu- hálsi. Þar er einnig há- spennulína sem Eiríkur og Jakob gagnrýna réttilega. Þeir eru boðn- ir velkomnir í hóp þeirra sem það gera en um leið er rétt að biðja þá að íhuga afstöðu sína til íslensku málshátt- anna: „Svo skal böl bæta að bíða annað meira“ eða „Ekki er eitt böl með öðru bætt“. Á Ölkelduhálsi og góðum útsýn- isstöðum í nágrenninu er rétt huga að hversu vel geti tekist til „að gera mannvirkin torsýnileg frá gönguleið- um“ eins og það er orðað í grein fé- laganna. Fyrst er staðnæmst við stígamótin norðan undir Ölkeldu- hnúknum. Þaðan munu stöðv- arhúsið, kæliturnar og stóra skilju- stöðin blasa við í krikanum milli Kýrgilshnúka og Bitru. Þá munu áð- urnefndir borteigar og gufuskiljur við B2 og B1 sjást greinilega. Minni gufuskiljurnar verða 200-250 m2 að flatarmáli og 8-10 metra háar og því álíka stórar og þriggja hæða íbúða- blokkir með níu íbúðum. Slík mann- virki verða ekki auðfalin í landslagi. Stöðvarhús um 6000 m2 og kælit- urnar um 900 m2 verða tvöfalt hærri þannig að þar koma ígildi tveggja sex hæða íbúðablokka sem alltaf munu blasa við göngumanni. Þessi mannvirki verða öll innan eins km fjarlægðar frá ofangreindum athug- unarstað og af Tjarnarhnúk, vinsæl- um útsýnisstað nokkuð fær, sjást þau auk borteiga á vestanverðri Bitru. Þá förum við á Kýrgilshnúka og athugum útsýnið. Yngsta til- raunaholan B3 er á austasta rana hnúkanna en þaðan er frábært út- sýni til þriggja höfuðátta, til norðurs með austurbrún Hengils, til austurs um Þverárdal og til suðurs á Öl- kelduháls. Skammt vestar á múla rétt norðan ætlaðs stöðvarhúss er einnig góð sjónlína í þrjár höfuðáttir, til vestur með suðurhlíðum Hengils og Skarðsmýrarfjalls til Reykjafells og í austur um Ölkelduháls til Hró- mundartinds. Til suðurs er góð útsýn til vesturbrúnar Reykjadals, Mold- dalahnúka og með austurjaðri Bitr- unnar. Þar er skemmtileg en fáförul gönguleið með mögulegu framhaldi til Ástaðafjalls og Fífudals. Þremur borteigum er nú ætlaður staður á þeirri slóð. Auk þeirra mannvirkja, sem þegar hafa verið nefnd í grein þessari, munu gufulagnir, bæði jarð- vegshuldar og ekki, og ökuslóðir með þeim verða mjög áberandi. Á níu ætluðum borteigunum með um 40 borholur er líklegt að alltaf verði einhverjar í blæstri með tilheyrandi hávaða og gufubólstrum. Ef út- skolun á brennisteinsvetni mistekst mun sú lyktarilla lofttegund í logni eða norðan kuli renna niður í Klambragil og áfram með Reykja- dalsá og síðan Varmá til byggðar. Þar munu baðgestir í Reykjadalsá njóta ilmsins og einnig íbúar Hvera- gerðis sem eru í um 7 km fjarlægð frá ætluðu stöðvarhúsi. Verðmætt framtíðarland Mér virðist frummatsskýrsla OR einkennast mjög af óraunhæfum og oft jafnvel villandi upplýsingum um sýnileika ætlaðra framkvæmda. Svæði þetta nýtur æ meiri vinsælda sem göngu- og útivistarsvæði fjöl- skyldna og ferðamanna. Þannig mun það nýtast landsmönnum best í nútíð og framtíð. Breyting þess í iðnaðar- svæði með þegar ætluðum virkj- unarframkvæmdum og hugs- anlegum viðbótum síðar er umhverfisslys sem brýna nauðsyn ber til að koma í veg fyrir. Bitruvirkjun – hvers vegna ekki? Björn Pálsson skrifar um um- hverfisáhrif af Bitruvirkjun Björn Pálsson »Ætluð breyting á úti- vistarsvæði í iðn- aðarsvæði með tilheyr- andi mannvirkjum yrði umhverfisslys. Vaxandi gildi þess til útivistar myndi þá rýrna mikið. Höfundur er héraðsskjalavörður. Í DAG er ástæða til að þakka öllum þeim sem lagt hafa starfi deildarinnar lið í þau 50 ár sem liðin eru frá stofn- un. Alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans er í dag en hann hefur ævinlega mikið gildi fyrir okkur sem störfum innan þessarar stærstu og út- breiddustu mann- úðarhreyfingar heims. En við sem störfum með Kópa- vogsdeild Rauða krossins erum venju fremur í há- tíðarskapi um þessar mundir því 12. maí næstkomandi verður deild- in 50 ára. Við munum gera ým- islegt á næstu vikum til að minn- ast þessara merku tímamóta í sögu Rauða kross-starfs í Kópa- vogi. Þar ber hæst útgáfu sögu deild- arinnar frá stofnun 1958 til þessa dags. Unnið hefur verið að öflun gagna og ritun sögunnar á und- anförnum árum og nú er svo kom- ið að hún er væntanleg úr prent- smiðju á allra næstu dögum. Rauða kross-starf í landinu hef- ur tekið miklum breytingum og framförum frá því ríflega 80 manns stofnuðu Rauða kross-deild undir forystu Ara L. Jó- hannessonar í hinum unga og ört vaxandi Kópavogi 12. maí 1958. Starfið í Kópavogi fór ró- lega af stað eins og víðar en þegar réttar aðstæður sköpuðust og samfélagið kallaði á krafta deild- arinnar leystist úr læð- ingi afl sem æ síðan hef- ur haft áhrif á hag fjölmargra Kópavogsbúa. Verkin tala Forystan um uppbygg- ingu Sunnuhlíðar á níunda ára- tugnum og sjálfboðna starfið þar, frumkvæðið að stofnun Dvalar, at- hvarfs fyrir geðfatlaða, á þeim tí- unda, stórhuga stuðningur við ungmenni í vanda og stórfelld efl- ing sjálfboðins starfs það sem af er þessari öld; allt er þetta verk- efni sem litið hefur verið til innan Rauða krossins. Að þeim hefur komið mikill fjöldi sjálfboðaliða sem með störfum sínum hafa skilið eftir spor í samfélaginu, ekki síst í hjörtum þeirra sem deildin hefur borið gæfu til að verða að liði. Saga Kópavogsdeildar er hug- sjónasaga eins og saga hreyfing- arinnar allrar, allt frá því Henry Dunant skipulagði sveitir sjálf- boðaliða til að aðstoða særða her- menn á vígvellinum við Solferino um miðja næstsíðustu öld. Hún er þó fyrst og fremst um það hvernig forystumenn, sjálfboðaliðar og starfsfólk hafa látið verkin tala í anda hugsjónanna og í þágu þeirra fjölmörgu sem notið hafa liðsinnis deildarinnar. Í dag er ástæða til að þakka öll- um þeim sem lagt hafa starfi deildarinnar lið í þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun. Rauði kross- inn, fjölmargir einstaklingar hér heima og erlendis og samfélagið allt eiga þeim mikið að þakka. Kópavogsdeild Rauða krossins í 50 ár Garðar H. Guðjónsson segir frá Rauða kross-starfi í Kópavogi » Í dag er ástæða til aðþakka öllum þeim sem lagt hafa starfi deildarinnar lið í þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun. Höfundur er formaður Kópavogs- deildar Rauða krossins. Garðar H. Guðjónsson ÍSLENSKT samfélag hefur tekið miklum breytingum. Það er orðið fjölþjóðlegra og aukin alþjóðavæðing viðskipta og aukin þátttaka í alþjóða- samstarfi á öllum sviðum hefur leitt til þess að við erum hluti af opnu al- þjóðlegu samfélagi þjóða. Skapast hafa ný tækifæri á sviði verslunar og viðskipta og við njótum á ýmsan hátt góðs af þessum breytingum. Þó hafa einnig fylgt ókostir því komið hafa fram nýjar ógnir sem beinast að vestrænum sam- félögum í formi skipu- lagðrar alþjóðlegrar glæpastarfsemi og hryðjuverka. Athafna- svæði glæpahópa hafa stækkað með sama hætti og gerst hefur við löglega starfsemi. Á sl. 10 árum hafa verið gerðar ýmsar mikilvægar skipulags- breytingar innan lög- reglunnar sem hafa miðað að því að nú- tímavæða löggæslu, bæta skipulag og efla starfsemi. Komið var á embætti ríkislög- reglustjóra sem starfar á landsvísu sem miðlæg lögreglustofnun og lög- regluumdæmum hefur fækkað úr 26 í 15. Í nýlegri áfangaskýrslu um mat á þeim breytingum á nýskipan lögreglu með fækkun umdæma kemur fram að ekki hafa verið um nægilega róttæk- ar breytingar að ræða til að tryggja bestu nýtingu mannafla innan lög- reglunnar alls staðar á landinu. Á hinum Norðurlöndunum er fjár- veitingum til lögreglu ráðstafað sem heildarfjárveitingu til lögreglunnar sem ákvarðar sjálf hvernig féð nýtist best til þess að ná sem mestum ár- angri. Hér á landi ráðstafar Alþingi hins vegar einstökum lögreglustjóra- embættum fjárveitingum og hefur stundum verið hjákátlegt að fylgjast með umræðum um fjárlög á þingi. Tilflutningur mannafla, búnaðar og fjárveitinga er því mun þyngri í vöf- um hérlendis og þá eru flestir lög- reglustjórarnir einnig sýslumenn með margvísleg önnur verkefni en löggæslu. Skipulag þetta er arfur frá fyrri öldum og allt of flókið og þung- lamalegt í ljósi þeirrar gerbyltingar sem orðið hefur í fjarskiptum og sam- göngum. Nú er svo komið að öll lög- reglulið eru í sama fjarskiptakerfinu og ríkislögreglustjóri starfrækir eina fjarskiptamiðstöð fyrir allt landið enda fráleitt að starfækja fleiri en eina miðað við fjölda lögreglumanna á landinu. Ekkert er í raun því til fyr- irstöðu að sameina alla lögregluna í eitt lögreglulið undir stjórn ríkislög- reglustjóra til þess að bæta skipulag og nýtingu fjárveitinga með það að markmiði að efla löggæsluna um allt land og tryggja sömu þjónustu. Á Írlandi er aðeins eitt lögreglulið með rúmlega 13.000 lögreglumönn- um sem er skipulagt á heildstæðan hátt þannig að fjárveitingar nýtast sem best og auðvelt að flytja til liðs- afla og halda uppi sömu þjónustu um allt landið. Þá er ekki um óþarfa yf- irbyggingu að ræða og lægra hlutfall yfirmanna en hérlendis. Í ljósi þess hve íslenska lögreglan er fámenn er í raun óeðlilegt hversu stór hluti fer í yfirstjórnir og hversu erfitt getur ver- ið að veita sömu þjónustu um allt land svo ekki sé nú talað um þann stofn- anaríg sem fylgt getur núverandi skipan. Í ljósi nýrra ógna svo sem skipulagðrar alþjóð- legrar glæpastarfsemi er brýn þörf á að huga strax að frekari endurskipulag- ningu lögreglunnar. Skynsamlegasta leiðin er að endurskipuleggja lög- regluna frá grunni og að- skilja lögreglustjórnina alfarið frá sýslumönnum. Lögreglan á Íslandi verði ein stofnun með einum ríkislögreglustjóra, sex lögreglustjórum sem svæðisstjórar fyrir lands- hlutana og aðstoðarríkis- lögreglustjórum sem yf- irmenn verkefna sem eru á landsvísu. Með þessu mætti nýta betur þær fjárveitingar sem varið er til löggæslu og tryggja að veitt verði sambærileg þjónusta um allt land. Skapar einnig möguleika á að skipu- leggja lögregluna betur til þess að tak- ast á við þær nýju ógnir sem stöndum frammi fyrir svo sem skipulagða al- þjóðlega glæpastarfsemi sem teygir anga sýna hingað til lands. Í dag er til dæmis ekki starfrækt lögregludeild á landsvísu sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi heldur eru rannsóknir í höndum einstakra lögreglustjóra sem hafa landfræðileg valdmörk. Einnig þarf að endurskoða verklag og áherslur lögreglunnar. Samkvæmt lögreglulögum fer lögreglan með rannsóknir mála en hún á líka að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins. Á sl. áratug- um hefur áherslan breyst í nágranna- löndum okkar í þá veru að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi þátt- inn, koma í veg fyrir afbrotin frekar en rannsaka þau eftir á. Í áðurnefndri áfangaskýrslu er einnig vikið að því hvort leggja beri stjórnunarreynslu innan lögregl- unnar og stjórnunarmenntun til jafns við lögfræðimenntun við val á lög- reglustjórum. Í Noregi var árið 2000 felld niður sú krafa að lögreglustjóri væri með lögfræðimenntun og árið 2007 í Danmörku. Þó háttar þannig til að lögreglustjórar í þeim löndum fara einnig með ákæruvald líkt og hér- lendis. Löngu er tímabært að gera sömu breytingar hér og leggja meiri áherslu á fagþekkingu lögreglustjóra á lögreglufræðum og reynslu af lög- reglustörfum og stjórnun innan lög- reglunnar. Einnig má velta því upp hvort ekki sé tímabært að aðskilja ákæruvaldið alfarið frá lög- reglustjórninni líkt og ríkislög- reglustjóri hefur lagt til við Alþingi. Eitt lögreglulið Jón F. Bjartmarz skrifar um skipulag innan lögreglunnar Jón F. Bjartmarz »Nýjar ógnir kalla á end- urskipulagningu lögreglunnar. Lögreglan á Ís- landi verði ein stofnun og eitt lögreglulið. Höfundur er yfirlögregluþjónn. Traustir kaupendur óska eftir u.þ.b. 250 fm einbýlis- eða raðhús á Seltjarnarnesi. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. Einbýlis- eða raðhús á Seltjarnarnesi óskast Mb l 99 28 06 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: