Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 19
ferðaflugur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 19 Dagskrá fundarins er 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Ger› grein fyrir ársreikningi. 3. Tryggingafræ›ileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt. 5. Önnur mál. Ársfundur 2008 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur haldinn a› Borgartúni 29, Reykjavík á 4. hæ›, 8. maí 2008 og hefst kl. 16.30. Reykjavík 21. 04. 2008 Vorboðinn ljúfi er jafn algengur á Akureyri og annars staðar á landinu. Þessa dagana er verið að dusta rykið af trampólínum og mörg komin í notkun. Þau eru líklega hollasta leik- fang sem til er – ef öryggisnet er í kring.    Ástandið er almennt talið nokkuð gott á EES, eyfirska efnahagssvæð- inu. Bankamaður sagði mér í vikunni að hér væri gamla, góða íslenska krónan í fullu gildi og engum hefði dottið í hug að skipta um gjaldmiðil. Líklega hefur minna verið spreðað í óþarfa á síðustu árum en sums stað- ar, og auðveldara að herða sult- arólina.    Gott ráð til þess að menga minna og eiga fyrir mat er að hjóla í stað þess að bruna um á bílnum. Ég heyrði Vidda í Skíðaþjónustunni segja í svæðisútvarpinu í vikunni að hann hefði aldrei lent í annarri eins törn og í vor; hjól seldust sem aldrei fyrr og meira væri um að fullorðið fólk fjárfesti í slíkum farartækjum.    Vive la France! Hálfgerður franskur dagur í gær í Eyjafirði; kannski baguette og pínu ostur, en ekki rauðvín. Að minnsta kosti ekki heima hjá mér. En franskar herþot- ur glöddu fjarðarbúa með lágværu hjali sínu...    Í dag er lokaskilafrestur á mótmæl- um vegna fyrirhugaðra fjölbýlishúsa við Undirhlíð. Nýstofnuð samtök, Öll lífsins gæði?, hafa safnað 257 undirskriftum á Netinu og síðan hef- ur verið safnað með því að ganga í hús í hverfinu. Álíka margir hafa skrifað undir með þeim hætti. List- arnir verða afhentir bæjaryfiröldum í dag.    Blúskvöld verður haldið á Græna hattinum annað kvöld þar sem hljómsveitirnar Johnny and the Rest og Kettir koma fram. Eftir formlega tónleikadagskrá er gestum boðið upp á að troða upp með með hljómsveitunum; syngja eða spila. Þá er bara að mæta með gítarinn, kjuðana og hleypa blúsdýrinu út! Tónleikarnir hefjast kl.22.00.    Fornminjar og frumbyggjalist er nafn á sýningu sem opnuð verður í Amtsbókasafninu í dag. Hún er hluti af List án landamæra og það er Fjöl- mennt sem stendur fyrir henni. Mjög áhugavert og um að gera fyrir fólk að kíkja inn á safninu. Sýningin stendur til 16. júní.    Nemendur MA kjósa árlega íþrótta- mann ársins úr sínum röðum. Að þessu sinni komust fjórir áfram úr forvali og síðan var einn útvalinn í almennum kosnningum. Anna Sonja Ágústsdóttir íshokkíkappi og lands- liðsmaður í þeirri grein var kjörin. Hún er í 4. bekk X. Annar í kjörinu varð Oddur Grétarsson hand- boltamaður í 2. G, þriðji Bjarki Gíslason í 2. U en hann er stang- arstökkvari og afreksmaður í fleiri frjálsíþróttum og fjórði Almarr Ormarsson í 4. X, landsliðsmaður og fyrirliði KA í fótbolta.    Í vikunni var undirritaður samn- ingur um byggingu jarðgerð- arstöðvar í landi Þverár í Eyjafjarð- arsveit. Stöðin tekur til starfa í upphafi næsta árs en þar verður unnin molta úr lífrænum úrgangi af Eyjafjarðarsvæðinu, í fyrstu frá matvælaframleiðendum og öðrum vonandi frá heimilum síðar. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vorverkin Unga kynslóðin er farin að skoppa á fjaðurdýnum á ný. úr bæjarlífinu finnst t.d. alveg kostu- legt að sjá þegar úti- hlaupari hleypur við hlið bíls á fallegum vor- degi og andar að sér svifrykinu undan nagla- dekkjunum. Varla get- ur það talist heilsu- samlegt. En sumir hlauparar kjósa ein- faldlega að stunda íþrótt sína í umferðinni og ekkert við því að gera. Vonandi eru þeir þó meðvitaðir um hætt- una. x x x Það er stutt í að yl-ströndin við Naut- hólsvík opni þetta sumarið. Varla er fyrr búið að loka skíðasvæðunum eft- ir frábæran skíðavetur, en opnuð er baðströnd Reykvíkinga. Opn- unardagur mun vera 15. maí. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir m.a. að hitastig sjávarlónsins sé um 18°–20°C að meðaltali þegar það er blandað með heitu vatni. Löng vera í lóninu getur því valdið ofkælingu, sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Víkverji vonar innilega að komandi sumar muni ekki bera með sér slys þarna eða í almennum sundlaugum. Sundlaugarslys eru ótrúlega algeng þótt oft hafi snarræði starfsfólks eða gesta bjargað miklu. Enn og aftur villVíkverji nota tækifærið og ræða um verðlag. Herraklipping kostar hann nú tæpar 4 þúsund krónur en kost- aði 1.980 kr. í apríl 2006. Það gerir hækkun upp á 96% eða um það bil. Hvað veldur þessu? Er það gengishrun krónunnar? Varla. Hér er um að ræða innlenda þjónustu en ekki inn- flutta vöru. En klipp- ingin er ágæt. Annars er pirringur Víkverja sjálfsagt hlægilegur í saman- burði við kostnað við hársnyrtingar kvenna sem eru svo dýrar að Víkverji er alveg standandi bit. x x x Hvað er fólk að hugsa sem ekurenn á nagladekkjunum? Vík- verji hefur margoft séð bíla að undan- förnu á nöglunum, snarkandi á mal- bikinu og hreinlega bíða eftir því að löggan fari að skipta sér af þessu. Sjálfsagt eru ýmsir sem keyra yfir Hellisheiðina milli heimilis og vinnu- staðar og þurfa naglana ögn lengur en við hin, en Víkverji heldur því fram að æðimargir séu að trassa það að skipta yfir á sumardekk með til- heyrandi svifryksmengun. Víkverja            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is ÞAÐ eru ótal leiðir til að panta gistingu í gegnum netið. Fyrst er að gera sér grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar til gistingarinnar. Verð- ur hún umfram allt að vera ódýr? Þarf þráðlausan netaðgang? Loft- kælingu? Á morgunmatur að vera innifalinn? Gistimöguleikarnir eru margir. Ódýrasta gistingin fæst á farfugla- heimilum, í bændagistingu í Evrópu og í heimilislegri gistingu sem gjarnan er kölluð „bed and break- fast“ (B&B). Hótelin er oftast dýr- ari. Bændagisting og farfuglaheimili Víðtækar upplýsingar um far- fuglaheimili fást á www.hihostels.org (farfuglaheimili sem eru í hinu gamla, góða, al- þjóðlega bandalagi farfuglaheimila) og www.hostelworld.com („sjálf- stæð“ farfuglaheimili). Farfugla- heimilin eru ekki eingöngu notuð af bakpokaferðalöngum heldur einnig af fjölskyldum og þau hafa víða reynt að höfða til fjölbreyttari hóps viðskiptavina undanfarin ár. „Bed and breakfast“-hugtakið er algengast á Bretlandi og menning- arlega skyldum löndum. Þetta er gjarnan gisting inni á heimili þar sem einungis eru nokkur herbergi í boði. Stundum er auðvelt og skemmtilegt að komast í kynni við húsráðendur, en aðrir halda frekar fjarlægð sinni. Ein af mörgum vef- síðum varðandi B&B-gistingu í Bretlandi er www.bedandbreak- fasts.co.uk. Nýja-Sjáland er einnig með sérstaklega góð B&B-samtök, www.bnb.co.nz. Í Bandaríkjunum er B&B-hugtakið aðeins öðruvísi og gistingin dýrari, en ein leitarvél er www.bedandbreakfast.com sem raunar er hægt að nota til leitar í öllum heimsálfum. Ef ekið er um Evrópu á bíla- leigubíl jafnast fátt á við góða bændagistingu (agritourism). Mörg lönd hafa byggt upp samtök bænda sem bjóða upp á gistingu, svipuð og Ferðaþjónustu bænda á Íslandi. Tengla í 20 slík samtök í Evrópu má finna á www.eurogites.com. Fleiri góðir tenglar eru á www.reidsguides.com/bh/agritour- ism.html. Þessi gisting er oft mjög skemmtileg og fólki býðst að kynn- ast því sem fram fer á bóndabæn- um. Að finna hótelherbergið Mikið er um stóra vefi sem gegna nk. hlutverki umboðsaðila fyrir hót- el. Margar vefsíður, t.d. www.laterooms.com, segjast bjóða upp á afslætti á síðustu stundu en það er líka hægt að lenda í vand- ræðum ef beðið er of lengi. Á vef- síðunni www.tripadvisor.com er upplagt að skoða umsagnir um ein- staka hótel. Af öðrum stórum vefj- um má nefna www.hotelclub.com, www.priceline.com og www.booking.com þar sem umsagn- ir hótelgesta og einkunnagjöf fylgja. Þeir sem þurfa á hóteli að halda í stórborgum geta nýtt sér samanburðarvefi eins og t.d. www.travelsupermarket.com. Þeir vefir leita í vefsíðum ýmissa hótel- vefja og þar munar oft töluverðu á verði milli vefja – jafnvel á sama hótelinu. En reynsla okkar er að lægsta verðið er oftast (þó ekki allt- af) að finna með því að bóka hótelið beint í gegnum vefsíðu þess. Þegar dvalið er í borgum er hollt að muna að staðsetning hótels get- ur skipt verulegu máli. Góðar kortavefsíður eru t.d. www.viamichelin.com og maps.google.com. Stundum er betra að borga ögn meira fyrir betur staðsett hótel í stað þess að eyða of miklu í samgöngurnar, en það er líka oft fínt að gista á ódýrara hót- eli fjarri miðbænum ef samgöngur eru greiðar og góðar. Sumarsæla Áður en gisting er pöntuð á netinu borgar sig að gera sér grein fyrir því hvaða kröfur maður gerir til gistingarinnar. Leitin að réttu gistingunni Þau svara Ian Watson hefur langa reynslu sem ferða- handbókahöfundur og far- arstjóri og rekur vefsíðuna ferdastofan.is. Margrét Gunn- arsdóttir er ritstjóri vefjarins ferðalangur.net. Spurning: Hvernig er best að panta ódýra gistingu í gegnum netið? Barcelona í sumarskrúða Express-ferðir bjóða upp á ferð til Barcelona dagana 13.-16. júní undir fararstjórn Hall- dórs Stefánssonar gítarleikara sem búið hefur í borg- inni um árabil. Í ferðinni er stefnt að því að njóta þess besta í mat, drykk, menningu og gönguferðum. Verður leiðsögnin í höndum Halldórs sem einnig fer með farþegum út að borða á valinn veitingastað og grípur jafnvel í gítarinn á góðum stundum. Lúxudvöl í tjaldi Tjaldstæðið Fforestcamp í Wales á Bretlandseyjum býður upp á öðruvísi tjalddvöl, sem um margt má líkja við veru á lúxushóteli. Þannig eru sér- stakar brúðarsvítur í boði – þ.e. kúlu- tjöld sem eru sex metrar að þvermáli og með fjögurra metra lofthæð og hvíla þau á viðarflekum líkt og hefð- bundnari fjölskyldutjöldin sem í boði eru. Hugmyndina segir James Lynch, eigandi Fforestcamp, hafa verið þá að sameina það að sofa undir berum himni og njóta útiveru, með örlítið meiri munaði en hefðbundin tjaldvera býður venjulega upp á. vítt og breit www.coldatnight.co.uk www.expressferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: