Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 25
Í SÍÐUSTU viku héldu sveit-
arstjórnir Ásahrepps, Flóahrepps,
Rangárþings ytra og Skeiða- og
Gnúpverjahrepps
sameiginlegan fund,
eins og fram hefur
komið hér á síðunni
og víðar. Á fundinum
var rætt um þá mögu-
leika á atvinnu-
uppbyggingu sem get-
ur skapast í
sveitarfélögunum með
framleiðslu á aukinni
orku. Það liggur alveg
ljóst fyrir að fjöldinn
allur af fyrirtækjum
mun sækjast eftir
kaupum á orku til
margvíslegrar starfsemi. Á fund-
inum kom fram mikill áhugi á því
að sveitarfélögin standi saman um
það að sem mestur hluti orkunnar
verði nýttur hér á svæðinu hjá
okkur.
Netþjónabú og/eða önnur skyld
starfsemi geta verið staðsett hér á
okkar svæði. Það er mikið atriði að
hér á svæðinu verði atvinnu-
uppbygging á næstu árum.
Með tilkomu virkjana ásamt
þrýstingi landsmanna munu sam-
göngur verða bættar mikið á
næstu árum.
Hér í Skeiða- og Gnúpverja-
hreppi eru byggingaleyfisgjöld
mjög lág, þannig að það er veru-
lega hagstætt að fá sér lóð undir
íbúðarhús. Sérstaklega er rétt að
benda á þessa staðreynd nú þegar
harðnar á dalnum í húsnæðis-
málum Það munar ansi miklu á
kostnaði að byggja sér hér hús eða
á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Hér er mjög góð þjónusta sem
sveitarfélagið veitir, fínn grunn-
skóli og flottur leikskóli, 2 ágætar
sundlaugar, tjaldstæði bæði í Ár-
nesi og Brautarholti, fjölbreytt
bókasafn og aðstaða fyrir fé-
lagsstarfsemi.
Um síðustu áramót var sam-
þykkt að lækka gjald-
skrá leikskólans um
20%. Tekið var upp
frístundakort, þannig
að skólanemar allt til
18 ára geta fengið
styrk allt að 20 þús.
til að stunda íþróttir,
tómstundastarf eða
tónlistarnám.
Fyrirtæki sem eiga
lögheimili hér fá styrk
til markaðssetningar.
Sveitarstjórn sam-
þykkti að veita öllum
föstum starfsmönnum sínum
launauppbót. Allt þetta skiptir
miklu máli fyrir íbúana.
Nú þegar atvinnuupbygging er
framundan hlýtur það að vera góð-
ur kostur fyrir fólk að athuga vel
möguleikann á að setjast að í okk-
ar ágæta sveitarfélagi.
Nýtum orkuna
á svæðinu
Sigurður Jónsson segir frá hug-
myndum að atvinnuuppbygg-
ingu í Ása- og Flóahreppi,
Rangárþingi ytra og Skeiða- og
Gnúpverjahreppi
Sigurður Jónsson
» Það liggur alveg ljóst
fyrir að fjöldinn all-
ur af fyrirtækjum mun
sækjast eftir kaupum á
orku til margvíslegrar
starfsemi
Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og
Gnúpverjahrepps.
EINS og fram hefur komið í frétt-
um hefur sóknarpresturinn á Sel-
fossi verið kærður fyrir kynferð-
isbrot gegn tveimur
stúlkum. Í umfjöllun
um málið hefur verið
vikið að sérstöku fag-
ráði sem tekur við
kvörtunum um kynferð-
isbrot/áreitni af hálfu
starfsmanna þjóðkirkj-
unnar. Fagráðið virkjar
talsmann sem kemur á
fundi með ætluðum þol-
anda og leiðbeinir um
framhald mála í sam-
vinnu við fagráðið.
„Talsmaðurinn er sér-
staklega tilefndur aðili
sem veitir meintum þolanda áheyrn,
metur efni umkvörtunar um kyn-
ferðisbrot í samráði við meintan þol-
anda og veitir faglega ráðgjöf um
málsmeðferð í samráði við fagráð“.
Svo virðist sem hið sama gildi þegar
börn eiga í hlut en í frétt á visir.is frá
4. maí segir m.a.: „Fulltrúi ráðsins
fór á Selfoss til að kanna málið og að
þeirri athugun lokinni vísaði fagráð-
ið málinu til barnaverndarnefndar
sem svo aftur hafði samband við lög-
regluna“.
Í starfsreglum um meðferð kyn-
ferðisbrota innan íslensku þjóðkirkj-
unnar nr. 739/1998 er vísað til til-
kynningaskyldu til
barnaverndarnefnda (16. og 17. gr.
barnaverndarlaga nr. 80/2002).
Þrátt fyrir þetta fór fulltrúi ráðsins
á Selfoss „til að kanna málið“ áður
en hann tilkynnti það til barna-
verndarnefndar. Þetta vekur ýmsar
spurningar. Hvað kannaði fulltrúinn
og hvernig fór könnunin fram?
Ræddi hann við ætlaða þolendur?
Var tilgangurinn að „meta efni um-
kvörtunarinnar“? Óttaðist hann ekki
að könnun hans kynni að tefja málið
að óþörfu, íþyngja hinum ætluðu
þolendum eða skaða rannsókn-
arhagsmuni?
Það er ekki að ástæðulausu að mál
af þessu tagi ber að tilkynna taf-
arlaust til þeirra yfirvalda sem eru
til þess bær að kanna þau og hafa
sérstakar lagaheimildir til könn-
unar. Endurtekin viðtöl við ætlaða
þolendur eru til þess fallin að rýra
gildi framburðar þeirra fyrir dómi.
Fái ætlaður gerandi
vitneskju um að hann
liggi undir grun getur
hann skipulagt fram-
burð sinn og jafnvel
reynt að hafa áhrif á
framburð vitna í mál-
inu. Aðkoma annarra
en þeirra sem ætlað er
að kanna/rannsaka
kynferðisbrotamál
getur minnkað líkur á
að málið upplýsist en
þær afleiðingar geta
komið bæði ætluðum
geranda og þolanda
illa. Þá orkar það tvímælis að fagráð
á vegum þjóðkirkjunnar meti efni
umkvartana sem varðar starfsmenn
hennar.
Hverjum þeim sem hefur ástæðu
til að ætla að barn hafi sætt kynferð-
islegu ofbeldi eða áreitni er skylt að
tilkynna það barnaverndarnefnd.
Aðkoma annarra en barnavernd-
arnefnda og lögreglu að málum sem
þessum á fyrstu stigum þeirra á ekki
að eiga sér stað.
„Fulltrúi ráðsins fór á
Selfoss til að kanna málið“
Vigdís Erlendsdóttir skrifar
um tilkynningaskyldu til barna-
verndarnefnda
» Það er ekki að
ástæðulausu að
mál af þessu tagi ber
að tilkynna tafarlaust
til þeirra yfirvalda sem
eru til þess bær að
kanna þau...
Vigdís Erlendsdóttir
Höfundur er sálfræðingur og fyrrum
forstöðumaður Barnahúss.
UNDIRBÚNINGUR fyrir álver á
Bakka við Húsavík er í fullum gangi
og greinilegt að mikill og almennur
stuðningur er meðal
heimamanna við að
nýta orkuauðlindir á
Norðausturlandi til að
styrkja undirstöður at-
vinnulífsins til fram-
tíðar. Þetta kom skýrt
fram á borgarafundi
um stöðu mála sem
sveitarfélagið Norð-
urþing gekkst fyrir á
Húsavík í byrjun apríl.
Mat á umhverfis-
áhrifum álvers á
Bakka hefst innan
skamms. Þetta er stór
áfangi og ljóst er að um umtalsverða
fjárfestingu er að ræða sem Alcoa
réðist ekki í nema að full alvara lægi
að baki áformum um byggingu ál-
vers. Fram kom á fundinum að fyr-
irtækið hefur áhuga á að byggja sam-
bærilegt álver á Bakka og nú er
starfrækt í Reyðarfirði, fáist til þess
nægjanleg orka. Af hálfu sveit-
arstjórnar Norðurþings er ekkert
því til fyrirstöðu að fyrirtækið nýti
sér til fullnustu dýrmæta reynslu frá
uppbyggingunni að austan, sé þess
kostur.
Orkumálin eru einnig í góðum gír.
Landsvirkjun og Alcoa eru í þann
veginn að hefja viðræður um raf-
orkuverð og fram hefur komið að
þeim geti lokið upp úr næstu áramót-
um. Rannsóknir á mögulegri orku-
vinnslu á háhitasvæðunum lofa góðu.
Orkuveita Húsavíkur er aðili að þeim
rannsóknum sem einn eigenda að
Þeistareykjum ehf. sem ætlar að
reisa jarðgufuvirkjun á
Þeistareykjum í Að-
aldælahreppi.
Víðar er unnið að
undirbúningi álveri á
Bakka og sveit-
arstjórnir á Norðaust-
urlandi eiga með sér
gott samstarf í þessu
máli sem öðrum. Þau
hafa meðal annars unn-
ið saman að gerð nýs
svæðisskipulags há-
hitasvæða í Þingeyj-
arsýslum sem umhverf-
isráðherra staðfesti
nýlega. Þar er meðal annars fjallað
um gufuorkuver á Þeistareykjum, í
Bjarnarflagi, Kröflu og Gjástykki og
legu háspennulína frá þeim að
Bakka. Norðurþing vinnur auk þess
að nýju aðalskipulagi og deiliskipu-
lagi fyrir íbúðabyggð og iðnaðar-
svæði á Húsavík. Í þeirri vinnu hefur
verið tekið tillit til reynslu frá
Fjarðabyggð þar sem mun meiri
ásókn reyndist í lóðir í kjölfar bygg-
ingar álversins en reiknað var með í
upphafi.
Undirbúningur fyrir gerð nýrra
hafnarmannvirkja á Húsavík er eitt
mikilvægasta málið sem snýr að
sveitarfélaginu vegna álvers á
Bakka. Það mál er komið vel á veg og
Siglingamálastofnun vinnur nú að
gerð hafnarlíkans fyrir höfnina. Von-
ast er til að hægt verði að nýta grjót í
nágrenninu til gerðar hafnargarðs
sem myndi spara mikla fjármuni
miðað við að flytja það lengra að.
Borgarafundurinn á Húsavík er
dæmi um það hversu mikil áhersla er
lögð á það hjá sveitarfélaginu Norð-
urþingi og öllum málsaðilum að vinna
saman að framgangi verkefnisins og
upplýsa íbúa og aðra hagsmunaaðila
um stöðu mála. Yfirfullur salurinn á
hótelinu á Húsavík var til vitnis um
það að íbúar Norðurþings kunna að
meta þá viðleitni. Viljayfirlýsing Al-
coa, ríkisstjórnarinnar og Húsavík-
urbæjar um rannsóknir á fjárhags-
legri hagkvæmni byggingar álvers á
Bakka frá árinu 2006 rennur út í júní
næstkomandi. Mikilvægt er að hún
verði endurnýjuð og aðilum þannig
gert kleift að vinna að málinu áfram í
sátt og samvinnu við stjórnvöld.
Áfram með álver á Bakka!
Erna Björnsdóttir segir frá
undirbúningi fyrir álver á
Bakka við Húsavík
Erna Björnsdóttir
»Mikilvægt er að
viljayfirlýsing verði
endurnýjuð og aðilum
þannig gert kleift að
vinna að málinu áfram í
sátt og samvinnu við
stjórnvöld.
Höfundur er sveitarstjórnarmaður í
Norðurþingi.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
GRANDAVEGUR 47- ELDRI BORGARAR
GÓÐ 2JA HERB. ÍBÚÐ Á 8. HÆÐ
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 17-18
Góð 66 fm 2ja herb. útsýnisíbúð á 8.
hæð auk sér geymslu í kjallara. Íbúðin
skiptist í forstofu/gang, baðherbergi
með sturtuklefa, eldhús, geymslu/
þvottaherbergi, stofu með útgangi á flí-
salagðar svalir til suðurs og svefnher-
bergi. Útsýni til sjávar og víðar. Tvær
lyftur. Húsvörður. Verð 25,0 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, fimmtudag, frá kl. 17-18
Sölumaður verður á staðnum. Íbúð merkt 0805.
Ashutosh Muni
AUKIN LÍFSGÆÐI – BETRA LÍF
helgarnámskeið 9.-11. maí nk.
Fjallað verður um:
– Andlega vellíðan og tilfinningalegt jafnvægi
– Hvernig við tökumst á við erfiðar tilfinningar á jákvæðan
hátt
– Hvernig við getum hlúð betur að okkur sjálfum og fjöl-
skyldunni í nútíma samfélagi
– Hvernig við sköpum aukin lífsgæði með andlegri iðkun
Ashutosh Muni er einstakur meistari jógavísindanna,
sem miðlar visku sinni og kærleik af sannri umhyggju. Hann
leggur áherslu á að lifa innihaldsríku lífi og elska fjölskyldu
sína. Þetta er tækifæri til að njóta kennslu hjá einstökum
meistara sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Námskeiðið verður í Valsheimilinu (hátíðarsal) að Hlíðarenda.
Nánari upplýsingar og skráning: Einar Ísleifsson 861 2101,
Áslaug Höskuldsdóttir 694 8475, Kristbjörg Kristmundsdóttir
861 1373 og yoga@simnet.is