Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ágúst SigurðurKarlsson var
fæddur í Veiðileysu
á Ströndum þann
19. júlí 1929. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans 29.
apríl 2008.
Foreldrar hans
voru Guðbjörg
Kristín Guðbrands-
dóttir, f. 24. ágúst
1902, d. 4. febrúar
1986, og Bárður
Karl Guðmundsson,
f. 21. október 1896,
d. 1. apríl 1933. Hann missti föður
sinn ungur og ólst upp hjá móður
sinni og stjúpföður, Guðlaugi Ann-
assyni, ásamt átta yngri systk-
inum. Ágúst kvæntist 26. desember
börn, Pálma og Ingibjörgu Laufey.
4) Ævar fæddur 1960, kvæntur
Ragnheiði Júníusdóttur, þau eiga
þrjú börn, Úlfhildi, Hrafnhildi og
Gunnhildi. 5) Ína Björg, f. 1962,
hún á tvö börn, Arnar og Bjarka. 6)
Magnús, f. 1963, hann á þrjú börn,
Sigríði Höllu, Hrund og Eyþór
Örn. 7) Berglind, f. 1966, gift
Hjálmari Hjálmarssyni, þau eiga
þrjú börn, Alexander, Berg og
Díönu. Ágúst og Rut eiga fjögur
langömmubörn. Fyrstu hjúskap-
arár Ágústs og Rutar bjuggu þau á
Djúpuvík. Árið 1958 fluttu þau til
Reykjavíkur. Ágúst starfaði lengst
af sem vörubifreiðarstjóri þar til
hann lét af störfum 74 ára.
Útför Ágústs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 7. maí, og hefst
athöfnin kl. 11.
1954 Rut Sigurð-
ardóttur, f. 18. ágúst
1936. Hún er dóttir
Ínu Jensen, f. 2. októ-
ber 1911, d. 17. febr-
úar 1997, og Sigurðar
Péturssonar, f. 6.
mars 1912, d. 8. júní
1972. Börn Ágústs og
Rutar eru: 1) Birna
fædd 1954, gift Júl-
íusi Sigmundssyni,
þau eiga fjögur börn,
Sigríði, Helgu Rut,
Sigmund Ágúst og
Gunnar Sigurð. 2)
Sigurður Karl, f. 1955, kvæntur
Lindu Sjöfn Sigurðardóttur, þau
eiga tvö börn, Ýr og Rut. 3) Guð-
laugur f. 1958, kvæntur Sigríði
Ósk Pálmadóttur, þau eiga tvö
Meðan veðrið er stætt, berðu höfuð hátt
og hræðstu eigi skugga á leið.
Bak við dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð
upp um ljóshvolfin björt og heið.
Þó steypist í gegn þér stormur og regn
og þó byrðin sé þung sem þú berð,
þá stattu fast og vit fyrir víst,
þú ert aldrei einn á ferð.
(Þýð. Óskar Ingimarsson)
Þökkum einstökum föður sam-
fylgdina, stuðning hans og styrk.
Börnin.
Nú er komið að kveðjustund pabbi.
Þú barst höfuðið hátt í veikindum þín-
um og varst ekki tilbúinn að lúta fyrr
en í fulla hnefana. Þú vildir vera sjálf-
stæður, ekki láta sjúkdóminn segja
þér fyrir verkum. Þrátt fyrir margra
mánaða krabbameinsmeðferð hélst
þú þínu sjálfstæði og þáðir ekki hjálp
fyrr en þú gast ekki meira. Það má
segja að þetta sé einkennandi fyrir
skapgerð þína, þú varst alla tíð sjálf-
stæður, duglegur og ósérhlífinn og
því hélst þú áfram þar til þú fórst inn
á líknardeild.
Þú varst góður, hjálpsamur, snyrti-
legur, duglegur, þúsundþjalasmiður
sem gast gert nánast allt sem viðkom
heimilinu, garðinum, húsinu og bílun-
um. Þú varst ekki einungis duglegur í
því sem viðkom ykkar heimili heldur
varstu alltaf boðinn og búinn að koma
og hjálpa öðrum þegar þess þurfti.
Við börnin þín nutum góðs af hjálp-
semi þinni og dugnaði. Ef eitthvert
okkar stóð í framkvæmdum varst þú
mættur fyrstur manna til að hjálpa til.
Þegar hugsað er um þig þá koma
óhjákvæmilega margar minningar
upp í hugann sem tengjast gamlárs-
kvöldi sem var vafalaust einn af uppá-
haldsviðburðum ársins hjá þér. Orðið
prakkari leitar þá ósjálfrátt upp í hug-
ann. Þú lagðir vinnu í að gera kvöldið
sem skemmtilegast. Útbjóst tunnu-
stæði fyrir bál, útbúnir voru skotpall-
ar og lýsing í garðinn. Þessi mikli
sprengiáhugi smitaði stóran hluta af-
komenda þinna. Öll eigum við
skemmtilegar minningar frá þessum
kvöldum sem við áttum í gegnum árin
með þér og mömmu í Kúrlandinu.
Önnur minning sem kemur upp í
hugann er mynd af þér fyrir framan
sjónvarpið að fylgjast með boltanum.
Mikill áhugi á öllum boltaíþróttum,
sérstaklega á fót- og handbolta. Þú
varst „poolari“ og deildir því áhuga-
máli með Bergi og Alexander og því
gátu strákarnir frekar rætt þau mál
við afa en við okkur foreldrana.
Við fráfall þitt höfum við misst
jarðbundinn og góðan mann sem gott
var að koma til, þú varst pabbi, þú
varst vinur, þú varst afi. Við þökkum
þér allar þær stundir og minningar
sem þú skilur eftir fyrir okkur og
börn okkar.
Elsku mamma megi guð gefa þér
styrk í missi þínum.
Berglind og Hjálmar.
Elsku afi minn, nú ertu farinn,
numinn á brott af hinu illa afli sem
krabbameinið er. Það spyr ekki um
aldur og fyrri störf þegar það velur
fórnarlömb sín, svo mikið er víst.
Þú barst þig vel þrátt fyrir að vera
veikur, fólk sem þekkti þig ekki hugs-
aði ekki með sér að þarna færi alvar-
lega veikur maður. Þú vildir ekki fá
neina sérmeðferð vegna veikinda
þinna, enda varstu vanur að þurfa að
berjast fyrir þínu. Það var ekki fyrr en
ég heimsótti þig á gjörgæsluna, þegar
þú varst lagður inn, sem ég virkilega
áttaði mig á því hversu mikið veikur þú
værir. Eftir það fóru hlutirnir að ger-
ast hratt og ekki löngu síðar varstu
kominn inn á líknardeildina þar sem
var hugsað mjög vel um þig. Í þau
skipti sem ég fór og heimsótti þig
þangað varstu mjög slappur en mér
þótti þægilegt að sitja aðeins hjá þér.
Ég mun samt aldrei gleyma því
þegar ég heimsótti þig eftir próf
mánudaginn 28. apríl. Þú varst voða-
lega slappur en tókst samt eftir mér
þegar ég kom inn og settist hjá þér.
Við töluðum aðeins um leikinn, Liver-
pool-Chelsea, og þú grínaðist með
sjálfsmarkið hans Riise. Ég er ótrú-
lega feginn að hafa farið í þessa heim-
sókn til þín, því daginn eftir ákvaðstu
að hætta að berjast gegn þessu og
leyfa krabbameininu að ná sínu fram.
Þetta var því í síðasta skipti sem við
töluðum saman.
Það var eitt sem við áttum sameig-
inlegt, fyrir utan fjölskyldutengsl, og
það var mikill áhugi á íþróttum. Við
vorum báðir miklir Liverpool-menn
og alltaf þegar ég kom í heimsókn í
Kúrlandið varstu með íþróttasíðurnar
tilbúnar og við gátum spjallað um
leikinn og það sem framundan var.
Eins og flestir sem hafa horft á Liver-
pool-leiki vita, þá er opinber stuðn-
ingsmannasöngur Liverpool lagið
„You’ll never walk alone“ og á sá texti
vel við um þennan atburð.
Þú munt aldrei ganga einn, elsku afi
minn, þú verður alltaf í hjörtum okkar
allra og ég mun aldrei gleyma þér.
Þinn
Alexander.
Fyrstu minningar mínar um þig,
afi, tengjast vinnu þinni sem vörubíl-
stjóri. Ég man eftir að heyra konuna í
talstöðinni kalla þitt númer 294, þá
vissi ég að þú værir að fara að vinna
og ég vonaðist til að mega fara með.
Það fékk ég stundum, eftir því hver
vinnan var. Mér fannst alltaf jafn
gaman að fara með þér í vinnuna á
vörubílnum.
Ég minnist þín á gamlárskvöldi,
hvað þér fannst gaman að sprengj-
unum. Ég á margar góðar minningar
um þig frá áramótunum. Ég sé þig
fyrir mér hressan úti í garði í Kúr-
landi með eldinn á lofti.
Þú varst glettinn og hafðir sem
dæmi gaman af því að stríða Míó. Ég
sé þig fyrir mér með beinið, snúa því í
hringi og fá Míó til að elta. En þú
varst ljúfur við hann líka, fórst með
hann í göngutúra og leyfðir honum að
troða sér hjá þér í stólinn þinn.
Við deildum sameiginlegu áhuga-
máli, enska boltanum. Okkar lið var
Liverpool og á ég margar minningar
um fótboltann með þér. Ein eftir-
minnilegasta minningin sem ég á,
þessu tengd, er leikur Liverpool á
móti AC Milan í Istanbúl 2005. Síðasti
leikurinn sem ég sá með þér var Ars-
enal-Liverpool í apríl.
Ég mun aldrei gleyma þér.
Þinn afastrákur
Bergur.
Hann er eiginmaður, hann er faðir,
hann er tengdafaðir, hann er afi,
hann er langafi, en hann er alltaf afi
minn. Hann var fyndinn og
skemmtilegur. Hann er, var og hef-
ur alltaf verið algjör grallari
Hann elskaði konuna sína Rut,
honum þótti vænt um börnin sín sjö
og honum fannst svo gaman að fá
barnabörnin sín í heimsókn.
Hann elskaði alla fjölskylduna sína,
hann var elskulegur og ríkur mað-
ur. Hann kom í heiminn, honum
fannst gaman. Hann varð eigin-
maður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi, honum þótti vænt um okk-
ur öll, en svo var komið að því að
kveðja.
Ég elskaði hann og elska hann enn.
Okkur fannst svo gaman þegar afi
hló með okkur eða við með honum.
Hann hafði gaman af því að grínast í
okkur. Það var alltaf mjög gaman að
hitta afa, hann var svo fyndinn og
hann var alltaf svo svakalega góður
við alla fjölskylduna. Okkur fannst
hann alltaf svo skemmtilegur. Það var
svo gott að knúsa hann og síðasta
stund okkar hjá afa þegar við héldum
í hendina á honum þá langaði okkur
aldrei að sleppa hendinni.
Þínar afastelpur,
Díana og Rut.
Nú er elsku afi okkar farinn og
komið að kveðjustund. Eftir standa
góðar minningar um skemmtilegan
tíma sem við áttum með afa Gústa.
Við fluttum ungar til Svíþjóðar, sjö
og níu ára gamlar. Fram að þeim tíma
vorum við oft hjá ömmu og afa og bú-
um alla ævi að gleðinni og kærleik-
anum sem við nutum hjá þeim. Hver
heimsókn í Kúrlandið líktist því að
koma heim. Því fylgdi sérstök tilfinn-
ing að keyra inn götuna, sjá appels-
ínugula vörubílinn hans afa við húsið,
opna bláu útidyrnar og ganga inn í
hlýjuna.
Afi var alveg einstakur, sýndi öllum
barnabörnum sínum sama áhugann
og fylgdist vel með því hvað við vorum
að gera. Hann var brosmildur og stutt
í góðlátlegt grín. Með bros á vör og
stríðnisblik í augum reyndi hann iðu-
lega að venja okkur við að borða há-
karl, við misgóðar undirtektir.
Við þökkum fyrir þann tíma sem
við nutum með afa. Í minningunni
verður hann alltaf sterkur maður sem
sífellt var að að sinna einhverju.
Skemmtilegur afi með gríðarstórt
hjarta, þar sem pláss var fyrir okkur
öll.
Þegar við komum til Íslands tölum
við um að koma heim. Héðan í frá
verður þó heimkoman öðruvísi. Við
munum sakna afa okkar, hláturs
hans, brosmildi og hlýju.
Elsku amma Rut, hugur okkar er
hjá þér.
Hjartans kveðjur,
Sigríður og Helga Rut.
Afi Gústi var enginn venjulegur afi.
Okkur fannst hann aldrei gamall þótt
hann væri kominn á áttræðisaldurinn.
Leit alltaf út eins og ungur maður.
Hann var alltaf að. Halda húsinu í
Kúrlandi í lagi, gera við bílana, sinna
garðinum eða laga eitthvað fyrir aðra.
Alltaf mættur fyrstur á staðinn til að
hjálpa um leið og eitthvert barnanna
hans þurfti að framkvæma. Eins og til
dæmis þegar mamma og pabbi vildu
fella 8 metra tré þá var afi mættur.
Það leið næstum yfir nágrannana
þegar rúmlega sjötugur maðurinn
klifraði hátt upp í tréð til að koma
böndum í það af því að mamma og
pabbi treystu sér ekki til þess! Hann
var alltaf tilbúinn að hjálpa barna-
börnunum og voru hjálpardekkin á
hjólunum alltaf í lagi, þökk sé afa.
Afi hafði mikinn áhuga á íþróttum
og nutum við góðs af þeim áhuga og
vildi hann alltaf vita hvað við værum
að gera og hvernig okkur gengi í
keppnum og skóla. Það var líka alltaf
stutt í grínið hjá afa og sem dæmi var
fróðlegt að sjá hvaða dót hann kom
með heim úr sólarlandaferðunum
sem hann og amma fóru svo oft í.
Einu sinni kom hann heim með 1 kg af
úrum í plastpoka sem hann hafði
keypt af götusala fyrir lítinn pening.
Sum úrin virkuðu og sum ekki og að-
spurður sagði afi að hann hefði keypt
þau bara af því að það var svo gaman
að prútta við götusalann. Að sjálf-
sögðu tók við algjör veisla hjá okkur
barnabörnunum við að fá að velja úr
pokanum og aukaatriði hvort úrin
virkuðu eða ekki, gamanið var það
sem skipti máli.
Kúrlandið hefur alltaf verið mið-
stöð stórfjölskyldunnar og þar hitt-
umst við barnabörnin oft í boðum hjá
afa og ömmu. Hápunkturinn voru þó
gamlárskvöldin og munaði afa ekkert
um að kveikja brennu í garðinum og
setja upp skotpall okkur krökkunum
til mikillar gleði og síðan var sprengt
meira og minna fram yfir miðnætti og
fór ekki fram hjá neinum í götunni að
það var fjölskylduboð hjá afa og
ömmu. Næsta gamlárskvöld verður
án elsku afa. Við söknum hans mjög
mikið en minningarnar um hann
munum við alltaf eiga og verða þær
okkur fjársjóður í framtíðinni.
Pálmi og Ingibjörg Laufey.
Þegar við hugsum um afa Gústa
koma skemmtilegar minningar úr
Kúrlandinu hjá afa og ömmu upp í
hugann. Skrímslið undir stiganum,
pönnsur og annað gúmmelaði, enski
boltinn og síðast en ekki síst öll ára-
mótin með öllu tilheyrandi.
Elsku afi, hvíl í friði.
Dauðinn því orkar enn til sanns,
útslokkna hlýtur lífið manns,
holdið leggst í sinn hvíldarstað,
hans makt nær ekki lengra en það.
Sálin af öllu fári frí
flutt verður himnasælu í.
(Passíusálmur 45:12.)
Úlfhildur, Hrafnhildur og
Gunnhildur.
Í dag fer fram frá Bústaðakirkju
útför Ágústar Karlssonar. Í þessari
sömu kirkju fór fyrir margt löngu
fram brúðkaup Ævars sonar hans og
dóttur minnar Ragnheiðar. Það var
hátíðisdagur – systkinabrúðkaup, tvö
börn Ágústar og Rutar Sigurðardótt-
ur konu hans gengu í hjónaband
þennan maídag í blíðu veðri að við-
stöddu fjölmenni. Þar með tókust á
milli mín og þeirra Ágústar og Rutar
traust og farsæl tengdabönd sem hafa
staðið í gleði og sorg síðan. Það er
með trega í huga sem ég kveð nú
Ágúst, sem alla tíð reyndist dóttur
minni sérlega góður tengdafaðir og
mér og mínum afar vinveittur. Á
heimili þeirra hjóna hef ég átt margar
gleðistundir, en líka á sorgarstundum
reyndust þau hjón mér afar vel. Í stof-
unni í Kúrlandi voru yngri börn mín
þrjú skírð að ósk nýlátins föður
þeirra, mitt í svartnætti sorgarinnar,
um leið og sameiginlegt barnabarn
mitt og þeirra Ágústar og Rutar var
skírt.
Þegar mér svo fæddist dóttir
nokkrum árum síðar tóku þau Rut og
Gústi hana á vissan máta í sinn barna-
barnahóp og meira að segja saumaði
Rut stundum á hana fatnað svo hún
væri eins klædd og frænkur hennar.
Þegar þau hjón fóru að fara árlega og
stundum mörgum sinnum á ári til sól-
arlanda þá glöddu þau telpuna með
gjöfum. Þetta og allar notalegu sam-
ræðurnar í veislum fjölskyldunnar
þakka ég. Þegar fyrsta ljóðabók mín
kom út fögnuðu þau með mér, þau
Rut og Gústi, heima hjá mér. Og þeg-
ar mig vantaði möl í garðinn minn þá
kom Gústi með hana á vörubílnum
sínum og ekki fékk ég að borga krónu
fyrir greiðann.
Ágúst var greindur og myndarleg-
ur maður, fremur hæglátur en þó
glaður og skemmtilegur í viðræðum.
Hann var kurteis en fastur fyrir í
skoðunum og flíkaði lítt tilfinningum
sínum.
Gústi og Rut kynntust á Djúpuvík
þegar þau voru ung að árum. Rut
vakti eðlilega athygli hans, dökk á
brún og brá og glæsileg – gædd leiftr-
andi lífsfjöri. Þau voru eins og sköpuð
hvort fyrir annað. Þau byrjuðu bú-
skap vestra í skjóli mikils ættboga,
Rut kemur einnig úr stórri fjölskyldu,
ein tíu systkina. Frá Djúpuvík fluttu
þau Rut og Gústi til Reykjavíkur,
fyrst á Hjallaveg, svo í Fellsmúla í
hálfkláraða íbúð – en það stóð ekki
lengi, dugnaður þeirra, ósérhlífni og
útsjónarsemi fleytti þeim yfir flest.
Síðar keyptu þau glæsilegt raðhús í
Fossvogi.
Ágúst var lengst af vörubifreiða-
stjóri en mikils þurfti heimilið með,
börnin urðu sjö og gestagangur mik-
ill. Rut lagði líka hart að sér og stund-
aði ýmis störf meðfram umsvifamikl-
um heimilisstörfum.
Það er mikil hamingja að vita dótt-
ur sína gifta frábærum manni af
góðri, skemmtilegri og samhentri
fjölskyldu, þar sem í fyrirrúmi er
drengskapur og heiðarleiki. Þeir eig-
inleikar eru afskaplega mikilvægir í
samskiptum. Hjálpsemi og hlýja var
og ríkur þáttur í fari Gústa.
Það myndast stórt skarð þegar svo
ágætir menn falla frá sem Ágúst. Ég
bið honum guðsblessunar og Rut og
fjölskyldunni allri, sem svo mikið hef-
ur misst, votta ég einlæga samúð
mína og bið um styrk þeim til handa.
Það er þó einhver heiðríkja og jafnvel
fegurð samfara þeirri sorg sem fráfall
góðra manna skilur eftir sig í hugum
hinna sem eftir sitja. Ágúst var láns-
maður í einkalífi sem í starfi. Guð
blessi minningu hans.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Í dag kveðjum við Gústa mág minn
og vin. Kynni okkar hófust fyrir meir
en hálfri öld þegar hann var að fara á
fjörurnar við Rut, fyrir mér stelpu-
hnokkanum var þarna mikil rómantík
á ferð og fylgdist ég vel með fram-
gangi mála enda voru Rut og Gústi
gullfallegt par. Allar götur síðan hef-
ur vegferð okkar legið saman og í
hugum okkar eru þau eitt .
Minningarnar eru margar og góðar
fyrst var ég barnapía hjá þeim á ung-
lingsárum mínum og síðan þátttak-
andi í lífi þeirra og barnanna og eiga
mín börn margar góðar minningar úr
Kúrlandinu.
Heimili Gústa og Rutar í Kúrland-
inu var fastur punktur í tilverunni
alltaf einhver heima og alltaf tekið vel
á móti manni enda Gústi einstaklega
barngóður og höfðingi heim að sækja.
Ekki er hægt að kveðja Gústa án þess
að minnast á handlagni hans og verk-
þekkingu, aldrei keypt út vinna við
húsið heldur leysti hann hlutina sjálf-
ur svo sómi var að, hvort sem var inn-
an dyra eða utan, svo sannarlega
ræktaði hann garðinn sinn vel og
vandlega.
Mörg og góð ráð og hjálp sóttum
við Tommi til hans og reyndust það
okkur ávallt góð ráð.
Heimili hans og fjölskylda voru
honum allt og átti stórfjölskyldan hjá
þeim ótaldar ánægjustundir enda þau
hjón með afbrigðum gestrisin alltaf
nóg pláss og nægt hjartarými, Gústi
var glaður og góður gestgjafi.
Í erfiðum veikindum sínum reyndi
á æðruleysi hans og dugnað, fram á
síðustu stund hélt hann sjálfstæði
sínu og reisn. Það var honum ekki
auðvelt að þiggja þjónustu og hjálp.
Gústi skilur eftir sig stóran ættlegg
sem hann var stoltur af, það er hin
mesta auðlegð hvers manns að horfa
yfir stóran hóp afkomenda og hafa átt
þátt í lífi þeirra allra eins og þau Rut
voru óþreytandi að gera.
Við kveðjum Gústa með virðingu
og þökk fyrir samveruna, við munum
sakna þess á komandi sumri að fá
ekki húsbílinn með góðum gestum í
hlað í Borgarfirðinum. Með honum er
genginn góður maður, eiginmaður,
faðir,,afi og langafi og vinur vina
sinna. Við Tommi sendum fjölskyldu
hans samúðarkveðjur og biðjum al-
góðan guð að styrkja þau og styðja.
Kristjana og Tómas (Sjana og
Tommi).
Ágúst Sigurður Karlsson