Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 15 MENNING STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári 2008-2009. Veittur er styrkur að upphæð kr. 600 000. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 1. júní nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 8620, 128 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ set- ur á svið leikverkið Búlúlala – Öldin hans Steins til að minn- ast aldarafmælis Steins Stein- ars. Verkið verður frumsýnt í Tjöruhúsinu á Ísafirði í kvöld klukkan átta. Þar verða flutt mörg af þekktustu ljóðum Steins í bland við minna þekkt kvæði. Elfar Logi Hannesson leik- ari fer með ljóð Steins og Þröstur Jóhannesson tónlistarmaður flytur frum- samda tónlist við þau. Marsibil G. Kristjánsdóttir hefur gert portrett af skáldinu sem gegnir hlut- verki leikmyndar í sýningunni. Leiklist Ljóð Steins leikin og sungin Úr leikmynd sýningarinnar. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands fagnar áttræðisafmæli fyrrverandi stjórnanda síns, Páls P. Pálssonar tónskálds, á tónleikum sínum í Háskólabíói kl. 19.30 í kvöld. Á efnisskránni eru fimmta sinfónía Mahlers sem margir þekkja úr kvik- myndinni Dauðanum í Fen- eyjum, Sellókonsert Roberts Schumanns og Heiðursgjall, eftir Pál. Hljómsveitarstjóri er aðalstjórnandi SÍ, Rumon Gamba. Súpufundur hjá Vinafélagi hljómsveitarinnar með kynningu á verkunum á efnisskránni verður fyrir tónleika, og hefst hann kl. 18 á Hótel Sögu. Tónlist Sinfónían heiðrar Pál Pampichler Páll Pampichler Pálsson DÓMKÓRINN í Bodø ásamt Jan Gunnar Hoff og íslenskum djasstónlistarmönnum úr fremstu röð heldur tónleika í Langholtskirkju í kvöld kl. 20. Flutt verður djassmessan Meditatus eftir Jan Gunnar Hoff sem hann samdi sér- staklega fyrir kórinn, en verkið fékk Edvard-verðlaunin árið 2005. Hljóðfæraleikarar með höfundi eru: Sigurður Flosason, Andrés Þór Gunnlaugsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson og Einar Valur Scheving. Kórinn heldur aðra tón- leika í Skálholti laugardaginn 10. maí kl. 12. Stjórnandi er Ragnhild Strauman. Tónlist Dómkórinn í Bodø syngur djassmessu Jan Gunnar Hoff Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SEX hönnuðir og myndlistarmenn hafa verið tilnefndir til Sjónlistaverðlaunanna í ár. Til- nefningarnar voru kynntar við athöfn í Nor- ræna húsinu í gær. Hönnuðirnir þrír eru Hjalti Geir Kristjánsson húsgagnahönnuður, Sigurður Eggertsson grafískur hönnuður og Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir skartgripahönnuður. Myndlistarmennirnir þrír eru Steingrímur Ey- fjörð, Ragnar Kjartansson og Margrét Blöndal. Sýning á verkum listamannanna tilnefndu verður opnuð í Listasafninu á Akureyri laug- ardaginn 30.ágúst en verðlaunaafhending fer fram föstudaginn 19. september í Flugsafni Ís- lands á Akureyri og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Ak- ureyri og stjórnarformaður Sjónlistar, ávarpaði gesti við athöfnina í gær og sagði meðal ann- ars: „Hver listsýning er ný og skemmtileg áskor- un til okkar að skoða og skilgreina og taka við heimi sem hefur fleiri hliðar en teningurinn. Ég veit að sýning tilnefndra listamanna verður engin undantekning þar á. Sjónlistasýningin á Listasafninu hefur fengið margan gestinn til að endurmeta viðhorf sín gagnvart listum og kannski ekki síst gagnvart hönnun. [...] Þannig hefur sýningin ýtt við fólki, opnað nýja sýn og breytt viðhorfum.“ Þrír hönnuðir og þrír myndlistarmenn tilnefndir til Sjónlistaverðlaunanna í ár Opna sýn og breyta viðhorfum Í HNOTSKURN » Sjónlist er samstarfsverkefni Akureyr-arbæjar, Forms Íslands – samtaka hönn- uða og Sambands íslenskra myndlistarmanna. » Markmið verkefnisins er að veita verð-laun á sviði sjónlista árlega og beina sjón- um að framlagi myndlistarmanna og hönnuða og stuðla að aukinni þekkingu á sjónlistum. » Tveir hljóta Sjónlistaorðuna, auk pen-ingaverðlauna að upphæð 2.000.000 kr. hvor. Heiðursorðu Sjónlistar hlýtur myndlist- armaður eða hönnuður ár hvert fyrir einstakt æviframlag til sjónlistanna. ÞEIR voru með sérkennilegra lagi, tónleikarnir sem haldnir voru á þriðjudaginn við leigubílaröðina á Newark Liberty-alþjóðaflugvell- inum í Bandaríkjunum. Þetta voru einkatónleikar fyrir leigubílstjóra að nafni Mohamed Khalil, og ein- leikshljóðfærið var 285 ára Stradiv- arius-fiðla og einleikarinn heitir Philippe Quint. Tilefni tónleikanna var líka sér- stakt því með þeim vildi Quint launa leigubílstjóranum heiðarleik- ann sem hann sýndi, þegar Quint gleymdi fiðlunni sinni í aftursæti leigubílsins í apríl. Quint gerði um- svifalaust ráðstafanir til að finna fiðluna, en það var bílstjórinn, sem er af egypskum uppruna, sem fann eigandann og skilaði honum gripn- um næsta dag. Hann fékk fund- arlaun, miða á næstu tónleika fiðlu- leikarans í Carnegie Hall og einkatónleikana fyrrnefndu. Fiðluna smíðaði Stradivarius árið 1723 og gengur hún undir nafninu Kieswetter. Hún er í eigu Clements og Karenar Arrison, en þau höfðu lánað Quint fiðluna. Verðmæti fiðl- unnar er metið að andvirði um 270 milljóna króna. Philippe Quint er rússneskur að uppruna en er nú bandarískur þegn. Hann hefur vakið mikla at- hygli fyrir framúrskarandi túlkun á amerískri fiðlutónlist og hefur í tví- gang verið tilefndur til Grammy- verðlaunanna. Gleymdi Stradivarius í leigubíl Leigubílstjórinn fann eigandann Verðmæti Philippe Quint og fiðlan. MYNDLISTARKONAN Gunn- hildur Hauksdóttir og rithöfund- urinn Kristín Ómarsdóttir unnu saman að innsetningu sem ber nafnið Auditions og opnuð verður í Winni- peg á laugardaginn. „Þetta er samþætting myndlistar og leikhúss,“ segir Hannes Lárusson sýningarstjóri. Verkið samanstendur af ljósmyndum, vídeóverkum og textum sem gerð hefur verið sviðs- mynd utan um. „Kristín er nátt- úrulega leikritaskáld líka. Það má segja að hennar textar og hennar verk séu mjög myndræn. Þetta er ekki stórt stökk fyrir þær þarna á milli. Þessi munur á milli listgreina, hann er líka ekki á dagskrá lengur, það eru svo margir listamenn að vinna með marga miðla.“ Auditions er hluti af menningarhá- tíðinni Núna sem stendur nú yfir í Winnipeg þar sem íslenskir lista- menn kynna verk sín. Hannes segir að íslensk myndlist njóti talsverðrar virðingar í Winnipeg, en þetta er fjórða sýningin á íslenskri sam- tímalist sem hann stýrir í borginni á síðustu árum. „Þeir sem eru inni í þessum geira og hafa áhuga á þessu sjá að það eru hér góðir og meðvit- aðir listamenn. Meðan áherslan er á að sýna þann þátt, þá hefur fólk áhuga. Það má ekki gleyma því að þetta er umhverfi sem gerir miklar kröfur, Winnipeg og Kanada al- mennt. Það er mikil hefð þar fyrir framsækinni list, tónlist, ballett og arkitektúr. Það hefur komið mikið af myndlist þarna í gegn og oft hafa til dæmis listamennirnir sem taka þátt í Feneyja-tvíæringnum komið frá Winnipeg.“ Listamenn sýna á Íslendingaslóðum í Kanada Stutt stökk á milli Hjalti Geir Kristjánsson er tilnefndur fyrir sýn- inguna Stólar. Dóm- nefnd: „Stílhrein og yf- irlætislaus hönnun hans átti þátt í því að móta íslenska hönn- unarsýn sem hefur í senn skandinavískt og evrópskt yfirbragð.“ Sigurður Eggertsson er tilnefndur fyrir verk sín frá árinu 2007. Dómnefnd: „Verk Sigurðar eru einkennandi fyrir tíð- arandann; þau fela í sér sterka upp- runakennd og róm- antík en viðfangsefni hans eru hefðbundin á nýstárlegan hátt.“ Guðbjörg Ingvarsdóttir er tilnefnd fyrir skartgripalínurnar: Agla, Brynja, Fold, Salka og Gerður. Dóm- nefnd: „Hönnuðurinn hefur „sprungið út“ í listsköpun sinni. Hver skartgripalína er ein- stök […] en persónu- leg og listræn efnistök eru sterk í þeim öll- um.“ Steingrímur Eyfjörð er tilnefndur fyrir sýn- inguna Lóan er komin. Dómnefnd: „Samtal Steingríms við sjálfs- mynd þjóðarinnar birtist okkur með skýrum og gam- ansömum hætti í verk- um sem fjalla um sam- skipti okkar við hina íbúa landsins, álfa og huldufólk.“ Ragnar Kjartansson er tilnefndur fyrir inn- setninguna Guð á sam- nefndri sýningu í Ný- listasafninu. Dómnefnd: „Ragnar hefur komið með nýj- ar áherslur inn í myndlistina, ekki síst gjörningalistina, með því að tengja hana bæði leikhúsi og tón- list.“ Margrét H. Blöndal er tilnefnd fyrir sýn- inguna Þreifað á himnunni í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavík- ur. Dómnefnd: „Hún nýtir sér einstaklega sterka rýmistilfinn- ingu og ofurnæma skynjun á fínleg form og efnisáferð af hóg- værð og látleysi.“ Víravirki Brot úr myndbandi sem er hluti af verkinu Auditions.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: