Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 13
ERLENT
Vor í Iullisat, Vestur Grænlandi
Mynd: Níels Einarsson
MÓTTAKA UMSÓKNA ER HAFIN
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
Háskólinn á Akureyri
Heimskautaréttur LL.M. / M.A.
Kynntu þér nám við Háskólann á Akureyri
á www.haskolanam.is
Hver á auðlindir Norðurskautsins?
Heimskautasvæðin hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarin misseri, ekki síst vegna
fyrirsjáanlegra breytinga á vöruflutningum um norðurskautssvæðið sem og greiðari
aðgangi að miklum náttúruauðlindum. Aðliggjandi lönd hafa þegar gefið í skyn, að þau eigi
fullveldistilkall á norðurslóðum, m.a. Rússland, Bandaríkin, Noregur, Kanada og Græn-
land (Danmörk) sem og frumbyggjar í löndunum á umræddu svæði. Hvaða reglur þjóða-
réttarins gilda um svæðið og hvernig má best nota þær til að koma í veg fyrir hugsanleg
átök? Hvaða alþjóðasamtök fjalla um málefni heimsskautasvæðanna? Eiga Íslendingar
hagsmuna að gæta í þessu samhengi? Hver á yfirráðaréttinn á hinum nýju siglingaleiðum?
Hver á réttinn til náttúruauðlindanna? Hvernig verður viðkvæmt umhverfið best verndað?
Er hægt að sækja fyrirmyndir i alþjóðlegt samkomulag um suðurskautssvæðið?
Háskólinn á Akureyri er fyrstur háskóla til að bjóða upp á sérstakt nám um lagalegt
umhverfi heimskautasvæðanna. Námið er þverfaglegt; fjallað er um viðfangsefnið fyrst og
fremst út frá sjónarhorni laga og réttar, en einnig er litið til heimspeki, sagnfræði,
mannfræði, samfélagsfræði, alþjóðatengsla og hagþróunarfræði í leitinni að svörum við
þessum mikilvægu spurningum.
DMÍTRÍ Medvedev sór í gær emb-
ættiseið sem forseti Rússlands við
hátíðlega athöfn í Kreml. Var það síð-
an hans fyrsta embættisverk að skipa
Vladímír Pútín forsætisráðherra
landsins. Í ræðu, sem Medvedev hélt,
sagði hann, að sitt mikilvægasta verk
væri að tryggja „borgaralegt og efna-
hagslegt frelsi“ og treysta stöðu
Rússlands á alþjóðavettvangi.
Medvedev, sem er að mestu óskrif-
að blað, er þriðji forseti Rússlands
eftir fall Sovétríkjanna, leiðtogi mik-
ils kjarnorkuveldis og mesta orku-
framleiðanda í heimi. Efnahagur
landsins blómstrar vegna mikillar ol-
íu- og gasvinnslu og Rússar eru óðum
að ná vopnum sínum sem stórveldi.
Vandamálin eru þó ærin, miklar
verðhækkanir, mikil spilling og stirð
samskipti við vestræn ríki.
Pútín hefur gert það lýðum ljóst,
að hann ætlar að gera forsætisráð-
herraembættið valdameira en það
hefur verið og margir spá því raunar,
að hann muni sækjast á ný eftir for-
setaembættinu. Gæti það orðið á
árinu 2012.
Á föstudag munu þeir Medvedev
og Pútín verða viðstaddir árlega her-
sýningu á Rauða torginu en þá mun
rússneski herinn flagga kjarnorku-
flaugum í fyrsta sinn frá falli Sovét-
ríkjanna 1991.
AP
Nýi forsetinn Dmítrí Medvedev við embættistökuna í Kreml í gær.
Lagði áherslu á
borgaralegt frelsi
Medvedev sór eið sem forseti Rússlands
ÍRANSKIR klerkar hafa gefið
Mahmoud Ahmadinejad, forseta Ír-
ans, þau góðu ráð, að framvegis
skuli hann halda sig við leistann
sinn, hin veraldlegu málefni. Til-
efnið er, að Ahmadinejad sagði, að
hinn „leyndi ímam“ væri í raun við
stjórnvölinn í landinu.
Ahmadinejad hefur alltaf haft í
hávegum 12. ímam sjíta-greinar-
innar innan íslams, Mahdi, en því er
trúað, að hann hafi horfið fyrir
meira en þúsund árum en muni
snúa aftur og með honum ný öld
friðar og farsældar.
Er Ahmadinejad ávarpaði guð-
fræðinema fyrir skemmstu gekk
hann svo langt að segja, að Mahdi
hefði hönd í bagga með stjórn mála
í Íran.
„Mahdi ræður veröldinni og hann
stýrir málefnum ríkisins. Við verð-
um að finna lausn á vandamálum
þess því að tíminn er naumur. Það
er kominn tími til, að við göngumst
við þeirri ábyrgð, sem á okkur hvíl-
ir í heimsmálunum,“ sagði Ahmad-
inejad.
Bull og vitleysa
Tveir kunnir klerkar svöruðu
þessu og sögðu, að það færi betur á
því, að Ahmad-
inejad sinnti
starfi sínu,
vandamálum
landsins, í stað
þess velta sér
upp úr guð-
fræðilegum álita-
efnum og dul-
hyggju.
„Ef Ahmad-
inejad heldur því
fram, að hinn „leyndi ímam“ styðji
ákvarðanir stjórnarinnar, þá er það
bull og vitleysa,“ sagði Gholam
Reza Mesbahi Moghadam, tals-
maður íhaldssamra klerkasamtaka,
og bætti við: „Víst er, að hinn
„leyndi ímam“ hefur ekki lagt bless-
un sína yfir 20% verðbólgu, erfið
lífskjör og margvísleg mistök.“
„Ahmadinejad á að einbeita sér
að vandamálum fólksins í þessu
landi, til dæmis verðbólgunni,“
sagði Ali Asghari, félagi í hinni
íhaldssömu Hezbollah-fylkingu á
þingi, en eftir að Ahmadinejad tók
við forsetaembætti 2005 hefur hann
hamrað á því, að stjórn hans væri að
búa í haginn fyrir endurkomu
Mahdis og skammað þá, sem efast
um, að hún sé á næstu grösum.
Segist vera verkfæri í höndum
Mahdis, hins „leynda ímams“
Mahmoud
Ahmadinejad
BARACK Obama virðist nú aðeins
vanta herslumuninn til að tryggja
sér útnefningu sem forsetaefni
bandaríska Demókrataflokksins en
hann vann sannfærandi sigur í for-
kosningum flokksins í Norður-Kar-
ólínu í fyrradag. Í Indiana bar
Hillary Clinton sigur úr býtum en
aðeins með naumindum, fékk 51%
greiddra atkvæða en Obama 49%.
Obama vantar nú aðeins 183 full-
trúa til að tryggja sér útnefninguna
án atkvæðagreiðslu á flokksþinginu í
ágúst en til þess þarf 2025. Eru nú
aðeins eftir forkosningar í sex ríkj-
um og útilokað er talið fyrir Clinton
að brúa bilið. Það er því líklegt að
hart verði lagt að henni á næstu dög-
um að láta nú staðar numið.
Þegar Obama fagnaði sigrinum í
N-Karólínu talaði hann eins og for-
setaframbjóðandi og sagði að banda-
rískir kjósendur hefðu ekki efni á að
leyfa John McCain að halda stefnu
George Bush forseta til streitu
þriðja kjörtímabilið. Vegna hennar
ætti þjóðin í stríði á tvennum víg-
stöðvum, í Írak og í efnahagsmálun-
um.
Þótt forkosningarnar í fyrradag
hafi ekki gefið Clinton þann byr í
seglin, sem hún hafði vonast til, var
þó engan bilbug á henni að finna í
sigurræðunni í Indiana. Kvaðst hún
stefna ótrauð á Hvíta húsið en lagði
samt áherslu á að „hvað sem yrði of-
an á“, myndi hún leggja sig alla fram
fyrir flokkinn í nóvember.
Forkosningarnar, sem eftir eru,
verða í Vestur-Virginíu, Kentucky,
Oregon, Montana og Suður-Dakóta
og að síðustu á Puerto Rico. Eru
fulltrúar þessara ríkja samtals 217.
Clinton með 2.209 fulltrúa?
Þótt fokið virðist í flest skjól fyrir
Clinton, þá bindur hún enn vonir við,
að forkosningarnar í Flórída og
Michgan verði viðurkenndar en þær
voru ógiltar vegna þess, að þar var
ekki farið alveg eftir reglum flokks-
ins. Hefðu þær verið samþykktar,
væri Clinton nú komin með 2.209
fulltrúa og þar með búin að tryggja
sér útnefningu sem forsetaefni.
Úr þessu verður skorið á fundi
laganefndar flokksins 31. maí næst-
komandi og er það haft eftir for-
manni hennar, Howard Dean, að lík-
lega verði um einhvers konar
málamiðlun að ræða. Að síðustu velt-
ur það á afstöðu ofurfulltrúanna svo-
kölluðu hvort þeirra Clinton og
Obama tekst á við McCain.
„Niðurstaðan verður ljós fyrir
júnílok,“ sagði Dean til að sefa ótta
við mikil átök á flokksþinginu.
Barack Obama vantar
aðeins herslumuninn
Barack
Obama
Hillary
Clinton
MÁLVERK eftir franska málarann
og impressjónistann Claude Monet
var í fyrradag seld hjá uppboðs-
fyrirtækinu Christie’s í New York
fyrir tæplega 3,2 milljarða króna.
Myndin heitir „Le Pont du chem-
in de fer a Argenteuil“ og er af
járnbrautarbrú yfir Signu skammt
frá París. Málaði Monet hana árið
1873. Verðið, sem greitt var fyrir
myndina, er nýtt met en á uppboð-
inu voru einnig tvær aðrar myndir
eftir Monet og myndir eftir
Picasso, Van Gogh, Gauguin,
Renoir og Matisse, sem ekki gengu
út. Er það rakið til óvissunnar í
efnahags- og fjármálalífinu í
Bandaríkjunum.
Metverð fyrir Monet-mynd
AP