Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 16
ÓLI G. Jóhannsson listmálari opnaði
sína fyrstu einkasýningu í New York
á dögunum. Sýningin er í Opera-gall-
eríinu sem hefur umboð fyrir verk
Óla víðs vegar um heim.
Jean-David Malat, galleristi hjá
Opera, segir sýninguna afar vel
heppnaða en verkin, tuttugu að tölu,
seldust nær öll upp fyrstu dagana.
„Bæði listamanninum og verkum
hans var afskaplega vel tekið af söfn-
urum, almenningi og fjölmiðlum í
Bandaríkjunum. Þessi sýning rennir
stoðum undir þá kenningu okkar að
íslensk myndlist sé auðug og jarð-
vegurinn fyrir hana sé góður vestra.
Þetta er upphafið að frekari mark-
aðssetningu á íslenskri myndlist í
Bandaríkjunum og vonandi upphafið
að löngu og farsælu sambandi. Þökk
sé Óla G. Jóhannssyni,“ segir Malat.
Þetta eru ekki fyrstu verk Óla sem
seljast í Bandaríkjunum en Opera-
galleríið í Miami seldi tvær myndir
eftir hann fyrir skemmstu.
Óli var viðstaddur opnunina og
segir sýninguna hafa tekist vonum
framar. „Það var þarna fjöldi banda-
rískra safnara og líka safnarar sem
höfðu lagt leið sína frá Bretlandi.
Bandaríkin eru auðvitað mjög stór
markaður og frábært að fá tækifæri
til að koma sér þar á framfæri. Þetta
er alveg stórkostlega undarlegur
heimur og maður er ennþá hálf-átta-
villtur. En nú er bara að halda haus
og sigla áfram með straumnum,“
segir listamaðurinn.
Jean-David Malat staðfestir að Óli
sé kominn í hóp þeirra listamanna
sem galleríið leggur mesta áherslu á
að kynna og næsta verkefni hans er
samsýning í Mónakó en Opera opnar
gallerí þar um mánaðamótin júní–
júlí.
„Það er best að drífa sig heim og
halda áfram að mála,“ segir Óli sem
var enn í Bandaríkjunum þegar
Morgunblaðið náði tali af honum.
„Þeir vilja alltaf meira og meira. Það
er verst að hafa ekki fjórar hendur.“
Fyrir þá sem eru á leið til New
York er Opera-galleríið á Spring
Street nr. 115.
„Verst að hafa
ekki fjórar hendur“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Nóg að gera Óli G. að störfum í vinnustofu sinni í Listagilinu á Akureyri.
Óli G. Jóhannsson sýnir í fyrsta skipti í New York
Opera Óli G. og Jean-David Malat
við opnunina í New York.
16 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
BLEIKJU í Elliðavatni hefur
fækkað verulega undanfarin ár.
Áður fyrr var hún um helmingur
heildarafla en hefur undanfarin ár
verið einungis um 15%. Tengja má
fækkun bleikjunnar við hitastig
vatnsins en það hefur síðastliðin
ár hækkað um nokkrar gráður.
Að sögn Haraldar R. Ingvason-
ar, sérfræðings á Náttúrufræði-
stofu Kópavogs, fer hitastig vatns-
ins töluvert upp fyrir kjörhitastig
bleikjunnar að sumarlagi. „Vatns-
hitinn getur farið upp í og haldist
ofan við 14-15°C svo vikum skiptir
en bleikjan hefur það best í 10-
12°C heitu vatni.“ Hitastigið í El-
liðavatni hefur mælst allt að 21°C.
Haraldur segir að þó þurfi ekki
að vera að vatnshitanum sé einum
um að kenna þar sem fleiri þættir
spili inn í en hinsvegar virðist vera
sem þeir hafi haldist stöðugir.
Urriðinn heldur sínu striki
Haraldur segir að ekki aðeins
hafi hitastigið í vatninu hækkað
heldur sýna gögn að hann helst
hár yfir lengra tímabil en áður.
„Vatnshitinn er farinn að hækka
fyrr á vorin og helst lengur hár
fram á haust.“ Mesta hitaaukning-
in sl. ár hefur mælst á vorin og
síðsumars, um 2-3°C. „Bara síðan
árið 1987 hefur meðalhiti í Elliða-
vatni í ágústmánuði hækkað um
2,3°C, úr tæpum 12°C upp í 14°C.“
Aðspurður segir Haraldur erfitt
að fullyrða hvort hækkandi hita-
stig Elliðavatns megi rekja til
gróðurhúsaáhrifa. „Vatnshitinn
fylgir lofthitanum og sumarlofthit-
inn á höfuðborgarsvæðinu er svip-
aður og hann var á árabilinu 1920-
1940 þannig að þessi hiti hefur
verið á ferðinni áður. Hinsvegar
hefur snarhitnað undanfarin ár.
Ég veit ekki hvort maður á að
tengja þetta beint við gróðurhúsa-
áhrif en það hefur klárlega orðið
breyting á hitastigi og veðurfari.“
Eitthvað í umhverfinu
óhagstætt
Að sögn Haraldar er sú bleikja
sem er til staðar í góðu standi.
Hún er í góðum holdum og líður
engan skort. „Það er eitthvað í
umhverfinu sem er óhagstætt á
einhverju tímabili, mögulega á
seiðastigi, af því það er aðeins
bleikjan sem er að falla, urriðinn
sem er í vatninu heldur sínu striki.
Það er eitthvað að gerast sem hef-
ur fyrst og fremst áhrif á bleikj-
una en ekki urriðann og við vitum
ekki nákvæmlega hvað það er.
Eini þátturinn sem hafa sést
breytingar á, á þessu tímabili sem
bleikjan hefur fallið, er breyting á
hitastigi.“ Ekki hefur mælst
breyting tengd fæðu, mengun eða
ofveiði.
Spurður hvort bleikju hafi farið
fækkandi í öðrum vötnum en El-
liðavatni segir Haraldur engar
beinar mælingar og langtímagögn
vera til um það en tilfinning
manna sé sú að bleikjuveiði hafi
dregist saman í vötnum víða um
land á undanförnum árum.
Bleikja var áður um helmingur heildarafla í Elliðavatni en er nú aðeins um 15%
Bleikjuveiði dregst saman
Morgunblaðið/Golli
Veiði Hitastigið í Elliðavatni hefur hækkað undanfarin ár og helst heitt æ stærri hluta ársins. Hækkunin þykir
líklegasta orsök þess að sífellt minna veiðist af bleikju í vatninu. Veiðihlutfall urriða helst hinsvegar óbreytt.
Vatnshitastigið
hefur hækkað sl. ár
og fer á sumrin
töluvert upp fyrir
kjörhitastig
bleikjunnar
Vinsæl veiðivötn
á höfuðborg-
arsvæðinu og í
nágrenni þess
Í HNOTSKURN
» Elliðavatn Veiðitímabilið er 1. maí– 15. september. Þar veiðist
bleikja og urriði. Börn 12 ára og yngri
og fólk 67 ára og eldra veiðir frítt.
Aðrir borga 1.200 kr. en félagsmenn í
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR)
borga 770 kr.
»Reynisvatn Veiðitímabilið er alltárið um kring en frá mars fram í
október er opið frá sólarupprás til sól-
seturs. Hina mánuðina er boðið upp á
ísdorg séu skilyrðin fyrir hendi. Þar
veiðist regnbogasilungur. Veiðileyfi
kostar 4.000 kr. og gildir fyrir fimm
fiska sem vega yfir eitt pund.
Eftirfarandi vötn taka við Veiði-
kortinu en það gildir í 32 vötn víðs-
vegar á landinu. Kortið kostar
5.000 kr. (4.000 kr. fyrir fé-
lagsmenn veiðifélaga) og gildir í ár
í senn.
» Vífilsstaðavatn Veiðitímabilið er1. apríl – 15. september. Þar
veiðist bleikja og urriði.
» Þingvallavatn Veiðitímabilið er 1.maí – 15. september. Þar veiðist
bleikja og urriði. Stakur dagur kostar
1.000 kr.
» Kleifarvatn á Reykjanesi Veiði-tímabilið er 1. maí – 30. sept-
ember. Þar veiðist bleikja og urriði.
Stakur dagur kostar 1.000 kr. Hægt
er að kaupa sumarkort á 3.000 kr.
»Meðalfellsvatn í Kjós Veiði-tímabilið er 1. apríl – 15. sept-
ember. Þar veiðist bleikja, urriði, lax
og sjóbirtingur. Stakur dagur kostar
2.000 kr.
AKUREYRI
kennara.“ Hún segir rétt að 20% af
kostnaði við rekstur Hólmasólar sé
bundinn við neysluvísitölu. „Þetta á
ekki við aðra leikskóla þar sem ekki
er í gildi sambærilegur rekstrar-
samningur. Leikskólinn Hólmasól er
rekinn fyrir samningsupphæðina á
hverju ári og inni í þeim kostnaði er
allur tilfallandi kostnaður, s.s. vegna
forfalla og afskrifaðra leikskóla-
gjalda. Fjárhagsáætlanir leikskóla
Akureyrarbæjar eru teknar til end-
urskoðunar á hverju ári og mikil frá-
vik hjá leikskólum bæjarins þá metin
og bætt í ef þannig stendur á. Einnig
er það svo að ef rekstur leikskóla fer
fram úr fjárhagsáætlun, t.d. vegna
mikils forfallakostnaðar, ber Akur-
eyrarbær þann kostnað. Slík tilvik
koma ekki upp í rekstri Hólmasólar.“
Hlynur segir fjölbreytt skólastarf
mikilvægt og Elín kveðst sama sinn-
is, en segist algjörlega ósammála því
að einungis skuli treysta opinberum
aðilum fyrir því. Hún segist hlynnt
þjónustusamningum við einstaklinga
eða fyrirtæki eins og Hjallastefnunna
ehf. „sem hefur skilað góðum árangri
í rekstri leikskóla. Auk þess sem það
hefur sýnt sig að samkeppni örvar
opinberan rekstur á sambærilegum
sviðum sem leitt hefur til meiri fjöl-
breytni. Margrét Pála Ólafsdóttir,
framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar
ehf., er höfundur að hugmyndafræði
Hjallastefnunnar og er skólanáms-
skrá hennar líklegast ein sú athyglis-
verðasta og þekktasta á Norðurlönd-
unum sem dregur til sín fjölda
erlendra gesta, nemendur og rann-
sakendur á hverju ári. Margrét Pála
hefur af miklum krafti og eljusemi
skapað nýja valmöguleika í skóla-
starfi sem opinberir leikskólar hafa
nýtt sér eins og Hlynur bendir á.“
ELÍN Margrét Hallgrímsdóttir,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og
formaður skólanefndar Akureyrar,
vísar á bug þeim staðhæfingum
Hlyns Hallssonar, fulltrúa VG í
nefndinni, að hvert pláss á Hólmasól
sé dýrara fyrir Akureyrarbæ en á
öðrum leikskólum og að foreldrar
greiði hærra gjald þar en annars
staðar.
Elín segir að skv. samningi sem
gerður var við Hjallastefnuna ehf. í
desember 2005 um rekstur leikskól-
ans Hólmasólar, gildi gjaldskrá leik-
skóla Akureyrarbæjar. „Ef verið er
að vitna til þess að foreldrar eru
rukkaðir um aukagjöld er því til að
svara að samkvæmt upplýsingum frá
leikskólastjóra Hólmasólar er þar um
að ræða gjald í foreldrafélag, gjald
vegna aðgangs að myndasíðu og
vegna kaupa foreldra á fatnaði á börn
sín eða annars kostnaðar, svo sem
kaupa á tilfallandi lengri vistun.
Fram kemur í þessum upplýsingum
að þessi kostnaður veltur á vilja og
vali foreldra sjálfra. Af þessu má ljóst
vera að foreldrar greiða sama gjald í
Hólmasól eins og öðrum leikskólum
bæjarins, nema þeir sjálfir ákveði
annað,“ segir Elín í yfirlýsingu sem
hún sendi frá sér í gær vegna frétta
af bókun Hlyns á fundi nefndarinnar
fyrr í vikunni.
Hún segir að þegar rekstrarkostn-
aður er borinn saman við aðra leik-
skóla sem bærinn rekur og tekið tillit
til mismunandi fjölda leikskólakenn-
ara, sé hvert pláss í Hólmasól ekki
dýrara en annar staðar. „Í fjárhags-
áætlun ársins 2008 er gert ráð fyrir
vísitöluhækkun í rekstrarkostnaði
Hólmasólar og er kostnaður á hvert
pláss ekki meiri fyrir Akureyrarbæ,
að teknu tilliti til fjölda leikskóla-
Segir Hlyn fara
með rangt mál