Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 125 . TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8- 00 80 NÝJAR OG HANDHÆGARI UMBÚÐIRostur.is Dauðasyndirnar >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu FERÐA- FLUGUR LEITAÐ AÐ ÓDÝRRI GISTINGU Á NETINU HÓTELHERBERGIÐ FUNDIÐ >> 19 ÓTRYGG BANDARÍSK FASTEIGNALÁN ÁHRIFIN Á ÍSLANDI >> VIÐSKIPTI RÆTUR KREPPUNNAR FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UMRÆÐUR um slit á vegum og aukinn kostnað vegna landflutninga hafa vakið spurningar um hvort ástæða sé til að taka upp strandsiglingar á ný. Ármann Kr. Ólafsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir að tölur um slit flutningabíla og fólksbíla á vegum sýni að þungaflutningar séu mjög mikið niður- greiddir. Hann vill niðurgreiða strandflutn- inga á sambærilegan hátt og létta á umferð- inni með því að færa flutninga á vörum, sem séu óháðar hraða og dagsetningu, út á sjó. Í því sé mikill sparnaður fólginn fyrir ríkis- sjóð auk þess sem ætla megi að slysum á vegum úti fækki og í því felist ekki síður mikill sparnaður. Í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar á Alþingi kemur fram að ætla megi að ein ferð flutningabíls án tengivagns með 80% hleðslu geti valdið svipuðum niðurbrotsáhrifum og 9.000 ferðir 1.800 kg fólksbifreiðar. Ennfremur að ein ferð flutningabíls með tengivagn og 80% hleðslu geti valdið svipuðum niðurbrots- áhrifum og 12.000 ferðir 1.800 kg fólks- bifreiðar. Dýrt burðarlag Ármann bendir á að slit á vegum sé ekki spurning um hjólför í malbiki, því ódýrt sé að skipta um efsta lagið í samanburði við skipti á burðarlaginu og eigendur flutn- ingabíla greiði ekki notkunargjöld í sam- ræmi við slitin sem þeir valdi á vegunum. Svar samgönguráðherra sýni berlega að landflutningarnir séu í raun mikið niður- greiddir. Samskip hætti strandflutningum 2000 og Eimskip lagði niður reglubundna strand- flutninga í lok árs 2004. Landflutningar höfðu aukist áður og hafa aukist síðan. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, bendir á að á sínum tíma hafi vegir landsins verið byggðir upp miðað við að þeir þyldu 8,5 tonna öxulþunga og stór hluti vegakerfisins hafi ekki verið tilbúinn að taka við þessum þungaflutningum og aukn- um öxulþunga. Niðurbrot vega hafi stór- aukist og þar sem undirlagið sé dýrasti þáttur vegauppbyggingar hafi æ hærra hlutfall vegakostnaðar farið í að halda í horfinu. Hins vegar séu landflutningar mik- ið byggðamál og tímanum verði ekki snúið til baka, en alþingismenn verði að fara að huga að því að forgangsraða í vegagerð með umferðarmagn og öryggi vegfarenda í huga. Morgunblaðið/Ásdís Strandflutningar Eimskip og Samskip hættu strandflutningum fyrir fáum árum. Strand- flutningar í umræðunni Mikill sparnaður í þeim fólginn fyrir ríkissjóð Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is RÍKISENDURSKOÐUN telur að leiðbeiningum um notkun RAI- mælinga hafi ekki verið fylgt með viðunandi hætti á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni. RAI-mælingar eru m.a. lagðar til grundvallar auka- greiðslum vegna umönnunar til Sóltúns. Forsvarsmenn Sóltúns átelja vinnubrögð Ríkisendurskoð- unar og mótmæla algjörlega þeirri aðferðafræði sem stofnunin beitti. Heilbrigðisráðuneytið hefur mótmælt kröfu Sóltúns um 22,7 milljóna aukagreiðslu fyrir árið 2006 vegna þunga umönnunar á heimilinu. Einnig er ágreiningur um slíkar aukagreiðslur, samtals 108 milljónir kr., vegna áranna 2003-2005, að sögn Berglindar Ás- geirsdóttur, ráðuneytisstjóra heil- brigðisráðuneytisins. Berglind segir að verið sé að fara yfir málið og undirbúa skipun sáttanefndar. „Jafnframt hefur verið unnið að því í vetur að herða eftirlit með þjónustusamningum. Við erum komin með það í gang og höfum fal- ið landlækni að vera með okkur í því að undirbúa hvernig sé best að fylgja eftir ábendingum varðandi RAI-matið,“ segir Berglind. Anna Birna Jensdóttir, fram- kvæmdastjóri Sóltúns, telur málið snúast um rekstrarform, hvort hið opinbera eigi eitt að veita heil- brigðisþjónustu eða hvort hana eigi að veita samkvæmt þjónustu- samningum. Sóltúni hafi verið ætl- að að taka við fólki af sjúkrahúsum og fjármagn átt að fylgja hjúkrun- arþyngd. Fyrst hafi reynt á það 2003. Svo virðist sem ríkið hafi ekki áttað sig á því að svo margir sem þurftu mikla þjónustu yrðu vistaðir í Sóltúni. Anna Birna lítur svo á að aukagreiðslur vegna áranna 2003- 2005 séu frágengnar, enda hafi rík- ið ekki gert athugasemdir við þær innan tilskilins frests. | 11 Herða á eftirlit með þjónustusamningum Ríkisendurskoðun véfengir mælingar Sóltúns á umfangi umönnunar Í BAKGARÐI Kjarvalsstaða er unnið að uppsetn- ingu risavaxinnar innsetningar eftir Mörthu Schwartz, landslagsarkitekt, í tilefni Listahátíðar. Martha smíðar verk sem þykja sýna náttúruna í nýju ljósi. Snáðinn sem horfði hugfanginn á út um glugga Kjarvalsstaða reisir sínar eigin hugsmíðar og draumahallir. Kannski verða þær „alvöru“ eins og hjá Mörthu Schwartz, þegar hann er orðinn stór. Morgunblaðið/RAX Listin sprettur í bakgarðinum Kannski verður það kastali fyrir röndóttan kóng! BENSÍNVERÐ hækkaði í gær um fjórar krónur og kostaði lítrinn 156,60 kr. í sjálfsafgreiðslu og 161,60 með fullri þjónustu. Magnús Ás- geirsson, innkaupastjóri eldsneytis hjá N1, sagði útilokað að fullyrða neitt um framhaldið á þróun elds- neytisverðs en kvaðst hafa sterkan grun um að verðið yrði hátt enn um sinn, jafnvel fram í júní. Þrátt fyrir miklar hækkanir á eldsneytisverði á undanförnum misserum hefur eldsneytisnotkun landsmanna aukist skv. nýjum tölum eldsneytishóps Orkuspárnefndar. Þannig jókst heildarnotkunin á olíu og bensíni í fyrra í 661 þúsund tonn samanborið við 626 þúsund tonna notkun á árinu 2006 eða um nálægt 35 þúsund tonn á árinu. Eldsneyt- isnotkun bifreiða og vinnuvéla jókst um 10 þúsund tonn í fyrra. Í ljós hef- ur komið að mikil aukning varð á sölu díselolíu á bifreiðar en hins vegar stóð bensínsala að mestu í stað þrátt fyrir mikla fjölgun bifreiða. Mjög mikil aukning hefur orðið á eldsneyt- isnotkun flugvéla. Þessi þróun á sér stað samhliða mikilli fjölgun flugfar- þega til landsins. Árið 2002 var notk- un flugvélaflotans um 98 þúsund tonn en í fyrra var hún komin upp í 162 þúsund tonn. | Miðopna Bensínið hækkar SHARI Villarosa, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Búrma, sagði í gær að um 100.000 manns kynnu að hafa látið lífið í fellibylnum um helgina. Villarosa hafði þetta eftir alþjóðlegum hjálparsamtökum en vildi ekki nafngreina þau. Hún bætti við að 95% húsanna á svæðinu hefðu eyðilagst í fellibylnum og sex metra hárri flóð- bylgju sem fylgdi honum. Villarosa sagði að mikill hörgull væri á mat- vælum á hamfarasvæðunum og hætta væri á farsóttum vegna skorts á hreinu vatni. Tals- maður Barnaheilla í Búrma sagði að milljónir manna hefðu misst heimili sín. | 14 Allt að 100.000 manns fórust Neyð Börn í húsa- rústum í Yangon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: