Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 17
Nánari uppl‡singar á www.reykjavik.is Hreinsunarátakið VOR Í MIÐBORGINNI nær hámarki nú um Hvítasunnuhelgina. Fimmtudag, föstudag og laugardag lætur enginn sitt eftir ligga. Hreinsum lóðirnar, garðana, portin og göturnar! Líf og fjör á Laugaveginum og næsta nágrenni allan laugardaginn. Tónlist, götuleikhús og stemning. Borgarstjóri tekur lagið. Spikk & Span dúettinn flytur nýja Hreingerningasvítu á skrúbba og skúringarfötur. Svali köttur og Íbúasamtök miðborgar blása til sameiginlegrar grillveislu í Hljómskálagarðinum kl. 18:00. Forsöngvari Hrauns, Svavar Knútur flytur nokkur lög. Ruslapokar, tínur og verkfæri afhent í Hverfisstöð við Njarðargötu (gegnt Decode) kl. 16-18 fimmtudag og föstudag og á ofangreindum stöðum kl. 9-11 laugardag. Gámar verða fjarlægðir og tæmdir jafnóðum. Ruslapokar verða fjarlægðir af gangstéttum allra gatna miðborgarinnar frá kl. 12 - 16 laugardaginn 10.maí. frá og me› fimmtudagsmorgni 8.maí: Gámar ver›a sta›settir á eftirtöldum stö›um Íbúasamtök miðborgar - Reykjavíkurborg - Svali köttur MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 17 AUSTURLAND Höfn | Sveitarfélagið Hornafjörður hefur hug á að ganga í Samtök sveit- arfélaga á Suðurlandi (SASS) og þar með úr Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi (SSA). Sveitarfélagið tilheyrir suðurkjördæmi og kannar nú hvort hagsmunum þess sé betur borgið meðal Sunnlendinga. Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn, hefur sagt samstarf við SSA farsælt en athuga beri hvor kostur- inn sé vænlegri. Búast má við lyktum málsins snemma í næsta mánuði. „Málefnið um stöðu Hornfirðinga innan SSA hefur komið inn á borð framkvæmdaráðs og stjórnar SSA að beiðni Hornfirðinga,“ segir Þor- valdur Jóhannsson, framkvæmda- stjóri SSA. Á fundi sambandsins og forystu Sveitarfélagsins Hornafjarð- ar fyrr í vor kom m.a. fram að reglu- lega hafi spurningar vaknað um hvort hagsmunum sveitarfélagsins væri betur borgið í SASS. Myndi veikja starfsemi SSA Við kjördæmabreytinguna 1999 hafi Hornfirðingar valið að fylgja suðurkjördæmi og það orðið til að þeir eigi trauðla samleið með öðrum aðildarsveitarfélögum SSA með að- gangi að þingmönnum og ýmsum verkefnum. Þetta setji aðkomu þeirra að Alþingi og ríkisvaldinu í skrítna stöðu í samstarfi SSA. SSA telur að kjósi bæjarstjórn Hornafjarðar að ganga úr SSA og í SASS muni það veikja starfsemi SSA þar sem sveitarstjórnarmenn á Hornafirði hafi ávallt verið öflugir samstarfsaðilar og útverðir SSA í suðri. Hornfirðinga sé hins vegar valið og með kosningu íbúanna 1999 þegar þeir „kusu“ sig suður megi segja að fyrsta skrefið hafi verið tek- ið. Skipulagsreglur og samþykktir Sambands sveitarfélaga á Austur- landi kveða á um hvernig farið er með úrsögn. Þorvaldur Jóhannsson segist ekki geta leynt vonbrigðum sínum ef verði af úrsögn Hornfirð- inga úr sambandinu. Hornfirðingar vilja sam- starf með Sunnlendingum Morgunblaðið/Sara Sigurðardóttir Kyrrlátt við fjörðinn Hornfirðingar kanna kosti þess að starfa með sunn- lenskum sveitarfélögum í stað austfirskra og vilja hag sínum betur borgið. Í HNOTSKURN »Sveitarfélagið Hornafjörðurhyggst í byrjun júní taka ákvörðun um hvort það kýs fremur að starfa með Sambandi sveitarfélaga á Suðurlandi eða Sambandi sveitarfélaga á Aust- urlandi. Það tilheyrir Suður- kjördæmi. »Framkvæmdastjóri sam-bandsins á Austurlandi segir að slík tilfærsla yrði vonbrigði og myndi veikja sameiginlegan samstarfsvettvang sveitarfélag- anna á Austurlandi. Hafa fylgt Suður- kjördæmi frá kjör- dæmabreytingu 1999 Djúpivogur | Árlegt landsmót fuglaskoðara verður á Djúpavogi dagana 16. til 18. maí n.k. Djúpi- vogur hentar vel fyrir slíkt þar sem fuglalíf á svæðinu er einstaklega fjölbreytt og tegundaríkt, auk þess sem þar hefur verið byggð upp að- staða til fuglaskoðunar. Mótið er skipulagt af heimamönnum og allir sem hafa gaman af fuglaskoðun eru velkomnir, að sögn aðstandenda mótsins. Farfuglar koma langflestir upp að suðausturströnd Íslands og sjást því gjarnan fyrst á svæðinu í kring- um og norðaustan af Hornafirði. Mikilvirkir fuglaskoðunarmenn eru á þessu svæði og halda úti líflegum vefsíðum með upplýsingum um fugla. Nærfellt allir farfuglar eru nú mættir til sumarleiks við Djúpa- vog, þrátt fyrir að vera margir hverjir allt að mánuði seinna á ferð- inni en í fyrra og er það vegna veð- urlags. Nýjustu fréttir herma að kríuhópar hafi sést við Djúpavog á þriðjudag. Gargandarinnar er þó enn beðið. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.djupivogur.is/ fuglavefur. Ljósmynd/Þórhallur Árnason Snær Lóan á heldur erfitt uppdráttar á snævi þöktu hálendi Austurlands. Fuglamenn á Djúpavog Reyðarfjörður | Kjötkaup á Reyð- arfirði hafa sagt upp öllu starfsfólki sínu frá og með sl. mánaðamótum. Kjötkaup eru kjötvinnsla, stofnuð árið 1995. Níu missa vinnuna, en þar hafa unnið allt að 16 manns. Starfs- mennirnir hafa uppsagnarfrest frá einum og upp í þrjá mánuði. Kaupfélag Héraðsbúa á 50% í fyr- irtækinu, Eignarhaldsfélag Austur- lands 30% og sveitarfélagið Fjarða- byggð 20% hlut. Fyrirtækið var stofnað á grunni Austmats, sem starfaði í kjötvinnslu og fleiru á Reyðarfirði til margra ára. Í bréfi til starfsmanna 30. apríl sl. kom fram að miklir rekstrarerfið- leikar hafi plagað fyrirtækið und- anfarin misseri. Alls mun óljóst hvort Kjötkaup hætta starfsemi eða hvort um samdráttarskeið er að ræða. Kjötkaup á Reyðarfirði segja upp starfsfólki

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu: 17
https://timarit.is/page/4189481

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: