Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 20
Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Skútuvogi 13, S. 517 1500 www.teknos.com neytendur 20 FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það er alkunna að fólk eyðirtalsvert miklum tíma ævisinnar í rúminu. Þessvegna er augljóst að það skiptir miklu máli hvernig rúm maður velur sér. Kristín Gísladóttir, sjúkraþjálfari hjá Gáska, starfar meðal annars við að aðstoða fólk við að velja sér rúm með hliðsjón af þekkingu sinni á stoðkerfinu. Krist- ín segir að þegar við veljum okkur dýnu þurfum við að fá góðan stuðn- ing við hryggsúluna. Vandaður rúmbotn nauðsynlegur „Lögun líkama okkar er mismun- andi og það á líka við um hryggsúl- una og því hentar ekki öllum sama dýnan,“ segir Kristín. „Góð dýna þarf að hafa yfirborðs- mýkt til að fylla upp í sveigjur hryggjarins. Neðar úr dýnunni kemur svo stuðningurinn. Mjaðma- svæðið er þyngsta svæðið okkar og því þarf dýnan að vera með styrk- ingu undir mjöðmum. Axlir okkar eru misbreiðar og góð dýna þarf að vera með mjúkt svæði undir axl- irnar þannig að dýnan taki vel á móti okkur þegar legið er á hlið. Við erum að leita eftir því að fá hrygginn í góða hvíldarstöðu. Rúm- botninn skiptir ekki síður máli og er best að hann fjaðri með dýnunni. Vandaðir botnar eru með sér styrk- ingu undir mjaðmir og mýkra svæði undir axlir. Þannig vinna dýnan og botninn saman og það eykur end- ingu dýnunnar. Botninn ætti ekki að vera lægri en svo að gott sé að standa upp úr rúminu. Mikið úrval er af dýnum og það ruglar fólk. „Hvaða dýna er best?“ er ég oft spurð. Svarið er að það er ekki til nein ein besta dýna í heim- inum. Við erum ólík að vexti og þyngd. Það sem einum líkar finnst öðrum ómögulegt. Framleiðendur nota ýmis efni til að ná fram góðri hvíld- arstöðu, hæfilegum stuðningi og mýkt. Sumir nota gorm, aðrir svamp eða latex eða blöndu af þessu öllu. Einstaklingsrúm á að vera breitt Allir eru að leita að því sama en það er hægt að gera á ýmsa vegu og því er úrvalið mikið. Þetta kem- ur sér líka vel því það sem hentar einum hentar ekki öðrum. Best er að skoða úrvalið vel og prófa að leggjast og reyna að finna út hvað manni líkar. Þegar fólk kaupir einstaklings- rúm þarf það að vera heldur breiðara en þegar tvö rúm standa saman. Eins metra breitt rúm er því lágmarksbreidd að mínu mati ef rúmið á að standa eitt. Tvö saman dugar flestum 80-90 sentimetra rúmbreidd. Margir spyrja líka hvort þeir eigi að kaupa eina dýnu eða tvær í hjónarúm. Það getur ver- ið kostur að hafa eina dýnu t.d. ef ung börn koma upp í. Ókosturinn er að fólk finnur meira fyrir hreyf- ingum hvort annars ef keypt er ein dýna. Rafmagnsrúmin hafa verið vinsæl og henta þau mjög vel þeim sem lesa mikið í rúminu eða horfa á sjónvarp. Með því að hækka undir höfðalagið og fætur fæst góð hvíld- arstaða. Eins er hægt að ná fram góðum hvíldarstellingum fyrir bak- veika í rafmagnsrúmi, stellingum sem við notum eingöngu til hvíldar en ekki til að sofa í. Almenna reglan er þó sú að við sofum lárétt á bakinu eða á hliðinni. Ef fólk kaupir vandað rúm kostar það iðulega meira. Það er hins veg- ar oftast hverrar krónu virði því góður nætursvefn er mikils virði til að fólk vakni endurnært og reiðubúið að takast á við dagleg störf.“ gudrung@mbl.is Að velja rétta rúmið og dýnuna Morgunblaðið/G.Rúnar Sjúkraþjálfarinn Kristín Gísladóttir segir góða dýnu þurfa að hafa yfirborðsmýkt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rúmbreiddin Þegar fólk kaupir einstaklingsrúm þarf það að velja rúm sem er heldur breiðara en þegar tvö rúm standa saman. Rúmið er hvíldar- og griðastaður í lífi fólks. Guðrún Guðlaugs- dóttir ræddi við Krist- ínu Gísladóttur sjúkra- þjálfara sem kynnt hefur sér vel rúm og dýnur með tilliti til notagildis og endingar. Svarið er að það er ekki til nein ein besta dýna í heim- inum. Við erum ólík að vexti og þyngd. Sigrún Haraldsdóttir fylgist meðkomu vorsins: Ryk af mosa regnið þvær raular stefju mildur blær úti fífill gulur grær glaðnar veröld skjótt. Úrug moldin angan ljær öðru vísi hjartað slær. Móinn sem var grár í gær grænkaði í nótt. Sigmundur Benediktsson fór norður á æskuslóðirnar í Eyjafirði og orti á leiðinni: Landsins fegurð ljósið baðar, lifir hjartans forna glóð. Andi vorsins ennþá laðar öldunginn á heimaslóð. Fleiri leggja land undir fót, eins og fram kemur í vísu Hreiðars Karlssonar: Þessi fregn er ein sú allra besta, ekki heyrast margar sama kyns. Á Álftanesi er fjöldi góðra gesta, gæsahjörð – og Friðrik Danaprins. Hákon Aðalsteinsson orti á sínum tíma þrjár afhendingar um Mjófirðinga: Ef legg ég mat á mannkosti í Mjóafirði, ekkert telst þar einskis virði. Ganga menn þar gæflyndir með geði þekku, mislangir í brattri brekku. Fæddir eru í firði sem er flestum þrengri, með annan fótinn aðeins lengri. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af vori og farfuglum Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Mallorca frá kr. 39.990 Síðustu sætin Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Mallorca frá 28. maí á einstökum kjörum. Mallorca er einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga á Spáni og hér nýtur þú sumarsins til hins ítrasta í sólinni. Þú bókar flug og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Einnig er frábært sértilboð á tveimur af okkar vinsælustu gististöðum í Alcudia, Paraiso de Alcudia eða Alcudia Pins. M bl 1 00 29 20Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Aukavika kr. 15.000 Stökktu-tilboð 28. maí. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í íbúð í viku á Paraiso de Alcudia. Alcudia Pins, kr. 4000 aukalega. Sértilboð 28. maí. Aukavika kr. 15.000. 28. maí Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: