Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2008næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.05.2008, Blaðsíða 33
Kveðja frá Lúðra- sveit Reykjavíkur Við stórafmæli hins merka tónlist- armanns Páls Pampichler Páls- sonar er Lúðra- sveit Reykjavíkur ljúft, skylt og mik- ill heiður að senda honum heilla- og þakkarkveðju. Páll stjórnaði sveitinni lengur en nokkur annar eða allt frá því hann kom fyrst til Íslands á árinu 1949 til 1975 og segja má að koma hans til landsins, m.a. að tilhlutan Lúðrasveitar Reykjavíkur, hafi markað tíma- mót. Ekki aðeins í sögu Lúðra- sveitarinnar, heldur allri ís- lenskri tónlistarsögu, vegna þess að koma hans tengdist líka stofnun Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Gamlir félagar í Lúðra- sveit Reykjavíkur og tryggir tónleikagestir sveitarinnar frá liðnum áratugum eiga margar dýrmætar minningar um Pál á stjórnandapalli fyrir framan sveitina og okkur hlýnar um hjartarætur þegar við minnumst áranna þegar hinn merki ferill hans sem hljómsveitarstjóri var í fæðingu. Hann stjórnaði öllum Páll Pampichler Pálsson merkustu tónleik- um sveitarinnar, m.a. í tveimur ut- anlandsferðum, auk óteljandi fjölda smærri tón- leika. Þá er hann stjórnandi á þremur hljóm- plötum sveitar- innar. Páll hefur víða markað spor sín í íslenska tón- listarsögu, sem trompetleikari, stjórnandi, kenn- ari og uppalandi, tónskáld og út- setjari. Hann lagði grundvöllinn að starfi skólalúðrasveita og þar með allri þeirri endurnýjun sem í áranna rás hefur orðið í lúðra- sveitahreyfingunni. Þá lagði hann og grunn að kennslu lúðra- sveitastjórnenda, og má segja að flestir stjórnendur lúðrasveita í landinu í dag njóti leiðsagnar hans á einhvern hátt. Þá ber að geta tónsmíða og útsetninga sem auðgað hafa tónbókmenntir Íslendinga. Allir íslenskir tón- listarmenn og -unnendur eiga Páli Pampichler Pálssyni þökk að gjalda en í huga gamalla lúðrasveitarmanna á hann sér- stakan heiðurssess. Við óskum honum heilla og langra lífdaga. Sverrir Sveinsson. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 2008 33 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16.30, jóga kl. 9-10, boccia kl. 10-11, útskurður og myndlist kl. 13-16.30, Grandabíó kl. 13-15. Árskógar 4 | Baðþjónusta kl. 8.15-16, opin smíða-handavinnustofa kl. 9-16.30, boccia kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, leik- fimi kl. 11, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Samverustund með sr. Hans Markúsi kl. 13.30. Hárgreiðslu- stofa, böðun, almenn handavinna, myndlist, fótaaðgerð, morgunkaffi/ dagblöð, hádegisverður, bókband, kaffi, slökunarnudd. Dalbraut 18-20 | Postulínsnámskeið kl. 13-16, leiðbeinandi Hafdís, Lýður með Harmonikkuna kl. 14, guðsþjónusta kl. 15.10, sr. Bjarni Karlsson annan hvern fimmtudag þ.e. 15. og 29. maí. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13 í Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.15, almenn leikfimi kl. 9.05 og 9.55, málm- og silfursmíði kl. 9.30, bún- ir eru til skartgripir, róleg leikfimi og bókband kl. 13, myndlistarhópur kl. 16.30. Í tilefni Kópavogsdaga er fólk hvatt til að kynna sér starfsemina. Kaffi til kl. 16. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Létt ganga frá Gullsmára kl. 10, handa- vinnustofan opin kl. 10-16, leiðbeinandi á staðnum. Hádegisverður, brids kl. 13, jóga kl. 18.15 og nafnlausi leikhópurinn bregður á leik kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 12.40, karlaleikfimi kl. 13, boccia kl. 14. Vorsýning – uppskeruhátíð fé- lagsstarfsins í Jónshúsi, skemmti- dagskrá kl. 12.30-16, opið kl. 10-18. Rúta frá Garðabergi að Jónshúsi kl. 13.45 og 14.45, frá Jónshúsi kl. 15.15 og 16.15. Kaffiveitingar 500 kr. Félagsstarf Gerðubergs | Helgistund í samstarfi við Fella- og Hólakirkju kl. 10.30. Frá hádegi vinnustofur opnar, m.a. myndlist og perlusaumur. Á morg- un kl. 10 er prjónakaffi/bragakaffi. Dagnna 23., 24. og 25. maí er handa- vinnu- og listmunasýning. Uppl. á staðn- um og í síma 575-7720. Furugerði 1, félagsstarf | Böðvar og Hrafnistukórinn í Hafnarfirði verða með söng og hljóðfæraleik kl. 13.30. Hraunbær 105 | Handavinna og postu- línsmálun kl. 9, boccia kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur, félagsvist kl. 14, kaffi. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, leikfimi kl. 11.20, tréskurður kl. 13, opið hús kl. 14. Hvassaleiti 56-58 | Hannyrðir hjá Jó- hönnu kl. 9-16, félagsvist kl. 13.30, 1. og 2. verðlaun, kaffiveitingar í hléi. Böðun fyrir hádegi. Hársnyrting. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan kl. 9-16, sniglaganga kl. 9.15, morgunandakt; prestar Bústaðakirkju kl. 9.30, leikfimi kl. 10, þegar amma var ung … og afi líka kl. 11. Söngur: Hjördís Geirs kl. 13.30, línudans kl. 15. Hádegismatur, síðdeg- iskaffi. Við byggjum brunn! Akureyri 14., 15. og 16. maí. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 9.30. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu- stund og spjall kl. 9.45, boccia karla- klúbbur kl. 10.30, handverks- og bóka- stofa opin kl. 13, postulínsmálun námskeið kl. 13, boccia kvennaklúbbur kl. 13.30, kaffiveitingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofan og vinnu- stofa í handmennt opin kl. 9-16, Halldóra leiðbeinir kl. 9-12, leirlistarnámskeið með Hafdís kl. 9-12, boccia kl. 10. Sjálfsbjörg | Skák í kvöld í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Bingó kl. 19.30, í félagsheimili Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, bókband, handavinnustofa opin allan daginn, morgunstund kl. 9.30, boccia, hárgreiðslu og fótaðgerðarstofur opnar allan daginn, framhaldssaga kl. 12.30, stóladans kl. 13.15, spilað. Uppl. um starfsemina í síma 411-9450. Kirkjustarf Aglow | Aglow kvöld í Garðabæ kl. 20 í Skátaheimilinu v/Bæjarbraut. Ræðu- kona Erna Eyjólfsdóttir frá Veginum flytur orð kvöldsins. Bæn og lofgjörð, léttar veitingar. Aðgangseyrir 700 kr. Allar konur velkomnar. Áskirkja | Opið hús kl. 14, söngstund með organista. Kl. 17 er klúbbur 8 og 9 ára barna og kl. 18 TTT-starfið. Efni beggja fundanna er „dótadagur“. Digraneskirkja | Foreldramorgunn kl. 10, leikfimi ÍAK kl. 11, starf 6-9 ára kl. 16- 17, æskulýðsstarf Meme 8. bekk kl. 19.30-21.30. www.digraneskirkja.is Dómkirkjan | Opið hús í safnaðarheim- ilinu Lækjargötu 14a kl. 14-16, kaffi og spjall. Kvöldkirkjan er opin kl. 20-22. Bænastundir kl. 20.30 og 21.30. Prestur á staðnum. Njótið kyrrðar, kveikið á bænarkerti. Fella- og Hólakirkja | Vorferð eldriborg- arastarfs Fella- og Hólakirkju verður far- in þriðjudaginn 13. maí kl. 11, frá kirkj- unni. Farið verður á byggðasafnið í Garðskagavita, Sandgerði og fræða- setrið heimsótt og kaffi í Miðhúsum í Sandgerði. Skráning fyrir kl. 16 föstu- daginn 9. maí í síma 557-3280. Verð 2.500 kr. Háteigskirkja | Samvera með Taizé- sniði kl. 20. Gengið inn í þögnina. Bæna- og íhugunarsöngvar, Guðs orð, ilmur og lifandi ljós. Altarisganga, fyrirbæn og smurning. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Sam- vera eldri borgara kl. 15 í kaffisal kirkj- unnar, bænastund kl. 20 í kaffisal og einnig er á sama tíma grunnfræðsla, þar sem hægt er að fræðast um grundvöll kristinnar trúar. Laugarneskirkja | Morgunbæn í kirkj- unni kl. 8, kyrrðarstund kl. 12, máls- verður í boði að stundinni lokinni, helgi- stund kl. 15, í félagsaðstöðunni á Dalbraut 18-20. Sr. Bjarni talar. Vídalínskirkja Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 22. Tekið er við bæn- arefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Bibl- íulestur síðasta fimmtudag hvers mán- aðar kl. 21, opin öllum. Bæn er lífsleikni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Laugarneskirkja dagbók Í dag er fimmtudagur 8. maí, 129. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. (1Pt. 5, 7.) Rannsóknastofa í kvenna- ogkynjafræðum býður til mál-stofu í dag kl. 12, í stofu101 í Odda. Þar ætla Auður Arna Arnardóttir og Margrét Jónsdóttir að kynna rann- sóknir sem þær hafa unnið við Há- skólann í Reykjavík. Auður Arna flytur erindið Reynsla feðra og maka þeirra af fæðing- arorlofi og Margrét erindið Kvenna- nafn lækkar launin. Erindi Auðar Örnu fjallar um nið- urstöður rannsóknar sem skoðaði reynslu manna á aldrinum 25 til 45 ára og maka þeirra, sem eignuðust börn á árunum 2003 til 2005 eftir að feðrum voru veitt lengri fæðing- arorlofsréttindi: „Það kemur í ljós að karlmenn eru þeirrar skoðunar að fæðingarorlofstaka feðra hafi stuðlað að auknum skilningi þeirra á þörfum barnsins, aukið tilfinningaleg tengsl þeirra við barnið, og aukið ánægjuna af því að annast barnið,“ segir Auður Arna. „Það sést líka að eftir því sem feðurnir hafa nýtt sér meira af þeim orlofstíma sem lögin heimila þeim, því meiri virðast hin jákvæðu áhrif hafa verið.“ Auk þess að skoðuð voru áhrif fæð- ingarorlofs á tengsl feðra við börn sín tók rannsóknin einnig til áhrifa á jafn- ræði á heimilinu, þátttöku í heim- ilishaldi og viðhorf vinnuveitanda. „Rannsóknin leiddi ekki í ljós að feður eða makar þeirra upplifðu meira jafn- ræði kynjanna á heimilinu eftir að fæðingarorlofi lyki, en erfitt er að segja til um hvort það er vegna þess að jafnræði hafi þegar verið gott á heimlinu eða ekki,“ segir Auður Arna. „Þá kom í ljós að við virðumst halda nokkuð fast í gömul viðmið í verka- skiptingu á heimilinu, en karlmenn sinna innan við 40% af heim- ilisstörfum bæði fyrir og eftir fæðing- arorlof.“ Loks benda niðurstöður rannsókn- arinnar til þess að vinnuveitendur sýni fæðingarorlofstöku starfsmanna góðan skilning: „Innan við 15% töldu starfsöryggi sínu ógnað ef þeir tækju orlof og almennt virðist ríkja mjög já- kvætt viðhorf vinnuveitanda bæði til fæðingarorlofs kvenna og karla, þó marktækt jákvæðara í garð fæðing- arorlofs kvenna.“ Málstofan í dag er öllum opin og aðgangur ókeypis. Heimasíða Rann- sóknastofu í kvenna- og kynjafræðum er á slóðinni rikk.hi.is Fjölskyldan | Fyrirlestrar í Odda í dag um jafnréttis- og fjölskyldumál Hefur fæðingarorlofið áhrif?  Auður Arna Arnardóttir fædd- ist í Reykjavík 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1990, B.A.- gráðu í sálfræði frá Háskóla Ís- lands 1994, og meistaragráðu og síðar doktorsgráðu 2001 frá Virginia Commonwealth University. Auður Arna var klínískur sálfræðingur á Landspítala en hefur frá 2001 verið lektor við Háskólann í Reykjavík. Eig- inmaður Auðar Örnu er Þröstur Ólaf- ur Sigurjónsson lektor við HR og eiga þau tvö börn. Tónlist Hafnarborg | Vox feminae heldur tónleika 9. maí kl. 20.30. Flutt verður Vínartónlist, s.s. hluti Liebeslieder Waltzer eftir J. Brahms ásamt þekktum óperukórum. Flytjendur auk Vox feminae eru Auður Gunnarsdóttir, Xu Wen, Sigrún Eðvaldsdóttir og Arnhildur Val- garðsdóttir. Listrænn stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir. Uppákomur Glætan bókakaffi | Jónas í skuld, Brynja, Gerður, Ásta Lóa og Dadda lesa ljóð og smá- sögur, frumsamið og fengið að láni. Ekkert ald- urstakmark og ókeypis aðgangur. Uppákoman er kl. 20-22. www.glaetan.is. Iðjuberg, Gerðubergi 1 | Dagþjónusta og verndaður vinnustaður fyrir fjölbreyttan hóp fatlaðra á aldrinum 25 ára og upp úr. Listiðjan stendur öllum til boða, þar eru unnin marg- vísleg verkefni. Ullarþæfing, málun, skart- gripagerð og keramikvinna. Opið kl. 9.30-11.30 og 13.30-15.30. Skálatún Mosfellsbæ | Dagþjónusta í Skála- túni skiptist í vinnustofur, dagdvöl og hæfingu og er markmiðið að veita einstaklingsmiðaða þjónustu. Þar er rekið gallerí með listmunum sem allir taka þátt í að skapa. Opið í dag kl. 12- 18. skalatun.is. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands, Lögberg, stofa 101 | Mál- stofa um stöðu Íslands í þróun öryggis- og varnarmála í Evrópu fer fram kl. 15-16.30. Mál- stofan fer bæði fram á íslensku og ensku og er opin öllum. Aðgangur ókeypis. Nánar á http:// www.hi.is/ams. Hótel Saga | Í tilefni af Evrópudeginum halda Evrópusamtökin samkomu kl. 12-13.30. Til- kynnt verður hver hefur hlotið útnefninguna „Evrópumaður ársins“. Gestur fundarins verður Rina Valeur Rasmussen, fram- kvæmdastjóri dönsku Evrópusamtakanna. Höndin | Fundur í safnaðarheimili Háteigs- kirkju kl. 20. Hjónin Bergljót V. Óladóttir og Gústaf Edilonsson kynna Gestalt-samtals- meðferð. Fundarstjóri er Ólafía Ragnarsdóttir. Kaffi og umræður. Norræna húsið | Árlegt vorþing Félags land- fræðinga verður haldið föstudaginn 9. maí kl. 13-18, í samvinnu við félag umhverfisfræðinga og Skipulagsfræðingafélag Íslands. Flutt verða erindi á sviði umhverfis- og skipulags- mála. Þingið er öllum opið og ókeypis. AFMÆLI FRÉTTIR Kópavogsbúar ath. – Áríðandi skilaboð Síðasta spilakvöld vetrarins verður eins kvölds tvímenningur nk. fimmtudagskvöld. Þá verða jafnframt afhent verðlaun fyrir helztu keppnir vetrarins. Allir velkomnir. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 4/5 var spilaður tvímenningur á níu borðum. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Lilja Kristjánsd. - Sigríður Gunnarsd. 280 Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldsson 279 Garðar V. Jónsson - Þorgeir Ingólfss. 237 Austur/Vestur Þorleifur Þórarinss. - Haraldur Sverriss. 250 Sveinn Sveinsson - Gunnar Guðmss. 244 Kristín Óskarsd.-Freyst. Björgvinss. 237 Þetta var síðasta spilakvöld hjá okkur á þessu vori.Við þökk- um Arnóri Ragnarssyni og fé- lögum hans á Morgunblaðinu fyrir samstarfið á liðnum vetri. Við byrjum aftur sunnudaginn 21/9. Spilað er í Breiðfirðingabúð Faxafeni 14 á sunnudögum kl. 19 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is HALDIN verða sex stutt nám- skeið í STOTT PILATES- æfingum helgina 10. og 11. maí. Einn kunnasti leiðbeinandi í STOTT PILATES-æfingum, Michael Christensen og Karen Christensen, munu leiðbeina á námskeiðunum. Skráning er hjá Hrafnhildi í síma 894-1806 eða stott- pilates@medanotunum.is Á AFMÆLISHÁTÍÐ Knatt- spyrnufélagsins Víkings 1. maí sl. var opnuð yfirlitssýn- ing um 100 ára sögu félags- ins. Hún er í kjallarasal fé- lagsheimilis Víkings í Víkinni og mun standa næstu tvo mánuði. Ólafur Þorsteinsson er for- maður sögusýningarnefndar og Anna Hinriksdóttir er hönnuður sýningar og verk- efnisstjóri. Í ávarpi sínu við opnun sýningarinnar sagði Ólafur m.a.: „Með sýningunni er leitast við að koma upp fyrsta vísi að varanlegu safni sem varðveita mun merka sögu Knatt- spyrnufélagsins Víkings í 100 ár. Þetta er falleg saga, ör- lagasaga félags fólks á öllum aldri, sem stofnað var í miðbæ Reykjavíkur árið 1908, en einnig veigamikill þáttur í byggðasögu nýs hverfis í austurbæ Reykjavíkur sem tók að byggjast hratt upp um miðja síðustu öld. Saga Knatt- spyrnufélagsins Víkings er því um leið saga Reykjavíkur og hana ber að varðveita og sýna tilhlýðilega virðingu um ókomna tíð.“ Sögusýning á aldarafmæli Víkings Í viðtali við Stefán J. Hreið- arsson, forstöðumann Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar rík- isins á þriðjudag var sagt að Stefán hefði fæðst 1974. Hið rétta er að Stefán fæddist 1947. Rangt föðurnafn Í frétt um mótmæli landeigenda við Þjórsá vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar var Jón Árni, einn aðstandenda undir- skriftarsöfnunarinnar, ranglega sagður Vigfússon. Hið rétta er að Jón Árni er Vignisson. LEIÐRÉTT Rangt ártal Stott pilates- námskeið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 125. tölublað (08.05.2008)
https://timarit.is/issue/286535

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

125. tölublað (08.05.2008)

Aðgerðir: