Morgunblaðið - 15.05.2008, Síða 1
STOFNAÐ 1913 131. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
FRÆG OG
FRÖNSK
MENNINGARBORG
VIÐ MIÐJARÐARHAF
FALLEGA NICE >> 22
HVERS VIRÐI ER
BERLUSCONI?
LITRÍKUR >> VIÐSKIPTI
ÍTÖK RÍKA
MANNSINS
FRÉTTASKÝRING
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í
dag, en hún er nú haldin í 22.
sinn. Til hátíðarinnar var stofnað
árið 1970 og var hún haldin annað
hvert ár til ársins 2004, er ákveðið
var að hátíðin skyldi haldin árlega.
Menntamálaráðuneytið og
Reykjavíkurborg styrkja Listahá-
tíð, en einnig samstarfsaðilar í at-
vinnulífinu, auk þess sem hátíðin
hefur tekjur af miðasölu.
Í ár er sérstök áhersla á mynd-
list á Listahátíð í Reykjavík.
Þungamiðja hátíðarinnar verður
Tilraunamaraþon sem hefst í
Listasafni Reykjavíkur í Hafn-
arhúsinu kl. 10 í fyrramálið. Til-
raunamaraþonið er sérstakt fyrir
það, að þar er teflt saman lista-
mönnum og vísindamönnum og
safninu verður breytt í opna til-
raunastofu, en umsjónarmenn
maraþonsins eru Hans Ulrich
Obrist og Ólafur Elíasson.
Þótt myndlistinni verði gert
hátt undir höfði í ár er dagskráin
fjölbreytt sem endranær. Um
fjörutíu listviðburðir verða á þeim
þremur vikum sem hátíðin stend-
ur og lætur nærri að um 200 lista-
menn komi fram. Þar af eru um
120 listamenn tengdir myndlist-
arverkefnunum. Hlutfall íslenskra
og erlendra listamanna er nokkuð
jafnt. Af viðburðunum fjörutíu eru
rúmlega 20 myndlistarsýningar.
Að sögn Guðrúnar Kristjáns-
dóttur, kynningarstjóra hátíð-
arinnar, hafa 25 erlendir fjölmiðla-
menn boðað komu sína á hátíðina,
en hún segir að þeir verði fleiri,
því sumir tilkynni hátíðinni ekki
um komu sína. Meðal þessa fjöl-
miðlafólks eru fastapennar margra
virtustu listtímarita heims. Guð-
rún telur að vel yfir hundrað er-
lendir gestir alls komi hingað til
lands til að fylgjast með hátíðinni,
en hluti þeirra tengist þeim er-
lendu listamönnum sem taka þátt í
hátíðinni.
Þórunn Sigurðardóttir er list-
rænn stjórnandi Listahátíðar í
Reykjavík og gegnir því starfi nú í
síðasta sinn. Hrefna Haralds-
dóttir, núverandi framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar, tekur við af
Þórunni.
Tilrauna-
stofa lista
og vísinda
Listahátíð í Reykja-
vík hefst í dag
Tilraunir Katrín Sigurðardóttir
myndlistarmaður skapar eftirlík-
ingar þekktra húsa. Þau eru:
Bræðraborgarstígur 23a, Sól-
eyjargata 13 og hús á Skothúslóð.
Listahátíð | 17-18 og mbl.is
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
og Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
„ÞETTA er svartur dagur fyrir
starfsmenn,“ segir Anna Karen
Hauksdóttir, trúnaðarmaður starfs-
manna Glitnis, en í gær var greint
frá því að 88 starfsmönnum bankans
hefði verið sagt upp frá því um miðj-
an apríl. Segir Anna að í apríl hafi 23
verið sagt upp og nú í maí séu upp-
sagnirnar 65 talsins.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Lárus Welding, forstjóri Glitnis, að
frá áramótum hafi starfsmönnum
bankans fækkað um 255, en hluti af
því sé eðlileg starfsmannavelta. „Á
Íslandi hefur starfsmönnum fækkað
um 160 frá áramótum og eru upp-
sagnirnar, sem við greinum frá nú,
inni í þeirri tölu.“ Lárus segir að
unnið hafi verið að því undanfarið að
hagræða í rekstri bankans og séu
uppsagnirnar þáttur í þeirri hagræð-
ingu en hann sjái ekki fram á að frek-
ari uppsagna verði þörf.
„Það er gott að vera búinn að ljúka
þessum aðgerðum núna, en við mun-
um halda áfram frekari hagræðing-
araðgerðum á árinu,“ segir Lárus.
„Ég er hundóánægður með að
þetta skyldi þurfa að gerast,“ segir
Friðbert Traustason, framkvæmda-
stjóri Samtaka starfsmanna fjár-
málafyrirtækja. Hann segir upp-
sögnina ekki hafa komið verulega á
óvart þar sem Glitnir hafði upplýst
samtökin um að starfsmannamálin
væru í skoðun. „Við vissum þannig
hvað til stóð en þessi stærðargráða
kemur verulega á óvart eins og hóp-
uppsagnir almennt en þetta var leið
sem þau völdu að fara.“
Friðbert segist ekki halda að aðr-
ir bankar fylgi í kjölfarið, enda sé
staða þeirra önnur en Glitnis í
starfsmannamálum.
Samræmdum | 4
„Svartur dagur
fyrir starfsmenn“
Í HNOTSKURN
» Á þessu ári hefur starfsfólkiGlitnis fækkað um 255.
» Í fyrra fjölgaði starfsfólkibankans um ríflega 300 og er
starfsmannafjöldi því nú orðinn
svipaður og í byrjun 2007.
Alls hefur starfsmönnum Glitnis fækkað um 255 frá áramótum
SETTUR saksóknari í Baugsmálinu
svonefnda lagði áherslu á sönnunar-
gildi þeirra tölvubréfa sem fyrir
lægju í málinu þegar málflutningur
hófst í Hæstarétti í gær. Sigurður
Tómas Magnússon sagði engar vís-
bendingar hafa komið fram um að
tölvubréfin væru fölsuð og átta sér-
fræðingar hefðu sannreynt það. Því
teldi hann að um mjög áreiðanleg
gögn væri að ræða.
Málflutningur heldur áfram í dag
þegar verjendur sakborninga ræða
sína hlið á málinu. | Miðopna
Ófölsuð
tölvubréf
Wake me up >> 45
Komdu í leikhús
Leikhúsin í landinu
„ÞETTA er verkefni sem er búið að vera í gangi á áttunda ár. Við merkjum
bæði fugla á Írlandi og hér með litmerkjum. Við erum að fylgjast með lífs-
háttum þeirra og öllu sem þeim viðkemur,“ segir Guðmundur A. Guð-
mundsson, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, um merkingar á
margæsum á Álftanesi síðustu árin.
Guðmundur segir gæsirnar merktar með greinilegum litmerkjum svo
þær þekkist úr mikilli fjarlægð og að gervihnattasendir sé festur á sumar
þeirra svo hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra.
Að sögn Guðmundar var útvarpsstöðin BBC4 með beina útsendingu frá
Álftanesi í fyrradag, í þætti sem er hluti af vikulegri dagskrá um farfugla
og önnur dýr sem ferðast um langan veg. Hann segir margæsastofninn nú
vera í góðum vexti.
Fylgst með mar-
gæsum á gervihnetti
Morgunblaðið/RAX
Merking Fuglafræðingarnir Kendrew Colhoun (f.v.), Guðmundur A. Guðmundsson og Jón Gunnar Jóhannsson.
Merking margæsa á Álftanesi í beinni útsendingu BBC4
Litmerkja fugla á Írlandi og hér á landi
SKULDBINDINGAR ríkissjóðs
vegna eftirlauna ráðherra og alþing-
ismanna meira en tvöfölduðust á ár-
unum 2000-2006. Þetta er mun meiri
hækkun en lífeyrir opinberra starfs-
manna hækkaði um á sama tíma.
Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs
vegna alþingismanna og ráðherra
námu í árslok 2006 8.668 milljónum og
miðað við hækkun síðustu ára má
gera ráð fyrir að þessar skuldbind-
ingar hafi um síðustu áramót verið
farnar að nálgast 10 milljarða.
Frá 2000 til 2006 hækkuðu lífeyris-
skuldbindingar ríkissjóðs vegna ráð-
herra um 127% og 105% vegna al-
þingismanna. Á sama tímabili
hækkaði vísitala lífeyris opinberra
starfsmanna sem Hagstofan mælir
um 68% og launavísitalan hækkaði
um 51%. Meginskýringarnar á þess-
um miklu hækkunum eru því hækkun
launa alþingismanna og ráðherra og
aukin lífeyrisréttindi sem fylgdu nýj-
um lögum um eftirlaun æðstu emb-
ættismanna þjóðarinnar árið 2003. | 8
Hækkuðu
um 127% á
sex árum
Morgunblaðið/Sverrir
♦♦♦