Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
B
oris Johnson, hinn nýi borg-
arstjóri í London, ætlar
ekki að sitja auðum hönd-
um. Hann er strax farinn
að herja á ýmsa ósiði borg-
arbúa. Rétt eftir að hann tók við starfi
bannaði hann meðferð áfengis í lestum
og strætisvögnum. Hann kærir sig ekki
um að almenningssamgöngur séu not-
aðar til að sulla í brennivíni. Mér finnst
þetta ágætt framtak hjá honum. Mér
finnst líka alveg prýðilegt að slíkt komi
frá róttækum íhaldsmanni. Þótt íhalds-
menn séu jafnan sammála um það að
frelsi manna skuli vera meginregla og
ekki skuli frá því hvikað, verða menn að
gæta að frelsi annarra um leið og boð og
bönn eru sett.
Nokkuð hefur verið fjallað um reyk-
ingar í porti skemmtistaðarins Apóteks-
ins undanfarið og þá hvernig háreysti frá
reykingarmönnum um miðjar nætur
hefur raskað friði sofandi hótelgesta í
næsta húsi. Það ástand er ágætt dæmi
um að menn verða að virða rétt annarra
til næturfriðar, um leið og aðstæður eru
skapaðar fyrir hina, sem vakandi eru og
þurfa að reykja. Er endilega víst að það
eigi að vera verkefni eigenda hótels og
skemmtistaðar að semja um slíkt? Var
það ekki ríkið sem setti þetta reyking-
arbann á? Þetta dæmi vitnar um það
hversu erfitt er oft að framkvæma boð
og bönn opinberra aðila. Er þetta til-
tekna mál í grunninn skipulagsmál eða
er þetta eingöngu mál okkar borgaranna
sem byggjum þetta land? Verða menn
ekki að hugsa svona hluti lengra og í
þessu tilfelli borgarstjórn að taka málið,
sem virðist í fyrstu frekar léttvægt
a.m.k. fyrir okkur sem erum laus við
reykingar, til einhvers konar útfærslu á
skipulagsstigi?
Ástandið í borgarstjórn Reykjavíkur
hefur verið með miklum endemum það
sem af er þessu kjörtímabili. Og það eiga
allir flokkar sök á þeim glundroða sem
einkennt hefur tímabilið. Það er hjákát-
legt að heyra andstæðinga núverandi
meirihluta tala með miklum fyrirlitning-
artón um það hvernig núverandi stjórn-
arsamstarf varð til. Þar er gjarnan grip-
ið til þess að sjálfstæðismenn hefðu
gabbað Ólaf F. til samstarfs. Hvernig
var þetta í 100 daga meirihlutanum? Var
Björn Ingi Hrafnsson ekki í meirihluta
með sjálfstæðismönnum þegar hann allt
í einu komst ekki á fund af því að hann
var að mynda nýjan meirihluta? Má þá
ekki með sama hætti segja að hann hafi
varið gabbaður? Svona röksemdarfærsla
nær auðvitað engri átt. Það sem hefur
fyrst og fremst einkennt þetta kjör-
tímabil er tortryggni milli flokka og
manna sem hefur gengið svo langt, að
sitjandi meirihlutar hafa ekki komið sér í
gegnum erfið mál án þess að allt fari í
loft upp. Það verður að gera þá kröfu til
kjörinna fulltrúa að þeir leysi þau verk-
efni sem þeim eru falin og setji hags-
muni samfélagsins fremst.
En því miður er staðan þannig núna,
að flokkarnir í Reykjavík nota hvert
tækifæri til að berja hver á öðrum og
reyna að gera hvert einasta mál tor-
tryggilegt. Dæmi er að nýlega voru boð-
aðar breytingar á Mannréttindastofu
Reykjavíkurborgar. Fréttaflutningurinn
af þessum breytingum var með þeim
hætti að engin leið var fyrir utanaðkom-
andi fólk að átta sig á um hvað málið
snerist. Minni hlutinn í borgarstjórn
túlkaði þessar breytingar þannig að
ráðamenn í Reykjavík hefðu engan
áhuga á málaflokknum! Samt, þegar
grannt var skoðað, var engin ástæða til
slíkra upphrópana. Allur þessi órói í
borginni gerir ekkert annað en að grafa
undan höfuðborg landsins. Hver hefur
áhuga á því að tala fallega um höf-
uðborgina meðan kjörnir fulltrúar berj-
ast svona eins og gert hefur verið? Það
er löngu tímabært að þessum látum linni
og það skapist sæmilegur vinnufriður í
Reykjavík.
Það eru ærin verkefni í miðborg
Reykjavíkur. Endalausir skemmtistaðir,
hávaði og læti flestar nætur. Heilu húsa-
raðirnar standa tómar við Laugaveg.
Einhver hvíslaði að mér um daginn að
það liti út fyrir að Laugaveginum hefði
verið stolið! A.m.k. vantar fólk og líf í auð
hús og fæstir vita hvenær úr rætist. Nú
er búið að ráða framkvæmdastjóra mið-
borgarinnar. Hann mun án efa hafa nóg
að gera. En það væri líka gagnlegt ef
borgarfulltrúar segðu íbúum Reykjavík-
ur og landsmönnum öllum hvað þeir ætla
sér með miðborgina. Er ekki nær að
snúa sér að því hvernig starfsemi í þessu
elsta hverfi Reykjavíkur eigi að vera
háttað, hvernig Laugavegurinn eigi að
þróast, í stað þess að stofna til deilna um
flugvöllinn í Vatnsmýrinni? Boris John-
son beið ekki boðanna. Kannski menn
ættu að taka sér það til fyrirmyndar.
London og Reykjavík
»En því miður er staðanþannig núna, að flokk-
arnir í Reykjavík nota
hvert tækifæri til að
berja hver á öðrum og
reyna að gera hvert
einasta mál tortryggilegt.
PISTILL
Ólöf
Nordal
Hljóðpistlar Morgunblaðsins,
Ólöf Nordal les pistilinn
HLJÓÐVARP mbl.is
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„ÉG hef engan hitt ennþá á þessari
þriggja daga yfirreið sem ekki vill að
afgreiðslu þessa máls [matvælalög-
gjöf] verði frest-
að,“ sagði Stein-
grímur J.
Sigfússon, for-
maður Vinstri-
hreyfingarinnar –
græns framboðs,
en þingflokkur
VG hefur undan-
farna daga heim-
sótt fyrirtæki og
haldið fundi um
matvælaöryggi og
framtíð íslensks landbúnaðar.
Þingmenn flokksins hafa heimsótt
stofnanir og fyrirtæki í Reykjavík,
Akureyri, Skagafirði, Húsavík og á
Suðurlandi síðustu daga. Auk þing-
mannanna sækja fundina ýmsir aðilar
úr landbúnaði og tengdum greinum,
m.a. dýralæknar og forystumenn úr
verkalýðshreyfingu og neytendamál-
um.
„Við leggjumst alfarið gegn því að
þetta verði afgreitt núna og viljum
skoða leiðir til að styrkja varnir inn-
lendrar framleiðslu og ekki síst
tryggja matvælaöryggi, en af því höf-
um við talsverðar áhyggjur í tengsl-
um við þetta mál. Það hefur náðst
glæsilegur árangur hér á landi í sýk-
ingavörnum. Við höfum nánast náð að
útrýma salmonellusmiti úr kjúkling-
um. Það hefur náðst mjög góður ár-
angur í því að verjast kamfýlósýking-
um. Almennt séð er íslensk vara af
miklum gæðum og mjög örugg og við
viljum ekki stofna því í hættu og telj-
um mjög slæmt ef Ísland þarf að fara
út í þá breytingu að samþykkja óheft-
an innflutning á hráum vörum.“
Lágmarka sýkingarhættu
Steingrímur sagði að VG vildi helst
hafa óbreyttar reglur um þetta efni,
en ef ekki ætti að skoða betur hvaða
varnir við getum verið með til að
tryggja heilnæmi vörunnar og lág-
marka sýkingarhættu. Hann sagði
m.a. þörf á að skoða betur hvernig
þessum málum væri hagað annars
staðar á Norðurlöndunum, en ýmis-
legt benti til að áformað væri að inn-
leiða þessa löggjöf með opnari hætti
hér en í Noregi.
Bæði landbúnaðarráðherra og for-
sætisráðherra hafa sagt að óhjá-
kvæmilegt væri að taka upp þessa
löggjöf hér á landi því annars myndi
það hafa áhrif á útflutning á landbún-
aðar- og sjávarútvegsvörum okkar.
Steingrímur sagði að afar takmark-
aðar upplýsingar og gögn hefðu bor-
ist frá stjórnvöldum um hvaða kröfur
Evrópusambandið hefði sett fram
varðandi þetta mál og hvernig okkar
samningamenn hefðu mætt þeim.
„Það er í hálfgerðum sögusagnastíl
hvaða áhrif það hefði ef við innleiðum
þetta ekki. Það er allavega ljóst að við
getum tekið okkur meiri tíma til að
skoða þetta,“ sagði Steingrímur.
Allir telja eðlilegt að fresta
afgreiðslu frumvarpsins
Steingrímur J.
Sigfússon
PÁLL Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits-
ins, tók á móti viðurkenningu úr hendi Árna M. Mathie-
sen fjármálaráðherra í gær, en Samkeppniseftirlitið
hefur verið valið ríkisstofnun til fyrirmyndar árið
2008. Horft var til stefnumótunar, framtíðarsýnar og
markmiðasetningar við ákvörðun um valið og þótti
dómnefnd margar stofnanir geta tekið sér Samkeppn-
iseftirlitið til fyrirmyndar. 15 stofnanir tóku þátt.
Ljósmynd/Fjármálaráðuneytið
Samkeppniseftirlit til fyrirmyndar
EINAR K. Guðfinnsson landbún-
aðar- og sjávarútvegsráðherra segir
að það hafi reynst flóknara og tíma-
frekara verk að semja frumvarp
sem breytir gjaldtöku greiðslumiðl-
unar sjávarútvegsins en hann taldi.
Framkvæmdastjóri LÍÚ sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
LÍÚ vildi afnema þessi lög, en um-
rædd gjöld renna m.a. til LÍÚ og
samtaka smábátasjómanna.
Umboðsmaður Alþingis komst
fyrir nokkrum árum að þeirri niður-
stöðu að gjaldheimta sem tengist
greiðslumiðlun sjávarútvegs stæðist
ekki stjórnarskrá. Í framhaldinu
var skipuð nefnd sem fór yfir þessi
mál, en hún komst að sömu nið-
urstöðu. „Í framhaldi af því freist-
uðum við þessi í sjávarútvegsráðu-
neytinu að finna niðurstöðu sem
fæli í sér að lögin stæðust stjórn-
arskrána en um leið að þau tryggðu
rekstrargrundvöll hagsmunasam-
takanna í landinu. Ég hafði vænst
þess að á þessu vetri sem er að líða
tækist mér að leggja fram frumvarp
sem tæki á þessu, en málið hefur
reynst flóknara og umsvifameira
heldur en ég gerði ráð fyrir. Ég tel
að skipti miklu máli fyrir okkur að
skilja ekki við þetta öðru vísu en
þannig að hagsmunasamtökin hafi
tekjulegan grundvöll. Þessi niður-
staða er einfaldlega ekki fengin
ennþá,“ sagði Einar.
Flóknara en ég
gerði ráð fyrir
FYRIR skömmu héldu Náttúrustofa
Suðurlands og Þekkingarsetur Vest-
mannaeyja opið málþing um ástand
lunda- og sandsílastofnanna við
Vestmannaeyjar. Þar kom m.a. fram
að þrjá árganga vantar orðið í lunda-
stofninn í Vestmannaeyjum vegna
lélegrar nýliðunar árin 2005, 2006 og
2007.
Lagt var til að vegna þessa verði
veiði mjög takmörkuð í ár og jafnvel
að algjört veiðibann verði sett á.
Þetta eru aðeins tillögur og þótt
fundarmenn hafi ekki allir verið sátt-
ir við þessar hugmyndir er greinilegt
að lundakarlar taka niðurstöður vís-
indamanna mjög alvarlega og eru til-
búnir að fara í samstarf um aðgerðir
til varnar lundanum.
Félag bjargveiðimanna brást við
þessu á fundi í gær. Í frétt af fund-
inum segir að vegna óska bæjaryf-
irvalda um að Bjargveiðifélag Vest-
mannaeyja leggi fram ráðgjöf um
hvernig lundaveiði verði háttað sum-
arið 2008 hafi eftirfarandi tillaga
verið samþykkt:
„Fundurinn leggur til að lunda-
veiðar í Vestmannaeyjum skuli ekki
hefjast fyrr en 10. júlí og standi til
31. júlí. Annar fundur verði haldinn
sunnudaginn 27. júlí og þar verði
tekin ákvörðun, í samvinnu við sér-
fræðinga Náttúrustofu Suðurlands,
um framhald veiða eftir þjóðhátíð.“
Að lokum hvatti félagið veiðimenn
í Eyjum til að halda veiðinni í lág-
marki og láta lundann njóta vafans.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Fundur Lundaveiðimenn taka niðurstöður vísindamanna alvarlega.
Leggja til mjög tak-
markaða lundaveiði