Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.05.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 29 UNDANFARNA mánuði hefur óáran hin mesta gengið yfir íslenska þjóð. Barlómurinn og harmakveinin fara sívaxandi. Þjóð sem búin er að lifa lúxuslífi meðal þjóðanna í mörg ár þolir illa mótlætið sem nú steðjar að. Menn falla hver um annan æp- andi og kvartandi; ónýt króna, of hátt bensínverð, húsnæðismark- aðurinn hruninn, bank- arnir fara á hausinn, ganga í Evrópu- bandalagið strax o.s.frv. Vesalings krónan okkar fær duglega á baukinn. Þessum gjald- miðli okkar, sem er bú- inn að veita okkur óstöðvandi útsöluverð á erlendum varningi og þjónustu í áraraðir, er nú allt til foráttu fund- ið. Raddir um inngöngu í ESB og upptöku evrunnar verða æ háværari og virðist vera orðið ein- hvers konar galdra-„trikk“ til þess að koma á góðærinu aftur. Ég er ekki með þessu að gera lítið úr al- varleika þess að þurfa að berjast við ónýtan gjaldmiðil sem helst líkist pókerpeningum, þó svo pókerspil sé bannað með lögum hér á landi. Það sem ég gagnrýni er hugsunarhátt- urinn. Fólk vill ganga í ESB til þess eins að fá evruna, skítt með allt hitt. Hér gleymist algjörlega að inn- göngu í ESB fylgja margar kvaðir og skyldur, ótengdar því hvaða gjaldmiðill er notaður. Mér hrýs hugur við að þessi litla frjálslynda þjóð beygi sig alfarið undir alræð- isstjórnina í Brussel. Fyrir hverju barðist Jón Sigurðsson þá? Íslensk þjóðarsál er einfaldlega þannig að hún er sjálfstæð og lætur ekki segja sér fyrir verkum. Að ganga að fullu í ESB væri því einskonar henti- hjónaband bara til að ná í evruna. Lítil hamingja í slíku hjónabandi. Hvað er þá til ráða fyrst krónan er ónýt? Okkur Íslendingum hættir mjög til að bera okkur saman við grann- ríkin, hvað menn gera til úrlausnar hinum ýmsu vandamálum, í Svíþjóð, Bretlandi o.s.frv.? Er það eðlileg hugsun? Íslenskt samfélag er mun minna en samfélög grannríkjanna auk þess eru hér efnahags- og auð- lindaforsendur gjörólíkar að mörgu leyti. Nægir þar að nefna hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa, stærð banka m.v. stærð ríkis o.s.frv. Af hverju horfum við ekki frekar til smæðar okkar og sérkenna og reynum að færa okkur þau í nyt, í stað þess að horfa alltaf á hvað menn gera hinum megin við hafið. Þetta er eins og lítill krakki sem tekur foreldra sína sér til fyr- irmyndar, hversu gallaðir sem for- eldrarnir eru? Af hverju sýnum við ekki meira frumkvæði með því að færa okkur í nyt sterka sérstöðu okkar? Ástæður þess að sama þjóðfélag kýs að hafa aðeins einn gjaldmiðil eru m.a. þær að það var reiknings- lega og bókhaldslega einfaldara og flest ríki reka þann infrastrúktúr að hafa seðlabanka sem eins konar stjórntæki á viðkomandi gjaldmiðli. Eru þessar forsendur enn fyrir hendi? Íslenskir bankar hafa vaxið gríð- arlega undanfarin ár, þessari þjóð til mikilla heilla. Þeir hafa vaxið svo að velta þeirra og umsvif er orðið miklu meira en ríkisins. Berlega hefur komið í ljós síðustu mánuðina að seðlabankinn hefur litla stjórn á krónunni og ríkið mun ekki megna að hlaupa undir bagga með bönk- unum ef alvarlega sígur á ógæfu- hliðina hjá þeim. Íslendingar voru fljótir að til- einka sér tölvutæknina. Hér er net- notkun almennari og meiri en víðast hvar annars staðar. Rafræn við- skipti eru í algleym- ingi og æ sjaldgæfara að seðlar sjáist í við- skiptum. Allir gjald- miðlar eru í eðli sínu eins. Eins og vega- lengd er jafnlöng hvort sem hún er mæld í kílómetrum eða mílum, þá eru verðmæti þau sömu hvort sem mæliein- ingin er krónur, doll- arar eða evrur. Hvaða máli skiptir þá hvort lengdin er mæld í metrum eða tommum, upp- hæð í evrum, krónum eða jenum? Við höfum tölvutæknina sem sér um að breyta upphæðum úr einum gjaldmiðli í annan án þess að við þurfum einu sinni að hugsa um það. Hver kannast ekki við það að versla í erlendri vef-verslun og greiða með greiðslukorti sínu í dollurum eða evrum og fá svo reikninginn í ís- lenskum krónum? Hvað nú ef Bónus hætti að verð- leggja vörur sínar í krónum og mundi breyta öllum verðmerkingum yfir í evrur eða dollara. Hvað mundi gerast? Svarið er einfalt: Ekkert mundi gerast! Mælieiningin er bara breytt. Hvort laun eru greidd í krónum, evrum eða dollurum gæti verið samningsatriði hverju sinni og mynt lána eftir þörfum og kjörum. Vísi að slíku höfum við nú þegar. Getur verið að forsendur þess að halda í einn þjóðargjaldmiðil séu einfaldlega brostnar? Því er spurt hvort ekki megi í stað þess að ganga í ESB, bara til að taka upp evruna, allt eins gefa gjaldmiðilinn frjálsan? Er hættulegt að vera með fjöl-gjaldmiðla-efnahagskerfi? Und- irritaður er ekki hagfræðingur né viðskiptafræðingur. Það er þessara stétta að taka þessa hugmynd og segja til um kosti, galla og fram- kvæmanleika. Sé þetta gerlegt mætti skapa hér nýja gerð efnahagskerfis, öðrum þjóðum til fyrirmyndar, í stað þess að horfa alltaf til hvað aðrir eru að gera. Efnahagur þessarar þjóðar gæti blómstrað sem aldrei fyrr í af- ar sveigjanlegu hagkerfi. Er fýsilegra að skríða varanlega undir pilsfaldinn hjá mömmu ESB þegar skórinn kreppir aðeins? Íslensk þjóð barðist fyrir sjálf- stæði sínu í margar aldir og fékk loks sjálfstæði. Glötum því ekki fyr- ir eina evru. Í krafti smæðar Þröstur Jónsson skrifar um upptöku evru Þröstur Jónsson »Ætlum við að ganga í Evrópubandalagið til þess eins að taka upp nýjan gjaldmiðil? Get- um við nýtt sérstöðu okkar til lausnar gjald- miðilsvandanum? Höfundur er frumkvöðull og rafmagnsverkfræðingur. Snyrtisetrið ehf. Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík S. 533 3100 (Heilsuverndarstöðin) Okkar frábæra tækni eykur starfsemi kollagens - og færir árin til baka Húsin á Hæðinni Raðhúsin okkar léku aðalhlutverkið í Hæðinni á Stöð 2. Notið tækifærið og sjáið þau fullbúin innréttingum, gólfefnum og húsgögnum. Húsin á hæðinni til sýnis í dag frá kl. 14–18 www.arnarnes.is Húsakaup | Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnad. löggiltur fasteignasali Árakur 17–25 FIMMTUDAGURINN 15. MAÍ FÖSTUDAGURINN 16. MAÍ Reykjavík • Valhöll • kl. 17.15 Björn Bjarnason, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Þórlindur Kjartansson á fundi um Evrópusambandið og Ísland. Vogar • Tjarnarsalurinn • kl. 20.00 Árni M. Mathiesen og Björk Guðjónsdóttir fara yfir stjórnmálaviðhorfið og málefni kjördæmisins. TÖLUM SAMAN Sjálfstæðismenn bjóða til fundar víðs vegar um landið Reykjavík • Thorvaldsen Bar • kl. 12.00 Birgir Ármannsson og Erla Ósk Ásgeirsdóttir á hádegisfundi um málefni Kína, Tævan og Tíbet. LAUGARDAGURINN 17. MAÍ Reykjavík • Valhöll • kl. 10.30 Laugardagsfundur með Geir H. Haarde í Valhöll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.