Morgunblaðið - 15.05.2008, Side 30

Morgunblaðið - 15.05.2008, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Benidorm 4. eða 11. júní frá kr. 44.990 Aðeins örfáar íbúðir í boði Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Benidorm 4. eða 11. júní. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Bjóðum örfáar íbúðir á Viña del Mar, einum af okkar vinsælustu gististöðum, með frábæra staðsetningu í hjarta Benidorm. Skelltu þér til Benidorm og njóttu lífsins á einum af vinsælustu gististöðum Heimsferða. M bl 10 03 29 3 Verð kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Viña del Mar í viku. Aukavika kr 15.000. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Viña del Mar í viku. Aukavika kr. 15.000. Frábært sértilboð - Viña del Mar Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is EINN þáttur lýðræðis er að reglu- lega fer fram framsal milli kynslóða á ákvörðunarvaldi þjóðarinnar. Því fylgir að þeir sem taka við valdinu skuli vernda sameiginlegan rétt okk- ar og fullveldi. Grunnur friðar meðal þjóðarinnar felst í þessu framsali og lögræði til að tryggja rétt ein- staklinga og hagsmunahópa. En hér verður á stundum sá misbrestur, að hávaðasamt fólk, sem þykist vera að gera rétt, krefst mjög mikils hluta ráðstöfunarfjár, til að halda fram víkjandi hagsmunum. Þar fyrir utan gerir hávaðasamt fólk, án skýr- greindra tillagna um aðra valkosti, kröfu um að banna og ekki megi eða eigi að gera. Þetta fólk segist vera að gera vel, en ef á er hlustað, þá er um að ræða hrottalegar aðfarir að hags- munum almennings. Sem dæmi má taka, að krafa er uppi um að grafa göng við milljarða aukakostnað undir sundin frá Reykjavík, í staðinn fyrir að gera miklu ódýrari brú. Ætluð góðforsenda er að sjónmengun verði af þeirri brú. En við skulum setja upp aðra góðforsendu, miklum meiri- hluta fólks er vitsmunalega misboðið, að eyða vegafé vegna viðkvæmni í sjóntúlkun. Og það svo miklu, að nær dugar til að tvöfalda leiðina austur fyrir fjall eða greiða Vaðlaheið- argöng, þar sem samgöngubætur eru brýnar. Í annan stað, þá segja góð- hrottar það eigi að færa Reykjavík- urflugvöll, sem sé gera að engu ágæta fjárfestingu og byggja fram- tíðarslúmm í staðinn, sem eyðir virði miðbæjar, Þingholta og nálægs aust- ur- og vesturbæjar. Fín plön segja ekki alla söguna, lóðir yrðu dýrar, til að ná peningum til baka verður að byggja mjög margar íbúðir. Það ger- ir allt svæðið að slúmmi í framtíðinni. Síðan á að stækka Landspítalann, en aðgengi að honum utan að landi mundi mjög versna, því þyrfti helst að færa hann einnig að nýju flugvall- arstæði. Vegna þessa, þá er Vatns- mýrin sem byggingarland í stað flug- vallar ekki bara einskis virði, heldur á margföldu neikvæðu virði. Slúmm- myndun í Vatnsmýrinni mundi rústa fasteignaverði í nágrenninu. Ráða- menn ættu að taka eftir, að til þess að greiða ægilegt lóðaverð í Vatnsmýri, þá þarf tekjumikla starfsemi að hluta, það þýðir aukningu skrílvæð- ingar, sem miðbærinn varð fyrir vegna fíkniefna og fjölda nætur- skemmtistaða. Þessu fylgir einnig að veðbærni eigna í nágrenni flugvall- arins lækkar, því ætti fólk sem þar á eignir að gæta hagsmuna sinna og gefa skýr skilaboð um að flugvöll- urinn verði áfram. Og helst með sér flugafgreiðslu beint inn á Landspít- alann. Ráðamönnum ber að skoða heildaráhrifin fyrst, að góðhrottar gargi, það er aukaatriði. ÞORSTEINN HÁKONARSON, öryrki. Varist góðhrotta Frá Þorsteini Hákonarsyni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 NÚ ERU níu mánuðir liðnir frá því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands kom í heiminn. Stjórnvöld hafa ekki dregið dul á að henni er ætlað mik- ilvægt hlutverk. Miðstöðin naut þeirra forréttinda að erfa dýrmæta þekkingu við samein- ingu tveggja rótgró- inna rannsóknastofn- ana og er sá grunnur nýrri stofnun mik- ilvægt veganesti. Fyrstu níu mánuðirnir af æviskeiði Nýsköp- unarmiðstöðvar Ís- lands sýna hins vegar og sanna að stundum er heildin stærri en summa hlutanna. Við fæðingu Nýsköp- unarmiðstöðvar, 1. ágúst 2007, leystist úr læðingi mikill sköpunarkraftur í fyrirtækjamenn- ingu miðstöðvarinnar. Fyrsti árs- fundurinn, sem haldinn verður í dag, 15. maí, endurspeglar þennan sköp- unarkraft og er til vitnis um að nú eru nýir tímar að hefjast í nýsköpun á Ís- landi. Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er að styðja við nýsköpun og efla framgang nýrra hugmynda í ís- lensku atvinnulífi. „Nýsköpun“ er ekki bara tískuorð. Nýsköpun er for- senda fjölbreytni í atvinnulífinu og undirstaða sterkrar samkeppn- isstöðu þess. Og það sem meira er: mótefni gegn efnahagserfiðleikum sem herja á ef öll eggin eru sett í sömu körfuna. Nú þegar ný lægð skellur á íslensku atvinnulífi er enn mikilvægara en áður að hlúa að ný- sköpun og beina sjónum að nýjum tækifærum. En hvernig ætlar Nýsköp- unarmiðstöð að sinna hlutverki sínu og styðja við nýsköpun í orði og á borði? Starfsemi Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands spannar allt frá nám- skeiðum í stofnun og rekstri fyr- irtækja til metnaðarfullra rannsókna á sviði orkutækni. Kjarnasvið mið- stöðvarinnar eru tvö: NMÍ-Impra veitir öfl- uga stuðningsþjónustu fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki og NMÍ-Tækni sinnir rannsóknum og tækni- ráðgjöf á sviði mann- virkja, framleiðslu, líf- og efnistækni, efna- greininga og orku. Þetta samspil tækniþekkingar og viðskiptavits er ein- mitt lykillinn að vel- gengni Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands á komandi árum. Því fleiri snertifletir við at- vinnulífið, þeim mun öflugri áhrif. Sú flóra sem finnst á starfs- stöðvum miðstöðvarinnar – Reykja- vík, Akureyri, Ísafirði, Vest- mannaeyjum og Höfn – er í raun bara tvær hliðar á sama peningnum. Ein hliðin snýst um það að tryggja að einstaklingar og fyrirtæki fái stuðn- ing til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd, hvort sem um er að ræða nýjung innan starfandi fyr- irtækis, nýja vöru eða nýtt fyrirtæki. Á Frumkvöðlasetri Nýsköp- unarmiðstöðvar fá stórfyrirtæki framtíðarinnar aðstöðu og faglega þjónustu sem gefur þeim forskot í erfiðum heimi. Mikilvægt er að virkja frumkvöðlaeðli Íslendinga og nýta mannauðinn til fullnustu því það hef- ur ekki bara góð áhrif á hagvöxtinn heldur einnig á hamingjuvísitöluna. Hin hliðin á nýsköpunarpen- ingnum snýr að framtíðinni. Að bregðast við aðstæðum í núinu er ekki nóg. Við verðum líka að hugsa fram í tímann, greina aðsteðjandi hættur og koma auga á sóknarfærin í íslensku atvinnulífi. Þessi lang- tímasýn á nýsköpun krefst örlítillar fyrirhyggju og öflugra rannsókna. Vísindamenn NMÍ-Tækni leggja lóð á vogarskálarnar hvað þetta varðar og hefur miðstöðin einsett sér að vera leiðandi á völdum sviðum rannsókna og þróunar á heimsvísu. Eins og fram hefur komið teygir Nýsköpunarmiðstöð Íslands anga sína víða. Til að starf hennar verði sem árangursríkast þarf miðstöðin að vera í góðum tengslum við samstarf- aðila úr atvinnulífinu, háskólasamfé- laginu og öðrum rannsóknastofn- unum víða um heim. Við kappkostum að vera sveigjanleg og snögg að bregðast við með nýjum lausnum. Síðast en ekki síst er miðstöðin vett- vangur fyrir frjóar hugmyndir. Rúðustrikað hugarfar er eitur í bein- um Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Nýir tímar í nýsköpun á Íslandi Rósa Signý Gísladóttir skrifar um hlutverk Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands Rósa Signý Gísladóttir »Nú eru níu mánuðir liðnir frá því að Ný- sköpunarmiðstöð Ís- lands kom í heiminn. Stjórnvöld hafa ekki dregið dul á að henni er ætlað mikilvægt hlut- verk. Höfundur er markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. ÞESSA dagana er þess minnst að 60 ár eru liðin frá því að Ísraelsríki var stofnað. Tilurð hins nýja Gyðingaríkis á sínum tíma naut al- menns stuðnings í Evrópu, en Palestínu- menn upplifðu at- burðina sem stór- felldar hörmungar eða Nakba á þeirra máli. Ályktanir Allsherjar- þings SÞ á hverju ári allt frá árinu 1949, um rétt flóttafólksins til að snúa heim aftur og til bóta fyrir sinni missi, hafa engu um það breytt, heldur ekki alþjóðlög, mannúðar- og mannrétt- indasáttmálar sem kveða skýrt á um rétt flóttafólks til að snúa heim aftur. Þessi sextíu ár eru ár mikilla hörmunga fyrir palestínsku þjóðina, bæði á herteknu svæðunum og hjá þeim sem hírast í flóttamannabúðum og hafa gert kynslóð fram af kynslóð. Á þessum árum hefur reynt á þol- rifin hjá Palestínumönnum en þjóðin hefur sýnt af sér ótrúlega þraut- seigju og þolgæði. Andspyrnan gegn hernáminu hefur tekið á sig ólík form. Framan af virtust menn trúa á að vopnuð barátta gæti skilað ár- angri, en síðustu þrjá áratugina hef- ur friðarstefna verið meginatriði hjá forystu palestínsku þjóðarinnar og fulltrúum hennar, PLO – Frels- issamtökum Palestínu. Palestínu- menn hafa lengi gert sér ljóst, að það er einungis með friðarviðræðum að réttlæt lausn næst sem tryggir báð- um þjóðum frið og svæðinu öllu. Íslensk stjórnvöld áttu sinn þátt í skiptingu Palestínu en tillagan sem samþykkt var á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 29. nóvember 1947 var lögð fram af sendiherra Ís- lands. Hún gekk út á helmingaskipti í stórum dráttum, en áður en langt um leið var hlutur Gyðinga orðinn fjórðungur landsins til viðbótar. Í stríðsátökum hafði stór hluti Palest- ínumanna flúið frá heimilum sínum og þeg- ar vopnahlé komst á í júní 1949 var skiptingin orðin þannig að 78% voru á valdi hins nýja Ísraelsríkis en 22% eftir handa Palest- ínumönnum. Það tók áratugi fyrir Palestínumenn að sætta sig við þessa skiptingu og það gerðist ekki fyrr en Ísr- aelsher hafði tekið landið allt í leift- urstríði sem stóð í sex daga í júní- byrjun 1967. Og þá áttu eftir að líða 20 ár til viðbótar þangað til Palest- ínumenn viðurkenndu Ísraelsríki innan þessara landamæra frá 1949. Það gerðist með sjálfstæðisyfirlýs- ingunni sem Yasser Arafat forseti las upp á Þjóðþinginu 15. nóvember 1988. Þar með höfðu Palestínumenn sæst á tveggja ríkja lausnina. Hamas-samtökin sem voru þá ný- stofnuð hafa ekki verið aðili að PLO og ekki verið tilbúin að viðurkenna tilvistarrétt Gyðingaríkisins Ísraels, eins og það heitir formlega. Sam- tökin hafa engu að síður verið reiðubúin síðustu árin til friðar- samninga við Ísrael á grundvelli landamæranna eins og þau voru 1967, sem er sá grundvöllur sem al- þjóðasamfélagið byggir á. For- ystumenn Ísraelsríkis hafa hins veg- ar aldrei verið reiðubúnir til að gefa upp eða semja um ákveðin landa- mæri. Í þeirri stöðu getur að sjálf- sögðu verið erfitt að viðurkenna rík- ið, ef menn vita ekki hvað er verið að viðurkenna. Deilurnar milli stærstu stjórn- málafylkinganna í Palestínu, Fatah og Hamas, spilla að sjálfsögðu mjög fyrir baráttu þjóðarinnar. Stjórnir Bandaríkjanna og Ísraels gera allt sem þau geta til að ala á þessum klofningi og þegar samningar hafa náðst milli palestínsku fylkinganna eins og gerðist nýverið á fundi í Jem- en þá hótaði Ísraelsstjórn að slíta öll- um friðarviðræðum. Staðan er erfið en í grundvall- aratriðum er palestínska þjóðin sam- einuð í baráttu sinni fyrir friði, sjálfs- ákvörðunarrétti, frelsi, fullveldi og mannréttindum. Í þeirri baráttu er palestínskt flóttafólk ekki gleymt. Á þessum tímamótum efnir Félag- ið Ísland-Palestína til opins fundar í kvöld, fimmtudag 15. maí á Kaffí Reykjavík, en þar hefst kl. 19:30 sýn- ing á margverðlaunaðri heimild- armynd eftir John Pilger, sem nefn- ist Palestine is still the issue (Palestína er enn málið). Þá flytja ræður Jón Baldvin Hannibalsson fyrrv. ráðherra og Salmann Tamimi tölvunarfræðingur. NAKBA 60 ára hernám Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar í tilefni af því að um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að Ísraelsríki var stofnað Sveinn Rúnar Hauksson »Um 750 þúsund manns hröktust á flótta frá heimilum sín- um og í dag telja Sam- einuðu þjóðirnar að nærri fimm milljónir Palestínumanna séu landflótta Höfundur er læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.