Morgunblaðið - 15.05.2008, Side 45

Morgunblaðið - 15.05.2008, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2008 45 Þjóðleikhúsið Á öllum sviðum lífsins 551 1200 | midasala@leikhusid.is Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 12:30-18:00, aðra daga vikunnar frá kl. 12:30 til 20, og alltaf klukkustund fyrir sýningu ef um breyttan sýningartíma er að ræða. Stóra sviðið Ástin er diskó - lífið er pönk Fim 15/5 6. sýn. kl. 20:00 U Fös 16/5 7. sýn. kl. 20:00 U Lau 17/5 8. sýn. kl. 20:00 Ö Fös 23/5 kl. 20:00 Ö Lau 24/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Ath. pönkað málfar Kassinn Sá hrímhærði og draumsjáandinn Þri 27/5 kl. 20:00 Gestasýning frá Beaivvá˚ leikhúsinu Smíðaverkstæðið Sá ljóti Fös 16/5 kl. 20:00 Ö Lau 17/5 kl. 20:00 Síðasta sýning 17. maí Kúlan Skoppa og Skrítla í söngleik Lau 17/5 kl. 11:00 U Lau 17/5 kl. 12:15 Ö Sun 18/5 kl. 11:00 U Sun 18/5 kl. 12:15 Sun 18/5 kl. 14:00 Ö Lau 24/5 kl. 11:00 Lau 24/5 kl. 12:15 Sun 25/5 kl. 12:15 Sun 25/5 kl. 14:00 Sun 25/5 kl. 20:11 Lau 31/5 kl. 11:00 Lau 31/5 kl. 12:15 Sun 1/6 kl. 11:00 Sun 1/6 kl. 12:15 Sun 1/6 kl. 14:00 síðasta sýn. Síðustu sýningar 1. júní Borgarleikhúsið 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Miðasala Borgarleikhússins er opin alla virka daga frá klukkan 10 og fram að sýningum á sýningardegi, annars til klukkan 18. Um helgar er opið frá kl. 12-20. Alveg brilljant skilnaður (Nýja sviðið) Lau 17/5 kl. 20:00 Sun 18/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Aðeins sýnt í mai Dauðasyndirnar-guðdómlegur gleðileikur (Litla sviðið) Lau 17/5 kl. 20:00 Sun 18/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Fim 5/6 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 20:00 Aðeins 9 sýningar Gítarleikararnir (Litla sviðið) Fim 15/5 kl. 20:00 Fös 16/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 20:00 Fös 23/5 kl. 20:00 Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Sýningum lýkur í mai Gosi (Stóra sviðið) Sun 18/5 kl. 14:00 Ö Sun 18/5 aukas. kl. 17:00 Sýningar hefjast á ný í haust Kommúnan (Nýja Sviðið) Fim 29/5 kl. 20:00 Lau 31/5 kl. 20:00 Aðeins sýnt í mai LADDI 6-TUGUR (Stóra svið) Fös 16/5 kl. 20:00 Lau 17/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Sumarnámskeið Sönglistar Mið 21/5 kl. 10:00 Mán 16/6 kl. 10:00 Mán 23/6 kl. 10:00 Mán 30/6 kl. 10:00 Mán 7/7 kl. 10:00 Hvert námskeið er ein vika Leikfélag Akureyrar 460 0200 | midasala@leikfelag.is Wake me up - LeikhópurinnBRAVÓ (Samkomuhúsið) Fös 16/5 aukas kl. 18:00 U Lau 17/5 aukas kl. 18:00 Ö Lau 17/5 aukas kl. 21:00 Ö Fim 22/5 aukas kl. 20:00 Killer Joe (Rýmið) Fim 22/5 1korta kl. 20:00 U Fös 23/5 2korta kl. 19:00 U Fös 23/5 aukas kl. 22:00 Ö Lau 24/5 3korta kl. 19:00 U Sun 25/5 4korta kl. 20:00 U Alveg brilljant skilnaður (Samkomuhúsið) Fim 29/5 1korta kl. 20:00 U Fös 30/5 2korta kl. 19:00 Ö Lau 31/5 aukas kl. 19:00 Ö Lau 31/5 aukas kl. 22:00 Hvers virði er ég? (Samkomuhúsið) Fös 23/5 gestas kl. 19:00 Ö Lau 24/5 gestas kl. 21:00 Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Fim 15/5 kl. 14:00 Ö ath. br. sýn.artíma Fös 16/5 kl. 20:00 Mið 21/5 kl. 16:00 Ö Fös 23/5 kl. 20:00 Ö Sun 25/5 kl. 16:00 Ö Mið 28/5 kl. 17:00 Ö ath breyttan sýn.artíma Lau 31/5 kl. 16:00 U Lau 31/5 aukas. kl. 20:00 U Fös 6/6 kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 15:00 U Lau 14/6 kl. 20:00 Sun 15/6 kl. 16:00 Lau 28/6 kl. 15:00 Lau 28/6 kl. 20:00 Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið) Lau 17/5 kl. 15:00 U Lau 17/5 kl. 20:00 Ö Sun 18/5 kl. 16:00 Ö Lau 24/5 kl. 15:00 U Lau 24/5 kl. 20:00 U Fös 30/5 aukas. kl. 20:00 U Lau 7/6 kl. 20:00 Ö Sun 8/6 kl. 16:00 U Lau 14/6 kl. 15:00 Lau 21/6 kl. 15:00 Lau 21/6 kl. 20:00 Íslenska óperan 511 4200 | midasala@opera.is Dagbók Önnu Frank Sun 25/5 kl. 20:00 Smaragðsdýpið Þri 20/5 kl. 09:00 F Þri 20/5 kl. 10:30 F Þri 20/5 kl. 20:00 Mið 21/5 kl. 09:00 F Mið 21/5 kl. 10:30 F Fim 22/5 kl. 09:00 F Fim 22/5 kl. 10:30 F Ferð án fyrirheits Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00 Þorkell Sigurbjörnsson - Afmælistónleikar Mið 4/6 kl. 20:00 Iðnó 562 9700 | idno@xnet.is Sigfúsarvaka Sigfús Daðason 80 ára Hjalti Rögnvaldssonflytur ljóð Mán 19/5 kl. 17:00 Systur Lau 17/5 kl. 20:30 Fös 23/5 kl. 20:30 Lau 24/5 kl. 20:30 Dómur Morgunblaðsins Hafnarfjarðarleikhúsið 555 2222 | theater@vortex.is Mammamamma (Hafnarfjarðarleikhúsið) Fim 15/5 kl. 20:00 Ö Sun 18/5 kl. 20:00 Ö Fös 23/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Fim 29/5 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Ambra (Borgarleikhúsið stóra svið) Fös 23/5 kl. 20:00 heimsfrums. Lau 24/5 kl. 20:00 Sun 25/5 kl. 20:00 Möguleikhúsið 5622669 / 8971813 | moguleikhusid@moguleikhusid.is Höll ævintýranna (Möguleikhúsið/ferðasýning) Fim 15/5 kl. 10:00 U Langafi prakkari (Möguleikhúsið/ferðasýning) Sun 1/6 kl. 14:00 F þingborg STOPP-leikhópurinn 8987205 | eggert@centrum.is Bólu Hjálmar (Ferðasýning) Fös 16/5 kl. 10:00 F borgaskóli Kómedíuleikhúsið Ísafirði 8917025 | komedia@komedia.is Búlúlala - Öldin hans Steins (Tjöruhúsið Ísafirði/Ferðasýning) Fim 15/5 kl. 20:00 Fim 22/5 kl. 21:00 F vagninn flateyri Fös 23/5 kl. 21:00 F baldurshagi bíldudal Lau 24/5 kl. 21:00 F einarshús bolungarvík Fim 29/5 kl. 20:00 F haukadal dýrafirði Lau 21/6 kl. 20:00 F snjáfjallasetur Forleikur (Hótel Ísafjörður/Ferðasýning) Fös 16/5 kl. 21:00 Sun 18/5 kl. 21:00 Fös 23/5 kl. 21:00 Fös 6/6 kl. 21:00 einarshús bolungarvík „ÞAÐ er í rauninni allt mögulegt, því nú eru svo margar dyr opnar fyrir íslenskt myndlistarsam- félag,“ segir Karlotta Blöndal um stöðuna í ís- lensku myndlistarlífi. Hún og Anna Júlía Frið- björnsdóttir gefa út Sjónauka: Tímarit um myndlist og eru að fylgja öðru tölublaði tímarits- ins úr hlaði. „Það þarf að passa að það sé vel séð um þau tækifæri sem bjóðast og það þarf að hugsa vel um þær fáu stofnanir sem fást eingöngu við myndlist. Það þarf skýrari stefnu frá stjórnvöld- um og öðrum sem að þessu koma um það hvernig eigi að nýta þessa grósku og þessi tækifæri.“ Tungumálið og myndlistin Yfirskrift Sjónauka er að þessu sinni „Ljóð- ræna“. „Þetta er mikið notað orð í myndlist, en hefur ekki verið mikið skilgreint,“ segir Karlotta. „Það eru viðtöl við listamenn sem fást við tungu- mál í tengslum við myndlist og bókmenntahefðina í tengslum við myndlist.“ Listamaður þessa tölublaðs er Guðný Rósa Ingimarsdóttir og hún gerði plakat af því tilefni sem fylgir blaðinu. „Með plakatinu fylgir kalki- pappír og leiðbeiningar um það hvernig er hægt að færa verkið upp á vegg hvar sem maður vill,“ segir Karlotta. Sjónauki er eina myndlistartímarit landsins, fyrir utan Artímarit sem nemar í list- fræði gáfu út í fyrsta skipti í vetur. Það að nú sé komið annað tölublað Sjónauka gefur ákveðin fyr- irheit um framhaldið. „Það er oft þannig með svona frumkvöðlaverkefni að fólk hættir eftir stuttan tíma og verkefnin brenna út. Það er oft stutt við svona verkefni til þess að koma þeim af stað, en síðan er þeim ekki fylgt eftir,“ segir Karlotta. „Þetta er náttúrlega ekki fyrirtæki sem ber sig en okkur hefur tekist að gera þetta núna tvisvar. Það vantar ákveðinn skilning á því hversu mikilvæg svona miðlun er í myndlistarstarfinu, hún skilar sér áfram í formi þekkingar og fjárfest- inga seinna meir.“ Myndlistarsagan er óskráð Áhugi á íslenskri myndlist fer vaxandi erlendis og í samræmi við það kemur blaðið bæði út á ensku og íslensku. „Það er mikill fókus erlendis frá, það er að koma hingað endalaust mikið af fólki að skoða íslenska myndlist bæði til að kaupa og sýna erlendis. Þess vegna fannst okkur vanta mið- il sem væri líka á ensku og brúaði þetta bil.“ Við vinnuna við þessi tvö fyrstu tölublöð kom það þeim í opna skjöldu hversu mikið verk er óunnið í faglegri umfjöllun um myndlist. „Þetta þýðir að það er af nógu að taka, sem er auðvitað svolítill lúxus. Myndlistarsagan er óskráð, það er í rauninni alveg einstakt að ekki sé búið að skrá- setja íslenska myndlistarsögu. En það hafa ekki verið mjög margir færir um að skrifa um mynd- list. Núna er listfræðin orðin vinsæl og eins sýn- ingarstjórnun og menningarstjórnum. Það er að koma upp kynslóð sem fæst við myndlist og mynd- listarheiminn á faglegan hátt.“ Margar dyr opnar Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Ritstjórar Karlotta Blöndal og Anna Júlía Friðbjörnsdóttir við aðsetur Sjónauka þar sem kaffistofa Samhjálpar var áður til húsa. Annað tölublað Sjónauka er að koma út. ÖLL grunnskólabókasöfn landsins fá sjónvarpsmyndina Njálssögu að gjöf á næstunni. Verkefnið er kost- að af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og menntamála- ráðuneytinu. Í myndinni er hluti Njálssögu rakinn þar sem segir frá útistöðum Gunnars á Hlíðarenda við þá Oddkel og Skammkel. „Hugmyndin á bak við þessa mynd var að gera kafla úr Njáls- sögu alveg eftir lýsingum í sög- unni,“ segir Björn B. Björnsson leikstjóri. „Það er til dæmis bardagi þarna í lokin sem er látinn gerast högg fyrir högg eins og höfundur Njálu lýsti honum. Þetta er tilraun til þess að sjá söguna eins og hann.“ Þetta átti ekki aðeins við um framvindu myndarinnar heldur búninga og leikmynd. „Við tókum upp við þjóðveldisbæinn í Þjórs- árdal, en í Njálu segir „Bær Gunn- ars var af viði gjör.“ Það þýddi að við þuftum að smíða utan um bæinn því Gunnar bjó jú í timburhúsi. Svona getur ein setning í sögu verið dýr leikmunadeildinni,“ segir Björn, en í myndinni fer önnur hlið Þjóðveldisbæjarins með hlutverk Hlíðarenda og hin Kirkjubóls. Björn segir kvikmyndagerð- armenn ekki gera nóg af því að vinna með bókmenntaarfinn og sækja innblástur í hann. „Það er partur af því að vekja áhuga þeirra á þessum sögum og halda þessum arfi lifandi að færa þetta í nýjan búning, bæði með því að gera kvik- myndir eftir sögunum og upp úr þeim. Þetta er arfur sem við eigum að vinna með, þessar bækur gulna bara inni á bókasöfnunum ef þær eru ekki lifandi í því sem við erum að búa til og gera, sérstaklega gagnvart unga fólkinu.“ Njálssaga var valin besta leikna sjónvarpsefni ársins á Edduverð- laununum árið 2004. Meðal leikara í myndinni eru Hilmir Snær Guðna- son, Helgi Björnsson og Ingvar E. Sigurðsson. Handaband Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra tekur við fyrsta disknum frá Birni B. Björnssyni leikstjóra. Högg fyrir högg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.