Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX Spýtnabrak Hellarnir hafa í gegnum tíðina verið nýttir í ýmislegan búskap. Þessi hellir í Drangsnesi var nýttur sem fjárhús á 19. öld og var í notkun langt fram á þá tuttugustu. „ÞETTA eru í raun elstu hús lands- ins og í þeim leynast menjar sem eru meðal okkar merkustu um mannaverk og mannavist um aldir og þeim ætti að sýna fullan sóma,“ segir Þórður Tómasson, safnvörður á Byggðasafninu í Skógum, um forna, manngerða hella sem víðs vegar er að finna á Suðurlandi. Allt frá Ölfusi og austur í Mýrdal eru víða manngerðir hellar á bæjum. Hellarnir eru grafnir inn í sandstein eða móberg og eru nánast óþekktir í öðrum landshlutum. Þeir hafa í gegnum tíðina verið nýttir í ým- islegan búskap. Vitað er um 200 hella á svæðinu og vafalaust leynast þar fleiri, sem enn eru samtímanum huldir. Þeir eru sveipaðir mikilli dulúð og deilt er um uppruna þeirra. Áður fyrr var vel hirt um hellana en ástand þeirra hefur versnað töluvert síðustu árin. Þó hafa einhverjir hellar hlotið náð fyrir augum íbúa eða samtaka á svæðinu og til dæmis er Hellnahellir á Landi, stærsti manngerði hellir landsins, í góðu ástandi. Viðhald löngu tímabært Sumir hellanna eru ævagamlir. Sögur um búsetu í Hrútshelli við Drangshlíðarfjall ná til að mynda aftur til landnámsaldar til Hrúts á Hrútarfelli. Árni Johnsen, alþingismaður úr Suðurkjördæmi, segir löngu tíma- bært að hlúa að hellunum. „Þetta eru merkilegar sögulegar menjar sem gætu haft mikið aðdráttarafl í ferðaþjónustu. En það þarf að bæta aðgengið að þeim og hreinsa þá. Til- valið væri til dæmis að nýta einn þeirra sem safnhelli og segja þar sögu þeirra.“ Árni segir jafnframt að einhvers konar samvinna heima- manna, Fornleifaverndar og Þjóð- minjasafns gæti reynst farsæl lausn á málinu og tryggt hellunum örugga framtíð. Fornleifavernd segir meira fjármagn verða að fást svo hægt sé að halda hellunum við. haa@mbl.is Elstu bústaðir Íslandssögunnar Umhirða Hellunum er jafnan lítið sinnt. Þó hafa sumir jarðeigendur hreins- að hella á sínum lóðum og haldið þeim vel við. Á Suðurlandi er að finna stórmerkar menj- ar um búsetu í árdaga sögu Íslands. Halldór Armand Ásgeirsson og Ragnar Axelsson fóru í hellaskoðun undir Eyjafjöllum. Svefnpláss Sögur um búsetu í Hrútshelli ná aftur til landnámsaldar. Ofarlega blasir svefnloft Hrúts við en þar reyndu þrælar hans að leggja til hans spjótum. Aðgerðin mistókst og þrælarnir fengu að súpa seyðið af því.  Ævafornum manngerðum hellum á Suðurlandi lítt sinnt  „Meðal okkar merkustu menningarsögulegu menja“  Fjármagn skortir til viðhalds MANNGERÐU hellarnir á Suður- landi eru margir ævafornir. Talið er að þeir hafi verið mótaðir allt frá landnámsöld og fram til þeirrar tuttugustu. Þó eru til fleiri hug- myndir og kenningar um uppruna þeirra. Þær eru æði misjafnar og sumar ævintýrakenndar. Einar Benediktsson, skáld og at- hafnamaður, var handviss um að elstu hellarnir hefðu verið mótaðir af írskum einsetumönnum - svo- nefndum pöpum. Í Íslendingabók segir að þeir hafi verið kristnir menn sem hér hafi búið fyrir nor- rænt landnám. Ennfremur segir í Íslendingabók að þeir hafi skilið hér eftir sig bækur og bjöllur en engar sannanir eru til fyrir því að þeir hafi klappað hellana í bergið. Eyjólfur Guðmundsson, frá Heið- arbrún í Rangárþingi ytra, segir mjög mikilvægt að rannsaka og ald- ursgreina hellana enda gæti slíkt varpað nýju ljósi á þá og jafnvel Ís- landssöguna í heild sinni. Hann veltir fyrir sér hvort Ísland hafi mögulega upphaflega verið numið af rómverskum þrælum sem upp- reisnir gerðu gegn yfirboðurum sínum í Englandi. Rómverskir peningar fundust Þeir hafi verið vanir hellagerð og skynsamlegra hafi verið fyrir þá að sigla í norður enda var Frakkland undir Rómaveldi á þeim tíma. Því til stuðnings nefnir hann að hér hafi fundist rómverskir peningar frá 200-300 eftir Krist. Papar eða Rómverjar? HRÚTSHELLIR við Drangshlíð- arfjall er mikil völundarsmíð. Hell- irinn er 15 metra langur, 5 metra breiður og lofthæð er að jafnaði um 2,5 metrar. Inni í aðalhellinum eru ýmis merki um verk manna. Í gólfi eru holur sem benda til að þar hafi verið tréstoðir og á hellisveggjum eru víða bitaför. Í hellinum á Hrútur á Hrútarfelli að hafa búið á landnámsöld ásamt þrælum sínum. Þvert á aðalhellinn liggur stúka og tvö op eru úr aðalhellinum yfir í hana. Mikil lofthæð er í stúkunni og innst í henni er að finna svefnloft Hrúts. Sagan segir að þrælum Hrúts hafi ekki líkað stjórnarhættir hans og þeir tekið sig saman um að ráða hann af dögum. Þeir brutu sér leið upp á svefnloftið gegnum að- alhellinn og ætluðu að leggja til hans með spjótum. Hrútur var þó skrefi á undan þrælum sínum, sem enda völdu sér hávaðasama aðferð til að myrða sofandi einstakling. Hann komst að ætlun þeirra, vék sér undan spjótunum og elti þá loks um nágrennið. Honum tókst að lok- um að murka lífið úr þeim öllum og ýmis kennileiti í grennd við hellinn eru nefnd eftir þeim. Spjótum lagt til húsbóndans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.