Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 10
kki er kyrrð í Mosfells- bænum þennan dag fyrir háværu suði í vélorf- um. „Þetta eru sláttumenn djöfulsins,“ segir Jón Kalman Stefánsson brosandi. „Ég loka reyndar á þessa djöfladýrkendur þarna úti og heyri þetta ekki þegar ég skrifa.“ Vinnustofan [teiknuð af Pétri Ármannssyni arkitekt] er í nýreistu garðhúsi við heimili höf- undarins í Mosfellsbæ. Hún er niðurgrafin að hluta til að ná lofthæðinni. Ekki aðeins fyrir hugsunina, heldur líka bókahillurnar. Og þetta er í fyrsta skipti í áratug sem hillur standa auð- ar. „Þetta fyllist,“ segir Jón Kalman með hægð. Það er legubekkur í öðrum enda herberg- isins. Þó ekki til þess að sofa. „Ég kann eig- inlega ekki að leggja mig á daginn,“ segir hann. „Ég hef ekki þann hæfileika. En ég leggst til að hlusta á tónlist og svo er ágætt að vinna þar á tölvuna.“ Á vesturveggnum er stór gluggi, sem skrapp þó saman um helming frá teikningum arki- tektsins. Enda er útsýnið ekkert síðra um bókahillurnar – þær þrengja ekki sjóndeild- arhringinn. Á sumrin er dregið fyrir gluggana, þar sem birtan getur verið óþægileg, en stund- um á veturna þykir Jóni Kalmani notalegt að draga þau frá. „Þá eru trén svört – það þykir mér fallegt.“ Á skrifborðinu er blýantur og blöð með smáu letri, sem er nánast ólæsilegt, og þar er orð- unum raðað í næstu skáldsögu. „Ég skrifa nátt- úrlega fyrsta uppkast með blýanti,“ segir Jón Kalman. – Náttúrlega, étur blaðamaður upp eftir hon- um. „Og les það svo yfir og byrja að slá inn á tölvu. Ég er með þannig flæðandi stíl að ég verð að halda utan um orðin um leið og ég set þau á blað. Ef ég myndi slá beint inn á tölvu, þá myndu þau bara flæða um allt og verða form- leysa. En það er margt sem maður skrifar bara fyrir vindinn eða ruslatunnuna, og líklega hendi ég að minnsta kosti helmingnum af því sem ég skrifa.“ – Það er mikilvægt að eiga gott strokleður? „Já, það er jafnmikilvægt og blýanturinn. Yf- irleitt nota ég það mikið. Stundum næ ég stemmningu eða senu sem rétt þarf að pússa, en það er þó aldrei að vita hvað ratar inn á end- anum. Maður er kannski þrjár vikur að vefa inn senu og er ánægður með hana, en eftir mánuð er hún komin í ruslið. Mesta vinnan er að stroka út.“ Jón Kalman geymir þó fyrsta uppkastið – frumskrifin. En það er „tilviljunarkennt“ hvort hann geymir annað. Og blaðamaður veitir eft- irtekt rauðri minniskompu á skrifborðinu. „Í fimmtán ár hef ég reynt að koma mér upp vinnubókakultúr,“ segir hann. „Allir alvöruhöf- undar eru með glósubók, en ég næ í mesta lagi að hálffylla þær – svo er það búið. Mér hefur þó gengið ágætlega með þessa. Yfirleitt hripa ég niður hugmyndir að senum eða stemmningu. Og ég er með hana á mér á þvælingi – reyni að muna eftir henni í bæjarferðum. Það getur ver- ið helvíti erfitt að vera fjarri heimilinu þegar orðin fara að suða í höfðinu og hvergi blað og penna að finna, þá er lífsbjörg í minnisbókinni.“ – Ertu fáanlegur til að tala um næstu bók? „Nei, ekki mikið,“ segir hann og víkur sér undan spurningunni, felur andlitið í lófunum, strýkur höfuðið, grefur hendurnar í hárinu, „þetta er hjátrú,“ heldur hann áfram, „það væri eins og að svíkja einhvern. Ég tilheyri þeim hópi höfunda sem finnst að ekki eigi að tala um óklárað verk. Það er næstum eins og að tala um skapgerð á ófæddu barni. Það eina sem ég segi núna er að þetta er einhvers konar framhald af Himnaríki og helvíti – heimur sem vex þar.“ Þrátt fyrir að Jón Kalman velji blýant, strok- leður og yddara, þá er hann með tölvu og meira að segja þráðlausa nettengingu. „Ég er tengd- ur bólunni,“ segir hann, „og varð háður tölvu- pósti um leið og ég kynntist því yndislega sam- skiptaformi.“ Á borðinu er Flautuleikur álengdar, ljóða- þýðingar Gyrðis Elíassonar, That Little Somet- hing eftir Charles Simic og gömul og slitin kaffikanna, varla að hún hangi saman. „Ég verð að hafa mína könnu,“ segir Jón Kalman til skýringar. „Hún er ellefu ára gömul og ég tek hana með mér þegar ég fer í vinnuferðir.“ Kaffi skiptir rithöfunda máli. Það er gömul saga og ný. Og þó að kaffihúsin í París séu víðs fjarri, þá er ekki það sama kaffi og kaffi. „Við erum aðeins með Bónus og Krónuna í Mos- fellsbæ. En það þarf að fara í Nóatún í Graf- arvogi eftir kaffinu mínu, möluðu espressó- kaffi, 100% Arabica.“ Ef litið er fram hjá kaffinu, þá hefst venju- legur dagur í lífi rithöfundarins þegar yngra barnið er komið í leikskólann. „Þá byrjar stíf- asta törnin; morgnarnir hafa alltaf verið aðal- vinnustundin hjá mér. Ég frumvinn á morgn- ana, enda er ég þá ferskur og einbeitingin alveg óskert. Svo er maður lullandi fram eftir degi. Það fer eftir því hvar ég er staddur í verkinu. Stundum vinn ég allan daginn og líka á kvöldin eftir að börnin eru sofnuð, en þá er verkið kom- ið það langt að ég get lesið yfir og slegið inn.“ – Hreyfirðu þig mikið? „Ég hef alltaf þurft þess. Það er eins og í mér sé hlaupandi strákur. Ég verð að hlaupa – ann- ars líður mér ekki vel. Annaðhvort hleyp ég eða sprikla í fótbolta, fer í tækin, bara hvað sem er. Kannski er ég bara smali.“ – Varstu ekki einu sinni smali? „Jú, ég var í sveit vestur í Miðdölum, og mað- ur elti kindur alla daga, þangað til þær voru reknar á fjall. Svo voru kýrnar sóttar úti í móa, það er mikil poesía í því að sækja kýr út í móa, þegar sumarið er ungt, vindurinn sefur og það eru hrossagaukar á himni. Og að sjálfsögðu fór maður í leitir á haustin.“ – Gerirðu það enn þá? „Nei, ég hef ekki farið lengi. Enda fækkar fénu sífellt og þetta er allt önnur veröld en var. En það er ógleymanleg upplifun að vera nánast aleinn í smalamennsku einhvers staðar uppi á heiðum.“ Eftir lesturinn á Himnaríki og helvíti ímynd- ar blaðamaður sér að hún sé skrifuð undir áhrifum frá Aðventu Gunnars Gunnarssonar og Gamla manninum og hafinu eftir Hemingway – sé jafnvel óður til þessara tveggja skáldverka, annars vegar óveðrið á fjöllum og hins vegar hrakningar á hafi. „Ég las Aðventu á hverju ári í fjórtán eða fimmtán ár,“ segir Jón Kalman, „og þjóðsagan segir að Hemingway hafi orðið fyrir áhrifum af Aðventu þegar hann skrifaði Gamla manninn og hafið, jafnvel að hún hafi sprottið upp af Að- ventu. Senan þegar strákurinn fer yfir fjallið er vissulega óður til Aðventu í aðra röndina, en ég var aldrei sérstakur Hemingway-maður. Ég varð reyndar á sínum tíma ástfanginn af Sun Also Rises, gleymi aldrei dásamlegri senu á há- sléttu Spánar, þeir eru tveir á ferð, minnir mig, á leiðinni á nautaatið, og kæla vínið í læk. Það er eitthvað svo sterk lífsnautn í því, og nátt- úrlega fjarri íslenskum veruleika. En svo held ég að báðir þessir höfundar hafi orðið fyrir áhrifum … “ Jón Kalman bítur í tunguna. Jón Kalman bítur í tun » Svo voru kýrnar sóttar úti í móa, það er mikil poesía í því að sækja kýr út í móa, þeg- ar sumarið er ungt, vindurinn sefur og það eru hrossagaukar á himni. Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is E Við manninn mælt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.