Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Reuters Cindy McCain Eiginkona Johns McCains er sögð horfa með jafn mikilli aðdáun á bónda sinn og Nancy Reagan horfði jafnan á eiginmann sinn, Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna 1981 - 1989. Gárungarnir töluðu um Nancy-störuna. Hugsjónakona með fortíðarskugga 29% kjósenda, höfðu neikvæða skoðun á Cindy McCain og 10% höfðu mikið á móti henni. 71% kvenna á móti 48% karla töldu eiginkonur forsetaframbjóðenda gegna mik- ilvægu hlutverki í kosningabaráttunni samkvæmt Rasmussen skoðanakönnuninni. Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur vjon@mbl.is ótt ekki væri nema vegna þess að fleiri eru fátækir en forríkir í Bandaríkjunum getur fólk frekar speglað sig í Michelle Obama, eiginkonu Baracks Obama, forseta- frambjóðanda demókrataflokks- ins, en Cindy McCain, eiginkonu Johns McCains, forsetaframbjóðanda Repú- blikanaflokksins. Sú fyrrnefnda þekkir fá- tækt af eigin raun, sú síðarnefnda fæddist með silfurskeið í munni, einkabarn for- ríkra foreldra. Báðar eru hávaxnar, fríðar og föngulegar, en þó eins og dagur og nótt; önnur dökk, hin ljós. Þá eru þær afar ólíkar í fasi auk þess sem áratugur skilur þær að í aldri. Í skoðanakönnun í byrjun júní kom í ljós að Michelle Obama féll ekki í kramið hjá 42% kjósenda og 25% höfðu mikið á móti henni. Færri, eða 29% kjósenda, höfðu nei- kvæða skoðun á Cindy McCain og aðeins 10% höfðu mikið á móti henni. Repúblik- anar hyggja lítið mál að kippa því í liðinn. Forsetafrúm Bandaríkjanna síðustu ára- tugina er oft skipt í tvo hópa, annars vegar þær sem eru með sjálfstæðar pólitískar skoðanir og hafa pólitísk áhrif og hins veg- ar þær sætu og vel til höfðu sem styðja góð málefni og segja ekkert sem kann að vera umdeilt eða eftirtektarvert. Hvorug kvennanna virðist falla fullkomlega í annan hvorn hóp- inn. Önnur hispurslaus, hin settleg Michelle Obama þykir hispurs- laus til orðs og æðis, opinská og með ákveðnar skoðanir og skop- skyn, sem á stundum fær stuðn- ingsmenn til að svitna í lófunum og andstæðinga til að kvaka af kæti. Sumir kjósendur vilja ekk- ert endilega vita að forseta- frambjóðandinn þeirra sé and- fúll á morgnana. Cindy McCain er settleg, fremur al- vörugefin og talar af aðdáun um bónda sinn taki hún til máls á annað borð. Þótt hún standi þétt við hlið hans í kosningabar- áttunni kveðst hún engan áhuga hafa á stjórnmálum. Mikið hefur verið fjallað um störf hennar að mannúðarmálum í áranna rás og líka fortíð hennar, sem ekki er al- veg flekklaus. Þjóðarstolt, stundum eða alltaf Leiðir þessara tveggja kvenna hafa lítt skarast og þær hafa fá orð haft hvor um aðra. Nýlega fóru fjölmiðlar mikinn þegar Michelle Obama sagði á kosningafundi að hún væri í fyrsta skipti á sínum fullorð- insárum stolt af þjóð sinni. Niðurlagið: „af því að ég held að fólk þyrsti í breyt- ingar“ – fór fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Talsmenn forsetaframboðs McCain sáu sér strax leik á borði og Cindy McCain lýsti því yfir að hún væri ekki bara í eitt skipti stolt af þjóð sinni heldur ævinlega. Trúlega verða konurnar tvær mikið undir smásjánni á næstunni eða þar til úr því fæst skorið hvor verður næsta for- setafrú Bandaríkjanna í nóvember næst- komandi. Þegar ber á því að allt sem þær segja og gera er rangtúlkað, afbakað og skrumskælt í herbúðum keppinautanna en réttlætt og fegrað í þeirra eigin. Fortíð þeirra hefur verið og verður rifjuð upp – eins og hér í stuttum frásögnum af ólíku lífshlaupi þeirra. Þótt fólk kjósi ekki eiginkonu forseta Bandaríkjanna, heldur þann frambjóð- anda sem því líst betur á í embættið, er næsta víst að mörg atkvæði og jafnvel úr- slit kosninganna geta oltið á því hvernig þær Cindy McCain og Michelle Obama koma fyrir á næstu mánuðum Eins og dagur og nótt Þ Michelle Obama þykir hispurslaus til orðs og æðis, op- inská og með ákveðnar skoðanir og skopskyn. Cindy McCain er settleg, fremur al- vörugefin og talar af aðdáun um bónda sinn taki hún til máls á annað borð. Reuters Michelle Obama Eiginkonu Baracks Obama er æ oftar líkt við Eleanor Roosevelt (1884 - 1962), eiginkonu Franklins D. Roosevelts, forseta Bandaríkjanna 1933 - 1945, en hún sagði skoðun sína umbúðalaust og hafði töluverð pólitísk áhrif. Beiski eða betri helmingurinn? Í nýlegri Rasmussen skoðanakönnun kom í ljós að Michelle Obama féll ekki í kramið hjá 42% kjósenda og 25% höfðu mikið á móti henni. 61% Bandaríkjamanna sögðu að eiginkonur frambjóðenda hefðu áhrif á hver fengi atkvæði sitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.