Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
V
ið hjónin bjuggum í
London í 6 ár við nám
og störf. Að námi loknu
gátum við ekki hugsað
okkur að flytja heim
strax, enda er borgin yndisleg. Ég
fékk vinnu hjá bresku fyrirtæki sem
sérhæfir sig í viðmótsprófunum og
aðgengi fatlaðra að netinu. Við vor-
um fjögur í byrjun en síðan hefur
fyrirtækið sáð sér í fjórum löndum í
þremur heimsálfum og ég er ennþá
ráðgjafi hjá því.“
Sigrún öðlaðist mikla reynslu í
London. Það er ólíkt að vinna á Ís-
landi eða í 8 milljón manna borg þar
sem hraðinn skiptir öllu. „Árið 2004
komst ég í kynni við SJÁ viðmóts-
prófanir og þessar frábæru konur
veittu mér tækifæri til að breiða út
boðskapinn um bætt aðgengi að net-
inu, enda voru þær þá þegar farnar
að huga að þessum málum. Leiðir
okkar lágu því saman á réttum
tíma.“
Sigrún segir að fyrsta árið hafi
verið svolítið sérstakt því að mjög fá-
ir höfðu heyrt um hvað aðgengi að
netinu snerist. „Það er ekki auðvelt
að útskýra við hvað maður starfar
þegar maður er sú eina á landinu
með starfsheitið sérfræðingur í að-
gengi fatlaðra að netinu. Oft hef ég
sagt að ég brúi bilið á milli fatlaðs
fólks og forritara og vefhönnuða – ég
tala tungumál allra og miðla því sem
þarf að komast til skila. Nytsem-
issérfræðingar SJÁ gera nákvæm-
lega hið sama nema hvað þeir hafa
ekki fatlaða einstaklinga í forgrunni
heldur alla hina notendurna. Að-
gengi er svo einn angi af starfinu og
ég sinni honum.“
Íslenskir stjórnendur
jákvæðari
Sigrún hefur unnið sem ráðgjafi
hjá nokkrum af stærstu fyrirtækjum
heims svo sem Dell, Virgin, Reuters,
Mercedes Benz, London Stock Exc-
hange, Hilton o.fl. „Hugarfarið í
Bretlandi og víðar er þannig að
menn skrifa undir samning við fyr-
irtæki um úttekt á aðgengi vefsíðna.
Síðan gerist ekkert meira. Með því
að sýna fram á að verið sé að huga að
þessum málum komast stjórnend-
urnir hjá lögsókn síðar meir.
Viðhorfið sem ég hef oft mætt á
fundum erlendis þar sem menn sitja
í 100 þúsund króna jakkafötum í 100
þúsund króna stólum í skrifstofum
sem kosta milljarða er: Við ætlum
reyndar ekki að huga að blindum eða
öðrum fötluðum sérstaklega, ætlum
heldur að nota peningana í annað.
En við viljum samt forðast lögsókn.
Þá langar mig að öskra. Ekki er
þetta einungis ósiðleg hugsun heldur
afskaplega heimskuleg því að að-
gengilegur vefur er alltaf not-
endavænn og skilar meiri tekjum.
Hann er sýnilegri í leitarvélum sem
er mörgum afar mikilvægt.
Þessu viðhorfi hef ég aldrei nokk-
urn tíma mætt á Íslandi. Hér spyrja
flestir hvernig þeir geti komið til
móts við þarfir allra.“
Lögsókn ber árangur
Árið 1995 voru sett lög í Bretlandi
um aðgengi (DDA Act). Þar er skýrt
kveðið á um bann gegn hvers konar
mismunun vegna fötlunar fólks.
Ákvæðin um upplýsingastefnu
stjórnvalda þóttu svo óljós að fjórum
árum síðar voru samþykkt sérstök
ákvæði um opinberar heimasíður
sem skulu vera aðgengilegar öllum
notendum (herinn er undanþeginn
þessum ákvæðum).
Nokkur mál hafa risið án þess að
dómar hafi verið kveðnir upp, því að
sátt hefur náðst og réttur fatlaðra til
upplýsinga á netinu jafnan verið
virtur.
Í Bandaríkjunum og víðar hafa
dómar fallið í málum vegna óað-
gengilegra heimasíðna. Ferðaskrif-
stofur og fleiri fyrirtæki hafa þurft
að greiða skaðabætur og endurbæta
heimasíður sínar. Fræg urðu mála-
ferlin vegna óaðgengilegrar heima-
síðu Ólympíuleikanna í Sidney árið
2000, en í kjölfar þeirra var miðasölu
leikanna á Netinu breytt.
Sigrún segir að innan Evrópusam-
bandsins sé talið að 10-15% íbúa geti
ekki vegna fötlunar nýtt sér heima-
síður. „Höfum í huga að fatlað fólk
og aldrað græðir e.t.v. einna mest á
aðgengilegum vefsíðum. Fólk getur
sótt sér alls konar þjónustu á netið.
Fyrirtækin sjá sér nú leik á borði og
höfða í æ ríkara mæli til þessa hóps.
Óaðgengileg vefsíða þýðir töpuð við-
skipti alveg sama hvernig á það er
litið.“
Fyrsta flokks vefarar
Sigrún segir íslenska vefhönnuði
standa sig ótrúlega vel við gerð að-
gengilegra heimasíðna.
„En alltaf má gera betur. Við eig-
um forritara á heimsmælikvarða,
mörg fyrsta flokks umsjónarkerfi og
við berum af nágrannaþjóðunum.
Árið 2005 gerðu SJÁ og forsæt-
isráðuneytið úttekt á nytsemi, að-
gengi og innihaldi um 250 opinberra
vefsvæða á Íslandi. Aðgengi var víð-
ast hvar mjög ábótavant.
Tveimur árum síðar voru sömu at-
riði könnuð. Ástandið hafði stór-
batnað og fengu þá 15 vefsvæði fullt
hús stiga fyrir aðgengi. Þetta er
gríðarlega góður árangur og hvetur
okkur hjá SJÁ til að halda þessu
starfi áfram.“
SJÁ viðmótsprófanir hefur á und-
anförnum árum vottað heimasíður
stofnana og fyrirtækja í samvinnu
við Öryrkjabandalag Íslands. Farið
er eftir sérstökum gátlista sem gerð-
ur var eftir samráð við fólk úr ólíkum
hópum fatlaðra. Er þar miðað við
viðurkennda alþjóðastaðla um að-
gengi vefsíðna.
„Við gerum strangari kröfur um
nokkra þætti en hin Norðurlöndin.
Má þar nefna hönnun í þágu les-
blindra, heyrnarskertra og þroska-
heftra notenda. Við erum eina landið
í heiminum þar sem krafist er að-
gengis allra þessara hópa, ef menn
vilja fá vottun fyrir forgang 3. Marg-
ir halda t.d. að heyrnarlausir geti
lesið hvaða texta sem er. Táknmálið
er móðurmál þeirra á sama hátt og
Pólverjar eiga pólsku að móðurmáli.
Við krefjumst þess einnig að í for-
gangi 1 sé ákveðin þjónusta í boði
handa lesblindu fólki.“
Engin lög um netaðgengi
Sigrún segir að hver sem er geti
opnað vefsíðu hér á landi sem sé svo
óaðgengileg að allt að 20% lands-
manna geti ekki skoðað hana – ekki
einungis fatlað fólk heldur óvanir
notendur eða notendur með hæga
nettengingu.
„Það sem er svo sérstakt hér er að
til okkar hjá SJÁ leita fyrirtæki og
stofnanir sem vilja gera vel, hafa
gríðarlegan metnað og skilja að
þetta þarf að vera í lagi. Ég vil í
þessu samhengi nefna Veðurstofu
Íslands, Framkvæmdasýslu ríkisins
og Tryggingamiðstöðina. Veð-
urstofan er einn mikilvægasti upp-
lýsingavefur landsins og aðgengileg-
ur langflestum notendum. Lagt var
upp með þá skýru stefnu frá upphafi,
að allir landsmenn ættu að hafa að-
gang að upplýsingum sem þar er að
finna.
Tryggingamiðstöðin er sú vefsíða
sem lengst er kominn í aðgeng-
ismálum. Hugað er að öllum not-
endum, ekki bara fötluðum. Vefsíðan
er einföld í notkun og notendavæn
líka. Þannig á góð vefsíða að vera.
Við ráðleggjum ekki neinum að
breyta vefsíðu í ljóta textasíðu sem
enginn hefur gaman af. Vefsíðan á
að vera falleg, notendavæn og virka
fyrir alla notendur, fatlaða sem
ófatlaða og klaufana líka. Það er í
stuttu máli gríðarlegur metnaður
sem rekur Íslendinga áfram og þeir
velta hvorki fyrir sér refsingum né
löggjöf eins og Bretar og fleiri gera.“
Stjórnarráðið til fyrirmyndar
Sigrún segir að heimasíður ráðu-
neyta séu til fyrirmyndar þótt annað
gildi um ýmsar stofnanir sem heyra
undir þau. Viljinn sé oftast fyrir
hendi en iðulega þurfi meiri þekk-
ingu innan stofnana og fyrirtækja.
Þegar Sigrún er beðin að spá fram
í tímann segist hún halda að ýmsar
breytingar á netinu orki tvímælis.
„Sumar vefsíður eru of flóknar og
alltaf verða einhverjir sem finnst
hallærislegt að huga að aðgengi. Ég
held þó að á næstu árum verði vef-
umsjónarkerfi öll með betra inn-
byggðu aðgengi sem og vafrarnir. Í
náinni framtíð verður líka farið að
huga að aðgengi innri vefsvæða fyr-
irtækja og stofnana.
Í Bandaríkjunum er í lögum að
fyrirtæki með ákveðinn fjölda starfs-
manna verði að huga að aðgengi
innri vefja. Allir starfsmenn eiga
samkvæmt þessum lögum að hafa
jafnan aðgang til að geta sinnt starfi
sínu. Enn sem komið er hefur þetta
ekki einu sinni verið orðað hér á
landi.
Ég tel einnig að stjórnendur fyr-
irtækja og umsjónarmenn vefsíðna
muni loksins skilja hversu miklar
tekjur fara forgörðum ef heimasíður
eru hvorki aðgengilegar né með
heppilegu viðmóti.
Í heiminum eru um 700 milljónir
fólks með ýmiss konar fötlun. Við
viljum selja vöru og þjónustu út um
allan heim. Með því að höfða til sem
flestra með aðgengilegri hönnun
heimasíðna náum við bestum ár-
angri.“
Brúarsmiður á netinu
Morgunblaðið/G.Rúnar
Sigrún Þorsteinsdóttir „Allir eiga jafnan rétt á upplýsingum á Netinu.“
Sigrún Þorsteinsdóttir hefur unnið að bættu aðgengi
fatlaðra að netinu um nokkurra ára skeið. Hún er
með próf í grafík frá MHÍ og sálfræði frá Háskóla Ís-
lands og meistarapróf frá Háskólanum í Westminster
í hönnun fyrir gagnvirka fjölmiðla. Arnþór Helgason
leitaði hana uppi.
Í HNOTSKURN
»Vefnotendur hafa mismikla reynslu í notkun netsins og því ermikilvægt að uppbygging vefja og framsetning þeirra sé skýr og
einföld.
»Talið er að allt að 10% Evrópubúa séu fatlaðir og ætla má að veru-legur hluti þeirra þarfnist sérstakrar aðstoðar eða hjálpartækja
til að nýta sér vefinn.
»Árið 1990 var hlutfall þeirra sem eru eldri en 60 ára um 18% og ergert ráð fyrir að árið 2030 verði hlutfallið komið upp í 30% af
íbúafjölda.
»Við gerð vefsíðna þarf að gæta þess að unnt sé að skoða þær þóttmismunandi tækni sé beitt.
»Ganga þarf úr skugga um að allar síður séu skýrar og einfaldarsvo auðvelt sé að átta sig á uppbyggingu þeirra.
»Skýrt og einfalt málfar sem um leið hæfir viðkomandi vef er lík-legra til að ná til notenda sem einhverra hluta vegna eiga erfitt
með að skilja flókinn texta.
»Þeir sem nota táknmál eiga einnig auðveldara með og eru fljótariað túlka það sem textinn segir ef hann er hnitmiðaður og skýr.
Undirnefnd Bandaríkjaþings, sem fjallar
um fjarskipti og internetið, fundaði í maí
sl. Efni fundarins voru drög að nýju frum-
varpi til laga um „Aðgengi að fjarskiptum
og myndefni 21. aldar“.
Ýmis samtök fatlaðra komu að samningu
frumvarpsins til þess að tryggja að hvers
konar samskiptatæki verði aðgengileg öll-
um hópum notenda.
Árið 1996 setti Bandaríkjaþing lög sem
skylda framleiðendur símtækja til þess að
gera þau aðgengileg öllum notendum. Í
frumvarpinu er gert ráð fyrir að hertar
verði kröfur um aðgengi að netinu, hljóð-
rásir með sjónvarpsefni, aðgengilegar fjar-
stýringar og valmyndir. Einnig verða
ákvæði um aðgengilegan fjarskiptabúnað
fyrir heyrnarlaust og daufblint fólk.
Á fundinum skiptust menn á skoðunum
um notagildi nýrrar tækni og þær hömlur
sem hún getur lagt á fjölmenna hópa fólks
í samfélaginu, sé ekkert að gert. Jesse
Acosta, yfirliðþjálfi, sem missti sjónina í
Íraksstríðinu, fræddi nefndina um vand-
ræði sín vegna Blackberry-símanna sem
eru algerlega ónothæfir blindu fólki. Tóku
ýmsir nefndarmanna undir sjónarmið hans
um nauðsyn þess að hyggja að notagildi
slíkra tækja fyrir alla hópa fólks.
Netríkið Ísland
Forsætisráðherra kynnti í maí sl. stefnu
ríkisstjórnarinnar um upplýsinga-
samfélagið fyrir árin 2008 til 2012 undir
kjörorðinu Netríkið Ísland. Heitið vísar til
þess að alla opinbera þjónustu verði hægt
að nálgast á netinu eftir því sem við á.
Þá vinni ríkið sem ein heild eða eitt sam-
hæft net en slík samhæfing er lykilatriði til
að bæta megi opinbera þjónustu, auka skil-
virkni og stuðla að öflugri framþróun.
Stefnt er að því að gæði opinberrar þjón-
ustu á netinu verði aukin með því að miða
hana við þarfir og ávinning netborgarans.
Hugað verði að aðgengi og þörfum allra
samfélagshópa, svo sem fatlaðra, innflytj-
enda, þeirra sem búa í dreifbýli, erlendra
viðskiptaaðila, eldri borgara og yngstu
borgaranna.
Íslendingar hafa ekki sett sérstök lög um
aðgengi allra að netinu og engar reglur
eru um innkaup opinberra stofnana á hug-
búnaði sem hægt er að laga að þörfum
allra. Slík lög og reglur hafa verið í gildi í
Bandaríkjunum og Bretlandi um nokkurt
skeið.
Aðgengileg tækni