Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 33
(44.776 tonn) í fyrra, þá er þetta
mjög dýr úrgangur að meðhöndla
og farga á viðeigandi hátt. Og
magnið á eftir að aukast næstu árin.
Að auki er eitthvað um að fólk
gefi raftæki í gáma Góða hirðisins;
þau tæki eru yfirfarin og síðan seld
séu þau nothæf. Hins vegar er
bannað að hirða úr gámum á endur-
vinnslustöðvunum, raftæki sem og
annan úrgang.
Björn segir að með gildistöku
nýju laganna um „framleiðendaá-
byrgð“ á raftækjum frá og með
næstu áramótum muni hluti kostn-
aðar af þessum úrgangi færast af
herðum sveitarfélaganna yfir til
neytenda, sem kaupa vöruna.
Sú leið sem valin var, er þó ekki
fyllilega að skapi sveitarfélaganna,
sem telja allt eins hagkvæmt og
mun einfaldara í framkvæmd að fela
Úrvinnslusjóði framkvæmdina.
Guðjón Bragason, sviðsstjóri lög-
fræðisviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga, segir að endurskoðun
Evróputilskipunarinnar standi fyrir
dyrum. Ætlunin með henni er að
freista þess að samræma hlutina og
hafa Samtök evrópskra sveitarfé-
laga (CEMR) gagnrýnt hve innleið-
ing tilskipunarinnar hefur verið
sundurleit á EES-svæðinu, segja
megi að hún hafi hvergi verið inn-
leidd á sama máta. „Tilskipunin um
raftækjaúrgang er fyrsta Evróputil-
skipunin, sem kveður á um fram-
leiðendaábyrgð, og þetta er heitt
mál í Evrópu. Við hefðum talið ein-
faldast að fela Úrvinnslusjóði fram-
kvæmdina meðan endurskoðunin
fer fram, þótt sambandið sé sam-
mála því meginmarkmiði frum-
varpsins að komið verði á kerf-
isbundinni meðhöndlun
raftækjaúrgangs fyrir allt landið.
Nánast öll raftæki sem seld eru
hér á landi eru innflutt. Sú framleið-
endaábyrgð sem nú hefur verið inn-
leidd hér á landi mun því ekki hafa
áhrif á þróun í framleiðslu raftækja,
en sú getur hins vegar hæglega orð-
ið raunin innan alls EES-svæðisins
ef vel tekst til við endurskoðun til-
skipunarinnar.“
Pétur Reimarsson hjá Samtökum
atvinnulífsins segir að undirbún-
ingur að skilakerfi fyrirtækjanna
hafi hafizt fyrir nokkru og er stefn-
an sett á stofnun undirbúnings-
félags í sumar og formlega fé-
lagsstofnun í haust.
„Við erum almennt séð sáttir við
það að sá sem veldur mengun greiði
fyrir það og teljum að framleiðenda-
ábyrgðin sé sanngjörn að því leyt-
inu og eðlilegt að þeir sjái sem mest
um þessa hluti sjálfir. Einnig hvetur
ábyrgðin framleiðendur til að leita
leiða til þess að breyta framleiðslu
sinni til aukinnar endurnýtingar og
endurnotkunar úrgangs.“
Pétur segir þetta verða töluverð-
an kostnað, sem lendir á neytand-
anum, en vildi hvorki segja af eða á
um það, hvort það kosti að meðaltali
um 3-5% af smásöluverði vöru að
meðhöndla úrganginn sem af henni
stafar. Hann bendir hins vegar á, að
söfnun hér verði erfiðari en annars
staðar vegna dreifbýlis og flutnings-
kostnaðar.
Pétur segir menn telja að magn
raftækjaúrgangs verði töluvert: 3–
4000 tonn á ári sem kannski breytt-
ist eitthvað þegar flatskjárvæðingin
er gengin yfir. Svo er það talsvert
mál að taka stór raftæki í sundur og
hirða það sem nýtilegt er í brota-
járn.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 33
Eftir Valgerði Þ. Jónsdóttur
vjon@mbl.is
S
umir stynja þegar síminn
hringir um kvöldmat-
arleytið enda allt eins
líklegt að á línunni séu
útsendarar Gallups sem
vilja vita skoðanir manna á öllu
milli himins og jarðar. Svo eru aðr-
ir, sem eru í essinu sínu, þegar þeir
fá tækifæri til að segja sína mein-
ingu og gildir þá einu hvort spurt
er um gæði bíls eða borgarstjóra.
Ertu ánægð/ur með hann?
Óánægð/ur? Hvorki né? – eru dæmi
um framsetningu spurninganna.
Útfærslan er þó oft ýtarlegri, enda
liggja flóknar pælingar og reikn-
ingskúnstir að baki niðurstöðum
marktækra kannana.
Slíkar aðferðir gat George Ho-
race Gallup sér frægð fyrir á fjórða
áratug liðinnar aldar. Þær gengu í
stórum dráttum út á að skoð-
anakönnuðir töluðu í eigin persónu
við úrtak fólks úr öllum stéttum, af
öllum kynþáttum og trúarbrögðum.
Gallup taldi að með þessum hætti
spegluðu færri fremur en fleiri bet-
ur þjóðarsálina ásamt vel ígrund-
uðum spurningum og hnitmiðaðri
spurningatækni.
Að því best er vitað gerði Gallup
fyrstu vísindalegu skoðanakönn-
unina á vettvangi stjórnmálanna
þegar tengdamóðir hans bauð sig
fram sem innanríkisráðherra í
Iowa 1932. Eflaust hefur hann
fengið nokkur prik frá tengda-
mömmunni, því hún varð fyrst
kvenna til að gegna embættinu í
Bandaríkjunum og spá tengdason-
arins um úrslitin skeikaði aðeins
um 1%.
Gallup vakti sérstaka athygli
þegar hann spáði að Franklin
Roosevelt sigraði Alfred Landon,
ríkisstjóra Kansas, í forsetakosn-
ingunum 1936, þvert á spá tímarits-
ins The Literary Digest, sem þá
þótti marktækust, um stórsigur
þess síðarnefnda. Niðurstöðurnar
byggði Gallup á svörum fimm þús-
und manns, en tímaritið á meira en
tveimur milljónum.
Spurðu og efastu um allt
Gallup nam stjórnmálavísindi við
háskólannn í Iowa, lauk BA 1923,
meistaraprófi 1925 og var á náms-
árunum ritstjóri skólablaðsins, The
Daily Iowan. Í það skrifaði hann
þessi fleygu orð: „Efastu um allt.
Spurðu um allt. Vertu róttækur.“
Doktorsnafnbótina fékk hann svo
árið 1928 fyrir ritgerð um tækni til
að mæla á hlutlausan hátt áhuga
lesenda á efni dagblaða. Samhliða
námi og ári betur kenndi hann
blaðamennsku og sálfræði við skól-
ann. Þá flutti hann sig um set innan
heimaríkis síns til að stýra blaða-
mannadeildinni við Drake-
háskólann áður en leiðin lá í Nort-
hwestern-háskólann í Illinois þar
sem hann fékk prófessorsstöðu í
blaðamennsku og auglýsingum.
Á þessum árum kannaði hann
rannsóknaraðferðir á ýmsum svið-
um, beitti svokallaðri „lestrar og
eftirtektar“ tækni á lesendahópa
dagblaða og gerði fyrstu könnun
sinnar tegundar í Bandaríkjunum á
því hvaða auglýsingar í tímaritum
vektu mesta athygli.
Þá var ekki langt í að Gallup
gengi auglýsingabransanum á hönd
og 1932 réð hann sig sem yfirmann
markaðs- og rannsóknarstofu aug-
lýsingastofunnar Young & Rebi-
cam í New York þar sem hann var
jafnframt prófessor í blaða-
mennsku við Columbia-háskólann.
Áhuginn beindist áfram að rann-
sóknum á prentmiðlum en líka út-
varpi og á Gallup heiðurinn af að
hafa í fyrsta skipti mælt útvarps-
hlustun á landsvísu með aðferð,
sem hann þróaði og byggði á tilvilj-
anakenndu úrtaki. En hlustun er
eitt og áhrif annað og því fann Gall-
up upp aðferð til að mæla hversu
minnugir notendur væru um það
sem fyrir eyru og augu bar. Sú að-
ferð er ennþá notuð til að mæla ár-
angur af sjónvarps- og blaða-
auglýsingum.
Framlag til þróunar lýðræðis
Þótt Gallup starfaði hjá auglýs-
ingastofunni í 16 ár setti hann 1935
á laggirnar stofnun, sem seinna
varð Gallup-stofnunin. Smám sam-
an fjölgaði þeim í Bandaríkjunum
sem og víða um heim og voru settar
undir einn hatt 1958. Markmið
þeirra var og er að kanna skoðanir
almennings á sem flestum þáttum
samfélagsins; pólitískum, fé-
lagslegum og efnahagslegum með
tilliti jafnt til ótta fólks sem vænt-
inga.
Fátt er Gallup óviðkomandi því
mælingarnar ná til tómstundaiðju
fólks, siðferðis, háttsemi og trúar-
skoðana svo fátt eitt sé talið. Nið-
urstöður skoðanakannana eru líka
oft markvisst gerðar í þágu mark-
aðarins. Notar þú þvottalöginn frá
X? Oft? Sjaldan? Aldrei?
Þótt fjárhagsleg velgengni Gall-
ups byggðist á markaðsrann-
sóknum, lagði hann mikla áherslu á
að kanna pólitískar skoðanir fólks.
Hann leit svo á að skoðanakannanir
væru til margs nytsamlegar og
mikilvægt framlag í þróun lýðræð-
isins. Öfugt við marga taldi hann
viðhorf almennings ekki stjórnast
af tilfinningum, en var þó á því að
fólk íhugaði málin ekki nógu vel,
þótt heildarniðurstaðan væri yf-
irleitt bæði skynsamleg og rökræn.
Feill og frægð
Fréttatímaritið Time hampaði
George H. Gallup á forsíðu í maí
1948, en þá höfðu honum hlotnast
ýmsar vegtyllur. Síðar sama ár
varð stofnun hans þó á í messunni
þegar þegar hún spáði að Thomas
Dewey sigraði Harry S. Truman í
forsetakosningunum 1948 með 5 til
15% yfirburðum. Gallup skýrði
mistökin með því að könnunin hefði
verið gerð of snemma. „Skoð-
anakannanir eru bara tæki til að
mæla almenningsálitið. Um leið og
forseti eða aðrir leiðtogar gefa nið-
urstöðunum gaum vita þeir vilja
fólksins. Önnur túlkun er tóm vit-
leysa,“ sagði Gallup.
Þetta skildu æðstu herrar kvik-
myndaveranna í Hollywood mæta-
vel, en fyrir þá, t.d. Walt Disney og
Samuel Goldwyn, starfaði Gallup
mestan part fimmta áratugarins.
Hann kannaði ýmsa þætti, svo sem
hvort og hvernig hugmynd að sögu-
þræði í bíómynd höfðaði til fólks,
hverju kvikmyndastjörnur skiluðu í
kassann og hversu mikið kæmi í
sama kassa miðað við móttökur á
forsýningum. Eitt verkefna hans
var að samræma kannanir á kvik-
myndinni The Best Years of Our
Lives frá 1946, sem vann átta Ósk-
ara og er mest rannsakaða mynd
kvikmyndasögunnar.
Sonur Gallups og alnafni hefur
upplýst að faðir hans hafi aðeins
einu sinni kosið í forsetakosningum
þegar hann árið 1928 greiddi demó-
kratanum Alfred Emanuel Smith
atkvæði sitt. Annars mun hann
hafa tekið afstöðu eftir málefnum
en ekki mönnum og flokkum.
Merkir menn
Af verkum Gallups að dæma var
hann hinn merkasti maður. Ekki þó
meðal 18 aðdáunarverðustu manna
síðustu aldar miðað við Gallup-
könnun frá 1999 í Bandaríkjunum:
1. Móðir Teresa
2. Martin Luther King
3. John F. Kennedy
4. Albert Einstein
5. Helen Keller
6. Franklin D. Roosevelt
7. Billy Graham
8. Jóhannes Páll páfi II
9. Eleanor Roosevelt
10. Winston Churchill
11. Dwight Eisenhower
12. Jaqueline Kennedy Onassis
13. Mahatma Gandhi
14. Nelson Mandela
15. Ronald Reagan
16. Henry Ford
17. Bill Clinton
18. Margaret Thatcher
Þjóðarsálin svarar fyrir sig
Kannanir Gallup ásamt samstarfsmanni sínum, Edward Benson, skoða nið-
urstöður skoðanakönnunar árið 1941.
Frægur Fréttatímaritið Time
hampaði George Gallup á forsíðu
í maí 1948.
Í HNOTSKURN
» Georg Horace Gallupfæddist í Jefferson, Iowa,
8. nóvember 1901.
» Hann ólst upp og vann áunglingsárunum á mjólk-
urbúi foreldra sinna.
» Árið 1925 kvæntist hannOpheliu Smith Miller. Þau
eignuðust dóttur og tvo syni
» Annar sonurinn, alnafniföður síns, fetaði í fótspor
hans og starfar hjá Gallup-
stofnuninni í Princeton, New
Jersey.
» Gallup lést af hjartaslagi ísumarhúsi sínu í Sviss
1984.
Hver var Gallup?
Sími 551 3010