Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 52
Manns sem myndi ekki þurfa að eyða einni mínútu í förðunar- stólnum til að leika Chew- bacca … 56 » reykjavíkreykjavík F áar sveitir íslenskar hafa vakið jafnmikla athygli á erlendri grund og múm, en sveitin á sér dygga aðdáendur víða um heim og aðeins Sigur Rós og Björk hafa rakað að sér jafnmiklu lofi og farið jafnvíða. Tónlist múm er enda einstök, frumleg og fram- sækin, og áttu Kristín og Gyða stór- an þátt í að skapa henni nafn, jafnt hljóðrænt séð sem myndrænt, en ímynd sveitarinnar og tónlist virtist á stundum koma úr einhverjum draumkenndum handanheimi. En Kristín varð á endanum að hleypa heimdraganum ef svo má segja, og það í meira en einum skilningi. Vinafjöld „Við búum í suðausturhluta Kína- hverfisins,“ segir Kristín aðspurð um heimilishagi í Stóra eplinu. „En við erum að leita að nýrri íbúð í augnablikinu. Draumurinn er að flytja í útjaðar borgarinnar og jafn- vel út fyrir hana, í meira og sveita- legra næði.“ Kristín hefur nú verið búsett í borginni í um tvö ár og er búin að koma sér haganlega fyrir, nóg er af vinum og nóg við að vera. „Það er mjög fínt að vera þarna – en þetta er búið að vera svolítið „ferðalag.“ Stemningin hefur verið mismunandi. Ég kom fyrsta slagið inn með miklum krafti; keypti mér hjól, stofnaði fótboltafélag og var á útopnu. En síðan varð ég að hálf- gerðum einbúa. Í vetur setti ég sjálfa mig í skóla, minn eigin skóla, til að hafa einhver markmið.“ Kristín verður nánast hlessa þeg- ar ég spyr hvort það hafi verið mikið mál að kynnast fólki. „Nei,“ segir hún hvumsa og horfir á mig spyrjandi. „Alls ekki … ég á mjög mikið af vinum þarna en bjó það vel að hafa aðgang að vinahóp Dave, þar sem ég komst í kynni við fullt af fólki. Vinir mínir koma víða að og eru að gera mjög mismunandi hluti. Bestu vinir mínir eru tvítugt módel, sextugur „avant garde“- saxófónleikari og fimmtug stjörnu- spekikona (skellir upp úr).“ Hún segir í framhaldinu að vegna stærðar borgarinnar sé mjög auð- velt að týna sér í einhverju einu. „Ef þú ert t.d. í „avant garde“- djasspælingum þá ertu bara í þeirri senu af því að það er svo rosalega mikið í gangi þar. Ólíkt því sem ger- ist hérlendis þar sem samgangur á milli ólíkra sena er mjög mikill – einfaldlega vegna smæðarinnar. En úti þarftu að vera mjög meðvitaður um að týna þér ekki í einhverju einu – en um leið er þversögnin sú að fjölbreytnin þarna, t.d. í tónlist, er gríðarleg.“ Inn í tónlistina Kristín stendur upp og spilar fyr- ir mig plötu, sjötommu, sem hún gaf út í fyrra. Þar eru meðal annars að finna lög sem hún tók upp í Galt- arvita árið 2005 á meðan hún var ennþá meðlimur í múm. „Ég var sextán ára þegar ég byrj- aði að búa til tónlist með strákunum (Örvari Þóreyjarsyni Smárasyni og Gunnari Tynes, upprunalegum með- limum múm) og allt átti eftir að ger- ast mjög hratt. Ég hafði því aldrei tíma til að sinna tónlistinni minni. Þegar ég hætti í múm varð ég mjög ákveðin í því að fara inn í það – inn í tónlistina mína. Og gleyma um leið bransanum sem maður var búinn að venjast með múm. Þetta var því allt saman mjög strípað hjá mér. Ég vildi t.d. ekki eiga neinar græjur, mig langaði bara til að spila á hljóð- færi. Og ég fann að þörfin til að búa til tónlist var hrein og kom innan frá. Þannig verð ég að hafa þetta, ég get ekki búið til tónlist til að halda einhverju batteríi gangandi.“ Kristín fór að semja mikið á píanó og heldur reglulega tónleika úti í New York þar sem hún leikur á slaghörpuna og syngur – „non stop,“ eins og hún orðar það. „Sum laganna fóru upp í him- ingeiminn (hlær), ég samdi og samdi og sumt bara hvarf. Ég tók upp smá efni hérlendis en það á eftir að vinna betur úr því. Svo hef ég verið að búa ÞEGAR ÖLLU ÖÐRU SLEPPIR KRISTÍN ANNA VALTÝSDÓTTIR VAR ENN Í MENNTASKÓLA ÞEGAR HÚN OG SYSTIR HENNAR, GYÐA, ÖÐLUÐUST FRÆGÐ SEM MEÐLIMIR Í HLJÓMSVEITINNI MÚM. KRISTÍN SAGÐI SIG ÚR SVEITINNI ÁRIÐ 2006 OG BÝR Í DAG Í NEW YORK ÁSAMT EIGIN- MANNI SÍNUM, DAVE PORTNER. HÚN BÝR NÚ TIL TÓNLIST UNDIR LISTAMANNSHEITINU KRIA BREKKAN OG HEFUR ORÐSPOR HENNAR BREIÐST ÚT JAFNT OG ÞÉTT UNDANFARIN MISSERI. ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓK HÚS Á KRISTÍNU Í VIKUNNI. Morgunblaðið/Golli Þörf „En um leið hef ég ríka þörf til að gefa af mér, deila með fólki, eiginlega þjónusta það. Það var maður að gera á vissan hátt með múm og ég finn að ég þarf á þessu að halda.“ » Þegar ég hætti ímúm varð ég mjög ákveðin í því að fara inn í það – inn í tónlistina mína. Og gleyma um leið bransanum sem maður var búinn að venjast með múm. Þetta var því allt saman mjög strípað hjá mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.