Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ B jarki Friis nýtur þess að takast á við náttúru Norðaustur-Græn- lands og reyna til hins ýtrasta á þolrifin. Hann hefur haldið úti bloggsíðu þau ár sem hann hefur unnið á Grænlandi. Hann er mikilvirkur ljósmyndari og prýðir fjöldi mynda bloggið. Einnig er þar að finna at- hugasemdir um veður, náttúrufar og sitt hvað fleira sem hann hefur athugað. Það vakti forvitni blaðamanns að nokkur skuli leggja á sig þá erf- iðleika sem því eru samfara að vera víðs fjarri fjölskyldu og vinum svo að mánuðum skiptir og takast á við óblíð náttúruöflin. Bjarki segir reyndar að enginn komist ósnort- inn frá því. „Ég ólst upp í Meistaravík fyrstu ár ævi minnar. Pabbi var í Síríus- varðflokknum árin 1965-67 og aftur árin 1970-72. Hann kynntist mömmu þegar hann fór til tann- læknis á Íslandi, en hún vann á hótelinu þar sem hann bjó. Það hefur alltaf þótt mikil áskor- un að takast á við aðstæðurnar á Norðaustur-Grænlandi. Þótt ég muni ekki mikið eftir mér þar hef- ur minningunum verið haldið við og ég hef séð fjölda mynda þaðan. Eftir að ég hafði verið við störf á Svalbarða var ég ákveðinn í að kasta mér út í þetta. Ég hafði lesið svo margt og heyrt sögur frá því að pabbi var í varðflokknum. Ég sótti því um og fór á 6 mán- aða undirbúningsnámskeið. Þar fengum við þjálfun í að takast á við ýmislegt sem getur gerst. Til dæm- is lærðum við að gera einfaldar að- gerðir vegna slysa, búa um sár og fleira. Við þurftum einnig að geta gert við það sem aflaga fer því að ekki verður hlaupið eftir vara- hlutum eða hjálp til næsta bæjar. Þess vegna erum við sæmilega heima í vélfræði og lagtækir raf- eindavirkjar.“ Mönnum verður tíðrætt um hlýnun andrúmsloftsins um þessar mundir. Þegar Bjarki er inntur eft- ir því hvort merkja megi breyt- ingar á veðurfari Norðaustur- Grænlands segir hann að erfitt sé Hundaæki Sirius-varðflokkurinn ferðast um að hundasleðum, enda eru það einu farartækin sem hægt er að nota á þessum slóðum. Bjarki Friis er einn af tólf varðliðum Siríus- varðflokksins, sem fer um á hundasleðum og gætir þjóðgarðsins á Norð- austur-Grænlandi. Arn- þór Helgason ræddi við hann um óvenjulegt starf og óblíð náttúröfl. Ljósmynd/Bjarki Friis Daneborg Heima bíða gjafir og góður matur eftir margra vikna hrakninga um ísi lagðar grundir. Með hvítabjörnum og sau um það að dæma. Frostið fari nið- ur í 40-50 stig á veturna og haf- ísinn, sem þeir aka sleðunum eftir meðfram ströndinni, hafi verið óvenjugreiður yfirferðar. „Það er vindasamara og snjóar meira en þegar foreldrar mínir bjuggu í Meistaravík. Áður fyrr voru meiri stillur og mun kaldara. Það er einna helst fyrri hluta vetrar að við höfum orðið varir við breytingar. Fram að aldamótum var hægt að fara á hundasleðum frá Danaborg suður til Meist- aravíkur, um 200 km leið. Und- anfarin 8 ár hefur firðina lagt seinna á haustin en áður og ísinn verið of þunnur og erfiður yfirferð- ar til þess að við hættum okkur í slík ferðalög. Hugsanlega er þetta dæmi um hnattræna hlýnum, en vel geta þetta verið eðlilegar sveifl- ur í veðurfari. Sumir hafísfræðingar halda því fram að ástæða jafnmikils hafíss og verið hefur á okkar slóðum und- anfarin ár, sé sú að íshellan á norð- urskautssvæðinu hafi losnað í sundur og ísinn því rekið suður á bóginn til okkar. Síðasti vetur var óvenjusnjó- þungur. Kannski er þetta ný sveifla?“ Blaðamaður rifjar upp frásagnir sem honum voru lesnar frá Græn- landi fyrir löngu. Þar háðu menn marga hildina við óblíð veður, rost- unga og ísbirni. Hugurinn hvarflar því að þeim hættum sem bíða þeirra fáu sem ferðast um þessar slóðir á veturna. Bjarki segir að mesta hættan stafi af lagnaðarísnum á haustin. Hann sé þunnur en seigur. „Þess vegna hætta menn sér stundum lengra út á ísinn en óhætt er. Vegna myrkurs getur verið erfitt að greina hvað er framundan. Ef maður fellur niður um vök er oft erfitt að koma sér upp úr aftur því að skörin brotnar stöðugt undan manni. Seinni hluta vetrar og á vorin er hættan minni. Þá er ísinn þykkari. Skarirnar láta því síður undan og þar að auki er bjartara.“ Önnur helsta hættan er veðrið. Skyndilega getur brostið á með stormi og hríð. Þegar þetta tvennt ásamt kuldanum fer saman er mönnum mjög hætt við kali. Það hefur komið fyrir að menn hafi kal- ið mjög illa á fótum, en það er fremur sjaldgæft. Menn verða því að gæta að sér og félaga sínum. Tjaldið getur rifnað í slíku of- viðri eða hreinlega fokið út í busk- ann. Þá verða menn að láta fyr- irberast í svefnpokanum þangað til styttir upp. „Við mennirnir erum ólíkir hundunum,“ segir Bjarki. „Þeir hnipra sig saman og bjóða kuld- anum og veðurhamnum birginn. Við verðum aftur á móti að dúða okkur sem mest við megum.“ Í HNOTSKURN »Norðaustur-Grænland erstærsti þjóðgarður heims, 972.000 km². »Síríus-varðflokkurinn hef-ur eftirlit á svæðinu. Strandlengjan er 160.000 km². »Norðmenn innlimuðuhluta Norðaustur- Grænlands árið 1931 og köll- uðu það Eiríks land hins rauða. »Alþjóðadómstóllinn í Haagdæmdi Dönum yfirráð á öllu Grænlandi árið 1933 og lagði um leið til að þeir hefðu gæsluflokk á Norðaustur- Grænlandi. »Flestöll dýr innan þjóð-garðsins eru alfriðuð. Síríus-varðflokkurinn var stofnaður árið 1950. Í hon- um eru 12 varðliðar og 100 sleðahundar. Bækistöðvar hans eru í Danaborg á Norðaustur-Grænlandi. Hlutverk varðflokksins er að gæta hagsmuna danska ríkisins á svæðinu, annast hernaðarlegt eft- irlit, aðstoða vísindaleiðangra og kanna dýralíf svæð- isins. Hann heitir eftir Síríusi sem er skærasta fast- astjarnan á himninum um þessar slóðir. Gæslusvæði flokksins er 160.000 km² fyrir norðan 74. breiddargráðu. Þetta er stærsta óbyggða svæði heims, en á veturna eru þar einungis 27 manns í fjór- um stöðvum. Hæst fer hitinn í 15 stig syðst á svæðinu að sumarlagi, en frostið getur orðið allt að 50 stig á veturna. Varðflokkurinn er hluti danska sjóhersins, en ókvæntir karlmenn á aldr- inum 20-30 ára, sem eru í einhverri hinna þriggja deilda hersins, geta sótt um inngöngu. Þeir eru við störf í 26 mánuði samfleytt en fá einnar viku frí eftir eitt ár til þess að fara til tannlæknis á Íslandi og njóta lífsins. Á þessum rúmlega tveimur árum ferðast þeir á hundasleðum um 9.000 km meðfram ströndum Norðaustur-Grænlands. Ókvæntir karlmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.