Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gestur Stef-ánsson, verk- fræðingur í Hørs- holm í Danmörku, fæddist í Haga í Gnúpverjahreppi 8. desember 1923. Hann lést 31. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Stefáns Sigurðs- sonar frá Hrepp- hólum, f. 11.4. 1885, d. 18.5.1927 og Mar- gétar Eiríksdóttir frá Fossnesi, f. 12.6. 1886, d. 26.6. 1968. Gestur var yngstur 4 systkina er upp komust. Hann missti föður sinn á fimmta ári en móðir hans stýrði búinu á Haga áfram sem var stórt á þess- um tíma og kom upp barnahópn- um og til mennta. Gestur kvæntist 13. maí 1951 Inge Hjördísi Stefánsson Pawlik, f. í Vigsnæs í Danmörku, 24. nóv- ember 1926. Börn þeirra eru: 1) Stefán vélaverkfræðingur í Dan- mörku, f. í Reykjavík 25. maí 1952, kvæntur Annette Schjern- ing Povlsen, börn þeirra eru Mikkel, f. 17.12. 1977, Gunilla, f. 11.4. 1975, í sambúð með Ole Knudsen, sonur þeirra Storm, f. 10.5. 2007. 2) Björn byggingarverk- fræðingur í Dan- mörku, f. við Stein- grímsstöð í Grafningshreppi 22. júlí 1958, var kvæntur Marianne Schiller, börn þeirra eru Alexand- er, f. 9.4. 1996, og Victoria, f. 21.10. 1997. Gestur lauk stúd- entspprófi frá MA 1943, fyrri hluta prófi í verkfræði frá H.Í. 1945 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1949. Gestur hóf starfsferil sinn hjá borgarverkfræðingi Reykjavíkur, vann því næst við Sogsvirkjanir, Írafossvirkjun 1950-1953, hjá Fos- skraft og Steingrímsstöð 1956- 1961 hjá Efrafalli sf. Gestur vann á starfsferli sínum víða um heim við framkvæmdir hjá sænskum og dönskum verktakafyrirtækjum. Hann gegndi einnig trún- aðarstörfum hjá stéttarfélagi verkfræðinga. Gestur var jarðsunginn frá Hørsholmskirkju í Kaupmanna- höfn 7. júní. Gestur var yngstur fjögurra upp- kominna systkina. Hann missti föð- ur sinn á fimmta ári en móðir hans stýrði búinu á Haga áfram sem var stórt á þessum tíma og kom upp barnahópnum og til mennta. Mar- grét móðir Gests vann sem farand- kennari með búinu og kunnugir hafa sagt mér að hún hafi komið mörgum af nemendum sínum áfram til náms, bæði í Flensborgarskólann í Hafn- arfirði og Menntaskólann á Akur- eyri. Við Gestur vorum bræðrasynir, ég kynntist Gesti og Hjördísi við Steingrímsstöð þar sem ég vann með honum í um fjögur ár og síðan þá hefur alla tíð verið mjög kært á milli okkar. Ég heimsótti þau hjónin dagstund síðasta sumar eins og oft áður er ég átti leið um Kaupmannahöfn, var þá margs að minnast frá gamalli tíð. Gestur talaði alla tíð mjög góða ís- lensku og þakkaði því að hann var áskrifandi að Morgunblaðinu og las úr því upphátt til að viðhalda mál- inu. Hann hafði ætíð gott samband við fólkið sitt í Haga, sérstaklega við Jó- hönnu Jóhannsdóttur, seinni konu Haraldar mágs síns, bónda í Haga. Ég keyrði Gest austur að Haga frá Reykjavík fyrir 4-5 árum síðan. Íslensk náttúra var honum mjög hugleikin og þurfti ég að stoppa á ákveðnum stöðum svo hann gæti rifjað upp örnefni og staðhætti. Er komið var austur fyrir Minna-Núp fór hann út og taldi upp öll örnefni í Hagafjalli og nágrenni sem greipst höfðu í huga hans frá barnæsku, en 14 ára gamall fór hann að heiman. Við systkinin frá Hrepphólum þökkum góð kynni og vonum að vinabönd og ættartengsl fjölskyldn- anna haldi áfram að styrkjast til framtíðar. Við sendum Hjördísi og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd systkinanna frá Hrepphólum, Sigurður Jónsson. Síðla kvölds í ágúst 1945 lagði Lagarfoss úr höfn í Reykjavík og var stefnan tekin á Kaupmannahöfn. Á hafnarbakkanum stóðu vinir og ættingjar til að kveðja hina fáu far- þega – unga stúdenta – sem voru á leið til Kaupmannahafnar til að afla sér aukinnar menntunar. Um borð vorum við Gestur Stefánsson, og hann með flottan filthatt. Í Kaup- mannahöfn kynntist Gestur nýjum heimi mjög svo frábrugðum lífinu í Haga og Þjórsárdal og hinn ungi maður naut borgarlífsins, jafnframt því sem hann lauk náminu, svo flug- gáfaður sem hann var. Leiðir okkar lágu saman við störf á Íslandi og síðar úti í hinum stóra heimi, m.a. í hinu fjarlæga, komm- úníska, arabíska Suður-Jemen. Hér vann hann framúrskarandi starf við byggingu fiskihafna í námunda við Óman. Er fram liðu stundir komu fleiri áhugaverð verkefni – stundum trufluð af styrjöldum og uppreisnum – en Gestur leysti öll verkefni af hendi með stóískri ró. Gestur var hinn dæmigerði dríf- andi Íslendingur sem lagði heiminn að fótum sér með hæfileikum sínum. Fyrir tveimur vikum kvöddumst við í síðasta sinn án orða, en orð eru ekki nauðsynleg milli vina. Blessuð sé minning Gests Stefánssonar. Søren Langvad. Gestur Stefánsson Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Elsku Vilborg, nú hefur þú loksins feng- ið hvíldina eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm. Mig langar með örfáum orðum að þakka þér fyrir þær stund- ir sem ég átti í sveitinni hjá þér þeg- ar ég var krakki. Þar lærði ég ým- islegt sem kom mér til góða seinna í lífinu. Þegar ég hugsa til þín þá kem- ur fyrst upp í huga minn brosið þitt og hlátur þinn þú varst alltaf svo hlý og góð við mig enda leið mér vel í Vilborg Reimarsdóttir ✝ Vilborg Reim-arsdóttir fædd- ist á Djúpavogi í Beruneshreppi 10. ágúst 1942. Hún lést á sjúkrahúsi Akur- eyrar 18. júní síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Akureyrarkirkju 26. júní. vistinni hjá ykkur hjónunum. Maður beið spenntur eftir sauðburðinum og smöluninni á haustin, og alltaf fékk ég að finna að ég væri vel- komin þegar að ég kom til ykkar. En svo líður tíminn og fólk fer í sitt hvora áttina og stundirnar verða færri sem maður hittist, þannig er það nú gjarnan og svo var í okkar tilfelli, en oft var mér nú samt hugsað til þín í þinni erfiðu baráttu. Elsku Vilborg nú ert þú komin á æðri slóðir og vakir þar örugglega yfir þínu fólki, kærar þakkir fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an. Hinsta kveðja. Hildur Salína. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR Þ. GUÐBJÖRNSDÓTTUR, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést 12. júní og var jarðsungin 23. júní. Guðbjörn Sigvaldason, Jónína M. Árnadóttir, Kristján Jóhann Sigvaldason, Silja Hlín Guðbjörnsdóttir, Gísli Freyr Guðbjörnsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, OTTA SÆMUNDSSONAR, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Guðríður Ottadóttir, Lúðvík Eiðsson, Anna Ottadóttir, Hilmar Smith, Auður Ottadóttir, Ágúst Bjarnason, Eyrún Ottadóttir, Erik Jonsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ llr irr s hug og hlýhug við andlát og útför ástkærs í , r r, t af ður og afa, GUÐNA STEFÁNSSONAR, Skógarlundi 19, Garðabæ. Sigrún Vilbergsdóttir, Guðný Guðnadóttir, Jóhann Örn Ásgeirsson, Gréta Guðnadóttir, Róbert Ólafsson, Aron, Birna, Vilberg og Guðni. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, PÁLS PÁLSSONAR, Páls á Borg, Hraunbæ 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks hjartadeildar Landspítala 14G og líknardeildar Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Inga Ásgrímsdóttir, Páll Pálsson, Hafdís Halldórsdóttir, Ásgrímur Gunnar Pálsson, Helga Tryggvadóttir, Arndís Pálsdóttir, Rafn Árnason, Auðunn Pálsson, Anna Baldvina Jóhannsdóttir, Björgvin Rúnar Pálsson, Fríður Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR EINARSDÓTTUR, Hagamel 23, Reykjavík. Einar Júlíusson, Valfríður Gísladóttir, Sigríður Júlíusdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Jón Júlíusson, Jónína Zophoníasdóttir, Áslaug Júlíusdóttir, Björn Júlíusson, Rannveig Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og kærleik við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS BERGSSONAR, Laugalæk 46, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahlynningar KÍ. Þóra Stefánsdóttir, Þóra Andrea Ólafsdóttir, Haraldur Haraldsson, Stefán Ólafsson, Ingunn Magnúsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, Magnús Sigurðsson, Sigrún Ólafsdóttir, Fjalar Kristjánsson, Sólrún Ólafsdóttir, Gunnar Sigmundsson, afabörn og langafabörn. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verð- ur hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur far- ið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.