Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
„Ég keypti þetta í góðri trú og var afskaplega ánægður að
vera svona vel tryggður. Nú sé ég að þetta var ekkert annað
en gabb,“ segir Friðrik Bjarnason málarameistari á Akureyri
um sjúkdómatryggingu sem hann keypti.
Síðla árs 2003 hringdi sölumaður frá Landsbankanum í
hann og bauð honum sjúkdómatryggingu. „Hann sagði ekkert
vit í öðru en að verktaki væri með tryggingu af þessu tagi og
ég sló til,“ útskýrir Friðrik.
Samningurinn sem hann undirritaði var frá svissneska líf-
tryggingafyrirtækinu Swiss Life. Hann var á flókinni ensku
og með sérhæfðum hugtökum úr læknisfræði. „Landsbankinn
kaupir þjónustu af þessu fyrirtæki og þess vegna fékk ég
samninginn ekki á íslensku. Ég skildi hann ekki fyllilega en
sölumaðurinn útskýrði fyrir mér að í honum væru tilgreindir
algengir sjúkdómar sem ég væri tryggður gegn. Veiktist ég
og missti tekjur átti tryggingin að brúa bilið.“
Í stað þess að greiða lágmarksiðgjöld, um 4000 krónur á
mánuði, ákvað Friðrik, eftir ráðleggingu sölumannsins, að
greiða nærri 5000 krónur á mánuði. Hann taldi að þar með
væri honum tryggðar ágætar tekjur ef svo færi að hann missti
úr vinnu vegna veikinda.
Nokkru síðar, veturinn 2007, varð Friðrik veikur. Hann
fékk heiftarlega lungnasýkingu og skemmd í hjartaloku og lá
á spítala í tæpa viku. Alls missti hann einn og hálfan mánuð úr
vinnu vegna veikindanna. „Ég var eins og undin tuska þegar
ég kom af spítalanum og lengi að jafna mig. Það létti þó lund-
ina að vita að ég væri svona vel tryggður.“
Þegar á reyndi kom í ljós að tryggingin náði ekki yfir veik-
indi Friðriks. „Hún nær ekki til sýkinga, en læknir sem ég
ræddi við sagði að bróðurpartinn af öllum veikindum mætti
rekja til sýkinga. Mér finnst hafa verið villt um fyrir mér og
ég hlunnfarinn,“ segir hann. „Það var ekki nóg með að látið
væri í veðri vaka að tryggingin næði til fleiri sjúkdóma en
raun ber vitni, heldur láðist líka að segja mér að tryggingin
gildir bara til 65 ár aldurs. Ég var 59 ára þegar ég keypti
hana. Ég hefði ekki gert það hefði ég vitað að hún gilti bara í
sex ár,“ segir hann.
Friðrik segir erfitt að fá skýr svör um nokkuð sem tengist
þessu máli hjá Landsbankanum. „Allir sem ég tala við fara
undan í flæmingi og benda hver á annan. Það tók t.d. rúmt ár
bara að fá afrit af samningnum sem ég gerði. Ég hef tilfinn-
ingu af því að menn dragi fæturna í von um að ég gefist upp á
því að grennslast fyrir um þetta.“
Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson
Smáa letrið Friðrik Bjarnason segir kynningu á sjúkratrygg-
ingu sem hann keypti hafa verið mjög misvísandi.
Enska og
læknamál voru
mjög villandi
Sér er nú hv
Eftir Oddnýju Helgadóttur
og Orra Pál Ormarsson
oddnyh@mbl.is | orri@mbl.is
Ý
msir sjúkdómar heyra
undir sjúkdómatrygg-
ingu hér á landi og
margir telja sig örugg-
lega vera með allt á
hreinu gagnvart tryggingafélög-
unum þegar alvarleg veikindi knýja
dyra með tilheyrandi áhyggjum og
vinnutapi.
Lífið verður flóknara þegar fólk
veikist. Skuldir hverfa ekki þótt
menn þurfi í lyfjameðferð eða upp-
skurð, tapi sjón eða heyrn. Þvert á
móti eru líkur á því að veikindin leiði
til aukinna útgjalda. Fyrir vikið er
gott að geta stólað á bætur
sjúkdómatryggingarinnar og ein-
beitt sér að baráttunni gegn veikind-
unum án þess að hafa áhyggjur af
fjármálum heimilisins.
En eru menn tryggðir fyrir öllum
þeim sjúkdómum sem sjúkdóma-
tryggingin virðist í fljótu bragði ná
til? Það er ekki sjálfgefið. Þegar
skilmálar tryggingafélaganna eru
skoðaðir kemur í ljós að býsna
margt er undanskilið, jafnvel al-
gengar birtingarmyndir sjúkdóma.
Þá getur venjulegu fólki, sem ekki
hefur þekkingu á læknisfræði eða
hjúkrun, reynst erfitt að skilja þá.
Morgunblaðið rýndi í skilmála
sjúkdómatrygginga ásamt lækni
sem kynnt hefur sér málið vandlega.
Stuðst er við orðalag í skilmálum
VÍS en skilmálarnir eru mjög
áþekkir hjá íslenskum trygginga-
félögum og á þessi umfjöllun fyrir
vikið ekkert síður við önnur trygg-
ingafélög á íslenskum markaði.
Bótasviðið er eftirfarandi:
Dæmigerður brjóstverkur
Greiddar eru bætur vegna krans-
æðastíflu/hjartadreps sem skilgreint
er sem „drep í hluta hjartavöðvans
vegna ónógs blóðflæðis til þess
svæðis.“ Öll eftirtalin einkenni þurfa
að vera til staðar: Dæmigerður
brjóstverkur, nýjar einkennandi
breytingar á hjartalínuriti og hækk-
un á sértækum ensímum fyrir
hjartadrep, tróponínum eða öðrum
lífefnafræðilegum merkjum um
hjartadrep.
Enda þótt dæmigerður brjóst-
verkur sé algengur þegar fólk fær
kransæðastíflu þá er það ekki algilt.
Læknir sem Morgunblaðið ræddi
við bendir á, að til dæmis fólk með
langt gengna sykursýki fái stundum
ekki dæmigerðan brjóstverk. Ein-
kenni geti m.a. komið fram sem
ógleði eða skyndileg uppköst.
Undanskilið frá bótum er hjarta-
drep án ST-hækkana með hækkun á
tróponíni I eða T og önnur bráð
kransæðatilfelli.
Í sambandi við þetta segir lækn-
irinn ST-hækkanir ekki alltaf koma
fram við hjartadrep. Mörg krans-
æðatilfelli uppfylli m.ö.o. ekki skil-
mála tryggingafélaganna.
Greiddar eru bætur vegna krans-
æðaskurðaðgerðar/hjáveituaðgerð-
ar. Þar er átt við opna „brjósthols-
aðgerð í þeim tilgangi að laga með
kransæðagræðlingsaðgerð eina eða
fleiri kransæðar sem eru þrengdar
eða lokaðar. Sýna þarf fram á nauð-
syn aðgerðar með kransæðamynda-
töku.“ Með kransæðamyndatöku er í
reynd átt við þræðingu sem er um-
talsverð aðgerð.
Undanskilin frá þessu er krans-
æðavíkkun eða -blástur og/eða sér-
hver innanæðaaðgerð og kögunar-
aðgerðir.
Að sögn læknisins, sem Morg-
unblaðið ráðfærði sig við, þýðir þetta
að allar kransæðaaðgerðir eru
undanþegnar bótum. Einungis eru
greiddar bætur vegna opinna
hjartaaðgerða. Læknirinn segir
þetta merkilegt í ljósi þess að besta
bráðameðferð sem sjúklingur geti
fengið við kransæðaþrengingum eða
lokunum sé kransæðaþræðing þar
sem æðin er opnuð á ný, sem fyrst
eftir að kastið á sér stað. Þannig er
reynt að koma blóðflæði til hjarta-
vöðvans strax til að minnka þá
skemmd á vöðvanum sem krans-
æðastíflan annars veldur. Sjaldgæft
er að fólk sé sent með skyndingu í
Öll getum við fyrir-
varalaust veikst af al-
varlegum sjúkdómi og
þar með er fótunum
kippt undan tilveru
okkar. Ætla mætti að
þá væri gott að
vera með sjúk-
dómatrygg-
ingu, ekki síst
ef veikindin
gera það að
verkum að við
erum lengi frá
vinnu. Íslensk trygg-
ingafélög bjóða upp á
tryggingu vegna ým-
issa sjúkdóma, svo
sem hjartasjúkdóma,
krabbameins, Alz-
heimers-sjúkdómsins,
MS, MND og
Parkinsons-
veiki. Þá er
hægt að
tryggja sig fyrir
blindu og út-
limamissi. En
er allt sem sýnist í þess-
um efnum? Býsna
margt er undanskilið í
skilmálum trygging-
arinnar og eins og
læknir sem Morg-
unblaðið ráðfærði sig
við bendir á
getur maður
þurft að fá
sjúkdóm á
„réttan“ hátt
til að fá
greiddar bæt-
ur.
Ósjálfbjarga Trygginga-
kaupi þarf að vera orðinn
algjörlega ósjálfbjarga til
að öðlast bótarétt vegna
Parkinsonsveiki eða MND.
Morgunblaðið/Ásdís
Hjartaaðgerðir Fólk á að-
eins rétt á bótum sé skipt
um hjartaloku, ekki gert
við hana.
Morgunblaðið/Golli
Blinda Aðeins algjör, var-
anlegur og óafturkræfur
missir sjónar á báðum
augum veitir rétt til bóta.
Morgunblaðið/Þorkell