Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þriðji geirinnsvokallaði,ýmis frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofn- anir, sem tilheyra hvorki einkageir- anum þar sem fyrirtæki eru rekin með hagnað að leið- arljósi, né opinberum rekstri, hefur ekki verið áberandi hér á landi sem heild. Hann hefur ekki átt sér nein regnhlífar- samtök eða sameiginlegan mál- svara eins og tíðkast þó í mörg- um löndum. Þetta breyttist nú í sumar þegar stofnuð voru samtökin Almannaheill. Aðild að þeim eiga fjórtán félagasamtök, sem vinna að almannaheill á Íslandi. Sem dæmi má nefna Ör- yrkjabandalagið, Blindra- félagið, Neytendasamtökin og Krabbameinsfélagið. Guðrún Agnarsdóttir, for- stjóri Krabbameinsfélagsins, var á stofnfundinum kjörin for- maður samtakanna. Í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur hér í blaðinu í gær segir Guðrún að samtökin muni einbeita sér að þremur verkefnum; að vinna að einföldu og bættu skattaum- hverfi þriðja geirans eins og gerist í nágrannalöndunum, beita sér fyrir því að sett verði heildarlög um starfsvettvang- inn, réttindi og skyldur og loks að skýra og skilgreina hlutverk og gagnsemi samtakanna fyrir opinberum aðilum og almenn- ingi. Guðrún bendir réttilega á að almannaheillasamtök vinna gíf- urlega mikilvægt starf. Mikið af því er unnið í sjálfboðavinnu og fyrir frjáls framlög almenn- ings. Hún rifjar upp að þegar fulltrúar 75 samtaka voru sam- an komnir í Iðnó að taka við söfnunarfé frá Landsbank- anum hafi hún horft yfir hópinn og hugsað með sér að ef öll þessi sam- tök hættu starf- semi yrðu þau sannarlega sýnileg. „Þá myndu stjórn- völd og aðrir sjá hversu gríðarlega mikilvægt starf þau vinna til að tryggja velferð í samfélaginu og létta þannig mjög á hinu opinbera.“ Þetta eru orð að sönnu. Vel- ferðarkerfið í landinu er að stórum hluta rekið af frjálsum félagasamtökum og sjálfseign- arstofnunum – og þannig á það að vera. Það verður að gæta þess að varðveita þá „sjálfboða- vinnu, eldheitu hugsjón og grasrótarþekkingu á málefn- inu“ sem Guðrún Agnarsdóttir nefnir og einkennir þriðja geir- ann. Samtök og fyrirtæki í þriðja geiranum hafa oft umfangsmik- inn rekstur með höndum. Það er þess vegna í raun sjálfsagt og eðlilegt að honum verði sett- ur skýrari rammi með heild- stæðri löggjöf um geirann, eins og Almannaheill fer fram á. Sömuleiðis er nauðsynlegt að skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans. Þar ber þó að hafa í huga að hér á landi höf- um við borið gæfu til að byggja upp einfalt skattkerfi með fáum undanþágum, sem er ein for- senda þess að hægt sé að halda sköttum lágum og lækka þá frekar. Það er fremur hagur þriðja geirans að skattar séu lágir og margir aflögufærir til að styðja góð málefni en að mikið sé af flóknum undan- þágum í skattkerfinu. Samtökin Almannaheill hafa eignazt góðan talsmann í Guð- rúnu Agnarsdóttur. Gera má ráð fyrir að stofnun samtak- anna hafi í för með sér að skiln- ingur á starfi þriðja geirans fari vaxandi. Velferðarkerfið er að stórum hluta rekið af frjálsum félagasamtökum} Þriðji geirinn FRÉTTASKÝRINGEftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is S kilyrðin í sjónum hafa breyst á síðustu árum; nefna má hitastig, selt- umagn og strauma. Lífs- hættir fiska og sjáv- arspendýra kunna að breytast samfara þessu og nauðsynlegt er að fylgjast grannt með þróuninni. Hvað seli varðar þá eru vísbend- ingar um að þeir hafi fært sig norð- ar í kaldari sjó, einkum útselurinn. Erlingur Hauksson sjávarlíffræð- ingur hjá hringormanefnd segist ekki geta fullyrt um þetta, en með breyttum skilyrðum í sjónum segist hann telja að útselurinn, að minnsta kosti, sé nú í auknum mæli kominn norður fyrir land. Erlingur hefur áhuga á að þetta verði rannsakað. Sömuleiðis telur hann mikilvægt að ný könnun verði gerð á fæðuvali og framboðinu í sjónum og í ár hefst sýnasöfnun í þessum tilgangi. Með minnkandi þorskstofni og áföllum í sílastofninum sé forvitnilegt að skoða fæðu sela nú miðað við nið- urstöður rannsóknar sem gerð var fyrir fimm árum. Erlingur telur ekki útilokað að selurinn hafi það verra nú en þegar þorskstofninn var í hámarki. Varð- andi sílið þá velta vísindamenn því fyrir sér hvaða áhrif það hafði á sel- inn þegar sílið hvarf við suður- ströndina, því sílið hefur verið helsta fæða ungra útsela og land- sela á öllum aldri. Bæði landselur og útselur lifa á fjölbreyttu fisk- meti. Útselurinn étur meira af hrognkelsi og steinbít heldur en landselurinn, sem aftur étur meira af þorski og síli. Annars er val á fæðu svipað. Stofnarnir taka við sér Selastofnar við landið hafa tekið við sér á síðustu árum, en fjöldi sela við landið er talinn reglulega. Land- selurinn var síðast talinn árið 2006. Voru þá 12 þúsund dýr í stofninum og hafði hann vaxið frá árinu 2003 þegar hann var 10 þúsund dýr. Útselurinn var talinn árið 2005 og voru þá um 6 þúsund dýr við landið. Fjölgun hafði sömuleiðis orðið í út- selastofninum frá árinu 2002 þegar metið var 5.500 dýr í stofninum. Um 1980 var landselastofninn mun stærri, líklega um 34 þúsund dýr, en hann minnkaði um 4% á ári fram til ársins 2006 er hann tók að hjarna við að nýju. Útselastofninn var í kringum 1990 um 12.000 dýr. Ekki er vitað hve útselastofninn var stór fyrir um hundrað árum, en í byrjun 20. aldar er áætlað að 50-60 þúsund landselir hafi verið við land- ið. Á vegum Landssambands ís- lenskra útvegsmanna var hring- ormanefnd sett á laggirnar árið 1979. Nefndin greiðir ákveðna upp- hæð fyrir veiddan útsel og eru nú 60 krónur greiddar fyrir kílóið og auk þess 3.500 krónur fyrir neðri kjálkann. Þá eru greiddar 4.500 krónur fyrir útselskópaskinn. Hver fullorðinn útselsbrimill vegur um 300 kíló og urturnar 170-200 kíló. Selur er lokahýsill fyrir selorm- inn, en lirfa hans er í fiskholdi og er það einkum útselur sem dreifir orminum. Því telur nefndin æskilegt að viðhalda útselsveiðum þó svo að skinnin af útsel séu ekki verðmæt. Þau hafa reyndar verið leðursútuð og notuð í handverk. Selastofnar taka við sér og færa sig norðar Morgunblaðið/Ágúst Ingi Í látri Landselur í látri við Rauðasand, en algengt er að þar kæpi yfir 100 urtur. Um þetta leyti árs er því mikið um að vera á þessum slóðum og 2-300 landselir af öllum stærðum og gerðum fylgjast forvitnir með því sem fyrir augu ber. Selurinn var til skamms tíma veiddur í net við sandinn, en lítið hefur verið um það í seinni tíð.                              AÐEINS voru veiddir um 70 land- selskópar hér við land á síðasta ári. Þetta er mikil breyting frá því þegar mest var, en samdráttinn má einkum rekja til verðfalls á skinnamörkuðum. Á áttunda áratug síðustu aldar var algengt að árlega væru veiddir 5-6000 selir hér við land, einkum landselskópar. Frá árinu 1986 hefur jafnt og þétt dregið úr selveiði og frá árinu 2002 hefur skráður afli, þar með tal- inn meðafli fiskibáta, verið undir þúsund dýrum. Í fyrra bárust upplýsingar um 384 veidda seli. Kópaveiðar eru að byrja um þessar mundir og er mest af landselskópum við Breiðafjörð og á Húnaflóa. Skinnin eru seld á mörkuðum og hefur verð hækkað á mörkuðunum, jafn- framt því sem útflytjendur hagnast á veikri krónu. Útselslátur eru aðallega á Norð- ur-Ströndum. Árið 2005 settu stjórnvöld þau markmið fyrir út- selsstofninn við Ísland að stefnt skyldi að því halda stofnstærð- inni nálægt því sem var árið 2004. Minnkaði stofninn yrði gripið til aðgerða til að snúa þeirri þróun við. Hverfandi líkur eru á að stofninn sé undir þessum mörkum, þvert á móti líklegt að hann hafi frekar styrkst. Minnkandi selveiði 2. júlí 1978: „Varanleg vegagerð um landið allt er í raun nýtt landnám fyrir okkur Íslendinga. Gatnagerð í Reykjavík og öðrum þétt- býlissvæðum hefur gerbreytt svip- móti borgar og kaupstaða og kaup- túna. Öll er þessi byggð hreinlegri og fallegri en áður var. Hið sama mun verða, þegar varanlegir vegir hafa verið lagðir um landið allt. Landið mun breyta um svip. Það verður hreinna og fallegra. Tæki- færi fólks til þess að ferðast með þægilegu móti um landið margfald- ast. Hinar dreifðu byggðir verða í betra vegasambandi en áður. Fjár- hagslegur sparnaður vegna minna viðhalds á bílum og minni notkunar eldsneytis verður geysilegur. Öll rök hníga að því, að varanleg vega- gerð verði næsta stórátak í mál- efnum lands og þjóðar.“ . . . . . . . . . . 3. júlí 1988: „Þjóðin á nú um tvo kosti að velja: Annar er sá, að halda áfram að loka augunum fyrir því, sem er að gerast í kringum okkur, taka inn vímuefni með reglulegum gengisfellingum og óraunsæjum að- gerðum á borð við raunvaxtalækk- un með stjórnvaldsákvörðun og halda áfram erlendum lántökum, eftir því, sem færi gefst. Við og við fáum við happdrættisvinning í formi hagstæðra ytri skilyrða eins og undanfarin misseri, sem fleytir okkur áfram. Þegar til lengri tíma er litið þýðir þetta hins vegar, að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum og smátt og smátt kemst unga fólkið að þeirri niðurstöðu, að betra sé að búa annars staðar. Hinn kosturinn er sá, að horfast nú í augu við veruleikann og hefjast handa um þann uppskurð í atvinnu- og efnahagsmálum, sem óhjá- kvæmilegur er. Hann felst að veru- legu leyti í grundvallarbreytingu í rekstri sjávarútvegs og fiskvinnslu. Til viðbótar þarf að koma rækileg hreinsun í opinbera kerfinu, þar sem sóun og eyðsla er miklu meiri en almenningur hefur nokkra hug- mynd um. Slík stefna kallar á hug- arfarsbreytingu almennings, stjórnmálamanna og forystumanna í atvinnulífi.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Þ ví á að fylgja mikill metnaður að bera ábyrgð á rekstri rík- isútvarps. Það verður að ætlast til, að slíkur fjölmiðill sé hlut- lægur í efnisumfjöllun sinni og bjóði upp á fjölbreytilegri og vandaðri dag- skrá en ljósvakamiðlar í einkaeign. Út frá þessu gengur Guðni Ágústsson í grein sinni í Morgunblaðinu á föstudag. Þar veitist hann að Sjálfstæðisflokknum fyrir að vilja selja rík- isútvarpið, en „vel búnir auðmenn sparibúast til að eignast gripinn eða hirða það besta úr dánarbúinu“, stendur þar. Ekki lýsir þetta stefnu Sjálfstæðisflokksins og er þess vegna ekki sannleikanum samkvæmt. Í fjölmiðla- frumvarpinu var þvert á móti girt fyrir að auðmenn gætu ráðið yfir fjölmiðlum landsins, en helstu lautinantar þeirra voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi og Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum og höfðu sitt fram. Ríkisútvarpið býr við þá sérstöðu að geta farið ofan í vasa skattgreiðenda. Afnotagjöldin voru hækkuð um 4% 1. desember og þó bað útvarpsstjóri um, að þau yrðu hækkuð um 20% til viðbótar 1. ágúst. Það lýsir mikilli óskammfeilni. Í ölduróti getur enginn fleytt kerlingar. Útvarpið verður að láta sér duga 5% hækkun og er það fullnóg, af því að tekjurnar eru tryggðar lögum sam- kvæmt. Og svo hefur útvarpið frjálsan aðgang að auglýs- ingamarkaðnum, sem mörgum þykir of langt gengið. „Útvarpið gegnir ekki menningarhlutverki og þar er ekki talað gott mál,“ sagði vinur við mig á dögunum. Og hann hefur mikið til síns máls. Að gefnu tilefni gerði ég það að umtals- efni í pistli mínum í vetur, að það væri hollt fyrir ríkisútvarpið að með því væri fylgst reglulega, hvernig það ræki skyldur sínar, hvort það væri t.d. hlutlægt í fréttaflutningi sínum eða drægi taum Sjálfstæðisflokksins eins og Össur Skarphéðinsson hefur haldið fram. Slíku eftirliti er auðvelt að koma við og er í sannleika sagt óhjákvæmilegt, úr því að ríkisútvarpinu eru sett markmið í lögum. Engum kom á óvart, að Rkisútvarpið skyldi þurfa að draga saman seglin og sýna aðhalds- semi eins og efnahagsástandið er. En áhersl- urnar voru rangar hjá útvarpsstjóra og stjórn félagsins. Það var rangt að fækka fréttamönn- um á Ísafirði úr tveimur í einn, á Egilsstöðum úr þremur í tvo og um eitt stöðugildi á Akureyri. Af því að skilaboðin eru þau, að útvarp allra landsmanna eigi heima í Reykja- vík og hafi sömu heimilisfesti og Vatnajökulsþjóðgarður. Það leynir sér ekki, að Vestfirðir, Norðurland og Austur- land, að ég tali nú ekki um Vatnajökulsþjóðgarð, séu hin- um megin á hnettinum í hugum sumra. Það er skrítilegt, að ríkisútvarpið skuli reka útvarpsrás með klassískri tónlist og jass, sem aðeins nær til höfuð- borgarsvæðisins. En það ku vera vegna þess að fólk úti á landi er ómúsíkalskt! Halldór Blöndal Pistill Útvarp allra landsmanna …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.