Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 53
til tónlist heima með græjum sem
ég kalla „hippy jams“ (kímir) – þau
lög eru meira afstrakt eins og nafnið
gefur til kynna. Ég er aðeins farin
að spila það efni á tónleikum líka því
ég var orðin leið á því að þurfa alltaf
að styðjast við píanó á tónleikum.“
Kristín, eða Kria Brekkan, fór svo
fyrir stuttu í tónleikaferðalag með
hljómsveitinni Black Dice og opnaði
fyrir hana, en um er að ræða eina af
fremstu og heitustu hávaða-/
jaðarsveitum New York-borgar í
dag.
Kristín segist finna að hún sé
tilbúin til að fara að spila meira,
vera meira út á við, eftir að hafa
unnið að tónlistinni í hálfgerðri ein-
angrun síðustu ár.
„En málið er að ég hef enga
reynslu af að koma slíku í gang – ég
hef aldrei þurft þess áður. Vanda-
málið er ekki innblástur eða sam-
bönd, vandamálið er að reyna að ná
jarðtengingu (hlær að sjálfri sér).
Koma þessu einhvern veginn í
áþreifanlegt form. Ég er svo mikið
út úr heiminum, ég get ekki einu
sinni klastrað saman „myspace“-
síðu.“
Það er einhvern veginn hressandi,
eiginlega fallegt, þegar fólk gerir
sér grein fyrir því hversu vel – eða
illa – jarðtengt það er. Og hlær síð-
an að því. Kristín er mjög æðrulaus
varðandi það að hún sé „ekki niðri á
jörðinni.“ „Jaa … ég fór einhvern
tíma í einhvern hnút út af þessu en
komst svo fljótlega að því að þetta á
bara vel við mig. Ég hélt að ég
þyrfti að gera eitthvað í þessu en
svo ákvað ég bara að fara með
þessu. Standa með mér. En ég veit
alveg að ég tala oft mjög afstrakt og
líklega skilur þá enginn hvað ég er
að segja (hlær). Vonandi hljóma ég
ekki rugluð – eða eins og mér finnist
svo kúl að vera út úr heiminum
(brosir).“
Afturábak og áfram
Hún og eiginmaður hennar, Dave,
gáfu saman út plötuna Pullhair Ru-
beye árið 2007 sem Avey Tare og
Kria Brekkan. Platan vakti mikla
athygli, ekki síst fyrir þær sakir að
hún var gefin út afturábak. Hún
hafði lekið út á netið áður en hjónin
ákváðu að snúa henni við og upp-
hófst nú mikið hausaklór hjá gagn-
rýnendum og sumir urðu nánast æf-
ir. Tare sagði í framhaldinu að þeir
áhugasömustu gætu hæglega snúið
plötunni við sjálfir í tölvunni sinni,
væri þetta svona stórkostlega mikið
mál.
„Þetta var mjög lágstemmt allt
saman, hvernig við unnum plötuna.
Ég og Dave höfðum t.d. verið saman
í París í mánuð þar sem við sömdum
saman og spiluðum á gítara. Við
tókum plötuna upp í æfing-
arhúsnæðinu hans Dave og í apríl
2006 spiluðum við á fyrstu tónleik-
unum okkar saman. Svo vorum við
að fara í heimsókn til foreldra hans í
Colorado um jólin 2006 og festumst í
snjóstormi. Við hlustuðum svo á
plötuna í tveggja rása tæki og próf-
uðum að snúa henni við. Okkur
fannst það svo flott að við ákváðum
bara að gefa plötuna út þannig. En
þetta var þannig verkefni, bara okk-
ar verkefni einhvern veginn, að það
hvarflaði aldrei að mér hvernig hún
yrði gagnrýnd. Það var mjög þægi-
legt að fara í gegnum allt plötuupp-
tökuferlið án þess að pæla í þessum
hlutum. Ég held að enginn hafi vitað
hvað ég var að gera á þessum tíma
en svo kom það mér á óvart hversu
mikið fólk var að pæla í þessu og
hversu sterk viðbrögðin voru.“
Kristín segist meira að segja hafa
fengið smá móral yfir því að hafa
valdið fólki vonbrigðum.
„Ég er ekki svo mikill pönkari –
en við gerðum þetta ekki upp á eitt-
hvað flipp. Við gerðum þetta ein-
faldlega af því að okkur fannst plat-
an hljóma betur svona. En hver veit,
kannski hefði hún slegið í gegn ef
hún hefði verið réttsælis (hlær).“
Könnun
Kristín segir framtíðina nokkuð
óráðna.
„Ég er alltaf í voðalega frjáls-
legum stellingum,“ segir hún og
hlær. „Stundum set ég mig í stell-
ingar fyrir vinnu, ég leigði t.d. æf-
ingahúsnæði úti um daginn og ætl-
aði að rúlla þessum píanólögum inn
af hörku. Ég reyndist svo frekar lé-
legur harðstjóri gagnvart sjálfri
mér. En ég er svo lukkuleg að ég er
á námsstyrk um þessar mundir og
ég ákvað bara að setja sjálfa mig í
skóla. Mér fannst ég eiga það inni,
enda fór ég ekkert í nám eftir MH
því það var nóg að gera með múm.
Þannig að nú er ég að rannsaka
hvað býr í mér og það þarf tíma til
að kanna það. Um leið hef ég ríka
þörf til að gefa af mér, deila með
fólki, eiginlega þjónusta það. Það
var maður að gera á vissan hátt með
múm og ég finn að ég þarf á því að
halda. Ég var að spá í hvort ég ætti
að fara að vinna á kaffihúsi til að slá
á þessa þörf (hlær). En ég var líka
ánægð með að komast úr þessu, ég
var tilbúin í að vera „ekki á tónleika-
ferðalagi.“ Maður bjó úti um allar
trissur og mig var farið að dreyma
um eigið eldhús og einhvern fastan
íverustað, stað þar sem ég gæti loks
sest niður í friði og ró og farið að
vinna með og rækta það sem ég hef
inni í mér – eitthvað sem ég hef ekki
komist almennilega í fyrr en þessi
síðustu ár.“ arnart@mbl.is
Hjón Kristín ásamt eiginmanni sínum, Dave Portner úr Animal Collective.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 53
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Lau 23/8 kl. 15:00
Lau 23/8 kl. 20:00
Sun 24/8 kl. 16:00
Fös 29/8 kl. 20:00
Lau 30/8 kl. 15:00
Lau 30/8 kl. 20:00
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson (Söguloftið)
Fös 11/7 kl. 20:00
Lau 12/7 kl. 20:00
Sun 13/7 kl. 16:00
Fim 17/7 kl. 20:00
Fös 18/7 kl. 20:00
Kómedíuleikhúsið Ísafirði
8917025 | komedia@komedia.is
Act alone á Ísafirði (Hamrar/Edinborgarhúsið)
Sun 6/7 kl. 14:00
Gísli Súrsson (Haukadalur Dýrafirði/ferðasýning)
Mið 9/7 kl. 16:00 U Fös 25/7 kl. 14:00 Lau 26/7 kl. 20:00 U
Pétur & Einar (EinarshúsBolungarvík)
Fim 10/7 kl. 20:00
Fim 17/7 kl. 20:00
Fim 24/7 kl. 20:00
Fim 31/7 kl. 20:00, ,
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„UM LEIÐ og hátíðin hófst létti til á
Siglufirði og er nú 15 stiga hiti og
sólarglennur,“ segir Gunnsteinn
Ólafsson, umsjónarmaður Þjóð-
lagahátíðar á Siglufirði.
Hátíðin nær hápunkti um helgina
og einn mest spennandi viðburður
hátíðarinnar er svo á sunnudags-
kvöld, en þá mun Hljómsveit Benna
Hemm Hemm og Ungfónía halda
tónleika í Íþróttahöllinni á Siglu-
firði. Þar verður m.a. flutt nýtt
verk eftir Benedikt Hermannsson,
en einnig „Skoska sinfónían nr. 3“
eftir Mendelssohn og „Vor í Ap-
palaichan-fjöllum“ eftir Aaron
Copland.
Finna má dagskrá Þjóðlagahátíð-
ar á Siglufirði á www.siglo.is/
festival.
Tónleikar Benna Hemm Hemm
og Ungfóníu verða endurteknir í
Háskólabíói 7. júlí kl. 20.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Spennandi Mikil eftirvænting ríkir vegna tónleika Benna Hemm Hemm og
Ungfóníu þar sem nýtt verk verður frumflutt.
Þjóðlagahátíð
nær hápunkti
Benni Hemm Hemm og Ungfónía
spila á Siglufirði um helgina
KRISTÍN segir að það hafi verið óumflýjanlegt að hún
myndi hætta í múm á sínum tíma.
„Þetta var ekki einhver stór ákvörðun. Þetta var að
gerast í nokkra mánuði, smátt og smátt. Ég trúi því að
hlutirnir gerist náttúrulega – og einu sinni þegar við
vorum að vinna saman að tónlist, ég, Örvar og Gunni,
þá var hún ekkert að renna saman. Þeir voru bara að
gera sitt og ég mitt. Þetta óx bara eðlilega í sundur,
þróaðist í þessa átt. Þetta var það náttúrulega í stöð-
unni. Svo fór ég til New York og síðan til Seattle þar
sem ég hitti Animal Collective og spilaði með þeim inn
á plötuna Feels.“
Kristín rifjar upp hversu sérstakt þetta var með
múm, það voru aldrei ákveðnar neinar æfingar eða
slíkt.
„Við vorum alltaf saman, bjuggum saman, og það
voru aldrei gerðar neinar áætlanir. Þetta bara „var“
einhvern veginn.“
Árdagar Með múm (frá vinstri til hægri) Kristín, Örvar, Gyða og Gunni.
Kristín hættir í múm