Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 51 Lögga, læknir og lögfræðingur Kippan SATT... ÉG ER EKKI HAMINGJU- SAMUR HVERSU MARGIR Í HEIMINUM ERU VIRKILEGA HAMINGJUSAMIR? 1.479.536 ÞÚ ERT BARA AÐ GISKA SANNAÐU ÞAÐ ÉG HELD AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FLYTJA Í SAMA BÁS HVAÐ SEGIR ÞESSI MYND ÞÉR? MEIRA EN ÞÚSUND ORÐ Í AUGNABLIKINU ERU ALLIR ÞJÓNUSTUFULLTRÚAR OKKAR UPPTEKNIR... SPÁDÓMUM VERÐUR SVARAÐ Í ÞEIRRI RÖÐ SEM ÞEIR BERAST... ÚTS ÖLU - LOK Á MÁN UDA G- INN HEIMUR- INN FERST Á ÞRIÐJU- DAGINN! ÉG FÉKK HEILA MILLJÓN Í FERÐASTYRK! VÁ! TIL AÐ LÆRA ÚTI? NEI, BARA TIL AÐ YFIRGEFA LANDIÐ EF HUNDAR GÆTU KEYRT Velvakandi HÚN Steinunn hefur í nógu að snúast við garðvinnuna í Borgarnesi. Ekki mun vera vanþörf á duglegum aðstoðarmanni við að ferja moldarfarmana í hjólbörum á milli beða. Samvinnan er það sem gildir í þessu sem öðru. Morgunblaðið/G.Rúnar Garðvinna í fögru umhverfi Persónulegt öryggi Í LANDI þar sem menn eiga á hættu að þurfa að borga brotnar tennur í mönnum, sem á þá ráðast og þar sem alþingismenn hafa meiri áhuga á að búa til fleiri gölluð lög, en leiðrétta áður gerð slík, er lögreglan það eina, sem er okkur saklausum borgurum til varnar, þótt hún geti auðvitað ekki ver- ið alls staðar í senn og sé stundum lengi á vettvang (vegna fjár- laga og fleira). Vaxandi tilefn- islausar árásir (og aðrar árásir) á lögreglumenn, virðist mér kalla á hert viðurlög við slíku. Lögreglan er jú okkar síðasta haldreipi, þegar allt annað bregst. Hér er í tísku að banna löghlýðnum mönnum ýmsa sjálfsagða hluti á meðan alls konar ruddar og ribbaldar komast upp með nánast hvað sem er. Mál er að linni. Hlutverk lögreglumanna eru mörg og margvísleg, hver veit nema þeir þurfi að taka á móti ótöldum Íslendingum, þar sem ráðamenn virðast ekki telja að það þurfi að greiða öðrum stéttum fyrir það. Þórhallur Hróðmarsson. Lýst eftir bíl VIÐ erum alltaf að nefna það hvað Ísland sé lítið, allir þekki alla og þar fram eftir götunum. Þrátt fyrir þetta virðist Ísland vera nógu stórt til þess að hægt sé að stela bíl og sjá til þess að hann finnist ekki. Hvað gerir þú við stolinn bíl á Ís- landi? Ég spyr að þessu vegna þess að ég lenti í því óláni að bílnum mínum var stolið fyrir utan heimili mitt aðfaranótt mánudagsins 23. júní sl. Þetta var ekki merkilegur bíll en missirinn ótrúlega mikill. Mesti missirinn var að í skottinu á bílnum var barnakerra 2ja mánaða gamallar dóttur minnar sem hún hafði fengið að gjöf frá ömmu sinni. Auk þess var burðarúmið hennar í aftursætinu. Ekki var nóg með að bílnum hafi verið stolið, því þegar ég hringdi í lögregluna þá sagðist hún ekki ætla að gera neitt fyrr en ég væri búin að leita að bílnum sjálf. Ég var að tilkynna stolinn bíl og tók það fram að barnavagninn hefði verið í skottinu á bílnum og að ég væri með 2 mánaða gamalt barn. Ég spurði hann hvernig ég ætti að fara að því að leita að bíln- um, á ég að labba um bæinn með bílstólinn í fanginu? Og þá fékk ég svarið: „Hvað viltu að við gerum?“ Þetta fannst mér lélegt af lögregluþjón- inum. Mér fannst einhvern veginn eins og maðurinn væri hreinlega ekkert að hugsa um hvað hann væri að gera í vinnunni. Stuttu eftir að ég er búin að tala við hann hringir hann aftur og biður mig um að koma á lögreglustöðina að skrifa undir skýrsluna. Ég sagðist ekki komast fyrr en maðurinn minn kæmi heim úr vinnunni og þá spurði hann mig hvort að það væri engin leið að ég kæmist fyrr? Ég, með 2ja mánaða gamalt barn og bíl- laus, átti sem sagt að labba með barnið í bílstólnum á stöðina því það hentaði honum greinilega betur. Ekkert er að frétta af bílnum og ég er því enn í hálfgerðu stofufangelsi á mínu eigin heimili. Ef einhver verður var við bílinn eru þeir vin- samlegast beðnir um að láta lög- regluna á Akranesi vita. Þetta er tveggja dyra, græn Opel Astra með númerið UZ-649. Særún Hlín Kristinsdóttir. Hundar þurfa hreyfingu Ég vil vekja athygli hundaeigenda á því að það er ekki nóg að binda hundinn við staur og láta hann sitja þar í marga tíma. Hundar þurfa hreyfingu allavega þrisvar sinnum á dag. Einnig finnst mér vanta fleiri svæði fyrir hunda. Edda.           Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ferðaklúbburinn Flækjufótur | Skrán- ing í Þýskalandsferðina 22.-29. sept. er hafin, gott aðgengi fyrir fatlaða. Uppl. í síma 898-2468. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif- stofan lokuð v/ sumarleyfa til 5. ágúst. Uppl. Kristjana, s. 897-4566, og Krist- mundur, s. 895-0200. Félagsvist í Gjá- bakka og Gullsmára eins og verið hefur. Félag eldri borgara Kópavogi, ferða- nefnd | Ferð á Strandir dagana 2.-4. ágúst nk. Brottför frá Gullsmára kl. 8 og Gjábakka kl. 8.15. Ekið til Klúku í Bjarn- arfirði að Munaðarnesi og Krossneslaug, Þorskafjarðarheiði, Bjarkarlundur og Dalir. Skráning og uppl. í félagsmiðst. og í síma 554-0999. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- að í Stangarhyl kl. 20. Caprí-tríó leikur. Hæðargarður 31 | Félagsvist á mánud. kl. 13.30. Matur og kaffi virka daga og listasmiðjan opin. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Ringó og pútt á menningarflötinni við Gerðarsafn á miðvikud. og laugard. Línudans í Húna- búð, Skeifunni 11, Rvk. á miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564-1490 og 554-5330. Vitatorg, félagsmiðstöð | Farin verður ferð í Fljótshlíð 10. júlí kl. 12.30. Áhuga- verðir staðir skoðaðir undir leiðsögn far- arstjóra. Kaffihlaðborð á Hótel Hvolsvelli á heimleiðinni. Uppl. í síma 411-9450. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Söng- og helgistund kl. 20.30. Sr. Svavar Alfreð Jónsson, Margrét Brynjarsd. og Gísli Jóhann Grét- arsson syngja og leiða söng. Hvammskirkja í Laxárdal á Skaga | Sumartónleikar kl. 20. Þórólfur Stef- ánsson gítarleikari flytur spænska tón- list. Aðgangur er ókeypis. Félagsstarfeldriborgara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.