Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Golli er sjúkdómurinn MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 13 VÍS greiðir ekki bætur vegna:  Sjúkdóms, aðgerðar eða annars vátrygging- aratburðar sem rekja má beint eða óbeint til ástands barns, stjúp- eða fósturbarns fyrir gildistöku vátrygg- ingarinnar sem vátryggður vissi eða mátti vita um. Með sama hætti greiðast ekki bætur vegna sjúkdóms, að- gerðar eða annars vátryggingaratburðar sem sann- anlega má rekja til ástands barns fyrir þann tíma er vá- trygging tekur gildi þ.e. við tveggja ára aldur eða þriggja mánaða aldur eftir því sem við á sbr. c. lið 1. mgr. 86. gr. laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004, enda aflar félagið ekki upplýsinga um heilsufar barnsins.  Krabbameins, heila- og mænusiggs, heyrnarmissis og heilahimnubólgu, sem greinist á fyrstu þremur mánuðum eftir gildistöku vátryggingarinnar.  Sjúkdóms, aðgerðar eða annars vátryggingaratburðar ef vátryggður lifir ekki að minnsta kosti í þrjátíu daga frá því að hann greinist með sjúkdóm, aðgerð var framkvæmd eða annar vá- tryggingaratburður átti sér stað. Sama gildir um vátryggð börn, stjúp- og fósturbörn.  Sjúkdóms, aðgerðar eða annars vátryggingaratburðar sem beint eða óbeint er af völdum kjarnabreytingar, jónandi geislunar, mengunar af geislavirkum efnum, kjarnaeldsneytis og kjarnaúrgangsefnis eða af völdum styrjaldar, innrásar, uppþots, verkfalls eða svipaðra aðgerða.  Sjúkdóms, aðgerðar eða annars vátryggingaratburðar sem beint eða óbeint er af völdum jarð- skjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða eða annarra náttúruhamfara.  Sjúkdóms nema greining hafi verið samþykkt af íslenskum sérfræðingi í viðkomandi sérgrein. Engar bætur Stéttarfélögum innan ASÍ er skylt að reka sjúkrasjóði. Sjúkrasjóður veitir félagsmönnum fjárhagslegan stuðn- ing vegna veikinda, slysa eða annarra tiltekinna áfalla sem þeir, börn eða makar verða fyrir. Sumir sjúkrasjóð- ir veita líka styrki til líkamsræktar, sjúkraþjálfunar, krabbameinsskoðunar, gleraugna- og heyrnatækja- kaupa. Þeir sem verða fyrir slysi eða veikjast eiga rétt á dag- peningum í a.m.k. 4 mánuði. Þá greiða sjúkrasjóðir dag- peninga í a.m.k. 3 mánuði ef barn eða maki veikjast. Dagpeningarnir eiga, að viðbættum bótum almannatrygginga og lögbundinna trygginga, að vera a.m.k. 80% af heildarlaunum. Greiðslur sjúkrasjóða mega vera hærri en þetta og til lengri tíma en það fer að nokkru eftir stærð og bolmagni stéttarfélags. Stéttarfélögum er heimilt að ákveða hámark dagpeninga, en það má ekki vera lægra en 250.000 krónur á mán- uði. Sjúkradagpeningar Hægt er að sækja um sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun. Vottun vinnuveitenda og læknis eru forsenda þess að sjúkradagpeningar séu greiddir. Fullir sjúkradagpeningar eru 1040 krónur á dag auk 285 króna á hvert barn á dag. Sjúkradagpeningar eru greiddir í 365 daga, en dreifa má greiðslum yfir tvö ár. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun eru sjúkradagpeningar oftast hugsaðir sem neyðarúrræði þegar greiðslur úr sjúkrasjóði stétt- arfélags eru gengnar til þurrðar. Sjúkrasjóðir og sjúkradagpeningar opna hjartaaðgerð. Læknar róa sem sagt öllum árum að því að koma fólki með kransæðastíflu í þræðingu en tryggingafélögin undanskilja þá meðferð bótum. Bara skipti, ekki viðgerð  Greiddar eru bætur vegna hjarta- lokuaðgerðar en það er „skurð- aðgerð framkvæmd til að koma fyrir gervilokum í stað einnar eða fleiri hjartaloka. Í þessu felst að gerviloku er komið fyrir í stað ósæðar-, mítur-, lungnaæðar- eða þríblöðkuloku vegna lokuþrengsla eða lokuleka eða hvorutveggja.“ Undanskilin er lokuviðgerð, loku- skurður og lokuvíkkun eða ummynd- un. Þetta þýðir að fólk á aðeins rétt á bótum sé skipt um hjartaloku, ekki gert við hana. Læknirinn, sem rætt var við, segir lokuskipti vissulega al- gengari en lokuviðgerð en eigi að síð- ur fari alltaf nokkrir sjúklingar í slíka aðgerð hérlendis á ári hverju og geti verið heillengi frá vinnu í kjölfarið. Endurhæfing geti tekið mánuði. Það fólk á ekki rétt á bótum.  Greiddar eru bætur vegna skurð- aðgerðar á ósæð en það er aðgerð sem „framkvæmd er vegna lang- vinns sjúkdóms í ósæð og nauðsyn- leg er til að fjarlægja hinn sjúka hluta ósæðar og koma fyrir æðabót í hans stað. Með ósæð er hér átt við hina eiginlegu ósæð í brjóst- og kvið- arholi en ekki hliðargreinar henn- ar.“ Læknirinn segir þetta orðalag at- hyglisvert en þegar ósæðin kemur niður í mjaðmagrind greinist hún í tvennt, svonefndar meginlær- slagæðar. Það er mjög þekkt fyr- irbæri að gúll komi á ósæðina á þeim stað og gúllinn nái niður á megin- slagæðarnar sem hún klofnar í og fólk þurfi á aðgerð að halda. Mun hún, að sögn læknisins, vera alveg jafnstór og aðgerð á hinni eiginlegu ósæð. En fyrir þeirri aðgerð er fólk ekki tryggt miðað við orðalag skil- málanna.  Greiddar eru bætur vegna heila- blóðfalls/slags. Það er „sérhvert heilaæðatilfelli er veldur tauga- einkennum sem vara í meira en 24 klukkustundir og felur í sér drep í heilavef, blæðingu eða segarek frá uppsprettu utan heilans. Staðfesting á skertri taugastarfsemi í a.m.k. þrjá mánuði þarf að liggja fyrir.“ Undanskilið er skammvinnt blóð- þurrðarkast í heila og einkenni frá taugakerfi vegna mígrenis. Læknirinn, sem blaðið ræddi við, segir algengt að fólk „skjóti“ litlum blóðtöppum upp í höfuðið sem valdi einkennum sem gangi til baka á nokkrum klukkustundum, yfirleitt innan við sólarhring. Þetta heitir TIA-kast á læknamáli. Fólk getur fengið mikil einkenni af þessum litlu blóðtöppum, bæði misst mátt í lík- amshlutum og orðið mjög sljótt og utangátta, enda þótt það nái heilsu fljótt aftur. Læknirinn bendir hins vegar á að ýmsir gangi ekki aftur í sömu störf eftir kast af þessu tagi, svo sem flugmenn og bifreiðastjórar, enda séu líkur á að köstin endurtaki sig. Það fólk á ekki rétt á trygg- ingabótum. Ýmis krabbamein undanskilin  Greiddar eru bætur vegna krabbameins. Skilgreiningin á því er: „illkynja æxli sem einkennist af stjórnlausum vexti og dreifingu ill- kynja fruma og ífarandi vexti í vefi. Sjúkdómsgreiningu verður að stað- festa með sérstakri vefjagreiningu. Hvítblæði og illkynja sjúkdómar í eitlum svo sem Hodgkinssjúkdóm- urinn falla einnig undir þessa skil- greiningu.“ Allmargt er undanskilið: 1. Öll CIN-stig (innanþekjuæxl- isvöxtur í leghálsi). Þetta undan- skilur því krabbamein sem skimað er fyrir hjá Krabbameinsfélagi Ís- lands þar sem tekið er leghálsstrok hjá öllum konum yfir 20 ára aldri á tveggja ára fresti. 2. Öll forstig illkynja æxlis. 3. Krabbamein sem ekki vex ífarandi (þ.e. setbundið krabbamein). Þarna er vísað til krabbameins sem dreifir sér ekki en getur orðið mjög fyr- irferðarmikið og valdið alvarlegum einkennum þannig að ekki verður hjá skurðaðgerð komist. 4. Krabbamein í blöðruhálskirtli, stig 1 (T1a, 1b, 1c). 5. Húðkrabbamein, þar með talin illkynja sortuæxli, stig 1A (T1a, N0, M0). T stendur fyrir æxli, N fyrir eitla og M fyrir meinvörp. Allt er þetta sumsé undanskilið bótum nema fyrsti flokkur af þremur þar sem æxlið er al- gjörlega staðbundið og hvergi finnst merki um að krabbameinið hafi dreift sér (þykkt æxlis má ein- ungis vera <0,75 mm). 6. Krabbamein þegar alnæm- isveiran er til staðar.  Greiddar eru bætur vegna góð- kynja heilaæxlis. Þar er átt við „brottnám góðkynja heilaæxlis í svæfingu sem leiðir til viðvarandi skerðingar á heilastarfsemi eða ef það er óskurðtækt og leiðir jafn- framt til viðvarandi skerðingar á taugastarfsemi.“ Allar blöðrur, hnúðar, vanskapanir á slagæðum eða bláæðum heilans, blóðkúlur og æxli í heiladingli eða mænu eru undanskilin. Að sögn læknisins eru þessar aðgerðir misalgengar en geta þýtt að fólk sé frá vinnu í tvo til fjóra mánuði, jafnvel lengur. Það verður einnig að teljast líklegt að fólk geti orðið óvinnufært þar sem skilmál- arnir fela í sér að þessir sjúkdómar og aðgerðir leiði til viðvarandi skaða á taugastarfsemi. En fólk fær engar bætur. Tvö köst nauðsynleg  Greiddar eru bætur vegna heila- og mænusiggs (MS). Sá sjúkdómur er skilgreindur með eftirfarandi hætti í skilmálum: „Ótvíræð grein- ing heila- og mænusiggs gerð af sér- fræðingi í taugasjúkdómum sem starfar á viðurkenndum spítala. Hinn tryggði verður að hafa haft einkenni um afbrigðilega tauga- starfsemi samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði eða að minnsta kosti tvö tilfelli, klínískt staðfest (hvort um sig með einkennum í að minnsta kosti 24 klukkustundir, með að minnsta kosti eins mánaðar millibili og frá ólíkum svæðum í mið- taugakerfinu). Þetta þarf að vera staðfest með dæmigerðum einkenn- um afmýlingar; röskun á hreyfigetu og skynjun, svo og dæmigerðum breytingum sem fram koma við seg- ulómun (MRI).“ Læknirinn, sem Morgunblaðið leitaði til, segir algengasta birting- arform MS-sjúkdómsins eitt kast, síðan sé sjúklingur oft einkennalaus í dágóðan tíma. Fólk geti jafnvel verið einkennalaust í mánuði eða ár eftir fyrsta kastið. Lækninum þykja þessir skilmálar fyrir vikið augljós mismunun.  Greiddar eru bætur vegna hreyfi- taugahrörnunar (MND) en um 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.