Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 27 Gallup mælir vísitölu efnahagslífsins. Þegar hún er í 200 telja öll fyrirtæki horfurnar betri en þegar síðast var spurt. Þegar hún er núll, telja allir horfurnar verri.                      V erulegar þrengingar munu verða í atvinnulífinu þegar kemur fram á haust. Í for- síðufrétt Morgunblaðsins í dag, laugardag, kemur fram að innheimtufyr- irtæki séu byrjuð að finna fyrir því að erfiðara sé að innheimta kröfur. Flestir búast við að ástandið snar- versni í haust og ýmsir geti lent í greiðsluerf- iðleikum. Umsóknum um aðstoð hjá Íbúða- lánasjóði vegna greiðsluerfiðleika fjölgar. Ráðgjafarstofa heimilanna ræður sér aukafólk til að anna eftirspurn fólks með fjárhags- áhyggjur. Hverfi í byggingu eru eins og draugabæir, enda fá húsbyggjendur ekki lán fyrir framkvæmdum. Svartsýni hjá fyrirtækjunum Capacent Gallup birti í vikunni könnun, sem gerð var fyrir Seðlabankann, fjármálaráðu- neytið og Samtök atvinnulífsins meðal for- svarsmanna fyrirtækja. Þar kom fram mikil svartsýni á horfurnar næstu misserin. Þannig telja 76% stjórnenda í 400 stærstu fyr- irtækjum landsins að ástandið í efnahagslífinu sé nú fremur eða mjög slæmt. Stjórnendur 32% fyrirtækjanna telja að eftir hálft ár verði horfur betri, 26% telja að ástandið verði óbreytt, en 42% telja að það verði þá verra. Umbreytingin er mikil; svokölluð vísitala at- vinnulífsins, sem Gallup reiknar og var nálægt hámarksgildinu 200 fyrir ári er nú komin niður undir núllið. Þótt enn séu umsvif í atvinnulífinu mikil eru fyrirtæki byrjuð að lenda í erfiðleikum og segja upp fólki. Fjórðungur stóru fyrirtækj- anna, sem könnun Gallup náði til, ætlar að segja upp fólki á næstunni. Hins vegar segjast 16% gera ráð fyrir fjölgun starfsfólks. Þetta þýðir að einhverjir þeirra, sem missa vinnuna í haust, fá nýtt starf en ekki nærri því allir. Gera má ráð fyrir að uppsagnirnar komi fram af fullum þunga þegar sumarleyfum lýkur. Margir verða þá sjálfsagt á launum fram undir áramótin, en þá geta afleiðingar atvinnuleysis farið að segja til sín, með tilheyrandi erf- iðleikum fyrir heimilin í landinu. Fólk mun lenda í vandræðum með að standa við fjár- hagsskuldbindingar sínar, auk allra annarra neikvæðra áhrifa atvinnuleysis og fjárhags- áhyggna. Í Morgunblaðinu í gær, föstudag, kemur fram að prestar finni vel fyrir því að fjárhagsáhyggjur hafi neikvæð áhrif á hjóna- bönd og fjölskyldulíf. Afleiðingarnar af efna- hagssamdrætti eru víðtækar. Við þessar aðstæður getur myndazt mjög erfitt andrúmsloft í þjóðfélaginu. Það skiptir miklu máli að gera það ekki verra en það þarf að vera. Þar kemur ýmislegt við sögu. Sátt á vinnumarkaði Eitt af því eru samskipti aðila vinnumarkaðar- ins. Forsendur kjarasamninganna, sem gerðir voru í febrúar, eru augljóslega brostnar, en þeir gerðu ráð fyrir áframhaldandi kaupmátt- araukningu og minnkandi verðbólgu. Í leiðara fréttabréfs Samtaka atvinnulífsins sl. fimmtu- dag skrifaði Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, að „ekki einu sinni krafta- verk“ gæti komið í veg fyrir að forsendurnar brystu. Í þessari stöðu þurfa bæði atvinnurekendur og stéttarfélög að sýna mikla ábyrgð. Launa- hækkanir, sem engin innistæða er fyrir, gera ástandið aðeins verra, hleypa upp verðbólg- unni og auka á atvinnuleysið, því að mörg fyr- irtæki geta ekki tekið á sig neina hækkun launakostnaðar. Hér þarf að takast samstaða um einhvers konar nýja þjóðarsátt. Litlir hóp- ar, sem skerast úr leik og spilla vinnufriðnum, eins og flugumferðarstjórar gerðu sig líklega til að gera á dögunum, munu njóta ákaflega lít- illar samúðar hjá almenningi. Launafólk verð- ur einfaldlega að horfast í augu við að það verður að taka á sig einhverja kjaraskerðingu í raun. Það er betra en að hafa ekki vinnu. Axlar ofurlaunafólkið byrðarnar? En þá er líka annað, sem skiptir gífurlegu máli; hvernig fólk upplifir vaxandi misskipt- ingu í samfélaginu. Þótt langflestir hafi hagn- azt á því góðæri, sem hér hefur verið ríkjandi undanfarin ár, er engum blöðum um það að fletta að misskiptingin hefur aukizt. Hér hefur orðið til ný stétt fólks, sem hefur tekjur og á eignir, sem eru algerlega úr takti við það sem hinn venjulegi launamaður þekkir eða skilur. Margt af þessu fólki hefur vafalaust orðið fyrir miklum áföllum vegna gífurlegrar lækk- unar hlutabréfaverðs og sumir, sem áttu millj- arða fyrir fáeinum mánuðum, eiga kannski lítið í dag. En taka allir afleiðingunum? Ef ein- staklingar, sem stýrðu gengi almenningshluta- félaga í hæstu hæðir og stýrðu því svo aftur niður á botninn, með tilheyrandi afleiðingum fyrir marga smærri fjárfesta, halda áfram lúx- uslifnaði sínum mun það hleypa illu blóði í al- menning, sem þarf að herða sultarólina. Nýjar fréttir af tuga eða hundraða milljóna króna launum og kaupaukum forstjóra og ann- arra stjórnenda í fyrirtækjum myndu hafa sömu áhrif. Gagnrýni á ofurlaunin hefur reglu- lega komið fram á undanförnum árum. Fyr- irtækjastjórnendurnir, sem um ræðir, hafa get- að varizt þeirri gagnrýni með því að segja að þeir tryggi hluthöfunum svo gífurlegan arð, að þeir eigi skilið að vera á góðum launum. Nú er sú röksemd úr sögunni í bili, ef hún verður þá nokkurn tímann nothæf aftur. Eigi að takast að viðhalda sátt og samstöðu á vinnumarkaðnum í okkar litla samfélagi verður að sjást að hin nýja stétt ofurlaunamanna axli byrðarnar til jafns við venjulegt launafólk. Samrunar og samkeppni Rekstrargrundvöllur margra fyrirtækja er afar erfiður. Gera má ráð fyrir að viðbrögð margra fyrirtækja verði að reyna að ná fram hagræð- ingu með sameiningu við önnur fyrirtæki. Sam- eining Kaupþings og SPRON er áreiðanlega aðeins fyrsta sameiningin á fjármálamark- aðnum og í mörgum öðrum geirum má gera ráð fyrir samruna fyrirtækja. Við þessar aðstæður mun reyna gríðarlega á samkeppnisyfirvöld. Tekið hafa gildi breyt- ingar á samkeppnislögum, sem hafa í för með sér að samruni fyrirtækja má ekki taka gildi fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um hann, nema í undantekningartilvikum. Hættan er sú að Samkeppniseftirlitið, sem ennþá er undirmannað, muni ekki ráða við hol- skeflu samrunatilkynninga, sem er líklegri en ekki þegar líður á þetta ár. Sömuleiðis getur stofnunin komizt í mjög erfiða stöðu í ýmsum málum. Í einhverjum til- fellum getur verið um það að ræða að fyrirtæki sameinist öðrum eða neyðist einfaldlega til að hætta rekstri. Hvort verður skárri kostur fyrir virka samkeppni á viðkomandi markaði? Á hvorn veginn sem fer er ósennilegt að kreppan framundan hafi jákvæð áhrif á samkeppni í landinu. Út úr kreppunni Eitt er hvernig brugðizt verður við kreppunni á ýmsum vígstöðvum. Hitt er hvernig á að komast út úr henni og byrja að byggja upp á nýjan leik. Hvaða nýju verkefni geta komið hjólum atvinnulífsins í snúning á nýjan leik? Nærtækasta svarið er: Álver og virkjanir. Aðrir kostir í atvinnuuppbyggingu, sem rædd- ir hafa verið að undanförnu, eru engan veginn í hendi. Hins vegar er skýr og ákveðinn vilji af hálfu álfyrirtækja að reisa álver bæði í Helgu- vík og á Bakka við Húsavík. Það liggur í stórum dráttum fyrir hvernig hægt er að afla orku til beggja þessara álvera. Fjármögnun verkefnanna er sömuleiðis að öllum líkindum mun auðveldari en flest önnur fjármögnun um- svifa á Íslandi á næstunni. Að tryggja álver- unum útblásturskvóta er verkefni, sem er hægt að leysa. Stuðningur við virkjanir og álver mun vaxa þegar fólk horfist í augu við afleiðingar efna- hagssamdráttarins. Margir munu segja sem svo: Höfum við efni á að láta þessi tækifæri ónotuð þegar fólk gengur atvinnulaust? Aðrir munu segja: Eigum við að fórna meiru af nátt- úru landsins vegna efnahagslægðar, sem er tímabundin? Vitund fólks um gildi þess að vernda um- hverfið og ganga ekki á ósnortna náttúru í þágu orkuvinnslu jókst mjög í þeim deilum, sem stóðu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Á það er hins vegar að líta að þær virkjanir, sem eru nauðsynlegar vegna álvera á Bakka og í Helguvík, eru ekki af sömu stærðargráðu og Kárahnjúkavirkjun og hafa ekki í för með sér jafnróttækt inngrip í náttúruna. Öll um- ræðan um Kárahnjúkavirkjun, Hellisheiðar- virkjun og fleiri nýleg orkuver mun hafa í för með sér að orkufyrirtækin vanda enn frekar til verka þegar þau leitast við að virkja í sátt við náttúruna. Stóriðjan og stjórnarsamstarfið Nú þegar öll spjót standa á ríkisstjórninni að grípa til einhverra aðgerða vegna efnahags- ástandsins, er ein sú nærtækasta að greiða fyrir þessum framkvæmdum. Sjálfstæð- isflokkurinn mun án efa leitast við að tryggja að af þeim verði. Sumir telja að málið verði erf- itt í stjórnarsamstarfinu vegna stefnu Sam- fylkingarinnar um Fagra Ísland. Það er þó heldur ósennilegt. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hef- ur haldið undirbúningi fjárfestinga í álverum gangandi. Annað hefði ekki verið raunsætt eða ábyrgt við núverandi aðstæður. Landsbyggð- arþingmenn Samfylkingarinnar eru flestir fylgjandi atvinnuskapandi stórframkvæmdum. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra, sem virðist bæði vera á móti virkj- unum og álverum, fer sennilega ekki fyrir stórum hópi innan flokksins þegar á reynir. Samfylkingin hefur líka fáa aðra kosti að bjóða þegar spurt er um aðgerðir til að bæta efna- hagsástandið. Jafnvel þótt menn telji að Evr- ópusambandsaðild og upptaka evru muni verða jákvæð fyrir efnahag landsins, verða slíkar ákvarðanir í fyrsta lagi ekki teknar strax og í öðru lagi myndi ávinningurinn af þeim ekki koma fram fyrr en eftir einhver ár. Stórframkvæmdir er hins vegar hægt að hefja fljótlega. Stjórnarmeirihlutinn er nógu stór til að þola að einhverjir Samfylkingarþingmenn leggist gegn stórframkvæmdum, auk þess sem gera má ráð fyrir stuðningi Framsóknarflokksins við slíkar framkvæmdir. Ólíklegt er því annað en að það verði niðurstaðan, að ráðizt verði í álver og virkjanir enn á ný. Hvernig tökum við á efnahagskreppunni? Reykjavíkurbréf 050708
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.