Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðbjartur Sól-berg Benedikts- son rafvélavirkja- meistari fæddist í Reykjavík 31.júlí 1936. Hann lést á Líknardeild á Landakoti í Reykja- vík 13. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Guðbjartsson frá Smáhömrum í Strandasýslu, yfir- verkstjóri hjá Stáls- miðjunni í Reykja- vík, f. 11. apríl 1898, d. 15. október 1971 og Magnúsína Tran- berg Jakobsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. í Vest- mannaeyjum 29. október 1910, d. 2. júní 1989. Systkini Guðbjarts, Erna Guðbjörg, f. 1930, Hanna Matthildur, f. 1942 og Sigríður Stefanía, f. 1946. Börn Guðbjarts eru Benedikt, f. 1959, Anna María, f. 1954, Kristinn Karl, f. 1966 og Böðvar Ingi, f. 1973. Barna- börn eru 9. Útför Guðbjarts fór fram frá Fella- og Hólakirkju, í kyrrþey að ósk hins látna. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. (Jobsbók 1:20b) Það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég huga að minningum um föður minn er hvað hann var allt- af snyrtilegur til fara og vildi hafa allt snyrtilegt í kringum sig. Heimili for- eldra minna sem þau héldu í Keflavík bar þess merki að þar var á ferðinni fólk sem vildi hafa snyrtilegt í kring- um sig. Pabbi vildi hafa allt í röð og reglu og skipti engu um hvað væri að ræða; húsið, bíllinn, klæðnaðurinn, garðurinn o.fl. Þetta var pabbi, snyrtipinni út í hið endanlega. Pabbi hafði einnig mikla réttlætiskennd. Hann gat aldrei þolað ef einhver gerði á hlut þess sem stóðu honum næst. Hann var vinur vina sinna og skuldaði aldrei neinum neitt. Ef hann skuldaði einhverjum eitthvað, hélt hann varla svefni fyrr en skuldin væri að fullu greidd. Hann var einnig mjög greiðvikinn. Pabbi vann hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Hann vann þar við rafvirkjun, enda lærður rafvélavirkjameistari. Hann gladdi mig oft með alls konar hlutum sem hann fékk ofan af vellinum, her- mannafötum og leikfangabyssum sem hann fékk gefins frá mönnum sem hann vann með og ekki má nú gleyma öllu kananamminu. Það var mjög gaman að ferðast með foreldrum mínum. Pabbi þekkti landið vel og þar kom maður ekki að tómum kofanum þegar pabbi var að fræða mig um land og þjóð. Pabbi var mikill Íslendingur í sér og kenndi mér að bera virðingu fyrir landi og þjóð. Ég man þegar ég var ungur og sjónvarpið var að enda dagskrá á sunnudagskvöldi og spilaður var þjóðsöngurinn. Pabbi skipaði mér strax að standa upp og standa þang- að til að þjóðsöngurinn væri búinn og ég mætti alls ekki slökkva á sjón- varpinu fyrr en söngurinn væri bú- inn. Pabbi hafði alla tíð mikinn áhuga á flugi. Hann átti á sínum tíma hlut í fyrirtæki sem hét Suðurflug. Þeir vor sex sem áttu tvær flugvélar. Ég fékk stundum að fara í flugferð og var það mikið ævintýri. Eitt sinn þegar ég var í Vatnaskógi, sumarbúðum KFUM, fékk ég svo mikinn vara- þurrk að ég þurfti nauðsynlega að fá sérstakt krem. Pabbi reddaði málun- um og kom fljúgandi og henti út pakka til mín með kreminu og góð- gæti. Auðvitað vakti þetta mikla lukku fyrir ungan mann sem fékk sérsendingu með flugi. Pabbi var alltaf til staðar fyrir mig. Eitt sinn var brotist inn í dúfukofann minn og nokkrum dúfum stolið. Vitað var hver framdi verknaðinn og fór pabbi og sótti kauða og lét hann biðja mig afsökunar. Þetta var einn mesti villingur bæjarins. Þarna stóð hann á stofugólfinu að biðja mig afsökunar, hann lét mig alltaf í friði eftir það. Þetta var dæmigert fyrir pabba, fara strax í málið og klára það. Það var alltaf mikil tilhlökkun þeg- ar kom að jólum. Pabbi var mikið jólabarn og sá hann um allar jóla- skreytingarnar. Þar var nánast engu til sparað og sá hann til þess að jólin skyldu haldin hátíðleg. Pabbi var mikill dýravinur. Alltaf fór hann út í garð á veturna til að gefa fuglunum. Þar skóf hann smá skika fyrir þá og gaf þeim úrvalsfuglafóður. Pabbi var alltaf mjög handlaginn og mikill lista- maður í sér. Fjöldi málverka eftir hann prýða marga stofuveggi hjá fullt af fólki. Pabbi gat stundum verið mjög dul- ur og vildi lítið tala um sína fortíð. Í samræðum hélt hann sig oft til baka en kom síðan oft með mjög góð svör inn í kringumstæðurnar. Pabbi sigldi ekki alltaf óskabyr í lífi sínu. Ýmis- legt hefði hann viljað hafa öðruvísi en mannshugurinn er flókið fyrirbæri sem við munum aldrei skilja til fulln- ustu. En pabbi tók því sem að hönd- um bar með æðruleysi og möglunar- laust þó stundum hafi verið á brattann að sækja ekki síst við erfið veikindi síðustu misserin. Um jólin 2007 fékk hann þá fregn að hann væri með krabbamein í brisi. Þessa sex mánuði sem hann átti eftir voru okkur feðgunum dýrmætir. Hann tók þessu hetjulega og hélt reisn sinni til dánardags. Ég vil þakka öllu því frábæra fólki sem vinnur á líkna- deild í Landakoti fyrir góða og vand- aða umönnun sem þau veittu föður mínum. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Böðvar Ingi Guðbjartsson. Guðbjartur Sólberg Benediktsson Nú er hann Kiddi frændi allur. Upp koma minningabrot úr Saurbænum. Kiddi að vinna í kaupfélaginu hjá pabba á Skriðulandi, alltaf hress og á flottum bílum. Kiddi léttklædd- ur að sveifla 50 kg mjólkurbrúsum með annarri hendi af brúsapallinum inn í mjólkurbílinn á leið sinni út á Skarðsströnd. Hann var sterkasti maður sem ég þekkti og allt að því í guða tölu. Því var það mikið ævintýri að fara með honum í mjólkurbílnum, einungis 8 ára patti. Kiddi var ann- álaður fyrir þrautseigju og karl- mennsku. Það var sama þótt úti væri öskrandi bylur dögum saman. Alltaf var Kiddi á ferðinni á mjólkurbílnum og komst leiðar sinnar þótt oft þyrfti að handmoka í gegnum skafla langar leiðir. Stundum með góðar manna aðstoð, því mjólkin þurfti að komast í Búðardal. Kraftana erfði Gunni frændi. Var of gott að vera í skjóli Gunna þegar dvalið var í heimavist- inni á Laugum í Sælingsdal, ef á bjátaði. Hanna Lóa var síðan bekkj- arsystir mín og var alltaf hláturmild og í góðu skapi. Rautt hár og skegg var einkenn- ismerki Kidda og náði hámarki fyrsta sumardag. Ein klipping og rakstur á ári dugði. Segir það tals- vert um staðfesti Kidda sem aðrir myndu kenna við þrjósku. Kiddi var ekki mikið fyrir að breyta um skoð- un, en er það ekki betra en núast eins og hani í vindi? Kiddi kunni að segja frá og gera góðlátlegt grín að mönnum og málefnum þannig að al- menna kátínu vakti, jafnvel maga- Kristinn Steinar Ingólfsson ✝ Kristinn SteinarIngólfsson fæddist í Ólafsdal 8. október 1933. Hann lést á heimili sínu, Jaðri, 7. júní síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Stað- arhólskirkju í Dala- byggð 21. júní. verk. Samskipti okkar við Kidda og Bíbí minnkuðu eftir að við fluttum suður við frá- fall pabba 1973, en ávallt var vináttan sjálfsögð og gestrisni á Jaðri viðbrugðið. Ólafsdalur var Kidda mjög kær og því var hann áhugasamur um Ólafsdalsfélagið sem stofnað var á síðasta ári og hefur að mark- miði að hefja staðinn til vegs og virðingar á ný og koma hinu merka skólahúsi í Ólafsdal í rekstur. Miðlaði Kiddi ýmsum fróðleik til okkar fyrir réttu ári, ásamt Munda frænda og þeim hjónum frá Efri-Brunná, og lét sig hafa það að ganga að rústum tó- vinnuhúss Torfa Bjarnasonar, þrátt fyrir að það væri honum illfært lík- amlega. Hugurinn bar hann hálfa leið. Nú er of seint að leita í andlega smiðju Kidda varðandi fróðleik um Ólafsdal, en hin veraldlega smiðja Kidda stendur enn á Jaðri til vitnis um handlagi hans og óþrjótandi áhuga á vélum og tækjum. Í Ólafsdal var Kiddi fóstbróðir móður minnar, Margrétar Rögnvaldsdóttur, sem lést árið 2000, og hennar bræður, Guðmundar (Munda) og Guðjóns (Gutta). Þá var fjölmennt í Ólafsdal og glatt á hjalla. Mikil áföll hafa dun- ið yfir Kidda, Bíbí og eftirlifandi börn. Tveir synir horfnir til feðra sinna. Slíkt verður aldrei bætt né að fullu grætt. Móðir Kidda, Gunnhild- ur Kristinsdóttir (Dúna frænka) og hálfsystir móður minnar lifir son sinn. Hún hefur heldur aldrei látið sér neitt fyrir brjósti brenna. Sjald- an fellur eplið langt frá eikinni. Kæra Dúna frænka, Bíbí, Gunnar, Hanna Lóa, systkini og fjölskyldur. Ég þakka góðar minningar um ljúfan dreng sem styrkist með ár- unum og veit að Áslaug og Sigga systur mínar deila þeim með mér. Rögnvaldur frá Ásum. „Nei, komdu sæl kollega, hvernig gengur?“ Með þess- um orðum var Jón vanur að heilsa nýlið- anum á skólasvæðinu og ekki lítils virði fyrir óreyndan kennara að fá þessar móttökur við upphaf starfs- ferils, vitandi að þar ætti maður hauk í horni. Þegar leiðir okkar Jóns lágu saman var hann dönsku- kennari við Grunnskólann í Borg- arnesi og organisti í Borgarnes- kirkju en ég nýkomin úr fram- haldsnámi erlendis frá og farin að starfa sem söngkennari við Tón- Jón Þ. Björnsson ✝ Jón ÞórarinnBjörnsson fædd- ist í Reykjavík 2. apríl 1936. Hann lést föstudaginn 20. júní síðastliðinn Útför Jóns Þór- arins fór fram frá Borgarneskirkju 2. júlí sl. listarskóla Borgar- fjarðar. Tónlistar- skólinn hafði ekki eignast eigið húsnæði og því var ég á hlaupum um allan bæ til að kenna, meðal annars í grunnskól- anum og í kirkjunni og hitti fyrir Jón á báðum stöðum. Sam- eiginlegt áhugamál okkar Jóns, tónlistin, þá sérstaklega tónlist Wagners, bar oft á góma, enda Jón gam- alreyndur tónlistarmaður. Jafn- framt fylgdist hann grannt með framvindu nemenda minna, því margir voru söngvarar í kirkju- kórnum hjá honum, og var hann ófeiminn við að tjá skoðun sína, hvort sem honum líkaði betur eða verr. Við vorum ekki alltaf sam- mála en umræðan var alltaf á jafn- réttisgrundvelli. Þessar stundir voru ómetanlegar og kærkomin hvatning og uppörvun. Þegar ný- liði með tónlistarmenntun sest að í smábæ er hann þjóðnýttur á öllum vígstöðum og var ég engin und- antekning í þeim efnum. Fyrr en varði var ég farin að stjórna tveimur kórum, raddþjálfaði þann þriðja, söng með þeim fjórða, auk þess að kenna fulla kennslu. Enn kom Jón til hjálpar, rausnarlegur á nótur og hvers konar aðstoð. Og ekki voru þeir lítils virði, allir text- anir sem hann snaraði yfir á ís- lensku úr erlendum tungum á augabragði, enda Jón þjóðþekktur hagyrðingur. Textarnir einkennd- ust af léttleika og húmor og skipti engu hvort verið var að þýða vín- arvalsa, slagara eða hádramatísk- an kveðskap, allir féllu þeir vel í munni og geisluðu af lífsgleði. Þeir eru margir textarnir sem lifa en kannski fáir jafn víðförlir og þýð- ing hans á „Svantes lykkelige dag“ eftir Benny Andersen með þessum ógleymanlegu línum: „Nú kemur Nína út, nakin með skýluklút, kyssir mig fislétt og fer, fram til að greiða sér. Brosir nú lífið með birtu og yl, bráðum verður kaffið til.“ Að lokum langar mig að þakka Jóni fyrir ánægjulegt samstarf. Hugur minn er fullur þakklætis fyrir þá gæfu að hafa fengið að kynnast honum og alla þá aðstoð og vinsemd sem ég varð aðnjót- andi á Borgarnesárum mínum. Ég kveð með orðum Jóns, þýðingu á norður-norska laginu „Blå kveill“, „Vögguljóð á vetri“: Hallar degi dimmir óðum, dvínar önnin, hvílist bær. Nótt er löng á norðurslóðum, nakið landið, stilltur sær. Nú er kalt og kyrrt í heimi, kliðar bára létt við ós, ótal stjörnur erú á sveimi, eða marglit norðurljós. Vötn og fossa, læki, lindir, lykja helgra klakabönd. skýrar fjallaskuggamyndir skreyta ystu sjónarrönd. Hlýt ég því sem Guð mér gefur, Gleðst af því sem best ég á. Rétt í vöggu viðkvæm sefur vonarstjarna ung og smá Dagrún Hjartadóttir. Það var fyrir fjórum árum sem Kór eldri borgara í Borgarbyggð var stofnaður. Þá var Jón nýhættur sem org- anisti Borgarneskirkju. Það þótti því upplagt að leita til hans um að vera leiðbeinandi og stjórnandi kórsins. Sjálfum sér samkvæmur brást Jón ljúfmannlega við því er- indi og hans fyrsta verk fyrir kór- inn var að útvega æfingaaðstöðu í safnaðarheimilinu í Borgarnesi. Síðan hafa æfingar kórsins verið þar einu sinni í viku á veturna frá klukkan 17 til 18:30. Tímanum var þannig varið að sungið var í upp- hafi hans og endi en langur kaffi- tími var svo á milli. Jón lagði nefnilega mikla áherslu á að sam- veran skipti ekki minna máli en söngmenntin. Hann gladdi svo gjarnan samkomuna með því að kasta fram smellnum vísum eftir kaffið. Jón var glimrandi píanóleikari og þurfti ekki á nótum að halda til að leika undir léttu m fjöldasöng en þá var gjarnan kallað eftir óskalögum. Strax var byrjað að æfa raddaðan söng og þá valin fal- leg og auðveld lög í einföldum út- setningum fyrst í stað. Það var svo ekki fyrr en ári seinna sem Jón treysti okkur til að koma fram opinberlega. Það var á kóramóti í Reykholtskirkju. Þetta þótti takast afar vel og þar með vorum við komin á beinu brautin. Eftir þetta urðu viðfangsefnin sí- fellt metnaðarfyllri og undir lokin lét Jón okkur meðal annars syngja ýmis lög efir jöfra heimstónbók- menntanna. Eitt sinn hafði undirritaður orð á því við Jón hvort lag sem við vorum að byrja að æfa væri með- færi annarra en alvöru kóra. Svar- ið var stutt og laggott: „En við er- um alvöru kór“. Þannig var hann sífellt uppörvandi og hvetjandi. Snemma hófust samskipti við aðra kóra með gagnkvæmum heim- sóknum. Þar er rétt að nefna kóra frá Reykjavík, Akranesi, Blöndu- ósi, Kópavogi og í maí í vor heim- sóttum við kór í Fljótshlíð og þangað kom einnig kór frá Þor- lákshöfn. Í þessum samskiptum var Jón ávallt hrókur alls fagn- aðar og lék þá jafnan undir sam- eiginlegan fjöldasöng. Heimsóknin í Fljótshlíðina var undir miðjan maí í vor og þar fór Jón á kostum eins og venjulega. Þar með lauk vetrarstarfinu okkar og aðeins röskum mánuði síðar var Jón látinn. Þetta var gríð- arlegt áfall fyrir okkur kórfélag- ana en seinna fréttum við að á lokasamkomunni hafði honum fyr- ir nokkru verið kunnugt um að hverju fór en ekki viljað spilla kraftmiklum og gleðilegum lokum vetrarstarfsins. Fráfall Jóns er okkur kórfélög- unum mikið harmsefni því í þess- um hópi ríkti og ríkir innilegt vin- áttusamband. Við munum þó gera allt sem í okkar valdi stendur til að láta ekki merki hans falla. Ýdu, börnunum þeirra og öðrum ástvinum sendum við innilegustu samúðarkveðjur. Megi þeim ganga allt í haginn þegar élinu slotar. Fyrir hönd Kórs eldri borgara í Borgarbyggð, Jenni R. Ólason. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.