Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Steinsmiðja
• Viðarhöfða 1
• 110 Reykjavík
• 566 7878
• Netfang: rein@rein.is
• Vönduð vinna
REIN
Legsteinar
í miklu úrvali
✝
Kæru vinir, innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku-
legs eiginmanns míns, pabba okkar, afa, sonar og
tengdasonar,
TÓMASAR JÓNSSONAR,
Þrastarhólum 6,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki á
Grensásdeild R3 fyrir frábæra umönnun og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Guðrún Þórdís Axelsdóttir,
Jón Axel Tómasson, Anna María Garðarsdóttir,
Tómas Örn Tómasson, Anna Lísa Jónsdóttir,
Gunnar Þór Tómasson, Hildur Sigfúsdóttir,
afabörn,
Guðrún Júlíusdóttir,
Guðrún E. Jónsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
JÓNS ÓLAFSSONAR,
Fjallalind 59,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
gjörgæsludeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri fyrir einstaka umhyggju og hlýhug í veikindum
hans. Einnig þökkum við golfklúbbum sem hafa
heiðrað minningu hans.
Ingigerður Eggertsdóttir,
Lára Guðrún Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Skúlason,
Ásta Sigríður Jónsdóttir,
Pétur Marinó Jónsson,
Helga María Guðmundsdóttir,
Jón Skúli Guðmundsson.
Með örfáum orðum
viljum við minnast
samstarfsfélaga okk-
ar og vinkonu sem við
kveðjum allt of
snemma úr þessari jarðvist.
Jónína var skemmtilegur og
brosmildur samstarfsmaður með
hlýja og bjarta nærveru, sem gaf
okkur mikið.
Kynni okkar hófust á taugalækn-
ingadeildinni þar sem unnið var
saman í teymi með erfiðan mála-
flokk, en vinnubrögðin einkennd-
ust af léttleika, einlægni og gleði.
Eftir að Jónína hætti störfum á
LSH vegna aðstöðuleysis og gerð-
ist sjálfstætt starfandi söknuðum
við hennar mikið. Við héldum þó
sambandi okkar áfram með símtöl-
um og heimsóknum, en Jónína átti
það líka til að líta við hjá okkur í
vinnuna. Það var aðdáunarvert
hversu kraftmikil hún var í störf-
um sínum, jafnvel eftir að hún
veiktist. Við stöllurnar horfðum
aðdáunaraugum til hennar og ósk-
uðum henni alls hins besta.
Við nöfnurnar þrjár áttum góða
tíma þegar við tókum okkur til og
fórum saman á námskeið í maga-
dansi. Það var mikið gaman og
mikið hlegið og stefnan var að
halda dansi áfram til skiptis heima
hjá hver annarri eftir að Jónína
Björg kom með 3 magadansbelti
frá útlandinu handa okkur. Þetta
stóð þó yfir í styttri tíma en til stóð
vegna anna hjá okkur öllum þrátt
fyrir sterkan vilja.
Það voru slæmar fréttir sem við
fengum þegar Jónína veiktist af al-
varlegum sjúkdómi. Verri voru þó
fréttirnar þegar hún veiktist aftur
rétt fyrir s.l. jól, því að við héldum
að hún væri þá komin yfir veikindi
sín.
Þrátt fyrir erfið veikindin hvarf
aldrei hennar sterki persónuleiki
og stutt var í brosið og glensið. Við
erum afar þakklátar fyrir þau ár
sem við fengum að vera samferða
og njóta vináttu hennar.
Við sendum eiginmanni, börnum
og stórfjölskyldu hugheilar samúð-
arkveðjur. Megi ykkur veitast
styrkur í sorg ykkar.
Jónína Hallsdóttir,
Jónína H. Haflíðadóttir,
Theodóra K. Frímann.
Það var haustið 1984 sem við
kynntumst Jónínu, er við hófum
saman nám í félagsráðgjöf við Há-
skóla Íslands. Við vorum samhent-
ur hópur og góðir félagar sem hafa
haldið í þau tengsl sem þar urðu
til. Ótímabært fráfall Jónínu er
okkur mikið reiðarslag, sem og öll-
um sem hana þekktu.
Það einkenndi Jónínu einna helst
að hún var góður félagi, hjálpsöm,
dugleg og samviskusöm. Það var
því ekki að ástæðulausu að okkur
skólasystrum hafi þótt gott og
skemmtilegt að vinna með henni.
Það voru ófáar stundirnar sem við
Jónína Björg
Guðmundsdóttir
✝ Jónína BjörgGuðmundsdóttir
fæddist 11. septem-
ber 1961. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 13. júní
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 25. júní.
unnum saman að
verkefnum í lesað-
stöðunni okkar í Nóa-
túni og oft var unnið
langt fram eftir nótt-
um og um helgar. Svo
mikið vorum við þar
að á stundum var það
eins og annað heimili
okkar. Einnig var
unnið að verkefnum
heima hjá Jónínu í
Álakvíslinni en þar
var ætíð opið til verk-
efnavinnu ef það
hentaði. Jónína lagði
ætíð rækt við fjölskyldu sína og
heimili og því þótti það bara já-
kvætt þegar hægt var að sameina
nám og viðveru heima. Það var
ekki háttalag Jónínu að láta mikið
á sér bera, hún var dagfarsprúð og
hæglát en í góðra vina hópi gat hún
verið hrókur alls fagnaðar. Þess
minnumst við nú. Að námi loknu
höfum við haldið tengslum og
fylgst hver með annarri. Sem fé-
lagsráðgjafi vann Jónína ætíð af
mikilli samviskusemi og elju og í
störfum sínum bar hún mikla virð-
ingu fyrir þeim einstaklingum sem
hún vann með. Eftir nokkurra ára
vinnu á Borgarspítalanum og síðan
Landspítalanum naut hún sín sér-
staklega í vinnu með Landssam-
tökum áhugafólks um flogaveiki,
LAUF, Gigtarfélaginu og öðrum
hagsmunasamtökum sjúklinga.
Það voru forréttindi að fá að kynn-
ast Jónínu í námi og starfi. Við
vottum Hnikari, börnunum, for-
eldrum og allri fjölskyldu hennar
innilega samúð okkar. Minning
hennar lifir. Skólasysturnar úr fé-
lagsráðgjöf;
Björk, Halldóra, María,
Kristín og Sigrún.
Þrátt fyrir að það sé ótrúlega
erfitt að trúa því þá er hún Jóna
frænka dáinn. Ég og fjölskylda mín
áttum margar yndislegar stundir
með henni og fjölskyldu hennar.
Jóna var allaf svo jákvæð og hrók-
ur alls fagnaðar í fjölskylduboðum
og ekki síst á okkar árlegu Graf-
arlækjamótum. Þar var Jóna alltaf
til í að taka þátt í öllum leikjum og
glensi, hvort sem það var að syngja
„Vejle, vejle“, eða væli væli eins og
við kölluðum það, í karókí eða að
skella sér í stígvélaspark eða róðr-
arkeppni á Hjallaláni. Við höfum
alltaf verið stolt yfir að hafa fengið
að taka þátt í lífi hennar og Hnik-
ars og litið upp til þeirra og þeirra
drifkraft, hjálpsemi og alúð sem
allir fundu fyrir. Samverustundir
með ykkur fékk mann til að langa
til að bæta sig, því samband Jónu
og Hnikars byggðist á samstöðu,
jákvæðni og gleði. Líf Jónu var
fullt af lífsgleði og viljastyrk; allt
er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Ekkert var vandamál, bara mis-
jafnlega erfitt að framkvæma.
Ef litið er til baka kemur alltaf
upp í hugann brosandi andlit Jónu:
„Hvað eigum við að gera, hverjum
get ég hjálpað?“ Núna þegar Jóna
okkar er dáin er skilið eftir stórt
skarð í fjölskyldunni okkar, sem
við verðum að hjálpast að við að
lifa með. Þrátt fyrir þá miklu sorg
sem umlykur okkur núna finnum
við fyrir óendanlega miklu þakk-
læti fyrir allar þær stundir sem við
áttum með henni. Við huggum okk-
Einn helsti frum-
kvöðull lyftinga og
vaxtarræktar á Ís-
landi er fallinn frá.
Flestum sem tengjast
þeim íþróttum er mæta vel kunnugt
um frumherjastarf Finns Karlsson-
ar. Færri vita hverskonar garpur
Finnur var sjálfur. Í bókinni „Heil
öld til heilla – saga ÍR í 100 ár“ sem
Ágúst Ásgeirsson reit, segir frá lyft-
ingamóti sem haldið var í gamla ÍR-
húsinu á bernskudögum lyfting-
anna. Í frásögn af mótinu sagði Vísir
að formaður lyfingadeildar ÍR og
brautryðjandi hennar, Finnur
Karlsson, væri sérfræðingur í einni
erfiðustu grein lyftinga svonefndu
„krulli“. „Lyfti Finnur 56 kg en gild-
andi Norðurlandamet var fyrir af-
rekið 50 kg“. En hann var einnig lið-
tækur handknattleiksmaður og
íshokkíspilari. Það þurfti líka meira
en meðalmenni til að gera atlögu að
heimsmeti Sovétmannsins Alexeevs
í snörun. Það gerði Finnur en þótt
ekki hafi nú tekist að slá metið sýndi
tilraunin kjark og einurð.
Það var því að vonum að þeir fé-
lagar og heimsstjörnur Alexeev og
Belginn Reding yrðu óstyrkir þegar
Finnur birtist óvænt á HM í lyft-
ingum í Manilla 74. Reyndar var
hann fararstjóri en loft var lævi
blandið í morgunverðarsalnum.
Gerði Finnsi sér þá lítið fyrir og gaf
Reding fyrirmæli um að útvega sér
smjör. Varð stórstjarnan kringileit
fyrir bragðið. Og nú víkur sögunni
til Danaveldis, líklega til ársins 82.
Á Gothersgade rak Sven Ole Thor-
sen (sem lék á móti Arnold í Conan)
líkamsræktarstöð. Var hann þar við
æfingar ásamt Jesper Jensen NM
Finnur Agnar
Karlsson
✝ Finnur AgnarKarlsson fædd-
ist í Kaupmanna-
höfn 17. apríl 1941.
Hann lést á heimili
sínu 12. maí síðast-
liðinn.
Útför Finns Agn-
ars hefur farið fram
í kyrrþey.
meistara í vaxtar-
rækt. Birtist þá Finn-
ur þar og tók þegar til
við að „krulla“ hinar
ótrúlegustu þyngdir.
Svo fór að Hollywood-
hetjurnar lutu í gras
og snautuðu á brott.
Vinátta mín við
Finn spannaði hart-
nær 30 ár. Nú er
þeirri veislu lokið. Svo
margar, svo góðar
minnigar sitja eftir.
Já og þakklæti fyrir
órofa tryggð og hjálp-
semi. Ógleymanlegar stundir, sögur
og skoðanaskipti. Allt sem hann
kenndi mér í sambandi við vaxtar-
ræktina.
Upp í hugann kemur eitt atriði.
Árið 1986. Skrifari og Jón Páll Sig-
marsson sátu við kné meistarans og
námu.Við vorum eins og litlir dreng-
ir. Maður taldi sig kláran en Finnur
vissi um flest betur. Finnur Karls-
son fór ekki alltaf með löndum.
Hann sigldi ótrauður út á reginhöf
(viðskipta og athafna) ef því var að
skipta. Stundum var logn og lá-
deyða, stundum haugasjór. Ekki
græddist honum fé svosum, enda
ekki tilgangurinn. En hann var með
í leiknum. Það voru hans ær og kýr
og átján sauðir.
Ekki verður hér svo við skilið, að
ekki verði minnst á eitt sem var eins
og rauður þráður hjá Finnsa. Það
var sú djúpa, einlæga virðing og ást
sem bar til konu sinnar. Aldrei barst
Guðrún í tal án þess að hann mælti
fallega til hennar. Dóttir hans, Guð-
rún litla, skipaði líka stóran sess hjá
honum og var velferð hennar Finni
ákaflega hugleikin. Þeim og öðrum
ástvinum votta ég dýpstu samúð. Ég
veit að ég get mælt fyrir munn allra
íslenskra unnenda hverskonar lóða-
sports og þakkað Finni fyrir hans
góða framlag og forystu í þágu
þeirra íþrótta.
Góður drengur er genginn en það
er skylda okkar hinna að halda
merkinu á lofti.
Valbjörn Jónsson.
Vinur og félagi til margra ára,
Finnur Agnar Karlsson, er fallinn
frá. Það kom mér talsvert á óvart,
því ekkert fararsnið var á mínum
deginum áður. Þá áttum við langt og
skemmtilegt samtal, eins og svo oft
áður, göntuðumst og lékum á als
oddi. Satt best að segja vonaðist ég
til að njóta mun lengri samvista við
minn góða vin en raunin varð. Mun
ég því gefa honum ærlegt tiltal, fyr-
ir uppátækið, þá er ég birtist fyrir
handan.
Ég kynntist Finni fyrst úti í Vest-
mannaeyjum. Ég var bergnuminn,
herðabreiðari mann og þykkari und-
ir hönd hafði ég aldrei séð og með
hið skemmtilegasta orðfæri, fyrir-
myndarpenni og ræðumaður góður.
Hafði allt til að bera sem mér þótti
eftirsóknarvert. Í kringum Finn var
aldrei lognmolla, vol eða víl. Hlut-
irnir einfaldlega gerðust þar sem
hann kom nærri. Það sem upphaf-
lega dró okkur saman var áhugi á
ólympískum lyftingum. Ég óstálp-
aður unglingurinn en hann átta ár-
um eldri. Því kom ekki til eins náins
kunningsskapar og síðar varð. Finn-
ur var ekkert að tvínóna við hlutina,
lét smíða lyftingartæki og kom upp
aðstöðu í gamla barnaheimilinu,
Betlehem, við rætur Helgafells, en
áður höfðum við strákarnir notast
við netasteina og rafmagnsrör.
Þarna kviknaði bál sem enn hefur
ekki slokknað. Finnur var ein að-
aldriffjöðurin að stofnun Lyftinga-
deildar ÍR og síðar einn stofnfélaga
LSÍ og gegndi trúnaðarstörfum um
árabil. Hann telst því einn af frum-
kvöðlum „The big three“ hérlendis,
ólympískra lyftinga, kraftlyftinga
og líkamsræktar.
Eftir gosið í Heimaey 1973 áttum
við mikið saman að sælda og voru
ófá skiptin sem ég naut samvista við
þau sæmdarhjón, Guðrúnu og Finn,
og stóð heimili þeirra ævinlega opið
fyrir mér og mínum. Því skal einnig
haldið til haga að Finnur var magn-
aðasti kokkur og sögumaður sem ég
hef kynnst og skemmtilegur með af-
brigðum. Stundvísi og áreiðanleiki
voru honum í blóð borin. Allt sem
hann sagði stóðst og gat ég treyst
honum í hvívetna.
Þegar ég kom heim frá námi í
Danmörku, heldur óburðugur, sýndi
Finnur svo um munaði að þar fór
drengur góður. Hann bókstaflega
tók mig upp á sína arma og styrktist
þá og efldist vinskapur okkar að
sama skapi. Finnur setti upp eina
fyrstu líkamsræktarstöð landsins,
eins og við þekkjum þær í dag, App-
ollo í Brautarholti. Setti síðan hann
upp sína eigin líkamsræktarstöð í
Kjörgarði og flutti sig síðan um set í
Borgartún. Hann er því einn braut-
ryðjanda á þessu sviði eins og áður
hefur komið fram.
Þorláksmessu- og gamlárskvöldin
á heimili þeirra hjóna voru einhverj-
ar ánægjulegustu stundir í mínu lífi,
en Finnur var húmoristi góður og
sparaði sig hvergi á góðum stund-
um. Í dag sitja eftir ljúfar minn-
ingar.
Þegar vin mér gæfan gaf,
glaður þá ég boðið
og leizt þá jafnan lífsins haf
lygnt og sólu roðið.
En oft fyrr en varði alda sveif
yfir knör í skyndi,
vininn mér úr höndum hreif,
hjartans ró og yndi.
(Páll J. Árdal.)
Fyrir allar góðu stundirnar vil ég
þakka og sendi Guðrúnu og fjöl-
skyldu mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning Finns
Agnars Karlssonar.
Friðrik Jósepsson.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar