Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.07.2008, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ eim hefur vitaskuld fækk- að Palestínumönnunum sem beinlínis upplifðu flóttann frá Palestínu 1948, en við stofnun Ísr- aelsríkis urðu um 750.000 arabar land- flótta. Minningin um Nakba, eða hörmungarnar, lifir hins vegar enn mjög sterk meðal Palestínumanna, hvort sem þeir búa á hernumdu svæðunum, þ.e. Vesturbakkanum og á Gaza, eða í ná- grannaríkjunum Jórdaníu, Sýrlandi og Líb- anon. Afkomendur fólksins sem flúði Palest- ínu í maí 1948 búa vissulega við mjög mismunandi aðstæður, en það sem sam- einar þessa þjökuðu þjóð er hins vegar sú staðreynd að önnur og þriðja kynslóð má una því hlutskipti að lifa lífi flóttamannsins. Landflótta Palestínumönnum hefur fjölg- að gífurlega á þeim sextíu árum sem liðin eru frá atburðunum í maí 1948 (sem minnst var með býsna ólíkum hætti í Ísrael og með- al Palestínumanna nú í vor): Palestínuflótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) hefur nú á skrá um 4,5 milljónir manna. Flestir eru Palestínumenn í Jórd- aníu, um 1,9 milljónir, næstum jafnmargir búa á Vesturbakkanum og á Gaza en síðan eru um 450.000 Palestínumenn í Sýrlandi og um 410.000 í Líbanon. Palestínumenn dreifðust þó víðar við flóttann 1948, m.a. til Egyptalands og Íraks, en sem kunnugt er hafa íslensk stjórnvöld nú ákveðið að bjóða 29 palestínskum flótta- mönnum hæli á Íslandi. Þeir hafa síðastliðin sextíu ár búið í Írak, en í kjölfar umrótsins sem þar varð 2003 sætti það fólk ofsóknum í nýju heimalandi sínu og er því á flótta enn á ný. Almennt er hlutskipti Palestínumanna á Vesturbakkanum og á Gaza mest til um- ræðu á alþjóðavettvangi. Það er skiljanlegt þar sem fólkið á þessum stöðum hefur mátt ganga í gegnum gríðarlegar þrengingar á undanförnum misserum og mannfall verið mikið í hernaðaraðgerðum Ísraela á Gaza, svo dæmi séu tekin. Í Jórdaníu eru hlutirnir í býsna föstum skorðum. Vissulega eru Palestínumenn þar sumpartinn litnir hornauga, en þeir hafa ríkisborgararétt og sækja þjónustu til jórd- anska ríkisins. Aðstæður flóttafólksins í Sýrlandi eru síðan með skásta móti. Allt annað er hins vegar uppi á teningnum í Líb- anon. „Ég hef starfað á þriðja áratug fyrir UNRWA,“ segir Richard J. Cook, æðsti yf- irmaður UNRWA í Líbanon, en hann var m.a. áður yfirmaður Vesturbakkaskrifstofu stofnunarinnar og þar áður um nokkurra ára skeið starfsmaður í útibúi UNRWA á Gaza. „Aðstæður Palestínumanna í Líbanon eru með því versta sem ég þekki, engin manneskja ætt sem Palestínum Börnin rænd Sannleiksgil dregið í efa efti frægar flóttam Sextíu ár í útlegð Aðstæður palestínskra flóttamanna eru óvíða verri en í Líbanon Palestínumenn minnast þess nú í sumar að sextíu ár eru lið- in frá atburðunum sem þeir kalla Nakba, hörmungarnar, en sem Ísraelar fagna sem upp- hafi sjálfstæðs ríkis gyðinga. Þessir atburðir skipta gríð- arlegu máli í sögulegu minni palestínskra flóttamanna hvar svo sem þeir búa, eins og Sig- rún Erla Egilsdóttir komst að þegar hún kynnti sér aðstæður Palestínumanna í Líbanon. Gleði Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður geta börnin glaðst og dansað. Ljósmynd/Rana Louay Abdallah, 1 Þrengsli Stúlka í Shatila, undir húsvegg með myndum af Yasser Arafat og Saddam Hussein. Ljósmynd/Ahmed Moustafa Mansour, 11 ára. Vopnaburður Byssumenningin er áberandi og ofbeldi í loftinu í búðum Palestínumanna í Líbanon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.