Morgunblaðið - 06.07.2008, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 6. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
eim hefur vitaskuld fækk-
að Palestínumönnunum
sem beinlínis upplifðu
flóttann frá Palestínu
1948, en við stofnun Ísr-
aelsríkis urðu um
750.000 arabar land-
flótta. Minningin um
Nakba, eða hörmungarnar, lifir hins vegar
enn mjög sterk meðal Palestínumanna,
hvort sem þeir búa á hernumdu svæðunum,
þ.e. Vesturbakkanum og á Gaza, eða í ná-
grannaríkjunum Jórdaníu, Sýrlandi og Líb-
anon. Afkomendur fólksins sem flúði Palest-
ínu í maí 1948 búa vissulega við mjög
mismunandi aðstæður, en það sem sam-
einar þessa þjökuðu þjóð er hins vegar sú
staðreynd að önnur og þriðja kynslóð má
una því hlutskipti að lifa lífi flóttamannsins.
Landflótta Palestínumönnum hefur fjölg-
að gífurlega á þeim sextíu árum sem liðin
eru frá atburðunum í maí 1948 (sem minnst
var með býsna ólíkum hætti í Ísrael og með-
al Palestínumanna nú í vor): Palestínuflótta-
mannahjálp Sameinuðu þjóðanna
(UNRWA) hefur nú á skrá um 4,5 milljónir
manna. Flestir eru Palestínumenn í Jórd-
aníu, um 1,9 milljónir, næstum jafnmargir
búa á Vesturbakkanum og á Gaza en síðan
eru um 450.000 Palestínumenn í Sýrlandi og
um 410.000 í Líbanon.
Palestínumenn dreifðust þó víðar við
flóttann 1948, m.a. til Egyptalands og Íraks,
en sem kunnugt er hafa íslensk stjórnvöld
nú ákveðið að bjóða 29 palestínskum flótta-
mönnum hæli á Íslandi. Þeir hafa síðastliðin
sextíu ár búið í Írak, en í kjölfar umrótsins
sem þar varð 2003 sætti það fólk ofsóknum í
nýju heimalandi sínu og er því á flótta enn á
ný.
Almennt er hlutskipti Palestínumanna á
Vesturbakkanum og á Gaza mest til um-
ræðu á alþjóðavettvangi. Það er skiljanlegt
þar sem fólkið á þessum stöðum hefur mátt
ganga í gegnum gríðarlegar þrengingar á
undanförnum misserum og mannfall verið
mikið í hernaðaraðgerðum Ísraela á Gaza,
svo dæmi séu tekin.
Í Jórdaníu eru hlutirnir í býsna föstum
skorðum. Vissulega eru Palestínumenn þar
sumpartinn litnir hornauga, en þeir hafa
ríkisborgararétt og sækja þjónustu til jórd-
anska ríkisins. Aðstæður flóttafólksins í
Sýrlandi eru síðan með skásta móti. Allt
annað er hins vegar uppi á teningnum í Líb-
anon.
„Ég hef starfað á þriðja áratug fyrir
UNRWA,“ segir Richard J. Cook, æðsti yf-
irmaður UNRWA í Líbanon, en hann var
m.a. áður yfirmaður Vesturbakkaskrifstofu
stofnunarinnar og þar áður um nokkurra
ára skeið starfsmaður í útibúi UNRWA á
Gaza. „Aðstæður Palestínumanna í Líbanon
eru með því versta sem ég þekki, engin
manneskja ætt
sem Palestínum
Börnin rænd
Sannleiksgil
dregið í efa efti
frægar flóttam
Sextíu ár í útlegð
Aðstæður palestínskra
flóttamanna eru óvíða
verri en í Líbanon
Palestínumenn minnast þess
nú í sumar að sextíu ár eru lið-
in frá atburðunum sem þeir
kalla Nakba, hörmungarnar,
en sem Ísraelar fagna sem upp-
hafi sjálfstæðs ríkis gyðinga.
Þessir atburðir skipta gríð-
arlegu máli í sögulegu minni
palestínskra flóttamanna hvar
svo sem þeir búa, eins og Sig-
rún Erla Egilsdóttir komst að
þegar hún kynnti sér aðstæður
Palestínumanna í Líbanon.
Gleði Þrátt fyrir ömurlegar aðstæður geta börnin glaðst og dansað.
Ljósmynd/Rana Louay Abdallah, 1
Þrengsli Stúlka í Shatila, undir húsvegg með myndum af Yasser Arafat og Saddam Hussein.
Ljósmynd/Ahmed Moustafa Mansour, 11 ára.
Vopnaburður Byssumenningin er áberandi og ofbeldi í loftinu í búðum Palestínumanna í Líbanon.